Vísir - 09.12.1963, Qupperneq 11
V í SIR . Mánudagur 9. desember 1963.
77
El1
BARNAP!LSIN ÚR
5ÍM! 13743
LfNDARGÖTU 2 5
Veggfesting
Loftfesting
kveiktu sér í vindlum og lögðu
af stað, en það var nú reyndar
ekkert „vindlaveður“, því brost
ið hafði á stórhríð um nóttina
og skóf snjóinn framan í þá,
en þeir voru vel klæddir — og
á þeim aldri, er mönnum finnst
skemmtilegt í óveðrum. Og þeir
héldu ótrauðir áfram ferðinni
án þess að kvarta.
— Þú ratar vonandi, sagði
Leon.
— Já, þú getur reitt þig á það
sagði 'Rene. Ég gæti ekki villzt
hversu mikið sem snjóaði. Við
þurfum ekki annað að gera en
þræða stíg meðfram járnbraut-
inni, þar til við eigum tveggja
kíiómetra leið ófarna til Villen-
euve-sur-'Sonne. Þá stefnum við
til hægri og förum þverveg sem
liggur að býlinu, þar sem bónd-
inn, frændi minn, vafalaust sit-
ur við morgunverðarborð hlað-
ið ágætisréttum, þegar okkur
ber að garði. Við gerum matn-
um áreiðanlega góð skil.
— Ef þá nokkuð verður eftir,
sagði Leon hlæjandi, — okkur
mun sækjast ferðin seint í þess-
ari ófærð.
— í§, að vísu, en öðrum þátt-
takendum í veiðiferðinni, mun
ekki sækjast ferðin betur en
okkur, annars myndu þeir bíða,
þótt okkur seinkaði eitthvað.
Þeir hertu gönguna. Við
venjulegar aðstæður hefðu þeir
ekki þurft nema fimm stundar-
fjórðunga til þess að fara þessa
leið, en alltaf snjóaði meira og
meira, og þeim varð tafsamara
að komast áfram, en það var
heppilegt, eins og átti eftir að
koma í ljós, því að einmitt
vegna tafanna varð það hlut-
verk þeirra, að bjarga lífi
Emmu-Rósu, eftir að morðing-
inn Angelo Paroli hafði kastað
henni út úr lestinni.
Lesendur vita nú allgerla
hvað gerzt hefir og hverjar stað
reyndirnar eru — vita, hver
tildrög voru að glæpnum í hrað
lest nr. 13. Og víkjum vér nú
aftur að því, er frú Angela lýsti
yfir, að hinn myrti, Jacques
Bernier, væri faðir hennar.
XXI.
Það gat ekki hjá því farið, að
þessi yfirlýsing hefði djúp á-
hrif á yfirvöldin. Dómarinn tók
fyrstur til máls:
— En í morgun sögðuð þér
við lögreglufulltrúann, að þér
vissuð ekki hver hinn myrti
væri? Af hverju sögðuð þér ó-
satt og hvers vegna hafið þér
nú tekið ákvörðun um að segja
satt?
Dómarinn varð að endurtaka
spurninguna áður en Angela
svaraði:
— Hann spurði mig ekki í
embættis nafni, að ég hugði —
og ég var óttaslegin, í vafa um
að nokkuð gott leiddi af, að ég
færi að játa, að hann væri fað-
ir minn, — en aldrei komið fram
við mig sem faðir, heldur sem
fjandmaður. Framkoma hans
gagnvart móður minni hafði
upprætt úr huga mér allar göf-
ugar tilfinningar í hans garð.
Hví skyldi ég ekki afneita þeim,
sem hafði afneitað mér? En svo
snerist mér hugur, er þið sögð-
uð mér, að ég yrði að hjálpa til,
svo að hið sanna kæmi í ljós.
Mælum up|
Setjum upp
Hún sagði svo alla söguna um
hvemig Jacques Bemier fórst
við móður hennar og klykkti út
með þessum orðum:
— Nú er hann dáinn. Ég fyr-
irgef honum og bið guð að sýna
honum náð.
— Vissuð þér, að faðir yðar
var á ferðalagi?
KOMIN í MIKLU ÚRVALÍ
Henni varð hugsað til Cecile,
hálfsystur sinnar, og heimsókn
ar hennar, hálfsysturinnar, sem
ekki vílaði fyrir sér deyða lífið,
sem hún bar undir brjósti, og
gat verið við morðmálið riðin,
— en það var lögreglunnar að
komast að hvort svo væri. Eftir
stutta umhugsun svaraði hún:
— Nei, ég vissi það ekki. Það
liðu 16 ár frá því hann hrakti
mig burt frá sér, er ég leitaði
hjálpar hans, og þar til ég leit
hann — liðið lík. Ég er ekki
nema óskilgetin dóttir hans — j
hin löglega dóttir hans getur i
sjálfsagt svarað þeim spurning-
um, sem þér kunnið að vilja
bera fram varðandi hann.
— Átti herra Bernier skil-
getna dóttur?, sagði de Rodyl,
hann var þá kvæntur?
— Já, en hann var orðinn
ekkjumaður.
— Þekkið þér þessa dóttur
hans?
— Ég hefi séð hana aðeins
einu sinni?
— Vitið þér hvar hún á
heima?
— Já.
— Viljið þér segja okkur
heimilisfang hennar?
— Já, því ekki? Dóttir Jacqu
SÍÐASTA SENDING
FYRIR JÖL
Hreinsum vel og fliótt
Hreinsum allan fatnað — Sækjum — Sendum
EFNALAUGIN LINDIN H.F., Skúlagötu 51, sími 18825
Hafnarstræti 18, simi 18820.
E TH MATHIESEN HF
LAUGAVEG 178 - SÍMI 3 65 70
Hárgreiðslustofan
HÁTÚNI 6, slmi 15493.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvallagötu 72.
Sími 14853.
Hárgreiðslustofan
P I R O L A
Grettisgötu 31, slmi 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, slmi 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(Marfa Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13, sími 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð Oyfta).
Sími 24616.
1 Hárgreiðslustofan 1 j
Hverfisgötu 37, (horni Klacpar-
stlgs og Hverfisgötu). Gjörið
svo vel og gangið inn. Engar
sérstakar pantanir, úrgreiðslur.
P E R M A, Garðsenda 21, slmi
33968 — Hárgreiðslu og snyrtl-
stofa.
Dömu, hárgreiðsla vlð allra hæfi
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin. Sími 14662.
Hárgreiðslustofan
&
Háaleitisbraut 20 Siini 12814
MEGRUNARNUDD.
Dömur athugið. Get bætt við
mig nokkrum konum i megrun-
arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar
Guðmundsdóttur, Laugavegi 19,
sími 12274.
TARZAM THIN<S FEE7IHS A ( KIGHT ASAIN! ]
PUNOS FiKST WILL WAK.E AJ WE CAW PUT J
THEA\ MORECOOPERATIVE...jL ANTISIOTICS, j
ANTIPYKINS A.N7 l
PROPHVLACTICS
IN THE F007! /
^WÖSGÖÖPTÖÖrícÍLV FKIEW7,
TO MAKE HUNGRy PUNOS STRONG
AGAIN! TASTE HOW G007 IT IS!
Tarzan vildi ekki leyfa mér
að byrja á sjúkdómsgreiningum
dr. Dominie, segir Naomi, hann
. . . Tarzan hafði á réttu að
standa, svarar læknirinn, ég get
fundið lyktina af allskonar pest
um hér. Tarzan heldur að ef við
gefum þeim að borða fyrst, þá
verði þeir kannski samvinnuþýð
ari. Það er líka rétt, svarar lækn
irinn. Við getum bætt lyfjum
saman við matinn. Hérna er góð
ur matur gamli minn, segir Tarz
an við einn Púnóann og réttir
honum skál með mat. Þetta ger
ir ykkur sterka og heilbrigða.
Finndu hvað það bragðast vel.
HJÓLBARÐA SALA -
VIÐGERÐIR
Sími 3 29 60
ítcilskar nælon-
regnkópur
kr. 395.00
Miklatorgi
^■•■S883B«Ba?3aBSr>
ssm
ESZ2.