Vísir - 27.01.1964, Blaðsíða 3
Friðrik Ólafsson, stórmeistari og júgóslavneski stórmeistar'nn Gligoric hugsa stíft. Hvorugur vill gefa sig, því hver
/ÍSIR . Mánudagur 27. janúar 1964.
SKÁK 06 MÁT
Tal er nú búinn að gera út um
skákina gegn Trausta og þá fær
hann sér Chesterfield og kók.
Þeir Bergur, Helgi og Magnús reyna að leiða Trausta út úr ógöngunum gegn Tal, en Eirikur Ketils-
son er vantrúaður á að það takist, og hlær að þeim félögum.
Reykjavíkurskákmótið er nú
hálfnað og það værl synd að
segja, að reykvískir skákunn-
endur kyinnu ekki að meta þetta
glæsilega skákmót og hina
mörgu erlendu og innlendu
meistara, sem þar leiða saman
hesta sína. Áhorfendasætin í
Lídó hafa verið þétt setin hvern
einasta keppnisdag og aðsóknin
virðist fara vaxandi eftir því
sem Ifður á mótið ,enda eru
margar skákirnar tvísýnar og
skemmtilegar.
SI. laugardag skruppum við
upp í Lídó og tókum þær mynd
ir sem birtast í Myndsjánni í
dag. Margt manna var að fylgj-
ast með, enda búizt við mörgum
skemmtilegum skákum. Einna
mest var fylgzt með skák þeirra
Friðriks og Gligoric. Um tíma
söfnuðust margir að þeim
Trausta og Tal, en það leið ekki
langur tími, þar til línumar fóru
að skýrast og Tal gerði út um
skákina. — Úti í sal sátu áhorf-
endurnir og „spekuleruðu“. -
Sumir virtust ekki vera í vand-
ræðum með að sjá út beztu
leikina fyrir skákmennina og
margir sleggjudómamir vom
kveðnir upp. En hvað um það,
það er alltpf gaman að fylgjast
með vel tefldri skák og það sér
enginn skákunnandi eftir því að
skreppa upp í Lídó og fylgjast
me« Revkiavíkurmótinu
Ólafur faðir Friðriks og Stefán Kristinsson, eru báðir miklir skák-
áhugamenn. Þeir standa aftarlega í salnum og fylgjast með skák
þeirra Friðriks og Gligoric. Báðir hafa þeir skroppið upp í Lídó
hvern einasta keppnisdag, því áhuginn er mikill. Fyrst eftir að
Ólafur kenndi syni sínum mannganginn hafði hann ætíð yfirhöndina
en það stóð ekki lengi, og I dag er sonur hans, okkar bezti skák-
maður og þó víðar væri leitað. „Ég fylgdist vel með honum fyrst,
og fór með hann á öll stærri mót, þegar hann var innan við
tvítugt, en nú lítur maður rétt inn og fylgist með, segir Ólafur.
Hinum megin við borðið, sem drengirnir sitja við tefldu stórmeistararnir. Drengirnir fylgdust vel
með og skoðuðu stöðuna á vasataflinu. Hver veit nema þeir eigi eftir að vera þátttakendur f Reykja
vxkurmótinu seinna meir?