Vísir - 10.12.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 10.12.1963, Blaðsíða 11
V í S I R . Þriðjudagur 10. desember 1963 11 Sjónvarpið Þriðjudagur 10. desember. 17.00 The Price Is Right 17.30 Encyclopedia Britannica 18.00 AFRTS News 18.15 The Telene:s Weekly 18.30 My Three Sons 19.00 Tomorrow 19.55 AFRTS News Extra 20.00 Lawrence Welk’s Dance Party 21.00 The Melody Lingers On 21.30 The Bob Newhart Show 22.00 Steel Hour 22.55 AFRTS Final Edition News 23.10 Playhouse 90 BELLA STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir miðviku- daginn 11. des. Hrúturinn, 21. marz til 20. aprfl: Leitaðu félagsskapar al- varlega þenkjandi fólks, sem getur stutt þig eins og þörf kref ur. Möguleikarnir á að skapa sér fjárhagslegt öryggi eru góð ir. Nautið, 21 .apríl til 21. maí: Það hjarta, sem fullt er gleði og lífsþrótti, dregur að sér vel- gengni og hamingju á efnissvið- inu. Notfærðu þér það, að aðr- ir vllja taka þátt í draumum þínum. Tviburamir, 22. maí til 21. júní: Þú ert kominn að mjög árangursríku tímabili, ef þú ert farinn að sjá árangur viðleitni þinnar í fortíðinni, Hættu ekki við aðferðir, sem reynzt hafa vel. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú hefur góða möguleika til að afla þér þeirrar öryggistilfinn- ingar, sem þú þráir, ef þú fylgir heilbrigðum og jákvæðum áætl- unum. Ástvinirnir geta hjálpað. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú þarft að fara að beina at- hygli þinni að þeim húsverkum, sem tilheyra jólahátíðinni. Not- færðu þér vel hæfileika þína á hinu listræna sviði til skreyt- inga. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Gefðu gaum tilhneigingum þfnum til að skapa, sérstaklega þegar um það er að ræða að auðga starf þitt og gera það skemmtilegra. Tjáðu tilfinningar þínfr réttum aðilum. Vogin, 24. sept. til 23 okt.: Dagurinn ætti að geta orðið mjög hagstæður fyrir þig ef þú ferð í búðir í dag því þú munt verða heppinn með verðlagið, eftir þvf sem hægt er í landi hér, Drekinn, 24. okt. til 22 nóv.: Láttu þér ekki eintómt orða- gjálfur nægja, en ákveðnar að gerðir munu færa þér ríkuleg laun. Gerðu nákvæmar áætlan- ir um hvert atriði. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að halda fyrir- ætlunum þínum leyndum gagn- vart þeim ,sem umhverfis þig eru, til þess að undrun þeirra verði meiri, þegar hinn rétti tími kemur. Steingeitin, 22. des. til 20. jan. Afstaða vina þinna og kunn- ingja er nú mjög hagstæð gagn vart þér og markmiðum þínum. Þeir kynnu að finna hjá sér hvöt til að gefa þér góð ráð. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Haltu þér óskiptum að at- vinnu þinni og færðu þér f nyt sterk sambönd. þín, þegar það. á við. Aflaðu þér vina þar sem. þú ert. "iskarnir, 20. febr. til 20. marz: Allt bendir til þess að jólafríið verði mjög ánægjulegt hjá þér. Þú getur gert þitt til að skapa þá stemningu, sem nauðsynleg er, með því að gera áætlanirnar með réttum aðilum. 7792 Ég vildi óska að ég og Inga værum ekki of móðgaðar til að tala saman, þá skyldi hún sann- arlega fá að heyra sitt af hverju. Fundahöld Kvenfélag Hallgrímskirkju held uri jólafund miðvjkudaginn 11. des. kl, 8,30 e.h. í Iðnskólanum (Vitastíg). Birgir Halldórsson syngur einaöng, séra Sigurjón Þ. Árnason flytur jólahugleiðingu, upplestur, kaffidrykkja. Konur eru vinsamlega beðnar að fjöl- menna. Bræðrafélag Langholtssafnaðar heldur jólafund miðvikudaginn 11. desember kl. 8,30, f safnaðarheim ilinu.______________________ Styrkveiting Nordisk Institutt for Sjörett við Háskólann í Osló gefur lögfræðing um frá Danmörku, Finnlandi, Is- landi, Noregi og Svíþjóð kost á að sækja um styrki til náms f sjórétti árið 1964 Styrkirnir eru þessir: 1. Einn rannsóknarstyrkur, 22. 200 norskar kr. á ári, til kandídats í lögfræði ,sem hyggst stunda vís- indalegar rannsóknir í því skyni að semja rit um efni úr sjórétci. 2. Sex styrkir, 3.500 norskar kr. hver um sig, til handa lögfræði- stúdentum, sem hafa sjórétt að sérgrein í námi sínu. 3. Tveir styrkir til starfandi lög- fræðinga, sem óska að dveljast við stofnunina um sinn til rannsókna á viðfangsefnum í sjórétti. Umsókir skal senda Nordisk Institutt fyrir 7. jan. 1964. Taka skal fram, um hvern styrkjanna er sótt, og um fyrirhugað náms- eða rannsóknarefni. í umsóknum um styrk f 3. flokki skal taka fram upphæðina, sem um er sótt. Árnað heilla Sl. Iaugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Jóni Þor- varðarsyni, ungfrú Aurora Páls- dóttir Eskihlíð 14 A, og Hafsteinn Jónsson Bárugötu 31. •V.V.V.W.V.V.V.VMVA Áheit Áheit á Strandakirkju frá KM kr. 100, frá J. kr. 50. Ymislegt Vinsamlegast notið Rauða Kross frímerkin og jólakort félags ins sem seld eru til eflingar hjálp arsjóðs Rauða Krossins. Stóra Tromma átti að læra stjórn arskrána, en var ekkert sérstak- lega hrifinn af því. Hann horfði á skrána, sem var mörg hundruð síður, og þar sem hann var nú eiginlega ekki neitt sérstakt gáfna ljós, þá gekk það ekki sérstak- lega vel. Því meira sem ég læri í stjórnarskránni, því betur skilst mér, að kóngur má ekki gera neitt annað en að sitja í hásæti sínu. En á eyjunni, var aumingja Libertínus í vafa um hvort hann fengi nokkurn tfma að setjast í háíætið, því að hann þurfti allt- af að vera að veiða. Og hann var lítið hrifinn af þvf. R I P K I R B Y Jack, settist á stólin við hlið Sable. Hann kynnti sig, ég er Jack Devlin, loftskeytamaður á Siróeeo, ég heyrði skeytið þitt. Skeyti? Segir Sable sakleysislega, og lætur sem hún viti ekki um hvað hann er að tala. Já, þú varst ekki að slá í glasið til þess að kalla f þjói.inn var það? Oh það . . . varar Sable, eins og hún skilji allt í einu hvað hann mein ar. Rip er svífur um gólfið með Julíu í fanginu, horfir á allt sem fram fer. Hertoganum af Edinborg var nýlega boðið að vera við- staddur — sem heiðursgestur — ráðstefnu prentara, og hann þáði boðið. Hann hélt ræðu og hóf hana á þessa leið: — Fyrst braut ég heilann um hvernig stæði á því að mér skyldi vera boðið, en svo komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri Ifklega vegna þess að á sfðustu árum hef ég skap að prenturum talsverða at- vinnu. * SI. mánudag bað frú Jacque- line Kennedy blaðafulltrúa sinn Pierre Salinger að koma á framfæri þökkum fyrir allar Jacqueline samúðarkveðjumar sem henni hafa borizt víðsvegar að úr heiminum eftir morðið í Dall- as. Salinger sagði að Jacqueline hafi borizt 293.000 bréf og 26.000 símskeyti til Hvlta húss ins. Auk þess hafa borizt 250.000 bréf til sumardvalar- staðar hins látna forseta f Hyannis Port, Cape Cod. Nóbelsverðlauahöfundurinn franski, Saint John Perse er ekki aðeins Ijóðskáld heldur einnig diplomat. Og svona skil greinir hann „diplomatilist- ina“. — Hún er komin undir tvennu. í fyrsta lagi að kunna að hlusta. í öðru lagi að heyra aldrei neitt. Hann spurði: — Hvers vegna ertu eigin- lega orðin grænmetisæta? — Vegna þess að ég er dýra vinur. — En hvemig geturðu þá fengið af þér að borða matinn frá dýmnum? ‘i Birgitta Svíaprinsessa, eign |i aðist dóttur á fæðingadeild I •' Miinchen sfðastliðinn miðviku á* dag. í maf árið 1961 giftist I* hún Johnni Georg Hoenzollem % prinsi, sem stundar nám við há *ii skólann í Miinchen. Hann er i; 31 árs en hún 26 ára. Þau eiga i| einn son, Karl Christian, sem i* er á öðm árl. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.