Vísir - 23.12.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1963, Blaðsíða 3
ÍBARNASKÓLA Það var mikið að gera í bama skólunum síðustu dagana áður en jólafríið hófst. Starfsháttum í bekkjunum var að miklu Ieyti breytt, skólabækuraar voru Iagð ar til hliðar en í stað þess voru tekin upp blöð og Iitir, skæri, Iím, efnisbútar og margt fleira. Og hvað var nú gert úr þessu öllu? Við brugðum okkur f heim- sókn í Hlíðaskóiann er „jóla- annríkið“ stóð sem hæst, og fengum við að Iíta þar inn í nokkrar kennslustofur. Við kom um fyrst þar sem sjö ára békk- ur var að störfum. Hjá nemend- um þar voru jólakort og ýmiss konar klippimyndir aðalverk- efnin. Jólakort eru mikið atriði í „jólaundirbúningnum“ í barna skólanum, því að hver bekkur hefur sinn póstkassa og í hann stinga nemendur jólakortum, sem þeir senda bekkjarféiöguin sínum. Síðasta kennsludag eða daginn, sem jólatréskemmtunin er haldin er póstkassinn svo opn aður og kortunum deilt út. Það var kominn mikill jóla- svipur á kennsiustofurnar og þá ekki sfður á nemendurna. Þvf eldri sem nemendurnir, sem við heimsóttum voru, þeim mun f jöl breyttara og vandasamara varð jólaskrautið. Fór að bera á kirkj um, pósthúsum og í einum 12 ára bekknum höfðu nemendur gert heilt veggteppi úr efnisbút- um. Var þar líkara umhorfs sem á saumastofu væri. Það er Iögð mikil vinna í að skreyta stofurnar og þótt fljótt verði að taka skrautið niður aftur er vinnan fyllilega þess virði að hún sé unnin, bvf að ánægjan sem út úr henni fæst er aiveg ómetanleg. MYNDATEXTAR: V1SIR . Mánudsgur 23. desem’oar 19G3. --m i ' i iiM'i'M HmiuyiUlnJi "rtffrr Wrfii Efsta mynd: í 9 ára bekk. Sigríð ur Jónsdóttir kennslukona leið- beinir 2 drengjum sem eru að kiippa út og líma litla engla. Miðmynd: Nemendur í 9 ára bekk A gerðu hvorki meira né minna en heila kirkju, með garði, draugum, beinagrindum og öllu tilheyrandi. Á myndinni sitja nokkur þeirra sem unnu við kirkjusmiðina og horfa á verkið. Neðsta mynd: Það var mikil ös við póstkassann, engu sfður en á pósthúsum fullorðna fólksins rétt fyrir jólin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.