Vísir - 10.12.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1963, Blaðsíða 9
9 V í SIR . Þriðjudagur 10. desember 1963 LEIKLIST Á VlSIR hefir komið að máli við forstöðumann leiklistardeildar útvarpsins, Þorstein Ö. Step- hensen og beðið hann að gera nokkra grein fyrir þeim leikrit- um sem útvarpið hyggst flytja í vetur. Hefir Þorsteinn orðið við þeirri ósk og fjallar hér á eftir um þau leikrit sem flutt verða fram á vorið. Galileo Galilei. Síðan Bert Brecht féll í val- inn fyrir nokkrum árum er sem leikhúsmenn um allan heim, og ásamt' þeim allur þorri þess fólks sem áhuga hefur á bók- menntum og leiklist, hafi loks skilið til fulls hve mikilhæfur leikhúsmaður og skáld hann var. Að vísu er langt orðið síð- an hann fékk sína fyrstu viður- kenningu (Kleistverðlaunin árið 1922) en á allra síðustu árum hafa leikhús hvarvetna í heim- inum keppzt við að flytja verk hans og leikhús hans sjálfs, Berl inerensemle hefur, við mikinn orðstír, ferðazt víða um heim, með sýningar sem Brecht sjálf- ur hafði sett á svið. Á lslandi hafa verk þessa snill ings aldrei verið flutt, hvorki í leikhúsi né útvarpi (utan sýn- ing L.R. á „Túskildingsóper- unni“ fyrir nokkrum árum). Út- bæði vinir og óvinir. Þýðinguna gerir Bríet Héðinsdóttir. Meðal hinna léttari Ieikja vetr arins má nefna leikritið „Smith" eftir Somerset Maugham, sem oft áður hefur skemmt ísl. út- varpshlustendum. Smith er Bernhard Shaw. vinnukona hjá fínu fólki í Lond on, einu þcssara heimila þar sem andlegt líf húsráðenda og heim- ilisvina er ekki á mjög háu „plani“. Þýðinguna gerir Jón Einar Jakobsson. vildu leikritinu nýtt form, Ijóð- form, sem samræmdist vorum tímum en hefði þó að nokkru leyti forngrísku leikritaskáldin að fyrirmynd. Höf kallar „Einka ritarann" „komedíu. Er það að vísu réttnefni, þótt ekki sé það neinn venjulegur gamanleikur. 1 því er einnig mikið af djúpri i- hugun og vizku, framsettri á ljósan og alþýðlegan hátt, inn- an um haglega innfléttuð atvik sem koma á óvart, fyndni og gamansemi. Leikritið er samið á einföldu og skemmtilegu Ijóð- máli. Romulus D«rrenmatt. DUrrenmatt er nú sá höfundur sem mest er leikinn í heiminum og er hvert nýtt verk frá hans hendi samstundis sett á svið í fjölda leikhúsa. En einnig sum af eldri leikritum hans þykja vel gjaldgeng og er „Romulus mikli" meðal þeirra. Þetta leik rit gerist á árinu 476 e. kr. og segir frá Romulusi, síðasta keis ara Rómaveldis, sem höf. lætur í bókstaflegrj merkingu stjórna hnignun ríkisins og uppgjöf. Keisadnn dvelur árið um kring á sumarsetri slnu, hefur þar hænsnabú, og lætur það ekki W. Somerset Maugham. ræðir við foringja Germana eftir uppgjöfina, skilst ,yrst hvað það var, sem olli aðgerðarleysi keis- arans. Leikritið er ríkulega gætt þeim eiginleikum sem kunnir eru I verkum Diirrematts, hans sérstæða húmor, með alvarleg- um undirtón, sem reisir verkið áður en lýkur I hæðir mikillar listar. Flutt verður leikritið „1 djúp inu“ eftir Maxim Gorki í þýð- ingu Halldórs Stefánssonar. Þetta fræga verk Gorkis hefur orðið mörgu leikhúsi frjótt og skemmtilegt viðfangsefni, en einnig í útvarpi getur það not- ið sín vel. Persónur þess eru ekki fyrirfólk, heldur samsafn af margvlslegum glerbrotum á haug mannfélagsins, búandi sam an I kjallara sem hýsir slfkan Verk Kaj Munks. Enn vil ég nefna leikritið „Hann situr við deigluna" eftir Kaj Munk. Þetta leikrit gerist í Þýzkalandi I tíð nazismans og fjallar um gamlan þýzkan menntamann sem nazistar ætla að kúga til þjónustu við sig en tekst ekki. Gamli maðurinn hef- ur, þegar á hólminn kemur, sið- ferðilegt þrek til að neita að saurga menntun sína með þvl að beita henni I þjónustu nazist- iskra kennisetninga. Sveinn Ein arsson gerir þýðingu leikritsins og verður leikstjóri. Flutt verður leikritið „Dimmu borgir" eftir Sigurð Róbertsson. Þetta leikrit var, eins og kunn- ugt er, leikið I Þjóðleikhúsinu á síðasta vetri. Sigurður hefur samið fleiri leikrit, en þetta er fyrsta Ieikrit hans sem tekið hef ur verið til sýningar á leiksviði og flutt I útvarp. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson. Mörg fleiri leikrit eru á leik- ritadagskrá vetrarins en hér hafa verið talin, en ég læt hér staðar numið. Og er þá aðeins eftir að geta eins merks atriðis sem fram- undan eru á vetrinum: 400 ára minningar Shakespeares. Þessa stórafmælis meistarans mun verða reynt að minnast með svo verðugum hætti sem efni standa til. Sjálft afmælið verður I aprfl mánuði, en Shakespeare-dag- skráin hefst I febrúar, og verð- ur með tvennu móti: 1) Flutt verða þrjú af leikritum hans, 1 á mánuði febr.-apríl: „Ofviðrið" (The Tempest) I þýðingu Helga Hálfdánarsonar, „Othello" I þýð ingu Matthíasar Jochumssonar i i ÖLDUM LJÓSVAKANS varpið flytur nú I vetur eitt leikrita hans „Galileo Galilei“. Eins og af nafninu verður ráð ið fjallar þetta leikrit um ævi hins fræga vísindamanns, bar- áttu hans fyrir því að halda á- fram rannsóknum sínum og þann fræga atburð er hið þröng sýna kirkjuvald neyddi hann til að afneita kenningu sinni. Hér eru á ljósan hátt skýrðar marg ar vísindalegar staðreyndir sem almenningur hyggur vera flókn- ar og óskiljanlegar. Þannig verð ur leikri ið til fróðleiksauká. En vegna þess að Brech var líka skáld og humanisti ætti hlust- andinn einnig að uppskera list ræna nautn af að hlýða á það. Þýðinguna gerði Ásgeir Hjartar son. „Tony teiknar hest“ er mjþg léttur gamanleikur eftir skozka konu, frú Lesley Storm, sem löngu er kunn sem höfundur skemmtilegra gamanleikja. Leik riitð fjallar um lækni og fjöl- skyldu hans, og allt það uppnám sem Tony, ungur sonur læknis- hjónanna, kemur af stað með því að teiki a mynd af hesti á vegginn I oiðstofu föður síns. Leikstjóri verður Jónas Jónas- son. „Philemon og Baukis“ nefn- ist leikrit eftir þýzkan höfund, Leopold Ahlsen að nafni Hlaut hann fyrir þetta leikrit „útvarps leikjaverðlaun stríðsblindra" fyrir fáum árum. Leikritið ger- ist I stríðinu. Aðalpersónur I þvl eru gömul hjón, sem rata I þá raun að á náðir þeirra leita Leikrit Shaws og Eliots. Flutt verður leikritið „Barbara major“ eftir Bernard Shaw, frumlegt verk og snjallt eins og vænta má. Leikritið skrifaði Shaw árið 1907 og fjallar það um viðhorf einstaklingsins til þjóðfélagsins. Barbara Undershaft hefur gengið I Hjálpræðisherinn, knú- in löngun til að bæta úr þvf böli sem hlýzt af ríkjandi þjóðskipu- lagi. Faðir hennar Andrew Und- ershaft, er andstæðingur henn- ar, hann er vopnaframleiðandi og breytir skv. þeirri sannfær- ingu að peningar séu hin æðstu gæði en fátæktin skammarleg. Árni Guðnason hefur þýtt leik- ritið en hinum snjöllu þýðing- um hans á mörgum stórverkum leikbókmenntanna sem útvarp- ið hefur flutt á undanförnum ár- um hafa hlustendur fengið að kynnast. Leikstjóri verður Gísli Halldórsson. Þá verður I vetur flutt leik- ritið „Einkaritarinn" (The con- fidential clerk) eftir T. S. Eliot. Utvarpið hefur ekki áður flutt neitt af verkum þessa ensk- ameríska höfundar sem haft hef ur mikil áhrif á andlegt líf samtíðar sinnar, ekki aðeins með skáldverkum sínum heldur einnig n heimspekingur og gagnrýnandi, m.a. ritstjóri tíma- ritsins Criterion. Leikrit hóf hann ekki að semja fyrr en á efri árum, og gerðist þá for- göngumaður þeirra sem finna raska ró sinni þótt Germanir séu komnir að bæjardyrum hans og muni ó hverri stundu leggja undir sig ríki hans. Þegar sá atburður hefur gerzt og hann Sigurður Róbertsson. lýð til einnar nætur eða fleiri. Leikritið er ekki ríkt að atburð- um en fullt af skýrum „karakt- erum“ og þýð og góð er rödd pílagrímsins, Luka, sem flytur þessum vonsviknu lánleysingj- um þann boðskap höfundarins að trúa, þrátt fyrir allt, á lífið og góðleikann. Þá er næst að nefna leikritið „Fjölskyldumaður" eftir John Galsworthy. „Thema" þessa leikrits hafa margir góðir höf- undar fjallað um bæði fyrr og síðar: heimilisharðstjórann sem alla beygir undir vald sitt I nafni sæmdar og siðgæðis, sem hann þó sjálfur, að tjaldabaki ekki rækir alltof vel, og I annan stað uppreisn hinnar ungu kyn- slóðar gegn þeirri eldri, með hörðum átökum, og að endingu sjálfgefnum sigri þess aðilans sem lífið og þróunin heldur I hönd með. Þetta Ieikrit er, þótt það sé alvarlegt að efni, skrifað af húmor og léttu skapi og frá upphafi til enda gætt því geð- fellda andrúmslofti sem mér finnst einkenna verk þessa höf- undar. Ég hef oft orðið þess var að leikrit af þessu tagi: efnismikil, sterk í byggingu, samin I tlð og með aðferðum höfunda raunsæ- isstefnunnar — jafnvel þótt þau skorti þá glettni sem hér er of- in I verkið — eru mjög vinsæl af mörgum hlustendum. Vil ég þar til nefna „Þjóðníðinginn“ og „Máttarstólpa þjóðfélagsins" eft ir Ibsen sem við höfum flutt á tveim síðustu árum. og eitt leikrit I þýðingu Indriða Einarssonar, sem enn er ekki fullráðið hvert verður. 2) Flutt- ur verður flokkur erinda um æfi Shakespeares og verk hans. Væntanlega einnig eitt erindi um íslenzkar Shakespeareþýð- ingar. FLUG- SLYS Eldinru laust niður I þotu I gærmorgun nálægt Elkton í Maryland, Bandaríkjunum, og varð sprenging I henni. Hrapaði hún til jarðar í björtu báli og fórust allir, sem í henni v.oru, 82 menn að áhöfn meðtalinni. Sjónarvottar segja, að annar vængurinn hafi dottið af og fólk hrapað úr flugvélinni, en sam- tímis orðið sprenging og eldur læst sig um hana alla. Flugvélin var frá Panamerícan World Air ways og var af gerðinni Boeing 707. Hún var á leið frá Puerto Rico til Filadelfíu, er hún lenti í þrumuveðri, með þeim afleið- ingum sem fyrr var greint. Þetta er þriðja mesta flugslys ársins. Mesta flugslysið varð í Kanada 28. nóv. er flugvél af gerðinni DC-8 hrapaði til jarðar og 118 menn fórust, en í júní hrapaði bandarísk Ieiguflugvél til jarðar í Alaska og biðu um eitt hundrað hermenn bana. a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.