Vísir - 30.11.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 30.11.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 30. nóvember 1963. 7 Jslenzki heimilisiðnað- urinn er ekki í öldudal4 Rætt vib frú Sigrúnu Stefánsdóttur um islenzkan heimilisibnað Áhugi og smekkur fyrir ís- lenzkum ullariðnaði, einkum heimilisiðnaði hefur aukizt mjög á síðari árum og það er eins 8 og augu manna hafi opnazt fyr *) ir fegurð íslenzku sauðalitanna. j Framleiðsla á vörum unnum úr ! íslenzkri ull í sauðalitunum hef ur stóraukizt og er skemmst að minnast greinar sem birtist hér á síðunni fyrir skömmu um „handofnu íslenzku ullarkjól- ana“. En þó mun sú stofnun, sera einna mest hefur látið sér annt um íslenzkan heimilisiðnað vera „íslonzkur heimilisiðnað- ur“, sem rekin er af Heimilis- iðnaðarfélagi íslands. Verzlunin „Islenzkur heimilisiðnaður" var stofnuð fyrir 12 árum og hefur nú síðustu fjögur árin verið til húsa að Laufásvegi 2. Allt frá stofnun hennar hefur frú Sigrún Stefánsdóttir veitt henni for- stöðu. Ég brá mér á fund frú Sig- rúnar einn kaldan dag nú fyrir skömmu, rétt eftir lokunartíma. Frú Sigrún var að athuga póstinn ,som komið hafði um daginn, því að strax eru farnar að berast pantanir utan lands frá og er þá verið að panta vör- ur sem síðan eiga að fara í jóla- pakkana. — Jólaannríkið hjá okkur er þegar byrjað", segir frú Sig- rún, „bæði • eru pantanir utan- lands frá og svo eru Islending- ar farnir að kaupa mikið og senda út til jólagjafa. Pað er eins gott að vera snemma f tfð- inni til að koma pökkunum með skipaferðum, því að flugfragtin er svo dýr“. „I hverju er aðalsalan núna?“ „Strax og fór að kólna var mikið farið að kaupa af vettl- ingum á börn ,en til jólagjafa eru það aðallega lopapeysur, treflar og sjöl“. Ég bið nú frú Sigrúnu að segja mér dálítið frá fyrir- Frú Sigrún Stefánsdóttir sýnir nokkur vinsælustu lopavörumar, húfur, trefla og peysur. Allt er þetta í íslenzku sauðalitunum. þann kost að hægt er að vinna hana á heimilinu og því hægt að haga henni eftir því sem tími og aðstæður leyfa“. Við lítum yfir það helzta sem á boðstólum er af íslenzkum heimilisiðnaði. Einna mest piáss ið taka lopapeysurnar, sem eru í öllum stærðum og af öllum gerðum. Mynstrin eru mjög mis munandi ,sumar eru allt að því einlitar en hinar prjónaðar í öllum sauðalitunum. Mest ber á grænlenzka mynstrinu, en það hefur verið vinsælast undanfar- in ár. Þá eru mvnstur sem tek- in hafa verið upp af gömlum klæðnaði á Þjóðminjasafninu. Hjá peysunum er mikið af treflum og húfum og er hér um að ræða kembdu treflana. Þeir eru að ví vélprjónaðir og sfð- an ýfðir. Uppi á vegg hanga falleg köfl ótt teppi. Þeim svipar nokkuð til vélofnu ullarteppanna en eru talsvert mýkri og léttari. Sjöl og treflar eru einnig fyrir hendi ,ofin á líkan hátt og tepp- in. Tvíbandsvettlingarnir útprjón uðu eru alltaf jafn fallegir og oft nálgast þeir helzt listaverk. Þá eru það sjölin, bæði hyrn ur og langsjöl. Þau eru allt frá því að vera allþykk niður f að vera næstum eins fíngerð og köngulóarvefur. Þau eru að sjálfsögðu handunnin og vekja mikla hrifningu bæði hjá ungum konum sem gömlum og eru þau bæði notuð til skrauts og skjóls. Þá er ýmiss konar vinna úr horni, beini og tré. Eru það út- skornir munir og koma þeir að mestu utan af landi. Margt fleira heimaunninna muna er á boðstólum, svo sem ullarnærföt skinnskór með ullarleppum og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. Þegar við höfum skoðað þetta allt segir frú Sigrún: „Það hefur verið sagt að ís- lenzkur heimilisiðnaður sé í öldudal, en það er áreiðanlegt að svo er ekki. Hann er að rísa upp og er ef til vill risinn upp yfir það sem hann var'V tækinu, upphafi þess og rekstri. „Það er Heimilisiðnaðarfélag íslands sem stendur að „íslenzk um heimilisiðnaði" og var fyrir tækið stofnað fyrir 12 árum. Tilgangurinn er að sjá um sölu og dreifingu á íslenzkum heim- ilisiðnaði og gera hann vandað- an og fjöl! eyttan. Reynt er að byggja á gamla íslenzka heim- • ilisiðnaðinum en honum breytt eftir því sem tízka og staðhætt- ir á hverjum tíma krefjast. Þó er eftir megni reynt að styðjast við gömul mynstur og gamlar gerðir. Við höfum samband við fólk bæði hér í Reykjavík og úti um land og vinnur það gjarnan samkvæmt óskum okkar. Við gefum því leiðbeiningar, segj- um eftir verju eftirspurn sé mest og hvernig bezt sé að vinna hlutina. Gamli íslenzki heimilisiðnað- urinn hefur alltaf haldizt við f sveitunum að vissu marki eri 'im langan tfma var honum rkki mikill sómi sýndur. Norð- urlöndin hafa lengi verið mjög dugleg að vinna úr sínu eigin efni og halda við þvf sem þjóð- legt er en nú fyrst finnst mér hið sama vera að vakna hér. Á síðustuiárum hefur framleiðsl an aukizt mjög mikið á íslenzk um heimilisiðnaði og hefur á- hugi vaxið mjög á að gera vör- una sem smekklegasta og vand- aðasta. Smekkurinn fyrir þvf, sem íslenzkt er og þjóðlegt er að aukast og nú telur unga fólkið sig vel klætt í fslenzkum heimaunnum ullarfötum. Ég veit ekki hvort stúlkurn- ar, sem ég hef daglega fyrir aug unum hér við Menntaskólann hefðu fyrir svo sem 10 árum látið sjá sig í lopapeysum með lopahúfur og trefla eins og þær gera nú. Ég segi þetta nú aðeins sem dæmi“. „Er meira um að eldra fólk stundi heimilisiðnað?" , „Nei, það er fólk á öllum aldri sem vinnur að þessu og ekki sízt yngri konurnar. Þetta er tómstunda mna, sem hefur Þannig lítur framtíðareldhúsið út — eða leit að minnsta kosti út á vörusýningu mikilli, sem haldin var í Diisseldorf. Á þessari vörusýningu voru sýndar ýmsar tæknilegar nýj- ungar fyrir heimilin. — Þetta eldhús er svo tæknilega fullkomið, að húsmóðirin getur stjómað allri matseld og öðru frá mjög fullkomnu mælaborði. Á sjónvarpstjaldinu getur hún séð hvað bömin aðhafast f barnaherberginu, fylgzt með matnum í pottinum og jafn- framt rætt við vinkonu sína um tízkuna og aðrar fréttir. Sem sagt þrjár flugur í einu höggi. Stúdentablabib Hátíðablað stúdenta í tilefni 1. desember er að vanda fjöl- breytt og vel unnið blað. Þar rita ýmsir forystumenn hins ís- lenzka þjóðfélags hugleiðingar um sérgreinar sínar eða rifia upp gamlar minningar, og for- ystumenn stúdenta leggja orð i belg, ferskar og tímabærar at- hugasemdir yngri kynslóðarinn- ar. Skáldskapur stúdenta og fregnir úr skólalífinu fá eirrnig sitt rúm í blaðinu. Þarna kenn- ir sem sagt margra grasa og fróðlegt að kynnast blaðinu nán ar. Eitt hef ég þó við útgáfu Stúdentablaðsins að athuga, sem er raunar fremur sjónar- mið safnara en óbreyttra les- enda. Eftir þvf sem ég kemst næst hefur óþarflega oft verið skipt um brot á blaðinu. Stúd- entablaðið er eitt þeirra blaða sem safnarar vilja gjarnan eiga og binda inn við tækifæri. En það getur orðið erfiðleikum háð, ef munurinn á brotinu er mikill. og skipt er um brot á aðein’ ör fárra ára fresti. Þjóbháfib Þetta er i. ’ samt ekki aðal- atriðið í sambandi við Stúd- entablaðið. Viðleitni stúdenta til að halda lífi í þessum hátíðis- degi hefur að mínum dómi ekki hlotið nægilegan opinberan stuðning eða viðeigandi viður- kenningu. Auðvitað má endalaust deila um hvort 17. júní eða 1. desember ættu að vera hinn op- inberi þjóðhátíðardagur. Sumar- tíminn er héppilegri, en því má ekki gleyma að 17. júní 1944 var „aðeins" óhiákvæmileg af- 'eiðing samninganna, sem gerð- ir voru rúmlega 25 árum áður. — Ögmundur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.