Vísir - 18.02.1964, Side 3
VISIR . Þriöjudagur 18. febrúar 1964.
Loftleiðir hafa nú samið við
Canadair um kaup á tveim
flugvélum af gerðinni CL-44.
Kaupsamningurinn er af hálfu
Loftleiða gerður með skiiyrðum,
sem nánar verður samið um í
þessum mánuði.
Verð beggja flugvélanna með
fylgifé er um 400 milijónir ís-
ienzkra króna.
Loftleiðir hafa hvorki leitað
ábyrgðar ríkis eða íslenzkra
banka vegna kaupanna, en
leyfi rikisstjórnar var fengið til
ráðstöfunar féiagsins á eigin
gjaldeyri til þeirra.
Loftleiðir eigaast 2 Canadair vélar
Samninganefnd Loftleiða og Canadair. Fremri röð frá vinstri: Alfreð Elíasson, framkvstj. Loftleiða, F. C. Lazier, lögfræðingur Canadair,
Kristján Guðlaugsson, stjórnarform. Loftleiða, Robert F. Conley, varaformaður Canadair, Sigurður Helgason, varaformaður stjórnar Loft-
leiða, D. I. Johnstone, Iögfræðingur Canadair. Efri röð frá vrnstri: Kristinn Olsen, flugdeildarstjóri Loftleiða, Einar Árnason, stjórnarmað-
ur Loftleiða, Robert Delany lögfræðilegur ráðunautur Loftleiða í USA, Ágúst Fjeldsted hæstaréttarlögmaður og Gísli ísleifsson hæstaréttar-
Iögmaður, ráðunautar Canadairmanna £ lögfræðilegum efnum.
Fyrri vélin verður afhent
Loftleiðum £ n.k. mafmánuði, en
hin síðar á árinu.
Flugvélategundin CL-44 er
gerð af Canadair Limited i
Montreal, en það er dótturfyrir-
tæki General Dynamics, og hef-
ir lengi fengizt við smíði flug-
véla og flugskeyta.
Fyrir rúmum þrem árum
sendi félagið á markaðinn nýja
tegund flugvéla, sem einkennd
var með heitinu CL-44. Þessi
flugvél var búin 4 Rolls Royce
skrúfuþotuhreyflum af Tyne-
gerð, sem brenna steinolfu, og
er hver þeirra 5730 hestafla,
Þeir eru endurnýjaðir I lok
2800 flugstunda.
Vænghaf flugvélarinnar er
142 fet, stélhæð 37, lengd 137
fet. Á flugleiðum Loftleiða
verður þægilegt og auðvelt að
rúma 160 manns f farþegasal,
auk farangurs í geymslum.
Heildarburðarþol er rúm 30
tonn, utan eldsneytis.
Nú eru um 40 flugvélar I
notkun af gerðinni CL-44. Flest-
ar eru f eigu kanadíska flug-
hersins, en þrjú bandarísk flug-
félög, Seabord-Western, Flying
Tiger og Slick eiga samtais um
20 CL-44. Alls hafa þessar flug-
vélar nú farið um 80 milljónir
kílómetra, þar af um hálfa aðra
billjón farþega-kllómetra og
reynzt prýðilega.
Flughraði CL-44 er um 650
km, miðað við klukkustund.
Fullhlaðin fer vélin á rúmum
sex klukkustundum milli New
York og Islancls, og er þá flog-
ið viðkomulaust. Milli Luxem-
borgar og íslands flýgur hún á
tæpum 4 klukkutímum og á
tæpum tveim frá Islandi til
Glasgow. Áhöfn CL-44 í ferðum
milli Evrópu og Ameríku verð-
ur 9 — 10 manns, flugstjóri, að-
stoðarflugmaður, flugvélstjóri,
flugleiðsögumaður og 5 — 6
flugfreyjur.
Þungi CL-44 tómrar er ná-
lega jafnmikill og Cloudmaster
vélar fullhlaðinnar og brautir
CL-44 vegna flugtaks og lend-
Framh. á bls. 6
\