Vísir - 25.11.1963, Síða 16

Vísir - 25.11.1963, Síða 16
 Málflutningur í „oIíumálinu“ á að hefjast kl. 14 í dag f Hæsta- rétti, með ræðu ríkissaksóknarans, Valdimars Stefánssonar, og er búizt við að hún muni taka ca. tvo til þrjá daga. Dr. juris Þórður Eyjólfsson, hæstaréttardómari verður í forsæti hæstaréttar. Magnús Torfason, prófessor og Einar Arnalds, yfir- borgardómari, taka sæti í dómin- um í stað hæstaréttardómaranna Jónatans Hallvarðssonar og Lárus- ar Jóhannessonar. Reykvíkingar hafa streymt f sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, síðan á laugardag, til að votta bandarísku þjóðinni samúð sína vegna fráfalls John Fitzgerald Kennedy, forseta. I gær heimsóttu sendiráðið um 2500 manns, frá klukkan 10 um morguninn til 18 um daginn, til að rita nöfn sín f minningar- bók er lá frammi, fyrst á laugar dag frá 12 — 18 og sfðast í dag frá 9-13. „Við bjuggumst ekki við því að svo margir myndu koma, og rita nöfn sín í minningarbókina sem raun hefur orðið á,“ sagði einn af starfsmönnum sendiráðs ins við Vfsi í morgun. Frétta- menn Vísis komu í sendiráðið alla dagana. Fólk af öllum stétt- um beið í röðum eftir að fá að rita nöfn sín. Ambassador Bandaríkjanna á íslandi sagði: „Samúðaróskir þessar eru okk- ur til mikiilar huggunar í sár- um harmi.“ Sendiráð Bandaríkjanna og Upplýsingaþjónustan hafa að öðru leyti verið lokuð síðan fregnin um fráfall forsetans barst til landsins. Viðræður við ríkis- stjórniua að hefjast Fjöldi fólks heimsótti sendiráS Bandarikjanna Viðræður fulltrúa verkalýðs- hreyfingarinnar við ríkisstjórn- ina eru nú að hefjast. Hefur verkalýðshreyfingin kosið 5 manna nefnd til þess að ræða við fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Var jafnvel búizt við því í morg un, að fyrsti viðræðufundurinn yrði í dag. Er nú búizt við, að skriður komist á samningavið- ræður. í gærmorgun var haldinn fundur í samstarfsnefnd verka- lýðsfélaganna en sú nefnd er skipuð um 20 fulltrúum frá hin- um ýmsu verkalýðsfélögum og hópum verkalýðsfélaga. Á bess- um fundi var samþykkt að fela þessum 5 mönnum að hafa með höndum viðræðurnar við forsæt isráðherra og félagsmálaráð- herra: Hannibal Valdimarssyni, forseta ASf, Óskari Hallgríms- syni, formanni Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík og formanni Félags ísl. rafv., Eðvarð Sigurðssyni, form. Dags brúnar, Sverri Hermannssyni, form. Landssambands fsl. verzl- unarmanna og Birni Jónssyni, formanni Verkalýðsfélagsins Ein ingar á Akureyri. — Ríkisstjórn in ákvað fyrir nokkru, að þeir Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra og Emil Jónsson, féiags málaráðherra tækju þátt í við- ræðunum af hálfu stjórnarinn- ar. Ríkisstjórnin hefur nú kosið i sáttanefnd ásamt sáttasemjara Torfa Hjartarsyni og varasátta- semjara Loga Einarssyni þá Jónatan Hállvarðsson hæstárétt ardómara og Þórhall Ásgeirs- son ráðuneytisstjóra. Á laugardag var fundur með fulltrúum landsnefndar verka- lýðsfélaganna og fulltrúum at- vinnurekenda og sáttasemjara. Var þar rætt um ýmis fyrir- komulagsatriði samningavið- ræðnanna. Margir lögou leiö sína I bandaríska sendiráðið við Laufásveg um helgina, til að votta bandarísku þjóðinni samúð, með undirskrift sinni í mlnningarbók, sem sendiráðið hafði lagt fram. — Myndin er tekin í morgun. — (Ljósm. Vísis: I.M.). Bílar brutust yfir Öxnadalsheiði \ VtSIR Mánudagur 25. nóvember 1963. Réttarhöld John Kennedy minnst í Dóm- kirkjunni og á Alþingi í dag Minningarathöfn um John Fitz- gerald Kennedy, hinn látna forseta Bandarikjanna, verður í Dómkirlcj- unni i dag kl. 17. Þá verður for- setans einnig minnzt i Sameinuðu Alþingi kl. 14. Biskupinn yfir Islandi herra Sig- urbjörn Einarsson, flytur ræðu í minningarathöfninni í Dómkirkj- unni, James K. Penfield, ambassa- dor Bandaríkjanna á Islandi flytur stutt ávarp og kaþólski presturinn á Keflavíkurflugvelli flytur bæn. Á Alþingi flytur Birgir Finnsson, forseti Sameinaðs Alþingis ræðu um líf og starf John Kennedys. Bflalestir brutust yfir öxnadals- heiði í gær og nutu til þess aðstoð- ar frá Vegagerðinni. Komu 9 bilar að sunnan, þ. á. m. á’ætlunarbíll frá Norðurleiðum, 7 stórir flutningabílar og einn jeppi. Að norðan fóru 4 bílar suður. Erf- iðasti farartálminn var í ofanverð- um öxnadal og þar varð að moka fyrir bílana. Má ekkert hvessa til að skafi f brautina og þá verður vegurinn alófær. Annars er hug- myndin að óbreyttum aðstæðum að senda ýtu á morgun bæði í Öxnadal og á Öxnadalsheiðina til að ryðja leiðina bæði fyrir áætlun- arbifreið sem þá er væntanleg svo og fyrir aðra bíla sem þurfa að komast yfir. í ofanverðum Langadal hefur enn ekki verið rutt og þar var f morgun mjög þungfært talið, en úr því er öll leiðin til Reykjávíkur fær. Þá er fært úr Reykjavík vestur í Dali, en ófært eftir að kemur í Gilsfjörð. Austan við Akureyri eru allar leiðir lokaðar. Snjóað hefur f Eyja- firði svo til á hverjum degi og mikil fanndyngja komin. Þar var 16 stiga frost í gærmorgun við sjó, en I gærkveldi var um það bil frostlaust orðið og var það enn í morgun. Brezki aðstoðarutanríkisráðherrann: Útfærsla fiskveiðilögsögunnar mntan- lega að lokinni Londonarráðstefnunni Brezka ríkisstjórnin mun væntanlega gefa út tilkynningu um út" færslu hrezku fiskvfúði- lögsögunnar að lokinni landhelgis- og fiskveið- aráðstefnunni í London, en hún hefst 3. des. n.k. Frá þessu skýrði brezki að- stoðarutanríkisráðherrann, Pet- er Thomas í spurningatíma neðri málstofunnar sl. mánu- dag. Var þetta fyrsti fyrirspurn artfminn eftir að þingið kom saman. Fishing News skýrir frá þessu f forsiðufregn sl. föstu- dag. Eitt af markmiðum ráðsteLi- unnar verður það, sagði ráðherr ann, að ræða það ástand sem skapast við það að Bretar ssgja upp aðild sinni að fiskveiði- samningnum um Norðursjóinn frá 1882, en það er nú afráðið. Þá verður cinnig rætt um fisksölumál. Varðandi fyrir- spurn hvers vegna jámtjalds- löndin muni ekkí taka þátt í ráð stefnunni sagði ráðherrann að þau hefðu annað verzlunarkerfi f fiskkaupum og þvf sé óifkiegt að til greina komi aðild þeirra að fisksöluumræðunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.