Vísir - 09.12.1963, Qupperneq 6
! 6
V í SIR . Laugardagur 7. desember 1963. i
(
i
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISHL
Rltstjóri: Gunnar G. Schram.
AðKtoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
1 lausasólu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 llnur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
• •
Orlagadagur
Dagurinn í dag er mikill örlagadagur. Fyrir miðnætti
verður úr því skorið hvort samningar takast í kjara-
deilunum eða ekki.
Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu um 12-13%
kjarabætur til hinna lægst launuðu, en það eru
verkamenn, iðjufólk og verzlunar- og skrifstofufólk.
Jafnframt er því yfir lýst, að hér sé um viðræðugrund-
völl að ræða, svo gera má ráð fyrir nokkurri hækkun
frá þessu marki. Ef launþegar bera gæfu til þess að
semja um þessar kjarabætur, þessar tillögur, þá er
framtíðin tryggð. Þá er það tryggt að þeir fá raun-
hæfar kjarabætur, en ekki kauphækkun sem hverfur
von bráðar aftur í verðhækkunum og skattahækkun-
um. Þess vegna er það engum meir í hag en launþeg-
um sjálfum að samþykkja þessar tillögur í dag. Ef
sanngimi og samkomulagsvilji fá ráðið, þá verður
málið leyst á þennan farsæla veg. Það þýðir að á ár-
inu hafa hinir lægst launuðu fengið að minnsta kosti
25% kauphækkun — og hugsanlega enn meiri,
ef atvinnurekendur fallast á nokkra hækkun
frá tillögum ríkisstjórnarinnar, sem ekki sýnist ósann-
gjamt.
Við slíka kauphækkun ættu allir sanngjamir menn
að geta unað, því hún er ekki lítil. Hinn kosturinn er
ólíkt verri. Hann er upplausn og gengislækkun.
f]f ekki takast samningar í dag um slíka kauphækk-
un, sem atvinnuvegirnir og efnahagur þjóðarinnar fær
borið, er vá framundan. Ef allar launastéttir halda fast
við það fjarstæða sjónarmið að knýja fram 40—50%
beinar kauphækkanir, verður endirinn aðeins einn.
Gengislækkun er þá óhjákvæmilega eina úrræðið sem
unnt er að grípa til svo þjóðargjaldþroti verði forðað.
Þetta er engin hótun, engin ögrun. Þetta er bláköld
staðreynd, sem efnahagssaga síðustu ára undirstrikar
rækilega.
Um þessa tvo kosti er því nú hér að velja. Oft hefur
verið undan því kvartað, að launahækkanir hafi orðið
að engu vegna hækkandi verðlags. Oft hafa launþegar
réttilega bent á það að til lítils væri að fá fram mikla
launahækkun, ef gengislækkun eða auknir skattar
tækju hagsbæturnar fljótlega aftur. Oft hefur verið
bent á þá staðreynd, að hinir lægst launuðu hefðu
dregizt aftur úr og ættu að fá sín kjör lagfærð meir
en aðrar stéttir.
/ tilefni af landgöngu sona hennar i Gosey
Marianne, Marianne, móðir frægra garpa!
Marianne, hví ert þú mér önuglynd og köld?
Þín vegna ég háði marga snerru djarfa og snarpa,
sneið af þínum féndum marga brynju, hlíf og skjöld.
Hver var það, sem fjötrana af þér hjó á hinztu stundu,
er Húnar vildu smána þig og ræna þinni dyggð?
Riddarann þinn hugumprúða, Marianne mundu.
Marianne, hvenær skorti á kærleik minn og tryggð?
Marianne, Marianne, móðir vaskra sona!
Marianne — hví ert þú að kalla á Napólón?
Veit ég það, að alltaf varstu ærið stórlát kona,
unnir valdi og sigurdýrð og kaust þér háan trón!
Sárt þér mun af hendi að láta herfang kappa þinna,
og halda ei lengur rfkjum undir stoltum tríkolor.
Marianne, Marianne, væri lönd að vinna
í veröld okkar framar, skyldi ég sanna Gallans þor!
Marianne, Marianne — munt þú vefrétt segja?
Marianne — kallar þú mig aldinn dáða til . . . .
Er risin yzt úr Norðurhöfum ný og glóðvolg eyja?
Nafnlaus . . . hvað — og óvarin? Ég meininguna skil!
Þeyta skal nú Olifant, sem Rollant frægur forðum!
Úr feta draga skjóma þann, sem Karla-Magnús brá!
Vive Marianne! Nú skal hrikta hcims í skorðum!
Til himins rísa á ný vor sæmd, þeim yztu djúpum frá.
I þeim samningum sem nú standa yfir gefst tækifæri í
til þess að tryggja það að kjarabæturnar gufi ekki upp
í eldl nýrrar verðbólgu eða nýrrar gengislækkunar. ,
Til þess þarf aðeins örlitla framsýni, örlítinn skilning. ;,
Það væri gæfa íslenzkra launþegasamtaka að snúa frá fj I
ófæru síðustu ára og semja um þær kjarabætur, sem jj'
veita félögum þeirra þær launabætur, sem ekki hverfa
innan stundar sem dögg fyrir sólu.
Marianne, Marianne — garpar úti í Eyjum
elska þig nú mátulega, svona hér um bil.
Þótt synir þínir löngum hefðu lag á vorum freyjum,
þeir létu meydóm eyja vorra í friði hingað til!
Og hvorki muii þig Einar ríki blessa í bænum sínum,
né Binni telja frændsemina holla um þessi jól.
Og ekki vildi ég, Marianne, mæta í sporum þínum
myrkum sjónum Helga Ben —
Með kveðju til duGól!
Angur
S.A.S.
1 dönskum blöðum hefir ve-* ,
ið fátt ritað um samkeppnl SAS 1
við Loftleiðir á leiðinni yfir At- 1
lantshafið. Á laugardaginn birtl
Kaupmannahafnarblaðið - BT
hins vegar fréttagrein um mál-
ið. Þar segir blaðið að ein meg-
inorsökin til þess að SAS elgi
í erfiðleikum með hinar ódýru
ferðir sínar sé sú, að SAS geti
ekki selt farmiða fram og aft-
ur ef heimferðin eigi sér stað
eftir 1. aprfl, en frá þeim degi
hættir félagið hinum ódýru ferð
um, a.m.k. i bili.
Lengur hefir SAS ekki fengið
leyfi til hinna ódýru ferða hjá
IÁTA og óvíst er, segir blaðið,
hvort félagið hefir áhuga á að
halda þeim áfram yfir sumarlð.
Loftleiðir eru hinsvegar óbundn
ir og halda áfram sinum ódýru
ferðum. Og vel er hugsanlegt að
félagið lækki enn fargjöld sln á
Atlanzhafsleiðinni ef stóru félög
in gera alvöru úr því að lækka
fargjöld sín með þotunum.
Blaðið bendir á að Loftleiðir
hafi byrjað mikla auglýsingaher
ferð eftir að SAS skarst I leik-
inn. Hins vegar sé SAS heldur
tregt til auglýsinganna og stafi
það m.a. af þvl að félagið óttist
að farþegar fari síður með þot-
um þess ef of mikil áherzla sé
lögð á hinar ódýru ferðir. Þá
drepur blaðið einnig nokkuð á
þá hættu sem Flugfélaginu stafi
af þvl ef fargjöldin á leiðinni
til Luxemborgar verða enn lækk
uð.
160 I. stól-
skip smíðað
í Kópavogi
Stálskip..smiðjan i Kópavogi
hefur tekið að sér að smíða
flutninga- og farþegaskip fyrir
Breiðafjörð. Samningar um
smíði skipsins voru undirritaðir
nýlega milli Flóabátsins Baldurs
h.f. og Stálskipasmiðjunnar.
stærð skipsins verður um 160
brúttólestir, öll lengd 29,00 m.,
lengd milli lóðlina 25,60 mu,
breidd 6,60 m. og dýpt 3,30 m.
I skipinu verður farþegarýml
fyrir alls 55, þar af 5 hvflu-
farþega I sérstökum klefa. 1
skipinu verða t,7ær Kelvin-diesel
vélar, hvor 320 hestöfl og skrúf
ur. Skipið verður að mestu
smíðað eftir sömu fyrirkomulags;
teikningu og djúpbáturinn Fagra i
nes, en þetta skip verður um 3
metrum lengra.
Samninginn undirrituðu fyrir
hönd flóabátsins Baldurs h.f.
þeir Lárus Guðmundsson, for-
stjóri og Ásgeir P. Ágústsson
formaður stjórnarinnar. Af hálfu
Stálskipasmiðjunnar undirrituðu
samninginn, þeir Ólafur H. Jóns
son, framkvæmdastjóri, Þórir R.
Guðjónsson, form. stjórnarinn-
ar og Jón Sigurðsson, meðstjórn
andi. Umsamið er að skipið
verði aflient eftir eitt ár. Samn
ingurinn var undirritaður á skrif
stofu skipaskoðunarstjóra.