Vísir - 18.02.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 18.02.1964, Blaðsíða 11
s < n í SIR . Þriðjudagur 18. febrúar 1984. ÁSGRIMSSAFN Sú meinlega villa var í Vísi sl. laugard. að frú Bjarnveig Bjarna dóttir forstöðukona Ásgrlmssafns var sögð systir listamannsins, en átti að sjálfsögðu að vera frænka. Þetta leiðréttist hér með # # % STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyr.r miðviku- daginn 19. fber.: Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Taktu fegins hendi þeim tækifærum, sem bjóðast nú til þess að framfylgja fjármálum þínum. þú ættir ekki að tefla á tvísýnu með heilsufarið, þegar kvölda tekur. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Reyndu að ljúka sem mestu af nauðsynjaverkefnum þínum fyr ir hádegi. Frístundir dagsins er hagstætt að nota til að skemmta sér meðal vina og kunningja. Tvfburarnir, 22. maí til 21. júní: Þér er nauðsyn að gæta þín gegn kvillum, þar eð þú ert f meiri hættu nú fyrir þeim heldur en venjulega. Gættu vel að því sem þú kannt að skrifa og segja nú. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú ættir að taka til athugunar \hvort ekki væri ráðlegt fyrir þig að afla þér nýrrar tóm- stundaiðju. Þú ættir að hlusta á góða tónlist er kvölda tekur. Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Þú ættir að gæta vel allra að- gerða þinna á sviði fjármálanna í dag, sérstaklega varðandi skattana. Hafðu samráð við maka þinn um það á hvern hátt hægt er að skera niður útgjöld heimilisins. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú ættir að Ieggja meira upp úr þvf að styrkja samband bitt við nána félaga þína eða maka. Þú ættir að grípa gæsina, með- an hún gefst í þessum efnum. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú mátt reikna með að fá ó- væntar fréttir, sem hafa munu áhrif á gang fjármálanna hjá þér f dag. Reiddu þig ekki um of á fjárhagslega aðstoð vina þinna. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Reyndu að koma auga á ein- hverjar nýjar leiðir til að tjá sköpunarmátt þinn. Þroskaðu hæfileika þína á sviði tónlist- arinnar. Ástamálin gætu orðið skemmtileg f kvöld. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Einbeindu þér nú að hagsmunamálum heimilisins og umhverfis þess. Þú ættir að at- huga hvort 'ekki væri ráðlegt ag endurbæta skipulag heimil- isins. Steingeitin, 22. des til 20. jan.: Þú mátt búast við tals- verðum fréttum á sviði heimilis- ins og fjöiskyldunnar áður en dagur er úti. Þér er óhætt að fara fram á fjármuni frá skyld- mennum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Vertu vel á verði til að grfpa þau tækifæri er gefast til að auka tekjur þfnar og eignir. Reyndu að sýna hvað í þér býr, þegar yfirmennirnir eru nálæg- ír. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þar eð sólin gengur nú inn f merki þitt, þá verður lffs- orka þfn fnun meiri næstu fjór- ar vikurnar. Horfur í ástamál- unum góðar er kvölda tekur. Tilkynning Að frumkvæði Norræna félags- ins var nýlega stofnuð bókanefnd til að efla þátt Islend nga í nor- rænu samstarfi á sviði bók- mennta og bókamiðlunar. Slíkar bókanefndir hafa verið skipaðar í nágrannalöndunum til að örva samstarf frændþjóðanna á þessu sviði. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Norrænu menningarmála- nefndinni, samtökum Vithöfunda, bókaútgefenda og bóksala, og enn fremur eiga bókafulltrúi ríkisins útvarpsstjóri og framkvæmdastj. Norræna félagsins sæti í nefnd- inni. Nefndin hélt fyrsta fund sinn 10. febrúar sl. Rætt var um verk svið nefndarinnar og nokkur helztu framtíðarverkefni. Form. nefndarinnar er Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Aðrir f nefndinni eru: Gfsli Ólafsson bóka útgefandi, Grímur Gíslason, fram kv.stj., Guðm. G. Hagalín, bóka- fulltrúi ríkisins, Sig. Bjarnason, ritstjóri, Stefán Júlíusson, rithöf. og Magnús Gíslason, framkv.stj. Norræna félagsins og er hann rit ari nefndarinnar. Gengið £ U.S.$ Kanadadollar Dönsk kr. Norsk kr. Sænsk kr. Finnskt mark Fr. franki Belg. franki Svissn. franki Gyllini Tékkn. kr. V-þýzkt mark Lfra (1000) 120.16 42.95 38.80 621.22 600.09 827.95 1.338,22 876.18 86.17 995.12 1.191,81 596.40 1.080,86 69.08 120.46 43.06 39.91 622.82 601.63 830.10 1.341,64 878.42 86.39 997.67 1.194,87 598.00 1.083,62 69.26 Nýr sendíherra Hinn nýi sendiherra Júgóslav íu, frú Stana Tomasevic afhenti 12. þ. m. forseta íslands trúnað- arbréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. Ef hann ekki biður yðar áður en flaskan verður tóm, þá get'ð þér þó alltaf barið hann f höfuðið með henni. A5 U.S. NAVY 5EARCH PIANES COMBA WtPEAKBA. Meðan leitartlugvélar banda- rfska flotans fara um stórt svæði, er mikið um að vera í leynihöfn Senor Scorpion. Felunet hugsar Rip með sér. Þá verður ómögu- legt að greina skipið úr lofti. Maria Callas, hæst launaða söngkona heimsins á nú í miklu stríði við sjálfa sig. Annað hvort verður hún að hætta v ð feril sinn sem söng- kona, eða þá bæta aftur við □ □ □ □ □ □ n □ □ □ n □ □ n □ □ □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ D □ n n n n Maria Callas sig þeim 15 kílóum sem hún losaði sig við þegar hún fyrir 15 árum síðan giftist Menegh- ini. Gagnrýnendur halda því nefnilega fram að rödd hennar hafi tapað bæði styrk og hrein leik upp á síðkast ð. Og það er læknir hennar sem hefur sagt henni að vilji hún halda áfram að syngja, þá verði hún að fita sig. Aumingja María telur knappana, ætti ég . . . ætti ég ekki . . . ætti ég. Og samúðarskeytln streyma til hennar. Þau þúsund bandarískra ferðamanna sem árlega heim- sækja tehús Hitlers vlð Ober- salzalsberg hafa nú svo mik- ið að segja fyrir afkomu stað- arins, að það er alveg búið n n n n n n n n n n □ n n n n n n n n n D n n D n n D n n n n n n n D D n n n n n n o n n n n n D □ n n n n Hitler með allar fyrirætlanir um að Ioka húsinu. Það er búið að koma þar upp sölubúðum og verzlunum sem selja alls kon- ar minjagrípi og gróðinn sl. ár var hvorki me'ra né minna en hálf milljón marka. Fyrir þessa peninga hefur verið hægt að byrja skólabyggingar, byggja góða útisundlaug, og hefja undirbúning að mörgum mannvirkjum. Það hefur á- reiðanlega engan dreymt um þetta, þegar hinir svörtu SS- menn marseruðu um þar uppi, eða þegar sprengjuflugvélar bandamanna sendu skeyti sfn þangað. Það var f Róm ekki alls fyr ir löngu, að hringt var til lög- reglunnar, og æst rödd hróp- aði: Komið strax ég hefi stodið bíl. Hvað? sagði lögregluþjónn inn, hafið þér stolið bfl, og vllj ið losna við hann strax. Já, sagði hinn og bætti við til skýríngar, það er barn f hon- um. Þriðjudagur 18. febrúar. 16.30 The Shari Lewis show. 17.00 Lucky Lager Sports Tlme 17.30 Sing Along with Mitch 18.30 Lock up. 19.00 Afrts news. 19.15 The telenews weekly 19.30 True adventure 20.00 The Dick Powell theater 21.00 The Jack Benny show 21.30 The Garry Moore show 22.30 Championship bridge. 23.00 Afrts f.nal edition news 23.15 The Andy Williams show. Fundarhöld Reykvfkingafélagið heldur spila kvöld með verðlaunum og happ- drætti að Hótel Borg miðvikudag inn 19. febrúar kl. 20.30. Fjöl- mennið stundvfslega. — Stjórn Reykvíkingafélagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.