Vísir - 25.11.1963, Síða 9
VlSIR . Mánudagur 25. nóvember 1963,
9
íslenzkar skipasmíðastöðvar
geta keppt við hinar erlendu
Laugardaginn 9. nóv-
ember var stór dagur hjá
ungu fyrirtæki sem nefn
ist Stálskipasmiðjan h.f.
Frumsmíðin, 25 tonna
fiskibátur Dímon GK
535 var sjósettur. Stál-
skipssmiðjan hefur
byggt skála, sem leyfir
byggingu allt að 200
tonna skips í Kópavogs-
kaupstað, nánar tiltekið
utarlega á Kársnesinu
við Fossvog, eða við
væntanlega Hafnarbraut
Fyrir nokkru hittum við fram-
kvæmdarstjóra Stálskipasmiðj-
unnar Óiaf H. Jónsson og röbb-
uðum við hann um frumsmíðina
og framtíð íslenzkra skipasmíða.
— Fyrsti báturinn sem við
smíðuðum ber nafnið Dímon
GK 535, skrásettur í Höfnum,
25 brúttó rúmlestir að stærð.
Frarnbyggður fiskibátur með
tilliti til dragnóta og humar-
veiða. Kaupendur bátsins eru
þeir Sveinn Jónsson, Höfnum og
Gísli Þorsteinsson. Stýrishúsið
er úr aluminíum. Báturinn er
allur rafsoðrnn og efnisstærð
eftir kröfum Skipaskoðunar
ríkisins. 1 bátnum er lúkar fyrir
5 menn og í stýrishúsi er korta-
borð, og stigar í lúkar, vél og
salerni. Vél bátsins er sænsk af
Albin Diesel-gerð, 130 hestöfl
með ferskvatnskælingu og dríf-
ur hún auk skrúfunnar rafal og
vökvadælu fyrir þilfarsvindu
og austurdælu. Togvindan hefur
4 tonna átak. Bátnum er stýrt
með vökvastýri. Á stálþilfari er
Semlez-gúmmísteypa, sem
kemur f stað tréþilsfars. Auk
áttavita og talstöðvar verður bát
urinn búinn Simrad dýptarmæli
og Decca transitor ratsjá.
FYRIRTÆKIÐ
STOFNAÐ 1961.
— Hvað er Stálskipasmiðjan
gamalt fyrirtæki?
Stálskipasmiðjan er stofnuð
í septembermánuði 1961, þá
fengum við úthlutað 2 þús.
ferm. lóð hér í Kópavogi. Að
okkar áliti er hér um að ræða
nokkuð takmarkaða lóð og höfð
um við því sótt um stærri lóð,
sérstaklega í sambandi við fyr-
irhugaða dráttarbraut. í fyrra-
sumar var svo unnið að bygg-
ingu skálans, þar sem hægt er
að smíða 200 tonna skip, en f
aprfl í vor byrjuðum við á smíði
Dfmons.
— Og hvernig hefur smíðin
gengið?
— Smíðin hefur gengið ágæt-
Iega, en auk starfsliðs og eig-
enda Stálskipasmiðjunnar h.f.
hefur Sveinn Gunnarsson, skipa
smiður séð um innréttinguna og
Áslaugur Bjarnason, rafvirkja-
meistari hefur séð um alla raf-
lögn.
— Telurðu að íslenzkar skipa
smfðastöðvar geti keppt við
hinar erlendu?
— Já, það efast ég ekki um.
Það hefur reynslan þegar sýnt,
bæði hvað frágang og gæði
snertir og hvað verðið snertir
þá getum við miðað við Norð-
menn, en þar eru skipasmíðar
ódýrastar. Þegar við berum verð
ið saman kemur það í ljós að
íslenzkar skipasmíðar eru ekki
dýrari.
VIÐHALD
FRAMKVÆMT HÉR.
— En það er annað sem mæl-
ir eindregið með íslenzkum
skipasmíðastöðvum. Það er það
að okkur er nauðsynlegt að
skapa aðstöðu hér á landi, til
smíðastöðvar geta boðið upp á
t. d. 7 ára bankalán.
DRÁTTARBRAUT FYRIR
400 TONNA SKIP.
— Þú minntist á dráttar-
braut, hvað hafið þið í huga að
byggja stóra dráttarbraut?
— Við höfum hugsað okkur
að byggja dráttarbraut fyrir allt
að 400 rúmlesta skip.
— Svo þú ert bjartsýnn á
framtíð íslenzkra skipasmíða?
— Já, það er ég. Reynslan
hefur sýnt að það eru engir
tæknilegir erfiðleikar hérlendis
fyrir þessa starfsgrein. Um leið
— segir Ólafur H. Jónsson
framkvæmdastjóri
Stálskipasmiðjunnar h.f.
þess að geta framkvæmt við-
gerðir á okkar skipum, auk þess
sem okkur er nauðsynlegt að
viðhalda og auka okkar flota.
— Hvað er það sem , háir
einkum innlendri skipasmíði?
— Því er fljótsvarað. — Það
er lánastarfsemin. Fiskveiðisjóð-
ur lánar 75% af andvirði, en
ekki fyrr en skipið er tilbúið og
verða því menn að fleyta sér
á víxlum og smálánum þar til
skipið er fullbúið. Einnig er mér
sagt að fiskveiðisjóður sé ekki
nógu fjárhagslega öflugur til
þess að standa undir smfði
margra skipa.
— Hvað um hinn erlenda að-
ilja f þessu sambandi?
— Margar erlendar skipa-
og við færum skipasmíðarnar
inn í landið þá skapast mögu-
leikar til framfara, þvf skipa-
smiðjurnar eiga þá hægara að
fylgjast með því hvernig skipin *
reynast. Það er betra fyrir eig-
endur skipanna að fylgjast með
byggingu þeirra. Heimsiglinga-
kostnaður sparast að ógleymd-
um gjaldeyrinum, sagði Ólafur
H. Jónsson, framkvæmdarstjóri
Stálskipasmiðjunnar h.f. að lok-
um.
DÍMON sjósettur.
Ólafur H. Jónsson,
franikvæmdastjóri.
Bækur frá Kvöldvökuútgáfunni
Á þessu ári gefur Kvöldvöku
útgáfan út eftirgreindar bækur,
að því er Vísir hefur fregnað:
Skáldkonur fyrri alda, II.
bindi, eftir frú Guðrúnu P.
Helgadóttur, skólastjóra.
I þessari bók eru meðal ann-
ars þættir um Ljósavatnssyst-
ur, Steinunni í Höfn, Maddöm-
una á Prestbakka, Látra-Björgu
og Vatnsenda-Rósu. Margt nýtt
kemur fram í bók þessari um
ævi og skáldskap þessara
kvenna.
Eftir þeim viðtökum, sem 1.
bindi þessa verks fékk, munu
margir bíða með eftirvæntingu
eftir framhaldinu.
Því gleymi ég aldrei, II. bindi.
I þessa bók rita 19 menn og
konur þælti um eftirminnilega
atburði úr lífi þeirra, þar á með-
al Sigurður Nordal, prófessor,
Guðmundur skáld Böðvarsson,
Guðrún frá Lundi, Egill Jónas-
son, Húsavík, Ólafur Jónsson,
ráðunautur, séra Sveinn Víking-
ur o. fl.
Fyrra bindi þessarar bókar
hlaut mikla útbreiðslu og lof-
samlega dóma gagnrýnenda.
Fyrra bindi þessarar bókar
var meðal metsölub^ka siðasta
árs og hlaut hvarvetna ágæta
dóma. Þættir þeir, sem birtast í
þessari bók, greina frá margs
konar reynslu höfundanna á
landi, sjó og í lofti, og munu
ekki síður en frásagnir fy/nnCCOfl
bókarinnar reynast girnilegir b Cl Wl I kJm IODkJB i
fróðleiks og skemmtunar.
Ný bók ettir
íslenzkar ljósmæður, II. bindi.
í þessari bók birtast þættir
um 29 ljósmæður hvarvetna að
af landinu. Sumir þættirnir eru
ritaðir af Ijósmæðrunum sjálf-
um. Þar segir frá mannúðar- og
líknarstarfi ljósmæðranna og
ævintýralegum ferðalögum á sjó
og landi við hin erfiðustu skil-
yrði. Allir eru þættir þessir ó-
venju vel skrifaðir, og víða
bregður fyrir lærdómsríkum
myndum af þjóðlífinu, eins og
það var um og eftir síðustu alda
mót og fram á síðustu áratug-
ina, en fáir þekktu betur lífs-
baráttu fólksins í landinu en
ljósmæðurnar.
„Þér að segja“, heitir ný bók
eftir Stefán Jónsson, fréttamann
sem komin er út á vegum Æg-
isútgáfunnar. Er þar um að
ræða ævisögu Péturs Hoffmanns
Salómonssonar.
Þetta er þriðja bók Stefáns og
jafnframt sú mesta. Sagan er
lífleg og einatt stórkostleg og í
henni njóta sín höfuðeinkenni
höfundar: Hraði, hispursleysi,
frásagnargleði og góðlátleg
kímni. Fyrri bækur Stefáns eru:
Mínir menn, er út kom 1962 og
Krossfiskar og hrúðurkarlar, er
út kom 1961. Hlutu bækur þess
ar mjög góðar viðtökur og seld-
ust upp á skömmum tíma.