Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 16
Laugardagur 8. febrúar 1964.
Kostar 20 millj. kr. á ári að
starfrækja stóra gufuborinn
Gufuborinn stóri, sem und-
anfarið hefur unnið að jarðhita-
borunum í Reykjavík með á-
gætum árangri hefur nú verið
lagður til hliðar um stundar
sakir og verið að koma honum
í geymslu um þessar mundir.
Gunnar Böðvarsson verkfræð
ingur sagði að gufuborinn væri
búinn að ljúka hlutverki sínu í
bili og jafnvel þótt æskilegast af
öllu hefði verið að hann héldi
störfum áfram, væri reksturs-
kostnaður hans svo mikill —
um 20 milljðnir króna árlega —
að fara yrði að öllu með gát.
Það hafi og í upphafi verið gert
ráð fyrir þvl að borinn fengi
skemmri eða lengri hvíld annað
veifið. Við því væri ekkert að
segja, en I bili yrði borinn lát-
inn bíða eftir veigameiri verk-
efnum.
Um Norðurlandsborinn væri
það að segja, sagði Gunnar
Böðvarsson, að hann hefði nú
lokið að bora 1500 metra djúpa
holu norður á Húsavík án þess
að nokkur árangur hafi fengizt.
Þetta hafi valdið allmiklum von
brigðum, en þó væri langt frá
því að búið væri að gefa upp
alla von um heitt vatn á Húsa-
vík. Persónulega kvaðst Gunn-
ar vera þeirrar skoðunar að
heitt vatn fengist þar og vænt-
anlega verður borun haldið þar
áfram, en með ódýrari bor.
Jarðhitadeildin hafi talið það
heppilegri ráðstöfun og yrði
sennilega hafizt handa með
snúningsbor þar að vori.
Norðurlandsborinn verður
sendur til Vestmannaeyja á
næstunni, en þar á að gera til-
raun með að bora eftir neyzlu-
vatni. Borað verður niður 1
Framhald á bls. 6.
Eldingateljarar og jarð-
skjálftamælar í EYJUM
Settir hafa verið upp í Vest-
mannaeyjum jarðskjálftamælar
og eldingateljari i sambandi
við gosið í Surtsey.
Jarðskjálftamælarnir voru sett
ir upp á vegum Jarðhitadeildar
Raforkumáiaskrifstofunnar, en
eldingateljarinn af Eðlisfræði-
stofnun Háskólans og hefur
tækjum þessum verið komið fyr-
ir í húsnæði I Oddgeirshólum I
ónotað verzlunarhúsnæði og
munu þeir verða látnir starfa
næstu tvo mánuði. Hefur ungur
maður f Eyjum tekið að sér það
starf að lesa daglega af mælun-
FYR5TIDÓMUR
KJARANEFNDAR
32 síldarflokkun-
arvélar / notkun
Kjaranefnd hefur fyrir nokkru
kveSiS upp dóm í fyrsta ágrein-
ingsmálinu, er lagt var fyrir
nefndina. Snerist þaS um þaB,
hvort skurðstofuhjúkrunarkon-
ur ættu að taka samkvæmt 13.
flokki eða 15. flokki. Samkvæmt
úrskurði Kjaradóms skyldu hjúkr
unarkonur þessar taka laun sam
kvæmt 13. launaflokki en kjara-
ráð BSRB taldi, að þær ættu að
vera í 15. flokki. Kjaranefnd hef
ur nú staðfest dóm Kjaradóms
í þessu efni og fellt þann dóm,
að umræddar hjúkrunarkonur
eigi að vera 1 13. launaflokki.
Nær málið til 15—20 hjúkrunar-
kvenna. Frarnh. á bls. 6.
-<$>i
um.
Niðurstöður mælitækja þess-
ara geta gefið vísindamönnum
vísbendingu um breytingar á
gosinu.
Myndin sýnir hátt og mikið
loftnet, sem sett var upp 1 sam-
bandi v;ð eldingateljarann.
Keflnvíkur-
múlið
Engin ákæra hefir verið lögö '
fram gegn þeim mönnum sem '
1 yfirheyrðir hafa verið vegna i
meints misferlis i viðskiptum ,
I við varnarliðið á Keflavíkur- ,
flugvelli fyrir nokkrum árum.
Ólafur Þorláksson setudómari I
í málinu skýrði Vísi frá því í j
gærkvöidi að það hefði verið
lögreglustjórinn á Keflavikur-
flugvelli, Bjöm Ingvarsson, sem
' hefði æskt rannsóknar í máli
1 þessu.
Þrír menn sitja í gæzluvarð-
, haldi vegna máls þessa meðan
rannsókn þess stendur yfir. I
1 Blaðinu er kunnugt Um að sú
upphæð, sem um er að ræða
I er allmikið innan við eina
milljón krónur.
Talsverð síldarsöltun hefur
verið síðustu daga. Hefur síldin
verið mjög misstór og erfið í
vinnslu. Hefur það hjálpað
vinnslustöðvunum mikið, að þær
hafa nú flestar síldarflokkunar-
vélar, er flókka síldina og auð-
velda vinnsluna. Vísir átti í gær
tal við Braga Björnsson verk-
stjóra hjá Júpíter og Marz.
Kvað hann tvær síldarflokkun-
arvélar i notkun á Kirkjusandi
og hefðu þær reynzt mjög vel.
Afköst hverrar vélar eru 60
tunnur á klukkustund, sagði
Bragi. Það er Stálvinnslan s.f.,
sem framleiðir síldárflokkunar-
vélarnar, en Haraldur Haralds-
son járnsmíðameistari átti hug-
myndina að vélinni. Tjáði for-
stjóri Stálvinnslunnar, GIsli Frið
björnsson, Vísi, að 32 flokkunar-
vélar væru nú I notkun. M. a.
eru flokkunarvélar þessar I
notkun I Vestmannaeyjum I öll-
um stærstu frystihúsunum. —
Hefði sennilega ekki verið unnt
að taka síldina þar til vinnslu
nú, ef síldarflokkunarvélanna
hefði ekki notið við. Hafa vél-
ar þessar sparað vinnu fleiri
hundruð stúlkna. — Myndin er
úr fiskverkunarstöð Júpiters og
sýnir síldarflokkunarvél að
flokka síid. Bragi Björnsson
verkstjóri stendur hjá vélinni.
VARÐAR-KAFFI
verður ekki í dng