Vísir - 30.11.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 30.11.1963, Blaðsíða 6
--ÍJ**' V1S IR . Laugardagur 30. nóvember 1963. LAND OGSYNIR — ný skáldsaga eftir Indriða Þorsteinsson komin út Ný skáldsaga „Land og synir“ eftir Indriða Þorsteinsson ritstjóra kom á markaðinn í gær. Þetta er Iöng saga, um 230 siður að stærð og snoturlega útgefin hvað pappír cg frágang snertir. Útgefandi er Iðunn. Blaðamenn ræddu í gær við út- gefanda og bókarhöfund, en orð fvrir þeim hafði Bjarni Vilhjálms- son cand. mag. Bjarni sagði það ‘eljast til viðburða þegar ný bók kæmi frá hendi Indriða, en nú væru 6 ár liðin frá þvi er síðasta bók hans, smásagnasafn, kom út og 8 ár frá því „79 af stöðinni" kom fyrst fyrir almenningssjónir. En af henni eru nú komnar þrjár útgáfur hérlendis og ensk útgáfa kom í sumar. Aðalefni hinnar nýju skáldsögu er innri barátta ungs bónda f sveit, sem búið hefur með föður sínum, en gefst upp þegar faðirinn deyr og flytur úr sveitinni á mölina. Þarna ber á góma vandamál sveit- anna á kreppuárunum, rétt áður en seinni heimsstyrjöldin brauzt út. Bjarni Vilhjálmsson sagði að þetta væri góð bók með einkar skýrum persónulýsingum og sönnum og vel gerðum umhverfisiýsingum. At- burðarásin hröð og mikil spenna í henni. Hann taldi veruleg tengsl vera milli þessara sögu og „79 af stöðinni" enda þótt sögusviðið væri annað. Að iokum sagði Bjarni að „Land og synir“ væri ekki slð- ur fallin til kvikmyndagerðar heidur en „79 af stöðinni“. Tvær aðrar bækur eftir inn- len^a^höfunda hefur Iðunn gefið út og 'eru þær komnar á markað- t + Varðar-kaffi i Valhöll i dag kl. 3-5 inn. Önnur er skáldsaga eftir Ósk- ar Aðalstein, „Vonglaðir veiði- menn“, gamansaga um fjóra veiði- garpa sem lenda í broslegum æv- intýrum. Halldór Pétursson list- málari hefur teiknað margar skémmtilegar myndir I bókina. Hin bókin er ný útgáfa, mjög aukin og endurbætt af „Frá Djúpi og Ströndum“ eftir Jóhann Hjalta- son. Fyrir mörgum árum skrifaði Jóhann bók með þessu sama heiti og að því er hann sjálfur segir hefur hann aðeins tekið um fjórða hluta þessar bókar efnislega inn í þessa. En það þó endurskrifað og aukið svo segja má að um nýtt efni sé a ðræða. í bókinni eru 9 þættir: Vermenn og verstöðvar, Hákarlaveiðar á Ströndum, Jón læknir á Hellu, Vorhret, Þúsund ára saga, „Vel má hann reynast, en ekki lízt mér á hann", „Ramm- ur er andskotinn“, Skuggsýnt er skammdegi og Sagnir af örnefn- um. Allt eru þetta þjóðlífsmyndir eða frásagnir af atburður sem gerzt hafa fyrr á árum í fsafjarðar- djúpi eða á Ströndum norður. Bókin er á 3ja hundrað síður og með skýringarmyndum af seglbún- aði, veiðarfærum o. fl. Auk þessara þriggja bóka eftir íslenzka höfunda er Iðunnarútgáf- an að senda á markaðinn nýja æsispennandi skáldsögu eftir A. MacLean, en síðasta bók hans seidist f 65 þús. eintökum f Bret- landi á þrem fyrstu mánuðunum eftir útkomu hennar f sumar. Er reiknað með að skáli þessi standi skammt frá F.í.-skálanum í Árskarði en aðstaða öll er þar mjög góð. T. d. er rétt fyrir neðan rennisléttur melur, sem lítið þarf til að gera að hinni beztu flugbraut, sem yrði mikil samgöngubót fyrir skíðafólk en skíðalendur eru þama ein- hverjar þær beztu sem um get- ur hér á landi og er snjór góð- ur allt sumarið. Skíðahótel 50 Framh. af bls. 16. á meðal er Valdimar ömólfsson, sem stóð fyrir feröunum f Kerl- ingarfjöll. Hörður Björnsson, arkitekt, sem sjálfur er gamall skiða- kappi, hefur teiknað hugmynd að skíðahóteli í Kerlingarfjöll- um. Er teikning hans mjög snjöll, stílhrein og nýstárleg, en að öllu leyti sniðin eftir þeim kröfum, sem dýrkendur skíða- fþróttarinnar setja mannvirkjum sem þessum. Togarar — Framh. af bls. 1. bótum á sem flestum stöðum. Þá ræddi sjávarútvegsmálaráð- herra og nokkuð um vátrygg- ingu skipa. Enginn vill nú lengur kaupa nýjan eða gamlan togara og einu sölurnar sem eiga sér stað á togurum eru nauðungarupp- boð, sem enda með því að rík- issjóður eða viðkomandi banki er kaupandinn, sagði Emil, er hann kom að vandamálum tog- araútgerðarinnar. Ráðherra kvað það vera ljóst, að rekst- ursafkoma togaranna væri léleg, þrátt fyrir mikla aðstoð úr rík- issjóði. Sagði ráðherra að nú í fyrradag hefði sér borizt álit frá nefnd er skipuð hafði verið til þess að rannsaka reksturs- afkomu togaraútgerðarinnar og myndi nefndarálitið verða tekið til ýtarlegrar athugunar hjá ríkisstjórninn. Hækkerup — Framh. af bls. 16. ein, vera hættulega, þar eð Evrópa mundi aidrei ná þeim styrk á vett- vangi heimsmálanna, að hún gæti staðið ein án stuðnings Bandaríkj- anna. Hækkerup sagði, að vissulega gæti fráfall Kennedys og valdá- taka Johnsons haft í för með sér breytta stefnu Bandaríkjanna gagn- vart EBE og EFTA enda þótt svo liti út f dag sem Johnson mundi halda áfram að framkvæma stefnu Kennedys. Hækkerup kvaðst telja, að Johnson yrði farsæll f starfi. Hann væri þekktur fyrir stuðning við hefðbundið samstarf og auk þess frábær samningamaður. Gæti Johnson jafnvel náð meiri árangri á þvf sviði en Kennedy. Hækkerup kvaðst telja, að fyrir- hugaðar toliaviðræður á vegum GATT milli EBE og Bandaríkj- anna, Kennedy umferðin svo- nefnda, mundu hafa mikla þýð- ingu fyrir alþjóðaviðskipti. Önnur riki mundu njóta góðs af þeim tollalækkunum, er þar yrði um samið og gerðu Danir sér góðar vonir um, að njóta góðs af samn- ingunum um tollalækkanir. Kvikmynd til minningar um JOHN F. KENNEDY verður í Gamla Bíó kl. 2 e. h. í dag. Sýndar verða eftirtaldar myndir úr lífi hins fallna forseta: 1. Bandarfkin kjósa Kennedy. 2. Valdataka Kennedy forseta 3. Evrópuferð Kennedy í júní 1961 5. Friðarræða Kennedy í American Uni- versity 10. júlí s. I. 5. Ræða Kennedy um kynþáttavandamálið 6. Heimsókn Kennedy til VBerlfnar f júní sl. 7. Fréttamyndir frá útför Kennedy o. fl. John F. Kennedy Sýningartfmi kvikmyndannar er 11/2 klst. Öllum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. (Börn þó aðeins í fylgd með fullorðnum). VARÐBERG. Loftlelðir Framh. af bls. 1. Norðurlönd byggðust á Berm- uda-samþykktinni. Ég vil hér koma að veiga- miklu atriði, hvers vegna flug- ráð leyfði Loftleiðum 25% lækk un á Luxemborgar-fargjaldi f fyrrvavetur, sagði Agnar flugmálastjóri. Þá gerðist það haustið 1962, að Hildred framkvæmdastjóri IATA lýsti raunverulega yfir strfði við Loft leiðir. Hann lét jafnvel þau orð falla, að ísland ætti sem smá- ríki engan rétt á að flytja farþega yfir Atlantshafið, fslendingar væru svo fámenn ir, að þeir ættu fremur að ferð- ast með flugvélum annarra þjóða og því skyldi drepa Loft- leiðir. Um sama leyti fékk SAS leyfi til að lækka fargjöld sín niður í Loftleiðafargjaldið. Var þá tal ið, að við þetta myndi draga úr fjölda Loftleiðafarþega um 30 — 50%. Til þess að mlæta þess- ari hættu, ákváðu Loftleiðir að koma á þremur nýjum aukaferð um til Luxemborgar í þeim til- gangi að flytja erlenda farþega frá Luxemborg til íslands og láta þá í flugvélarnar frá Norð- urlöndum ef þær yrðu hálftóm- ar á leiðinni til Amerlku. Flugráð taldi þá ekki annað fært en að verða ,við þeirri beiðni, þar sem Loftleiðamenn töldu þetta lífsnauðsyn. Hins vegar sagði flugmála- stjóri, að síðari lækkunarbeiðni Loftleiða væri svo stórfelld, að Flugfélagið hefði allan rétt á að mótmæla henni. Þrátt fyrir þetta kvaðst flug málastjóri ekki skilja hvað sú ákvörðun Flugfélagsins, að segja sig úr IATA hefði að þýða, slík úrsögn gerði Flug- félaginu á engan hátt léttara fyrir, þar sem það yrði eftir sem áður að fljúga á IATA far- gjöldum á öllum flugleiðum sín FSugvöISur — Framh. at bls. 16. gæti vissulega orðið til að auð- velda og flýta verkinu. Þá vék flugmálastjóri, að um mælum Arnar Johnsen forstjóri Flugfélagsins í samtali í Mbl. fyrir skömmu, þar sem hann talaði um, að Flugfélagið myndi fá sér Caravellu-þotur, ef flug- völlurinn stæði ekki í vegi fyrir því. Sagði hann að slík gagn- rýni á flugvellinum væri ekki réttmæt, Flugfélagið hefði enga formlega ósk borið fram við flugmálastjórnina varðandi Cara vellu-kaup, en eðlilegt væri að slíkar óskir kæmu fram með minnsta kosti þriggja ára fyrir vara. Sem dæmi um féleysi til flug- mála benti Agnar á það, að á öllu tímabilinu síðan rfkið hóf afskipti af flugmálum eða árin 1936-1964 hefði það aðeins verið 98 milljónir króna til allra framkvæmda, til flugvallagerðar, öryggisþjón- ustu, fjarskiptaþjónustu, verk- færa, bifreiðakosts, þar með tal- inn flugturninn í Reykjavík. Til byggingu aðalflugvallanna tveggja í Reykjavík og Keflavík hefðu íslendingar ekki lagt fé. Svo eðlilegt er að mönnum vaxi það í augum, að þurfa e. t. v. 'að leggja í 400 milljón króna fjárfestingu við nýjan flugvöll. Augljóst er af þessari tölu að óraunhæft er að ræða um stór- felldar framkvæmdir, hversu nauðsynlegar sem þær kunna að vera nema til komi alger stefnubreyting fjárveitingavalds ins, þ. e. Alþingis og ríkisstjórn ar. Viðræður — Framh. af bls. 1. teljum æskilegt, að unnt værl að veita hinum Iægst Iaunuðu raunverulegar kjarabætur, en til þess að um raunverulegar kjara bætur yrði að ræða hjá þeim, er lökust kjör hafa, yrði að koma í veg fyrir að kauphækk- unin nisði einnig tii annarra stétta. Nú hafa hins vegar kom- ið fram kröfur um kauphækkun fyrir aðra en hina lægst laun- ugu einnig og virðist það vera krafa verkalýðsfélaganna, að launahlutfallið milli stéttanna raskist ekki. Óttumst við það mjög, að kauphækkun, sem ekki verði eingöngu bundin við hina lægst launuðu, muni breiða sig út til allra stétta og valda Iauna skriðu. Og enda þótt við telj- um æskilegt, að hinir lægst laun uðu fái kjaribætur, er atvinnu- reksturinn svo illa staddur nú, sérstaklega sjávarútvegurinn, að hann getur ekki bætt á sig þeim aukagreiðslum, er yrðu samfara kauphækkun. Ríkisvaldið yrði því að bæta atvinnurekstrinum þau aukaútgjöld, er kauphækk- anir mundu hafa i för með sér. Hannibal Valdimarsson sagði: — Við erum mjög óánægðir með það að vinnuveitendur hafa enn engu svarað löngu framlögð um kröfum verkalýðsfélaganna um kjarabætur, hvorki megin- kröfunum né hinum smærri kröf um. Hafa atvinnurekendur þar engan greinr.rmun gert á kröf- um hinna lægst Iaunuðu og hinna betur launuðu. Mikið af tímanum til samninga hefur nú farið til spiliis. Ertainn heill dag ur hefur er::; verið notaður tii samninga, aðeins nokkrar stund ir að kvöldi. Það er skylda allra aðila að r.jta tímann vel, sem er til stefnu til 10. des. Það verður of seint eftir 10. des- ember. t Utför LÁRU JÓNSDÓTTUR frá Þingeyrum sem andaðist á Vífilsstaðahæli þann 27. nóvember, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 3. desember kl.3. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna Ásgeir L. Jónsson I. .i II v .\ ,1 I I i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.