Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 1
0 VISIR 54. árg. — Laugardagur 8. febrúar 1964. — 33. tbL Ekkja Kennedys sendir þakkarbréf ÍSLAND SÆKIR GA 77- RÁÐSTEFNU / GENF Sendir lika fulltrúa á viðskiptaráðstefnu SÞ Rfkisstjórnin hefur nú ákveC- ið að senda fulltrúa á ráðstefnu, er GATT, alþjóðatollamálastofn- unin, efnir tii í Genf. 24. febrú- ar n. k. Verður ráðstefna þessi hin síðasta, er GATT heidur áð- ur en hinar almennu viðræður um tollamál hefjast, þ. e. Kenn- edyviðræðumar svonefndu. Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri í viðskiptamálaráðu- neytinu skýrði Vísi frá þessu f gær. Ekki kvað hann enn hafa verið ákveðið hverjir yrðu full- trúar lsiands á ráðstefnunni. Þá skýrði Þórhallur Vísi einn- ig frá því, að hinn 24. marz n.k. mundi hefjast í Genf ráð- stefna um viðskipti og þróun á vegum Sameinuðu þjóðanna. — Mun Island einnig senda fulltrúa á þá ráðstefnu. til forseta íslands Forseta íslands barst í gær bréffrá frú Jacqueline Kennedy, ekkju John F. Kennedy, hins látna forseta Bandaríkja Ame- ríku, sem hljóðar svo í íslenzkri þýðingu: Ég kýs að senda um yðar hendur hjartanlega þökk til fs- lenzku þjóðarinnar fyrir auð- sýnda innilega samúð á tímum sorgarinnar eftir dauða manns- ins míns. Það hefur verið mér huggun og styrkur að frétta af þeim þúsundum íslendinga, sem komu í ameríska sendiráðið, til að votta samúð sína, heyra um athöfnina á Alþingi og frestun funda til minningar um mann minn, og fjölsótta minningarat- höfn f Dómkirkjunni. Það var mér og kærkomið, að Guðmundur 1. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, var við- staddur útförina fyrir hönd ís- lenzku þjóðarinnar. Það er ósk mín og von, að yðar og mín þjóð megi í sorg okkar beggja styrkjast í þeim ásetningi að starfa fyrir og stefna að okkar sameiginlegu hugsjónum. ffi------------------------------- Mynd þessi er úr norsku aluminiumverksmiðjunni f Mosjoen. Swiss Alumhrium á 33% í henni. SWISS ALUMINIUM RCKUR 56 FYRIRTÆKI VlDA UM HCIM Það á m.a. í alumiaiumverksmiðju í Mosjoen í Noregi Swiss Aluminium, sem hefur mikinn áhuga á því að reisa aluminiumbræðslu hér á landi, er geysistórt firma, sem rekur 56 fyrirtæki viða um heim. M. a. á Swlss Aluminium hluta i alu- miniumverksmiðju í Mosjoen í Noregi. Sú verksmiðja getur framleitt 32 þús. tonn af alumin- ium á ári. Hún hefur því svip- aða afkastagetu og rætt er um að íslenzk aluminiumverksmiðja hefði. 4 Kirkjan og þjóðin. 8-9 Réttarhöldin i Ausch witz. Swiss Aluminium hét áður<j>- Aluminium Industrie Aktien Gesellschaft (AIAG). Það var stofnað 1888 í Neuhausen í Sviss, en það ár hóf fyrsta alu- miniumbræðsla Evrópu starf- semi sína þar. AIAG var brautryðjandi í aluminiumfram- leiðslu Evrópu. Aðalstöðvar fyr- irtækisins voru I fyrstu í Neu- hausen, en fluttust síðar til Chippis í Sviss og eru þar nú. Fyrirtækið óx ört. Ný bræðsla tók til starfa í Rhenfelden í Þýzkalandi 1898 og ári síðar tók til starfa bræðsla í Lend, Aust- urríki og Chippis 1908. Síðar kom hið svissneska aluminium- fyrirtæki upp bræðslum í Porto Marghera á Ítalíu og í Mosjoen í Noregi. Aluminiumverksmiðjur er framleiða plötur og fleira eru einnig starfræktar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Brazilíu og í Nigeriu svo nokkur lönd séu nefnd. Bauxite vinnslan fer fram í Frakklandi, Italíu og f Grikk- landi og eru það sérstök dóttur- fyrirtæki, er annast hana. Þá rekur Swiss Aluminium rafstöðv ar f mörgum löndum, 10 í Sviss, 1 í Vestur-Þýzkalandi, 2 f Aust- urríki, og 4 á Itálíu. Einnig rek- ur firmað öfluga rannsóknar- starfsemi er fram fer á vegum dótturfyrirtækja og sérstök sölu fyrirtæki eru starfandi, Má af þessari upptalningu nokkuð marka hversu umfangsmikil starfsemi Swiss Aluminium er. Swiss Aluminium á 33.3prs. f Mosal aluminiumverksmiðj- unni í Mosjoen í Noregi. En sú verksmiðja framleið r sem fyrr segir 32 þús. tonn á ári. Hlutur Swiss Aluminium er því 11 þús. lestir. En alls framleiða allar bræðslur fyrirtækisins í Evrópu 126 þús. lestir á ári. -$> Góðar slldveiðihorfar Veiðiveður var gott á síldarmið- unum í gærkvöldi og veiðihorfur góðar. Ekki voru bátar þó farnir að tilkynna um afla, er blaðið hafði spurn'r af, um kl. 10 f gærkvöldi. Byrjuðu bátamir að kasta um kl. hálfsjö. Allir síldarbátar, sem lönd- uðu hér f vikunni, munu komnir austur. Bátarnir eru á sömu slóð- um og áður. Fyrir tveimur dögum fréttist, að loðna væri komin á miðin út af Hornafirði og er það óvenju snemma vetrar og fylgir þorsk- ganga í kjölfar Ioðnunnar. Loðnu- gangan mun nú komin áleiðis í áttina til Vestmannaeyja. Vísir bar það undir reyndan skip- stjóra, hvort loðnugangan myndi hafa áhrif á veiðarnar í Meðallands bugtinni, og sagði hann að ef gang- an færi þar sem síldin veiddist, gæti hún truflað . þær eitthvað, en of snemmt er að spá neinu um það að síldin hætti að veiðast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.