Vísir - 15.11.1963, Síða 15

Vísir - 15.11.1963, Síða 15
V í SIR . Föstudagur 15. nóvember 1963. rr : i; cgx i a W IX- Þegar Cecile hafði lesið bréfið seig höfuð hennar nær niður á bringu og henni spratt kaldur sviti í enni. Hún tók vasaklút sinn og þurrkaði svitann af enni, gagnaugum og kinnum. ■Hann kemur aftur, hugsaði hún, hann kemur aftur og hann er vellauðugur. Ekki gat mér dottið í hug, að málaferlin myndu ganga svona fljótt og vel. í seinasta bréfi á undan þessu gerði hann ráð fyrir misseri til viðbótar, og að hann efaðist um að vinna málið. Ef svo hefði far- ið hefði ég dottið niður á ein- hver úrræði. En nú kemur þetta yfir mig eins og reiðarslag. Hún sat djúnt hugsi langa stund. Hann skrifaði um áform sín og metnað mín vegna. Hann ætl- aði að leiða mig inn í þann heim, sem mér var lokaður, hann ber metnað í brjósti mfn vegna og ætlar að velja mér eiginmann, eiginmann . Það fór eins og krampatitring- ur um hana al!a og hún lagði hendur að gagnaugum sínum. Ég held ég gangi af vitinu. Ég var frjáls vegna fjarveru föð- ur míns. Hvað verður nú? Hvað -get ég gert? Komist faðir minn að því við heimkomu sína, áð ég get ekki lengur borið höfuðið hátt, að ekkert hjónaband kemur til greina, nema eitt? Hann verð- ur æfur af reiði, beiskur. Fyrir honum er he'iðurinn allt. Hann gæti orðið gripinn æði og drepið mig . . . Drepið mig, nei, ég er og ung til að deyja, — ég vil ekki hverfa úr þessu heimi án þess að hafa notið fyrst auðsins, sem föður mínum hefir fallið í skaut. Hvers má ekki njóta fyrir eina og hálfa milljón franka! Ég gæti gert allt, sem ég vildi — látið alla fagra draumá rætast. — O, ég bölva nú ástartilfinn- ingum þeim, sem ég varð gripin af, sem voru víst ekkert nema dutlungar, og ég gæti bölvað þeim manni, se.m ég gaf mig á vald, manninum, sem ég hélt, að ég elskaði, — nú hata ég hann. Ó, að ég gæti nú losnað við hann að fullu. Augnatillit hennar varð tryll- ingslegt og slíkt, sem hún væri með háan hita, varir hennar bærðust og hún hélt áfram að tauta í hálfum hljóðum: — Eftir tíu daga, — eftir tíu daga verður hann kominn heim —innan tíu daga verður kunn- ugt um vanheiður minn. Ég verð að koma í veg fyrir vanheiður minn. Birgittu þykir vænt um mig. Hún getur hjálpað mér. Ég trúi henni fyrir leyndarmáli mínu. En hún getur ekki leynt víxlspori mínu og afleiðingum þess. Nei, hún getur ekki hjálp- að mér, en hver getur hjálpað mér til hvers get ég snúið mér? Enninn læknir mundi vilia hiálpa mér og ég gæti ekki farið á fund nokkurs læknis sh'kra erinda, en bað eru til konur. sem hiálna. begar svona stendur á. hað er ein f bessu hverfi. Birgitta var einu sinni að tala um hana. Hún eetur fengið neningana. sem fað ir minn sendi mér í dag. Og við hann — hann sem ber alla sök-' ina á að svona fór — hvað á ég eegia við hann: Að mér hafi skjátlazt. Mér er sama hvort hann trúir mér eða ekki. Frá þessum degi verður allt að vera búið okkar í milli. Faðir minn Að morgunverði loknum klæddist hún kápu, setti hatt með slæðu á höfuð sér, stakk bréfi föður síns í litla vasabók, sem hún stakk í handskjól sitt, og fór að heiman. Hún fór inn í matvöruverzlun, þar sem Birgitta var vön að verzla. Konan, sem var þar við afgreiðslu brosti til hennar, því að hún kannaðist við hana. Cec- ile bað hana að skipta þúsund franka seðlinum. Jú, það var vel- komið, en „ungfrúin yrði að sætta sig við að fá seðla, því að hún hefði hvorki gull- eða silfurpeninga eins og sakir stæðu“, og sagði Cetcile, að það skipti engu, hún gæti vel notað seðla. Konan tók við seðlinum og lét Cecile fá tíu hundrað franka seðla. Cecile stakk fimm þeirra í umslagið, en fimm lagði hún milli blaða í vasabók sinni. Svo þakkaði hún konunni, fór út og leit til beggja hliða, og þegar hún kom á Avenue de Clichy, nam hún staðar fyrir utan búðar dyr. Framhliðin var svartmáluð með gulum röndum. Skilti var yfir dyrum, með gulum stöfum. Móða var svo mikil á gluggun- kemur eftir tíu daga. Eftir tíu 1 um- að vart sást ' gegnum þá, daga verður allt að vera um garð gengið. Hun 'braut saman bréfið og stakk því í umslagið og þúsund franka seðlinum líka. Svo hringdi hún á Birgittu, sem kom að vörmu spori og spurði hvers „ungfrúin óskaði“ — Ég á erindi að reka og ætla að borða morgunverð snemma, klukkan tíu til ellefu. — Ég skal hafa hann tilbúinn. Hefir ungfrúin fengið bréf frá herra Bernier? — Já, og það hafði góðar frétt ir að færa. Hann kemur eftir tíu daga, en það getum við talað um seinna. Og ég þarf að tala við þig um alvarlegt mál — að morgunverði loknum. Birgitta flýtti sér út, en Cecile fór að klæða sig. Hún valdi sér dekksta kjólinn, sem hún átti, og var alklædd þegar Birgitta kom og sagði henni, að morgunverður inn væri til. hvað þarna var á boðstólum, en í þeim voru flöskur ýmiss konar Cecile hikaði andartak og fór svo inn. Hefði verið hægt að rýna gegnum andlitsslæðuna mundi hafa sézt að hún var ná- föl. Bjalla var á hurðinni og þeg ar Cecile opnaði dyrnar kvað við hringlið í bjöllunni og kona, sem virtist um sjötugt kom fram. — Hvað get ég gert fyrir ung- frúna? spurði hún. — Rekið þér þessa verzlun? spurði Cecile titrandi rödd. — Nei, ég starfa hér hjá frú Angelu. en get sjálfsagt afgreitt yður. — Ég vildi gjarnan mega tala við ungfrúna sjálfa? — Er það kannske eitthvað alvarlegt, spurði konan og horfði á hana af nokkurri forvitni. — Já, það er mjög alvarlegt. — Frúin er farin út. — Hún kemur kannske bráð- um aftur? — Það held ég ekki, — ég býst sannast að segja við, að hún verði að heiman mestan hluta dags. — Þá verð ég að biðja yður að koma klukkan tíu í kvöl. — Ég kem. — Á ég að segja frúnni frá komu yðar — og nafni yðar? — Þess þarf ekki. Hún þekkir mig ekki. Þegar Cecile var komin út á götuna hugsaði hún sem svo, að þessi bið væri óþolandi — hún yrði að hraða þessu. Birgitta varð undrandi, er hún kom aftur eftir skamma stund og hafði orð á því. — Já, ég hitti ekki manneskju, sem ég þurfti að finna. Ég fer á fund hennar í kvöld. — Mér sýnist, að ungfrúnni hafi fallið þetta miður? — Já, mér er það móti skapi, að verða að fara tvisvar sama erindisins vegna. — En ég held, að þér hafið bara gott af göngunni. Ungfrúin er ekki nógu mikið undir beru lofti. Cecile tók fimm hundruð frankana úr vasabókinni og lagði í skúffu, en hina lét hún vera kyrra í bréfinu. Eldurinn í arninum var farinn að dofna. Hún skaraði í hann og brátt logaði hann glatt. Vér skiljum við ungfrúna um stund og förum inn í krána „Röskir sveinar“ við Boulevard Saint-Mártin. I þessari krá voru ekki speglar og gyllingar eins og í hinum glæsilegu veitingastofum borg- arinnar, sem mikil mergð er af, heldur hafði maður sá, sem mál aði hana innan gert veggi sem líkasta krám úti á landi, með því að líkja eftir múrbindingu eins og þeim, sem í sveitakrán- um tíðkaðist, og gert það af smekkvísi og leikni. Þama var því líkt sem koma inn í veitinga stofu gistihúss úti á landi eins og þær tíðkuðust fyrir he’lli öld. Þarna voru tréborð, gömul hliðarborð, gamalt postulín og koparstungur. — Þjónarnir voru klæddir sem bændur frá fyrri öldum. Þegar menn komu mn í þessa krá fannst þeim líka næstum, sem þeir væru horfnir hálfa öld aftur í tímann, og þarna var svo viðkunnalegt og sérkennilegt, að fólk streymdi þangað, og var þar alls konar fólk og víða að, úr borginni og utanbæjarmenn, og svo ýmsir er komu af tilviljun inn af götunni og stundum margt leikhúsgesta, er leiksýningar voru í Port Saint Martin leikhúsinu þarna skammt frá. Menn komu til þess að fá sér einn snaps eða eitt glas af öli milli þátta. Kráin var opin langt fram á nótt, og á kvöldin var stundum allblandinn lýður þar, leikarar og dansmeyjar, söngvarar, mun- aðarseggir og mellur. Ekki voru þarna neinir básar, en rúmgóðar veitingastofur og allt mjög frjáls legt, menn gátu hlegið og sungið af hjartans lyst, þar var ekki hastað á neinn, og allir virtust T A R l A N Tar-Zan, . =:gir gamli maðurinn hugsandi. Ég hefi heyrt það nafn fyrir löngu löngu. Það var voldugur hvítur veiðimaður. Hvað ertu að gera hér Tarzan, hér er I, ME7U OF THE VILLAGE-OF- THE-MEI7ICIME-MENVTELL YOU TKUTH! YOU SICK. PUNOS t ALL 7IE IF YOU MOT LISTEN lUTrmm TOME! ekkert sem hœgt er að veiða leng ur. Mér var sagt að Púnóarnir væru mjög veikir, ég kom til að hjálpa . Nei hrópar gamii maður- inn. Þú getur ekki hjálpað. Við þurfum að fá Púna töframann til að aðstoða okkur. Finnið töfra- manninn og komið með hann til okkar, þá verðum við heilbrigðir aftur. Ég er Medu, höfðingi lækn anna segir Medu, og ég get sagt ykkur Púnoar, að ef þið ekki hlustið á mig, þá deyið þið allir. TOSSSr. ■ np - - | Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 11 Símj 14853. I Hárgreiðslustofan PIROLA 1 Grettisgötu 31, simi 14787. Hárgreiðslustofs VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sími 1465Ö. Nuddstofa á sama stað. i Hárgreiðslu- og snyrtistofa I STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). ' Sími 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stigs og Hverfisgötu). Gjörið svo vel og gangið inn. Engar sérstakar pantanir, úrgreiðslur. P E R M A, Garðsenda 21, simi 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- stofa. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. Sími 14662 Hárgreiðslustofan 9L Háaleitisbraut 20 Sími 12614 I MEGRUNARNUDD. Dömur athugið. Get bætt við I 1 mig nokkrum konum í megrun- I arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar ( | Guðmundsdóttur, Laugavegi 19, 1 sími 12274. Hvítar drengfoskyrtur Cí prjónanælon Miklatorgi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.