Vísir - 29.11.1963, Side 8

Vísir - 29.11.1963, Side 8
8 VlSIR . Föstudagur 29. nóvember 196. Utgetandi: Blaðaútgáfan VISIJL Ritstjóri: Gunnar G. SchraÆ. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Ómakleg árás X>JÓÐVILJINN kvartar mjög undan því í gær að á síðasta sáttafundi hafi atvinnurekendur neitað öllum kauphækkunarkröfum og ekki talið sig geta rætt þau mál. Sannleikurinn er hér sá að vinnuveitend- ur neituðu kröfu um 45-50% kauphækkun sem borin var fram á fundinum. Þarf enginn að verða undr- andi, og alls ckki Þjóðviljinn þó það hafi skeð. Fjar- stæða er að ætla að slík kauphækkun nái fram að ganga, og slíkar kröfur eru aðeins til þess að tefja tímann, sem þegar er orðinn allt of stuttur. í kaupgjaldssamningum er raunsæi mikið atriði. Á þeim eiginleika þurfa báðir aðilar nú að halda, meira en nokkru sinni fyrr, ef samkomulag á að nást. Hnífilyrði á hvorn bóginn sem er gagna hér hins vegar harla lítt, og allra sízt þegar samningar eru rétt hafnir. Prestskosningarnar Á sunnudaginn kjósa Reykvíkingar sér sex nýja presta. Um köllin sækja alls 13 kennimenn, svo mönn- um er nokkur vandi á herðum, því umsækjendur eru allir hinir mætustu menn. Hver sem úrslitin verða í einstökum prestaköll- um er það fagnaðarefni að prestum skuli fjölgað um sex í borginni. Hlutverk þeirra er mikið, meira en menn gera sér almennt ljóst. Preststarfið hefir tekið nokkrum breytingum, og þarf að taka enn meiri breyt- ingum en orðið er, ef vel á að vera. Prestur í borg er ekki einungis predikari, heldur sálusorgari, æskulýðs- leiðtogi, félagsfrömuður og foringi. Þáttur hans í dag- legu lífi fólksins þarf að stóraukast. Hann þarf að kynnast söfnuði sínum betur og söfnuðurinn honum. Vel færi að hinir sex nýju prestar reyndust allir menn hins nýja tíma, kreddulausir menn og frjáls- lyndir, í þess orðs beztu merkingu. Slæmur aflabrestur l>AÐ er ekki of sterkt að orði kveðið þótt sagt sé að aflabrestur sé nú bæði hjá togurunum og síldarbát- unum hér við suð-vesturlandið.Vísir gat um það í fyrra dag að afli togaranna i október og nóvember væri fádæma lélegur. Er heildarafli þeirra helmingi minni en í júlí í sumar og sigla þeir með að meðaltali ein- ungis 100 tonn. Hinn fádæma lélegi togaraafli leiðir hugann að því hve ákaflega skeikull grundvöllur togaraútgerð- arinnar er. Dagar hennar virðast taldir í núverandi mynd, enda fjöldi togaranna gamall og brátt úreltur. Hér verða fljótlega að eiga sér stað þáttaskil: ný tækni hagnýtt svo sem skuttogararnir og það fullrannsak- að hvort önnur stærð skipa hentar ekki betur hér við land. Flestir munu sammála um að öllu lengur verður ekki búið við gömul skip og gamlar hug- myndir. Slík ofhleðsla síldarskipa og hér tíðkasi hvergi leyfð Engin þjóð mundi leyfa slíka ofhleðslu síld veiðiskipa og hér tíð- kast segir Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðun arstjóri í frásögn af al- þjóðaráðstefnu um stöð ugleika fiskiskipa, sem haldin var í Gdansk í Póllandi 7.-14. okt. sl., á vegum FAO. Á ráðstefnu þessari voru alls lögð fram og rædd 24 erindi. Þar á meðal var erindi Hjálmars R. Bárðarsonar skipaskoðunar- stjóra, er fjallaði um stöðug- leikaútreikninga íslenzkra fiski skipa og reynslu þá, er feng- izt hefur hér á landi. Þar er nokkuð rætt um síldarhleðslu íslenzkra fiskiskipa og gerð grein fyrir árangri útreikninga á hleðsluástandi fiskiskipa. Skipaskoðunarstjóra farast m. a. orð á þessa leið um umræður, er fram fóru á ráðstefnunni um erindi hans: „Það varð ljóst af umræðun- um, sem á eftir fylgdu, að engin þjóð mundi taka til greina að leyfa slíka hleðslu. Til dæmis jftunu Danir nú hafa í hyggju í nýjum reglum að krefjast þess, að öll fiskiskip hafi a.m.k. 10 sm. fríborð, þegar þau eru mest hlaðin, og samtímis er þess að sjálfsögðu gætt, að allar lúgur séu vatnsþétt lokaðar (skálkað- ar). Þessi hleðslutakmörkun danskra fiskiskipa hefir það í för með sér, að flest fiskiskipanna geta aðeins sett síld f afturiest en ekkert í framlest og auðvitað ekkert á þilfar. Bandaríski fulltrúinn sagði, að slík ofhleðsla, sem hér tiðkaðist ætti alls staðar að vera hegning- arverð og hvergi í heiminum lið- in. Það leikur þannig enginn vafi á því, að ef alþjóðaákvæði verða sett um stöðugleika fiskiskipa, þá verður hleðslutakmörkun fiskiskipa innifalin í þeim á- kvæðum enda hleðsla svo mikil- vægur þáttur í stöðugleika, að ekki verður sundur skilið". Hjálmar Bárðarson segir enn fremur, að greinilegt sé, að marg ar fiskiveiðiþjóðir eigi við vanda mál að etja varðandi stöðugleika og öryggi fiskiskipa. Frakkar hafi t.d. undanfarið misst þó nokkur fiskiskip, og þar í landi hafi verið skipuð nefnd skipa- verkfræðinga til þess að athuga þessi sjóslys nánar, og verður skýrsla þessara verkfræðinga- nefndar send til sérnefndar IMCO (Siglingamálastofnunar SÞ) um stöðugleika fiskiskipa, til athugunar. Það kom einnig fram á ráð- stefnunni, segir skipaskoðunar- stjóri, að ekki er talið hægt að gera fiskiskip 100% örugg. Ör- yggi skips verði alltaf að veru- legu leyti háð því hvernig skipun um sé siglt. Hjálmar segir ennfremur: Það kom greinilega fram á ráðstefn- unni, að meðal hættulegasta á- stands fiskiskipa, er drekkhlaðið skip, tillitslaus sigling á hliðar- sjó og einkanlega þó I meðsjó (á lensi), sem veldur alveg ótrú- lega mikilli rýrnun á stöðugleika skipsins, svo mikilli rýrnun, að svo virðist að hægt sé að hvolfa annars stöðugu skipi i meðsjó Litlar talstöðvar (walkie- talkies) munu að öllum líkindum létta mjög störf ýmissa þjón- ustufyrirtækja í framtíðinni. Storno, fyrirtækið sem framleitt hefur talstöðvar í flesta leigu- bíla hérlendis er í þann veginn að hefja framleiðslu á vasatal- stöðvum, sem gefa svo til óend- anlega möguleika til bættrar þjónustu og hagræðis. Talstöðvar þessar eru litlar og hafa rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða að vild. Frétta- mönnum var í gær sýnd slík tal- stöð, og töluðu þeir við aðal- stöð Hreyfils, sem hefur um- boð fyrir Storno hér á landi. Talstöðvar þessar, sem draga um 5 kilómetra, gætu liklega með því einu að hreyfa stýrið heldur hratt. Ovarleg handstýr- ing og sjálfstýring gefur því grandað skipi í þessu ástandi. Ef þilfar sjófyllir samtimis er á- standið auðvitað enn alvarlegra. En þessar athuganir á alþjóða- vettvangi eru aðeins skammt á veg komnar ennþá. Áframhald þessa máls verður nú í sérnefnd siglingamálastofnunar SÞ. IMCO í London. Svo stóð á, að degi eftir, að ráðstefnu FAO um stöðugleika fiskiskipa lauk ,hófst i London þann 16. okt. sl. þriðji aðalfund ur IMCO. Á þessum aðalfundi lagði Hjálmar Bárðarson skipa- skoðunarstjóri fram af íslands hálfu tillögu til ályktunar, þar sem ákveðið er að hraða skuli athugunum og rannsóknum á þvi er varðar stöðugleika fiski- skipa. Var tillagan samþykkt. Mun hún hafa þau áhrif, að sér- stök sérfræðinganefnd verður væntanlega sett á stofn, sem eingöngu fæst við stöðugleika fiskiskipa og því máli verður hraðað meir en athugun á stöð- ugleikamálum annarra skipa. komið flestum stéttum þjóðfé- lagsins að gagni, og líklegt er, að þegar fram líða tímar, verði notkun þeirra almenn.'Er jafn- vel talað um að þær geti leyst símann af hólmi, þegar verðið er orðið viðráðanlegra. En það verður ekki alveg á næstunni, því að ein þessara litlu stöðva kostar um 40 þúsund íslenzkar krónur. Fyrirtæki sem hygðist taka nokkrar slíkar stöðvar í notkun, þyrfti svo helzt að hafa aðalstöð, og hætt er við að það þætti nokkuð dýrt. Það hefur kostað Storno óhemju fé að byggja þessar litlu stöðvar, og mikill fjöldi tæknifræðinga hef- ur eytt mörgum árum til þess að fullkomna þær. Leysa talstöðvar símann af hólmi?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.