Vísir - 10.02.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 10.02.1964, Blaðsíða 1
VÍSIR Myndimar tók I. M. á Keflavíkurflugvelli. Blaðamenn ræða við sir Alec og sjást þeir með honum kollegamir Matthías á Mbl. og Axei Thorsteinsson á Vísi. Á stærri myndinni heilsar Bjami Benediktsson forsætisráðherra Sir Alec, en utanríkisráðherra Guðmundur í. Guðmundsson horfir á. Ovænt heimsókn SirAlecs tíl Islands Mikil ísing á fiugvéí liuns Klukkan 6,10 síðdegis í gær renndi glæsileg far þegaþota sér niður á KeflavíkurflugvöII eftir tveggja klukkustunda og þriggja stundarf jórð- unga flug beint frá Lund únum.-með þá Sir Alec Douglas Home forsætis- ráðherra Bretlands og Richard Butler utanríkis ráðherra á leið til Kan- ada og Bandaríkjanna á- samt fjölmennu fylgdar liði. Rigning var og dimmt yfir — skammdegisblær á veðri og velli, þegar þotan, sem er af Comet-gerð, nam staðar úti á flugbrautinni fyrir utan inn- gang gistihússins. Þar hafði beðið hópur manna til þess að fagna þessum merku gestum, og þar helztur forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, þá Guð- mundur I. Guðmundsson utan- ríkisráðherra, Agnar Kl. JÓns- son ráðuneytisstj., o. fl. emb- ættismenn, ambassador Breta R: Basil Boothby, Búie flotafor- ingi, yfirmaður varnarliðsins, Pétur Guðmundsson flugvallar- stjóri, fulltrúi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, fréttamenn o. fl. KONUR ÞEIRRA í FÖRINNI. Lagði þessi hópur af stað Framh. á bls. 5 Viðtöl við flugmálastjóra og forstjóra Loftleiða: Mikilvægur fundur í Stokkhólmi Fuiitrúar CANADAIR í Reykjavík Blciðíð í á \\ ag BIs. Myndsjá frá árshátfð ísl. iðnrekenda. 7 Kvikmyndin Our Man in Havana. 8 Kirkja Hallgríms á Skólavörðhæð. 9 Vlðtal við Þorstein Einarsson fþróttafull trúa um fþróttamann virkL Nú rekur hver atburð urinn annan í fargjalda- stríði okkar „litlu“ Loft- leiða, sem virðast þó ekki vera litlar nema í sömu merkingu og Davíð gegn Golíat, ef dæma skal af því fjaðra foki sem hin nýboðaða fargjaldalækkun þeirra hefir valdið innan Al- þjóðasambands flug- félaga. Sérstaklega virð- ist SAS þó vera á nálum. Flugmálastjómir Norðurland- anna þriggja hafa verið að þ nga út af Loftleiðum, og end aði með því að utanríkisráðu- neytinu í Reykjavík bámst til- mæli um að senda fulltrúa á ráð stefnu með fulltrúum Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar í Stokk hólmi. Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, og Martin Peter- sen, fargjaldasérfræðingur Loft- leiða, flugu til þessaiar ráð- stefnu í gærkvöldi. Nær sam- timis, eða síðar i þessari viku, gerist það svo að fulltrúar frá kanadiska flugfélaginu, Canada Air, koma til Reykjavikur til að ræða hér við fulltrúa Loftleiða, m.a. um möguleika á því að Loftleiðir kaupi 190 sæta skrúfu þotur af Canadaair, og taki upp flug á hinum nýju, lágu far- gjöldum með slíkum vélum. Alfreð Elíasson, forstjóri Loft Ieiða sagði Vísi í morgun frá þessari væntanlegu heimsókn fullbrúa Canadaair f vikunni. Hins vegar bar hann til baka fullyrð ngar, sem slegið hefir verið upp í ýmsum blöðum á Norðurlöndum undanfarið, um það að Loftleiðir hefðu þegar fest kaup á fyrrnefndum flug- vélum frá Canadaair, og hefðu sagt upp viðhaldsþjónustu Braathens hins norska. Sagði A1 freð að þessar fullyrðingar blað anna væru jafnmiklar fréttir fyr ir þá Loftleiðamenn og aðra. Þá náði Vísir einn g í morgun tali af Agnari Kofoed Hansen, flugmálastjóra f hóteli hans f Stokkhólmi. Hann spurði fyrst um veðrið í Reykjavík og sagði að það hefði snjóað töluvert í Stokkhólmi í morgun. Flugmála- stjóri kvað fund þeirra flugmála fulltrúa Norðurlandanna 4ra eiga að hefjast f Stokkhólmi kl. 14.30 í dag, samkvæmt íslenzk- um tíma, og kvaðst að svo stöddu ekkert vilja segja í þvf sambandi annað en það, að sér hefði ávallt virzt gott að sitja við samningaborð með fulltrú- um hinna Norðurlandanna. Þar sem það hefir sérstaklega verið gagnrýnt af hálfu ýmissa blaða á Norðurlöndum, og talið brot á gildandi samningum, að Pramh á bls 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.