Vísir - 10.12.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 10.12.1963, Blaðsíða 15
V í S 1R . Þriðjudagur 10. desember 1963 15 es Bemier býr í Batignolle- hverfi eins og ég — og meira að segja í sömu götunni, — í hús inu nr. 54. Þögn ríkti um stund. De Rodyl hvíslaði einhverju að yfirmanni leynilögreglunnar, sem þar næst hvíslaði einhverju að Casenau- ve, „ljósorminum“, og fór sá hinn sami út þegar. Frú Angela var þögul og hugsi og auðséð, að embættis- mönnunum, sem þarna voiu fannst mikið til um fegurð henn ar og einbeitni. Dómarinn tók aftur til máls: — Þér sögðust hafa hitt syst- ur yðar aðeins einu sinni — við hvaða aðstæður? Spurningin kom frú Angelu á óvart, en hún svaraði án þess að hika: — Við ósköp venjulegar að- stæður. Ég rek verzlun og ung- frúin kom til að kaupa eitt eða annað. Af tilviljun komst ég að því, að hún bar sama nafn og ég - og að hún var hálfsystir mín. — Sögðuð þér henni það? — Já, ég gerði það. — Vissi hún um faðerni yð- ar? - Það held ég, hví skyldi faðir hennar segja henni frá ó- skilgetinni dóttur sinni, sem hann hafði engin afskipti af? — Þér vitið þannig ekki um orsökina til ferðalags herra Bemíers? ísagéla. hristi höfuðið. — Ég veit ekkert um það. —* ÞatS er furðulegt, sagði dómarinn, að dóttir frúarinnar skyTcB vera, ekki aðeins í sömu lest, heTdur í sama klefa og afi hennar! - Ef til vill óskýranleg til- viljun, eins og svo margar aðr- ar tilviljanir í lífinu. Það virðist hafa munað litlu, að morðinginn dræpi líka dóttur mína. Hér hafa illar örlagadísir verið að verki — megi ykkur nú heppnast að finna morðingjann, svo að dótt- ur minni verði hefnt. Yfirmaður leynilögreglunnar var að skrifa eitthvað hjá sér, en Femand de Rodyl varð því órórri sem lengur leið — vegna nærveru Angelu. Þegar yfir- heyrslunni var lokið, fannst hon um sér skylt að segja eitthvað við hana í huggunarskyni. — Ég hef ekki um meira að spyrja, sagði hann með röddu og svip dómarans. Svo beygði hann sig niður og sagði lágri röddu: - Viljið þér leyfa mér að tala við yður einslega nokkur augnablik? — Einslega? Að hvaða gagni mætti það koma? Um hvað vilj- ið þér tala? Liðna tima? Ég hef farið eins að og þér — reynt að gleyma — og mér tókst það. Ég minnist ekki lengur. Það er ónauðsynlegt og grimmdarlegt að vekja sárar minningar í hug mínum, á þeirri stund sem hjarta mitt er nær brostið af angist og kvíða, Nei, lofið mér að vera í friði. Gerið skyldu yðar sem embættismaður, - ég hef engan rétt til þess að tefja yður — ekki mínútu hvað þá lengur. Þess vegna biðst ég leyf is að mega fara. Seinustu orðin mælti hún hárri röddu. — Frú, sagði dómarinn, það er þó nokkur stund, þar til næsta lest fer til Saint-Julien- du-Sault. Ég bið yður að bíða andartak enn. Ég þarf að fá skýringar frá lestarstjóranum. sem ók hraðlest nr. 13, — og ég held, að þér hljótið að hafa áhuga fyrir því, sem þessi mað ur hefir að segja. Angela hneigði höfuðið. — Ég skal bíða, sagði An- gela. Kallað var á Magoire lestar- stjóra og var nú yfirheyrzlunni haldið áfram. XXII. Vér hverfum aftur til Batig- nolles og segjum frá því sem gerðist f húsinu nr. 54 við Rue des Dames. Að morgni þess 12. hafði Ce- cile risið úr rekkju í dýpstu ör- væntingu. Föður hennar var von þennan sama dag. Þegar hún fór frá frú Angelu, örvænti hún í fyrstu, en stappaði svo í sig stálinu, að mæta öllum erfið- leikum — henni fannst nú, að hún væri tilneydd að segja föð ur sínum sannleikann, hverjar sem afleiðingarnar yrðu, hversu skelfilegar sem þær yrðu. Hún var óeirin og kvíðin, sem að lík um lætur og var með alls konar hugaróra um hversu fara myndi, er hún segði föður sín- um sannleikann. Hún vissi, að það myndi verða reiðarslag fyr ir hann að komast að raun um, að hún hafði farið á bak við hann, og það sem verst þar, látið fleka sig. En hún hugsaði j sem svo: Verði hann ekki grip inn æði og drepi mig, mundi ég svara honum fullum hálsi og varpa framan í hann ásökun- inni, að hann hefði átt ástmær, átt með henni barn, sem fyrir átti að liggja að verða flekuð eins og hún, og með hvaða rétti gæti hann ásakað hana? Þótt Cecile hefði týnt bréf- inu frá föður sínum, mundi hún vel hvað í því hafði staðið og m. a. að föður hennar var von með lestinni, sem átti að koma kl. 7.45 Hefði þeirri lest ekki seinkað. mundi hann vera í Batognolles ekki seinna en klukkan hálfnfu Ekki flögraði að henni að fara til móts við föður sinn, þótt hún vissi, að hann sæi ekki sólina fyrir henni og myndi1 gleðjast yfir að sjá hana eftii^ langa burtveru, hamingjusamur yfir að vera auðugur og geta gert allt fyrir hana. Hún bar ekki kærleiksríkt hjarta í brjósti, þessi stúlka, í því hrærð ust ekki þær tilfinningar, sem venjulega bærast í brjósti barna til foreldra sinna. En hún var fram úr máta sjálfselsk — skorti áhuga fyrir starfi, fannst hvert starf lítilmótlegt, — ótt- aðist jafnvel að verða þreýtt. var nautnasjúk, reiðigjörn. Gall ar hennar voru í sannleika svo miklir, að undir illum áhrifum hefði hún getað lent á glæpa- braut. En þrátt fyrir eigingirni henn ar og kæruleysi, hafði hún þó haft hugsun á því, að skipa Birgittu gömlu að hafa morg- unverð tilbúinn handa honum, er hann kæmi heim matarþurfi og þreyttur eftir ferðalagið. Birgitta hafði oft spurt sjálfa sig að því hvað gæti verið að. Það hafði ekki farið fram hjá henni hve Cecile var breytt Og þér hefi ég fórnað 200 beztu árum af lífi mínu Gemýting Brúnar terrelínbuxur („muiti colour“ Nýjung. Mjög failegar Verð 840.00 ffltima seinustu daga, en hún hafði! ekki spurt neins. Og nú furðaði hún sig á, að hún skyldi ekki fara til þes- að taka á móti föður sínum í járnbrautarstöð- inni, en hún bar hlýjar tilfinn- ingar í huga gagnvart stúlk- unni, þótt hún skildi hana ekki, en Cecile hugsaði ,sem svo: /IVkYBE.TARZAW, IF WE FLY THEW OUT.TO SO*\E HEALTHY FLACE...WHERE MEPICAL SCIENCE HAS A CHAKICE TO SAVE THEMl J Ég hefi tekið r.okkrar prufur hérna Tarzan, segir læknirinn við hann. Það er r' ki hægt að bjarga þeim ef þeir verða kyrrir hérna. Umhverfið e rallt eitt pestarbæli Við getum gefið þeim mat að barða, en við getum ekki læknað þá af sjúkdómunum ef þeir verða hér. Kannski ef við komum þeim burt héðan, á einhvern góðan stað, þá geti læknavísindin bjarg- að þeim. Það eru tvö stór ef, segir Tarzan dapur. EF þeir vilja leyfa okkur að flytja sig, og EF einhver annar ættbálkur vill leyfa þeim að vera á sínu Iandi. Síðdegis og kvöldkjólar, fallekt úrval. ---------- Náttkjólar, undirkjólar og millipils, nýkomið. Góðar jólagjafir. Peysur (rúllukragi), pils, ullartreflar, slæður, hanzkar. þingholtsstræti 3 simi 11987

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.