Vísir - 23.12.1963, Blaðsíða 7
V í S J.R . Mánudagur 23. desember 1963.
— Með Hótel Sögu
var hótelþörfiimi í
Reykjavík fullnægt. Og
nieira en það. Þá varð
til hótel, sem jók veg
Reykjavíkur og alls
landsins, svo að um
munaði. Það er mikil
prýði að þessu hóteli.
Það veitir þjónustu á
heimsmælikvarða. Óger
legt hefði verið að taka
á móti varaforseta
Bandaríkjanna, nema
vegna Hótel Sögu.
Þorvaldur Guðmundsson for-
stjóri á nóg af lofi um Hótel
Sögu og bændasamtökin, sem
byggðu það. 'Þorvaldur rekur
þetta hótei, sem kunnugt er, í
nafni byggingarnefndar Bænda-
hallarinnar.
— Þú ert forstjóri hótelsins?
spurði ég til áréttingar.
— Já og hefi aðstoðað bygg-
ingarnefndina frá byrjun bygg-
ingar hótelsins. Hún á eftir
að skila hótelinu og raunar
alllri byggingunni af sér til
Bændasamtakanna.
— Og ertu ánægður með
reksturinn og fjárhagslega af-
komu hótelsins?
— Reksturinn hefur gengið
betur en bjartsýnustu menn
þorðu að vona. ,
— Ber hótelið sig fjárhags-
lega?
— Ekki ennþá. Það var held-
ur ekki við því að búast. Svona
fyrirtæki byrja ekki að skiia
hagnaði fyrr -en eftir tveggja
til þriggja ára' starfsemi. Þetta
vissu allir frá byriun.
— Þú álítur að Hótel Saga
þurfi ekki lengri t;ma en það?
— Það er mín skoðun.
— JJvað hefur að þínun
dómi skapað mesta
erfiðleika í rekstrinum fram að
þessu?
— Hótelið og byggingin öu
eru ekki fullbyggð. Baic við bá
staðreynd felast mestu erfið-
leikarnir.
— Hvað vantar á?
— Upp úr áraniótum á að
opna! finnskt bað, nýtízki'
snyrtistofu, rakarastofu, útiir'
frú Búnaðarbankanum og ferða-
skrifstofu. Loks á að koma
herrafata- og dömufataverzlun.
Þegar er búið að opna blóma-
búð og minjagripasölu. Nú
,,lobbíið“ verður stækkað, þar
verður setustofa auk setubars
fyrir smáveitingar, mat, kaffi cp
vín o.s.frv. Þá verður hægt að
veita alla þá þjónustu sem
fyrsta flokks hótel þarf að geta
veitt.
— Heldurðu að nýting hinna
hótelanna í Reykjavík hafi
versnað eftir opnun Hótel
Sögu?
— Nei, mér skilst að hún sé
ekkert minni en hún var áður
en hér var tekið til starfa. Að
vísu var opnun Hótel Sögu
talsvert stórt stökk, um 90 her-
bergi með 150 rúmum bættust
við í einum áfanga. Til saman-
burðar má geta þess að Hótel
Borg hefur 46 herbergi og
Hðtel City er með 26 herbergi.
Og méðalnýting hjá okkur hef-
E11
?n svo við snúum okk-
1 ur að öðru. Álítur þú
að ísland geti orðið ferða-
mannaland, eins og það er
kallað?
— Aðrir hafa haldið því
meira á lofti en ég, að ísland
geti orðið raunverulegt ferða-
mannaland. En forsenda þess
að svo verði er að nægilegur
hótelkostur sé í Iandinu. Það
er óneitaniegt að ferðamanna-
straumurinn liggur meira og
meira til norðurs. Og ísland
hefur upp á margt að bjóða
sem önnur lönd hafa ekki. Auk
þess stuðiar margt að auknum
ferðalögum til landsins. Eft;r
að þotufiun hóf.st míllí íslands
og Ameríku kiona erlendir
kaupsýslumenn sér s'ður upp
við áð koma við á íslandi á
ferðalögum sínum milli Vestur-
heims og Evrónu, til að t.rovstr
sambönd sín hér, on sií pip*
eigin augum hvernig b-*uð or o?
umboðum þeirra. I,ofttr:~>
b'ðða unn 6 ódvr." dvöl á f»-
lar.di og pin„f(y^íT fs!ar,J~
heldur uppi Græpieoflsflupi.
scm veitir stækkar'di straumi
ferðamanna inn í reykvísk
í\.aptt vio
muhdsson
,ur verið í vetur um 60% og
fullnýting yfir sumarið.
— Svo menn mega kannski
fara að hugsa til annarrar
hótelbyggingar í Reykjavík?
— Ég tel Hótel Sögu hafa
fullnægt þörfinni í bili. Hins
vegar kemur að því að reisa
þarf fleiri hótel.
— Treystirðu þér til að gizka
á hvenær nýtt hótel þyrfti að
vera tilbúið?
— Nei, það get ég ekki, það
veltur á ýmsu.
— En ert þú ekki sjálfur að
reisa hótel?
— Ég sótti á sínum tíma um
leyfi til að byggja hótel á
Bergstaðastræti og sú bygg-
ing er í smíðum. Þetta átti að
vera þingmannahótel. Nú er ég
ekki viss um h vað úr þeirri
hugmynd verður. Ég- hef pen-
ingavon til að gera húsið fok-
helt, en ekki meir. Hugsanlegt
er að ég leigi bygginguna fyrir
skrifstofur.
en er fjöldi smáeyja. Og svo
höfum við Öræfin, Kerlingar-
fjöllin, árnar og aðra aðstöðu
til stangaveiði. Það er eftir-
sóttara að draga þorsk en
heimavistir skólanna með það
fyrir augum að reka þar hótel
á sumrin. Þetta er tiltölulega
einföld og ódýr lausn á þeim
mikla hótelskorti sem er um
Hótehnaðurinn og forstjórinn Þorvaldur Guðmundsson við krásir
í „Grillinu“ á Hótcl Sögu.
margan grunar. Samt eru hótel-
in frumskilyrði, Gallinn er bara
sá, að sumarið er stutt og mis-
viðrasamt. Það er ekki hægt að
bygg'a hótolrekstur á aðsókn í
einn, tvo eða þrjá mánuði, mcð
beim prísum, sem teljast sam-
keppnisfærir.
— En burfum við ekki fyfst
að þiálfa fólk fil hútelroksturs
og móttöku ferðamanna?
— Auðvitað er það nauðsyn-
legt. Við höfum enga reynslu í
a
hótel. Hótel Saga skapar mögu-
Ieika til að halda hér stórar
ráðstefnur. Þetta eru aðeins fá
atriði. En þessi atriði út af fyr-
ir sig skapa ekki beinlínis ferða
mannastraum. Það þarf meiro
til.
Eftir að fiskisæld á Lofoten
fór minnkandi, hafa Norðmenn
verið með ráðagerðir uppi um
'að þar myndist það sem þeir
kalla Rivieru Norðursins. Við
þurfum á stórframkvæmdum að
halda til að laða ferðamenn til
íslands í stórum stíl.
— hvar gætirðu hugsaö
þér Rivieru íslands?
— Breiðafjarðareyjar. Lofot-
þeim efnum. En við eigum
fjölda af áhugasömum konum
og körlum, sem víll spreyta sig
á þessum verkefnum. Margir
hafa farið á skóla erlendis. Það
er ágætt út af fyrir sig, en
praktísk reynsla er kannski
nauðsynlegri, bæði hér og er-
lendi^.
— Hvers konar hótel telur þú
heppilegust á Islandi við okkar
aflstæður?
— Ég mundi nefna lítil fjalla-
hótel á fallegum stöðum. Kerl-
ingarfjöllin eru heppilegur
staður fyrir slíkt hótel. Þar
ætti hótelbygging rétt á sér
strax í dag. Þá sýnist mér mjög
skynsamleg stefna að byggja
allt land, utan Reykjavíkur. Við
erum fjárvana á ölium sviðum
og skortir þá ekki síður fé til
hótelbygginga en annarra fram-
kvæmda.
— Kæmi ekki til greina að fá
erlent fjármagn til hótelbygg-
inga, t. d. í Reykjavík?
— Okkur vantar erlent fjár-
magn í svo margt annað, að það
cr ekki hlaupið að því að afla
þcss. Svo má benda á að hin
Norðurlöndin eru ekkert ginn-
keypt fyrir þvi að erlendar
hótelkeðjur reisi þar hótel, t.
d. Hilton-keðjan. En t. d. Danir
hafa fengið erlent fjármagn í
hótelbyggingar sfnar. Annars
gildir í þessu efni hið forn-
kveðna: Flýttu þér hægt. Hér
er vafasamt að taka stór stökk
í einu vetfangi. Okkur vantar
vinnuaflið-
— 'T'elur þú nauðsynlegt að
hið opinbera auki af-
skipti sín af þessum málum?
— Tvímælalaust. Nú er talað
um að koma upp ferðamálaráði,
sem annist að talsverðu leyti
heildarskipulagningu þessara
mála. Þá vil ég benda á að það
er ef til vill nauðsynlegt fyrir
hið opinbera að hjálpa þeim
sem standa fyrir greiðasölu eða
hótelrekstri á þeim stöðum,
sem allir heimsækja, sem hingað
koma til landsins. Hingað kem-
ur vart ferðamaður að hann sé
ekki sendur að Gullfossi og
Geysi. Það er mjög erfitt og
kostnaðarsamt að halda þar
uppi greiðasölu, að ég tali nú
ekki um, að reisa þar við-
eigandi byggingar til slíkrar
starfsemi. Þarna gæti ríkið
hlaupið undir bagga, veitt lán
eða aðstoð f einhverri mynd.
Fólkið, sem þetta stundar nú,
býr við frumstæð skilyrði og
ber lftið úr býtum. Hins vegar
er ekki vansalaust að bjóða
ekki gestum upp á eitthvað
betra.
. Laugarvatn er einn af þess-
um stöðum, en þar hefur að-
staðan farið batnandi ár frá ári.
Og er að verða til mikillar fyr-
irmyndar. Laugarvatn er
skammt frá Reykjavfk, þar er
gullfallegt umhverfi og sjálf-
sagt að beina ferðamönnum
þangað. Þar hefur riðið bagga-
muninn að starfsemin fer fram
f skólabyggingu, aðstaðan hefur
batnað og þjónustan að sama
skapi. Og á Búðum á Snæfells-
nesi hefur verið sumarhótel,
rekið af myndarskap við lftil
efni.
— fjú hefur ásamt félögum
þínum gert talsverð-
ar endurbætur á Valhöll á Þing-
völlum.
— Við höfum endurbætt
veitingasalina, látið byggja nýtt
eldhús o. fl. En það opinbera
aðstoðað ■ við snyrtiherbergi og
fleira. En það er ekki nóg.
Þarna þyrfti að koma upp
hóteii með ca. 40 herbergjum.
Gamla Valhöll er köld að vetr-
arlagi. Ef búið væri að reisa
nýtt hótel mætti hugsa sér að
hægt væri að hafa það opið
allan ársins hring. Þingvellir
eru ekki síður fallegir á vetrum
en sumrum. En það er ómögu-
legt að fá lán til framkvæmd-
anna.
— En þótt hótelin væru fyrir
hendi um allt iand, aðstáða
víða fyrir útilíf og margt að
skoða, þá er ef til vill ekki allt
fengið með þvf. Margir segja
að veðurfarið kolivarpi öllum
hugmyndum um Island sem
ferðamannaland.
— Það er mikið til í þvf.
Eins og ég hefi bent á þá er
rekstrargrundvöllur hótela, sem
byggja á aðsókn á sumrinu
einu mjög slæmur. Ferðamenn
myndu tæplega sækja mikið til
íslands að vetrarlagi. Jóhann
Sigurðsson, forstjóri Flugfélags
íslands, sagði mér að mjög fáar
fyrirspurnir hefðu borizt um
ferðir til íslands á sama tíma
sem gosið byrjaði við Vest-
mannaeyjar, og sagt var frá
því í heimspressunni með stór-
um myndum og löngum frá-
sögnum. Hann taldi ástæðuna
vera þá að fólk vildi ekki hing-
að að vetrarlagi. Þetta talar
sínu málí.
Sœn
"ssr
VV m
REST BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Sími 18740
(Áður Kirkjuteig 29)
Bffl