Vísir - 27.01.1964, Blaðsíða 7
V1SIR . Mánudagur 27. janúar 1964.
Yistheimili fyrir vandræðastúlk-
ur er aðkallandi nauðsynjamál
Knýjandi þörf er fyrir vist-
iieimili fyrir ungar stúlkur á
viiligötum, en slíkt heimili, sem
rúma myndi 10—15 stúlkur, og
bætir úr brýnustu þörfinni,
myndi kosta hátt á 4. millj.
króna.
Þessar upplýsingar fékk Vísir
hjá Þorkatli Kristjánssyni, full-
trúa barnaverndarnefndar, en
hann er kunnari högum vand-
ræðabarna hér í Reykjavík held-
ur en nokkur einn maður annar.
Þorkell sagði í viðtali við Vísi
að barnaverndarnefnd hafi eftir
föngum reynt að fylgjast með
ferli stúlkna eftir að þær kom-
ast yfir lögaldur og þar með
undan eftirliti barnaverndar-
nefndar. Hann sagði, að þess
væru mörg dæmi að þær vökn-
uðu til vitundar um hættuna,
sem þær væru komnar í, og
tækju sig á við 16 ára aldur-
inn ef um skynsamar stúlkur
væri að ræða og réttum uppeld-
isaðferðum beitt við þær. Aftur
eru aðrar, sem halda áfram á
ógæfubrautinni, byrja að drekka
og sökkva æ dýpra og dýpra
niður í foraðið.
Þessum stúlkum verður að
bjarga hvað sem tautar, sagði
Þorkell. Ríkisvaldið hefur ekki
efni á að kasta lífi þeirra á glæ
og selja þær ðgæfunni á vald.
Þarna verður að stinga við fót-
um og því fyrr því betra. Eða
hvort er ekki skynsamlegra og
æskilegra að koma á fót upp-
eldisstofnun með velferð þess-
ara stúlkna að markmiði heldur
en að verja fénu í dauðaleit að
þeim þegar þær hafa týnt lífi
sínu í örvæntingu og vonleysi
um tið geta nokkurn tíma kom-
izt á réttan kjöl framar?
Þorkell nefndi mörg dæmi um
ógæfuferil kornungra stúlkna,
telpna sem jafnvel eru ekki
komnar yfir fermingaraidur. —
Þær hafa lent í slæmum félags-
skap, ýmist með stallsystrum
sínum eða eldri eða yngri karl-
mönnum. Þess eru dæmi að þær
hafa sýkzt af kynsjúkdómum og
siðan smitað meira eða minna
út frá sér. Aðrar hafa lent í
slagtogi með fullorðnum mönn-
um og ekkert fundið athugavert
við það á einn eða neinn hátt.
Flakk og útivist fram eftir öll-
um nóttum er þó hvað algeng-
asti lösturinn. Margar hverjar
telja foreldrum sínum trú um
að þær séu allt annars staðar
en þær eru í raun og veru. Og
í blóra við það fara þær á hina
ömurlegustu staði og í tilsvar-
andi ömurlegum félagsskap. Eft-
irlit eða aðhald er ekki til.
— Hvaða ráð telur þú koma
helzt að haldi í vandamálum'
þessara ungu stúlkna?
— Tvímælalaust með því að
koma á Iaggirnar uppeldisstofn-
un og dvalarheimili fyrir ungar
stúlkur. Á því mega ekki verða
neinar tafir.
Þorkeil Kristjánsson
— Er þvílík stofnun eitthvað
á döfinni?
— Jú, hún hefur komið til
orða og það jafnvel oft og mörg
um sinnum, en án þess að til
framkvæmda hafi komið. Reynd
ar var vísir að dvalarheimili
fyrir vandræðastúlkur stofnaður
að Kleppjárnsreykjum í Reyk-
holtsdal árið 1940, en undirbún-
ingur allur af vankunnáttu og \
vanefnum, svo að það rann allt
út í sandinn og hætti á sama
ári.
Árið 1947 var samþykkt á Al-
þingi, að setja skyldi á stofn
dvalarheimili fyrir drengi og
stúlkur. Byrjað var á drengja-
heimili vestur f Breiðuvík 1952
og búið að reka það í nokkur
ár með ágætum árangri, enda
þótt byggingunni sé ekki lokið
ennþá. Telpnaheimili hefur ekki
séð dagsins Ijós ennþá, enda
þótt veitt hafi verið til bygg-
ingar þess nokkurri fjárhæð á
fjárlögum. Árið 1962 beindi
barnaverndarnefnd þeim tilmæl-
um enn á ný til stjórnarvalda
að hafizt yrði handa um bygg-
ingu vistheimilis fyrir afvega-
leiddar unglingsstúlkur og við-
ræður hafa farið fram um þessi
mál, en ekkert bólað á fram-
kvæmdum.
— Þú telur að slíkt vistheim-
ili myndi kosta á 4. milljón
króna?
— Eitthvað milli 3 og 4 millj-
ónir, og miðað við að það rúmi
10—15 stúlkur. Þótt það sé ekki
stærra yrði það fullnægjandi
Iausn eins og sakir standa. Það
er engin nauðsyn að koma þang
að öllum stúlkum, sem staðnar
eru að lauslæti, heldur fyrst og
fremst þeim, sem verst eru á
vegi staddar, og líklegastar eru ,
til þess að draga aðrar með
sér í sama kjölfarið. Reynslan
með drengjaheimilið í Breiðuvík
hefur sýnt það og sannað, að
það ræður ekki aðeins bót á
vandamálum þeirra drengja sem
þang^ð eru sendir, heldur og
fjölda drengja hér í Reykjavik.
Þeim nægir að vita af heimilinu,
og líka hitt að um leið losna
þeir við þann félagsskap, sem
verstur er og hættulegastur. —
Svipuðu máli mun og gegna með
stúlkurnar um leið og vistheim-
ili fyrir þær kemst upp.
Annað atriði, sem Þorkell
kvað vera veigamikið til hjálp-
ar ungum stúlkum væri að
koma upp heimavistarskóla,
mátulega ströngum fyrir þær
erfiðustu þeirra meðan á skyldu-
námi stæði. Með þvi mætti líka
mikið laga skróp þeirra i skól-
um, sem nú er að verða hið al-
varlegasta vandamál.
Aðspurður um það, hvort dvöl
í sveit kæmi vandræðastúlkum
ekki að gagni, svaraði Þorkell
því til að í mörgum tilfellum
væri ekki ýkjamikill munur á
strjálbýlinu og borginni. Aðhald
í sveit er óvíða svo mikið sem
nauðsyn er á í þessu efni, enda
unglingar teknir þangað með
hliðsjón af vinnugetu þeirra,
en ekki í því augnamiði að
vernda þá fyrir freistingum.
ÍÞRÓTTIR FRH. -
Gunnlaugur var rekinn út fyrir óbarfa glens. Hér er hann ásamt
Bjarna Björnssyni, tímaverði (t. h.).
fi.SL-gf.R.
Framh. at bls. 2.
dansaði stríðsdans yfir 20. mark-
inu (20:12) og sparkaði boltanum
i markið, þótti dómaranum, Svein:
Kristjánssyni, nóg komið og rak
Gunnlaug út af fyrir að lítilsvirða
leikinn með skrípalátum. „Ég var
bara yfir mig ánægður með leik
okkar“, sagði Gunnlaugur eftir
lejkinn, „ég gat ekki stillt mig“,
sagði hann. Ekki virtist fjarvera
Gunnlaugs blása neinni von í KR
og í þær 5 mín. sem þeir voru
aianni fleiri,, skoruðu þeir aðeins
I mark gegn 3 ÍR-mörkum (!),
23:13. Leiknum lauk því með ör-
uggum sigri ÍR 28:17, sem var ekkj
ósanngjarnt.
Le kur ÍR-Iiðsins var ágætur oft
á tíðum og Gunnlaugur var mjög
góður. Hermann sömuleiðis og Jón
Jónsson, sem var í markinu átti
nú einn sinn stóru leikja, sem eru
því miður of fáir enn sem kornið
er. KR-Iiðið var lélegt ef undan eru
skildir þeir Sigurður Johnny og
Sigurður Óskarsson, einkum þó
S gurður Johnny, sem varði oft
stórkostlega vel, einkum í fyrri
hálfleik.
Dómari var Sveinn Iíristjánsson.
Sveinn átti mjög erfitt hlutskipti
þarna, samt hygg ég að reyndari
| dómarar hefðu ekki komið svo vel
I út sem hann gerði.
Fream-Víkingur —
Framhaid af bls. 2.
Leikur Fram og Víkings var all-
an tímann æsispennandi og mjög
skemmtilega leikinn, einkum af
Víking, sem sannarleg^ hefði mátt
krækja í annað stigið. Yfir leik
Víkings var talsvert meiri festa
og með Jóhanni Gíslasyni hefði lið-
ið unnið sigur, en „vélstjórinn
skotharði“ er nú með Gullfossi á
leið til Kaupmannahafnar.
Víkingur náði forystunni með
2:0 en Fram náði að jafna og 5
fyrstu mörkin koma öll frá hin-
um ágæta línumanni Sigurði Ein-
arssyni. Fram náði forystu og var
t.d. f 7:4 en síðar jafna Víkingar
í 11:11 og f hálfleik er Fram yfir
14:13. Seinni hálfleikinn er Fram
alltaf yfir þar til í 18:18 og enn
jafna Víkingar í 20:20, 21:21.
Þegar Pétur Bjarnason jafnaði
21:21 voru rúmar 7 mínútur til
leiksloka og Ingólfur tekur vítakast
en skýtur í stöng. Pétri Bjarnasyni
er vísað út af rétt á eftir og hafði
þetta mikil áhrif til hins verra
fyrir Víking.
Ingólfur skorar nú 22:21 og rétt
á eftri Iaumar hinn ágæti leikmað-
ur Hannes I-Iaraldsson sér upp í
hornið hægra megin og skorar
glæsilega, 22 — 22, — en eftir að
rnarkið er dæmt gilt byrjar reki-
stefnan og dómarinn er hálftogað-
ur út í hornið til viðræðna við
markadómarann, og eftir þær við-
ræður er markið dæmt ógilt. —
23:21 kom frá Guðjóni úr víti og
voru þá 3 mínútur eftir. Síðasta
markið skoraði Hannes fyrir Vík-
ing, en Fram hafði heppnina með
sér og tókst að halda sigrinum sln
megin.
Hvorugt liðið átti sérstaklega
góðan dag. Nokkrir leikmenn voru
þokkalegir, en áberandi var mann-
vonzkan og fýlan hjá mörgum
þeirra, einkum þó landsliðsmönn-
um, — og ég undirstrika að það
var í báðum þessum Ieikum. Er
þetta mjög hættulegt gagnvart
landsliðinu og þyrfti sannarlega að
bera smyrsl á sárin áður en alvar-
legra hlýzt af.
Dómarinn Valur Benediktsson
átti heldur erfiðan leik og gat ekki
valdið honum að neinu ráði. Marg-
ir dómanna voru endaleysur, en
dómurinn, sem annað liðið hrein-
lega pantaði hjá honum var hrein
svívirða gagnvart öllum dómurum
og ég spyr: Ganga önnur lið ekki
á lagið og leggja inn svipaðar
pantanir í framtíðinni. Leikmenn,
sem vilja ráðast inn á starfssvið
dómara, ber að áminna harðlega.
Næstu Ieikir eru á fimmtu-
daginn 30. janúar, þá leika:
Ármann —FH og ÍR—Fram.
Hvert sekkinn
1600 krónur
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni hækkuðu hert sel-
skinn í verði, en þannig eru þau
aðallega flutt út héðan, um 60%
árið 1963, og fengust 1600
krónur fyrstu 9 mánuði ársins
fyrir hvert útflutt selskinn, það
er fob.verð. Verð á selskinnum
hefir hækkað um nær helming
síðan 1961, eða sem hér segir:
Árið 1961 voru flutt út frá
íslandi 5203 selskinn fyrir 4.3
milljónir króna, eða 827 krón-
ur hvert skinn að meðaltali.
Árið 1962 voru flutt út 5254
skinn fyrir 5 milljónir 237 þús- E
und krónur, og varð meðalverð
á skinn þá nær 1000 krónur.
Og fyrstu 9 mánuði ársins 1963
voru flutt út 5634 selskinn fyrir „
rúmar 9 milljónir króna, og er
meðalverð á skinn þá komið
upp í nær 1600 krónur, og tölu-
verð framleiðsluaukning sem
eðlilegt er með hækkandi verð-
lagi.
Ekki mun vera talið nokkurt
vit í því að verka selskinnin hér
innanlands. I rauninni eru ekki
nema tvær verksmiðjur af því
tagi í Vestur-Evrópu, í Offen-
bach í Þýzkalandi og London.
Þangað senda selskinnaselj-
endur yfirleitt skinn sín I sama
ástandi og þau eru send héðan,
og þykir bezt borga sig þannig.
TVeirtuti ?
rentsmiftia í. gúmmlstimplagcrð
Elnholti Z - Simi 20960
i