Vísir - 30.11.1963, Blaðsíða 5
„Bara nalda sér vel, þá er allt 1 lagi“, segir herrann sem er
stúlkunum til leiðbeiningar úti á vængnum.
fyrst bóklega um allan öryggis-
útbúnað, þeim hlýtt rækilega
yfir og að lokum fara þær yfir
þetta allt saman í flugvélinni
sjálfri. Þær skoða hvar hvað er
geymt og hvernig farið skuli
með það. Þær læra að opna
neyðarútgangana, sem eru við
vængina og síðan taka þær líf-
línuna og fara með hana út á
væng og festa hana þar. Sömu-
leiðis opna þær dyrnar og renna
út dúknum eins og gera þarf
úr flugvélinni, lendir á dúknum
og rennur eftir honum til jarð-
ar.
„Þetta var ekki neitt,“ segir
hún er hún er „lent“.
Þessi stúlka er ein af verð-
andi flugfreyjum hjá Loftieiðum
og stökkið, sem hún þurfti að
taka, er eitt af lokaatriðunum
á flugfreyjunámskeiði þvl, sem
undanfarið hefur staðið yfir hjá
Loftleiðum. Á því hafa verið 12
stúlkur, sem á næstunni munu
bætast í hóp þeirra stúlkna sem
gera sitt til að farþegunum,
sem ferðast með flugvélum fé-
lagsins liði sem be2t meðan þeir
eru um borð. Undanfarnar þrjár
vikur hafa þær sótt flugfreyju-
námskeiðið, sem 1 sjálfu sér er
heill skóli og þar hefur þeim
leiðbeiningar um hvernig þær
eigi að fara með erlenda ferða-
menn í „sight-seeing-ferðir“ um
borgina og nágrenni hennar,
hvað helzt eigi að sýna þeim og
frá hverju segja.
Flugfreyjustarfið er þannig
orðið starf sem þarfnast undir-
búningsnáms en ekki eins og
hér áður fyrr þegar stúlkan var
klædd í einkennisbúninginn,
henni ýtt upp £ vélina og síðan
varð hún að læra af reynslunni
og af því að horfa á hinar
vinna.
Ein af flugfreyjum Lpftleiða,
Erla Ágústsdóttir kennir þeim
farþegaþjónustuna og allt það
sem henni við kemur. Erla hefur
verið flugfreyja frá því árið
1956 og tók hún þátt f fyrsta
flugfreyjunámskeiðinu sem Loft
ef yfirgefa þarf vélina skyndi-
lega eftir að hún hefur lent. Og
það var einmitt eftir þessari ,
„rennibraut", sem þær áttu að
renna sér þegar ein stúlkan
hikaði og sagði:
„Æ, ég þori ekki.“
Þótt hífandi rok væri og rigning urðu flugfreyjuefnin að hoppa út úr vélinni og láta sig falla niður
á dúkinn, en eftir honum runnu þær síðan til jarðar.
í flugfreyjunáminu er mikill
utanbókarlærdómur. Stúlkurnar
þurfa t. d. að vita upp á sína
tíu fingur hve mikið á að vera
af göfflum, hnífum og skeiðum
í Ameríkuflugi og hve mikið í
Evrópuflugi o.s.frv. „Þær hlógu,
þegar ég var að hlýða þeim yfir
þetta,“ segir Erla, „en þetta
þarf að íærást. 'Annárs hættir
maður nú fíjótiega að þurfa að
telja þetta eftir að starfið er
hafið, þvf að maður sér fljótt
út hve hátt þarf að vera í grind-
unum, sem áhöldin eru höfð í.“
Það er mikið atriði að vera
vel að sér í hjálp í viðlögum
og kunna vel á allan öryggisút-
búnað vélarinnar, hvað gera á
ef þetta eða hitt skyldi bera
að höndum. Stúlkurnar læra
Súrefnisleiðsiur vélarinnar voru athugaðar og stúlkumar settu súr-
efnisgrímumar á sig til að vera nú alveg vissar um hvemig ætti
að fara að því.
„Æ, ég þori ekki,“ segir ein
stúlkan og rígheldur sér í
hurðarkarminn.
„Hoppaðu bara, þetta er ekki
neitt,“ segja hinar, sem þegar
hafa þreytt stökkið.
„Gættu þín vel, svo að þú
komir ekki niður með hælana,“
segir flugmaðurinn og ýtir henni
aðeins af stað. Hún þeytist út
verið veittur allur sá undirbún-
ingur, sem unnt er fyrir starfið.
Þær læra allt um farþega-
þjónustu, um vélina og öryggis-
útbúnað hennar, hvað gera á ef
eitt eða annað skyldi koma fyr-
ir, læra að fylla út pappíra
varðandi flugið, hjálp í viðlög-
um, læra á hátalarakerfið, læra
sögu Loftleiða, til að geta svar-
að öllum þeim spurningum, sem
farþegar kunna að spyrja um
flugfélagið. Þá eru þeim gefnar
leiðir héldu. Þegar hún er að
leiða stúlkurnar í allan sannleik-
ann er fyrsta boðorðið:
„Farþeginn gengur fyrir öllu.“
Hún brýnir fyrir stúlkunum
að vera kurteisar og alúðlegar í
viðmóti, sinna sérstaklega vel
konum, sem eru með börn og
sömuleiðis eldra fólki, sem ef
til vill hefur aldrei flogið fyrr.
Og ef á hræðslu ber hjá ein-
hverjum farþeganna, þá að gera
allt til að láta hann gleyma
henni og takist það, er góðum
árangri náð.
„Fólk, sem er að fljúga í
fyrsta skipti er oft órólegt og
dálítið spennt, og spyr þá oft
rnikið," segir Erla. „Það er því
mjög gaman að greiða úr spurn-
ingum þess og reyna að gera
þvl ferðina sem skemmtilegasta
og minnisstæðasta."
/1S IR . Laugardagur 30. nóvember 1963. 5
I „Einn—tveir—og þrír“
Heimsókn á ffagfreyjunámskeið Loftleiða