Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 5
5 V í SIR . Laugardagur 8. febrúar 1964. Dómur i meiðyrðumáli: Meimingarsjóður blaðam. auðgast Hæstiréttur hefur fyrir nokkru kveðið upp dóm í meiðyrðamáli, er Eyjólfur Konráð Jónsson, rit- stjðri Morgunblaðsins höfðaði gegn Einari Olgeirssyni vegna skrifa hins síðamefnda í Þjóðviljanum. Vann Eyjðlfur -málið og var Einar Til sölu og sýnis Ford Trader vörubíll 7 tonn, árg ‘63 ekinn um 13 þús. km. Bill inn er palllaus og sturtulaus. Verð mjög hagstætt. Mercedes-Benz sendibifreið L 319 D árg. ’61 ekin 55 þús. km. aðeins erlendis. Volkswagen allar árgerðir. Opel CaPitan ’59, ’61 og ’62. Opel Record ’58, ’59, ’60, ’61, ’62, ’63 og ’64. Opel Caravan ’59, ’60, ’62, ’63 og ’64. Zephyre ’62 í 1. fl. standi. Tækifærisverð. Landrower diesel, ’61, ’62 og ’63 Rússajeppar í miklu úrvali. Volvo vörubifreiðir ’61 og ’62, mjög góðir bilar ásamt miklu úrvali af vörubílum. HEFI KAUPENDUR AÐ: Taunus 17 M ’62 Fiat 11 Station ’58 og ’60. Landrower benzin ’62 og ’63. Motthíus selur bíluna BÍLLINN, Höfðatúni 2. Sírnar 24540 og 24541 Olgeirsson dæmdur til þess að greiða honum 12 þús. kr. í miska- bætur, 5 þús. kr. sekt til ríkis- sjóðs, 500 kr. í birtingarkostnað og 6 þús. kr. í málskostnað. Málavextir eru í stuttu máli þess ir: Hinn 13. maí 1963 birti Einar Olgeirsson ávarp I Þjóðviljanum um þá hættu, er hann taldi fund- arfrelsi almennings stafa af „árás- um fasistaskríls". Sagði Einar I grein sinni, að „níð- og æsinga- skrif Morgunblaðsins“ hefðu espað til árása þessara. Og á einum stað í. grein sinni segir Einar: „Það er ekki lengra frá Eykon til Eich- mann en frá Göbbels til gyðinga- morða“. Taldi stefnandi ummæli þessi mjög ærumeiðandi. þar eð með þeim væri hann settur á bekk með mestu níðingum mannkynsins. Krafðist hann 100 þús. kr. miska- bóta. I úrskurði héraðsdóms voru ummælin dæmd ómerk og Einar dæmdur til þess að greiða 2000 kr. sekt til ríkissjóðs, 8000 kr. í miska bætur til Eyjólfs, 500 kr. í birting arkostnað og 2300 kr. í málskostn að. Hæstiréttur staðfesti þann úr- skurð héraðsdóms, að ummælin skyldu ómerk talin og hækkaði nokkuð sektir samkv. framansögðu. Eftir að dómurinn gekk ákvag Eyj- ólfur K. Jönsson, ritstjóri, að gefa Menningarsjóði blaðamanna miska- bæturnar. <•>------------------------------- Kirkjan — Framhald af bls. 4. Fórust honum svo orð: „Þegar að nafninu til er búið að taka þau í tölu kristinna manna, þá eru þau um leið eins og útskrif- uð úr öllu kirkjufélagi“. Síra Hjörleifur stofnaði fyrsta kristi- sr. Friðrik stofnaði K.F.U.M. í Reykjavík.) Finnst þér ekki, sr. Garðar, mikil breyting hafa orðið í bæj- arlífinu þessi ár, sem þú hefur starfað hér? „Jú, ákaflega mikil. Það gef- ur að skilja í jafnhraðvaxandi borg og Reykjavík er. Mér finnst hún eiginlega vera orðin margar samvaxnar smáborgir. Það er erfitt að vera uppalandi og það er vandi að vera ung- lingur í slíku umhverfi, sem er alltaf að breytast, á sér eng- ar fastar skorður, engar gamlar, viðurkenndar traditionir. Þá er líka svo mikilsvert að eiga ein- hvern öruggan mælikvarða að miða við, einhvem fastan grund völl til að byggja á. Hann er til. Sá grundvöllur er kristindóm- urinn. Það er eins og segir í Guðs Orði: „Annan grundvöll getur enginn lagt, en þann sem lagður er, það er Jesús Krist- ur.“ Sá, sem byggir líf sitt á þeim grunni, hann þarf ekki að óttast þótt allt breytist og bylt- ist kringum hann. Hans líf verður gæfuríkt. Hans gleði verður sönn, því að hann á hinn sanna fagnaðarboðskap í hjarta sínu.“ ★ Við höfum eytt notalegri kvöldstund hjá sr. Garðari og margt fleira hefur á góma borið heldur en hér er rakið. Þegar við komum út verður okkur lit- ið til kirkjunnar. En við fyrstu sýn verður ekkert séð af henni nema krossinn — ljóskrossinn. Götuljósin standa það langt frá henni, að þau ná ekki að lýsa hana upp eins og húsin í kring. Fljótt á litið er það því eins og krossinn hangi í lausu lofti. Hann vanti allt samband við jörðina. Og er þetta ekki rétt mynd af vandamálum kirkjunnar. Hvern ig á að gera hinn himneska fagnaðarboðskap að starfandi afli í lífi fólksins, lifandi, vekjandi krafti £ daglegum við- fangsefnum þess. G. Br. FÉLAGSLÍF Kristileg samkoma verður haldin lega æskulýðsfélagið á Islandi. á morgun (sunnudag 9. febr) kl. Það var á sumardaginn fyrsta 5 í Betaníu, Laufásvegi 13. Allir 1897. I því voru 19 félagar. velkomnir. Mary Nesbitt og Nona Þetta var tveim árum áður en Johnson tala. N Ý J U N G Þetta litla par dansar Rumbu og Cha-cha-cha. N Ý J U N G N Ý J U N G „Fjölskyldan fer úf að skemmta sér" M Skemmtun fyrir alla fjölskylduna verður í Hótel Sögu, Súlnasalnum, sunnudaginn 9. febrúar og hefst kl. 3 e.h. til kl. 6 e. h. Ýmis skemmtiatriði: Ýmis skemmtiatriði m. a. danssýning, tízkusýningar, gamanvísur og leikir. Spurningakeppnin heldur áfram. Nú eru það Vogaskólinn og Langholtsskólinn sem leiða saman hesta sína. — Hljómsveit Svavars Gests aðstoðar. - Skemmtun fyrir alla fjölskylduna, jafnt unga sem gamla endurtekin í Hótel Sögu Súlnasalnum sunnudaginn 9. febr. kl. 3 e. h. t .! Þetta er tilraun til að gefa fjölskyldunni, börnunum jafnt sem foreldrum þeirra tækifæri / til að skemmta sér saman einn sunnudagseftirmiðdag í fögrum og góðum húsakynnum. ■! Aðgöngumiðasala fer fram í anddyri Hótel Sögu í dag laugardag 8. febrúar frá kl. 2 — 4 \ e. h. Borð tekin frá á sama tíma. Verð aðgöngumiða er kr. 35.00 fyrir barn og 45,00 I; fyrir fullorðna. N DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS. ;! yv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.’.v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.w. I I 1 * • sc • 1 resmiðir — verkamenn Trésmiðir og verkamenn óskast nú þegar. — Mikil og löng vinna. Uppl. í síma 16298 kl. 5—7 e. h. BYGGINGARFÉLAGIÐ BRÚ h.f. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostn að gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum toll- vörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulags- gjaldi af nýbyggingum, lestagjaldi vitagjaldi og skoðunargjaldi af skipum, söluskatti 4. ársfjórðungs 1963 og hækkunum á söluskatti eldri tímabila, útflutnings- og aflatryggingar sjóðsgjaldi, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. \ Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 7. febrúar 1964. Kr. Kristjánsson Heimdallur Hraðskákmót verður haldið í Valhöll sunnudag 9. febr. kl. 2. Félagar fjölmennið sem fyrst. Hafið með ykkur töfl og skákklukkur. Bridgemót Bridgekeppnin heldur áfram mánudaginn 10. febr. kl. 20,00 þátttakendur hvattir til að mæta síundvíslega. Árshátíð / félagsins verður í Sjálfstæðishúsinu föstu- daginn 14. febr. Vandað til skemmtiatriða. Dans á eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.