Vísir - 04.03.1964, Side 16

Vísir - 04.03.1964, Side 16
völdum slyss Konan, sem varð fyrir bifreið á Miklubraut gegnt Eskihlíðargatna- mótunum sl. laugardagskvöld, lézt af völdum meiðsla sinna í gær. Konan hét Símonía Jónsdóttir til heimilis að Hverfisgötu 91. Hún var 78 ára að aldri. Sfmonía var seint á ferli, eða á 12. tfmanum á laugardagskvöldið, og var á leið norður yfir Miklu- braut þegar bifreið bar að. Sfmon- ía lenti fyrir bflnum, skall f götuna og slasaðist mikið. Hún var flutt í sjúkrahús og þar andaðist hún á 6. tfmanum e.h. í gær. Strmgar krðhr gerSar til þjálfun- 'f#3f ^ JFI B ð** • • ar nyhoa i liugbi&r in sé búin góðum tækjum, en oftast þegar útkall kemur er veður svo siæmt að menn kom- ast aðeins áfram fótgangandi, svo menn verða að halda sér í góðri líkamlegri þjálfun", sagði Sigurður M. Þorsteinsson, formaður Flugbjörgunarsveitar- innar í stuttu viðtali við Vísi. — „Sem betur fer er ekki hægt að segja að útköllin séu mörg, en öll tæki verða að vera í góðu Iagi og meðlimir reiðubúnir, ef útkall kemur“, sagði Sigurð- ur að lokum. Sjötíu og fimm meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar hér í Reykjavík eru ávalit reiðubún- ir i útkall hvenær sem það kem ur. Alls eru meðlimir Flugbjörg- unarsveitarinnar hér í Reykja- vík 150, en stefnt er að því að taka inn nýliðaflokk á hverju ári. Strangar reglur gilda um þjálfun nýliða hjá sveitinni, og fá menn ekki inngöngu í Flug- björgunarsveitina fyrr en þeir hafa hlotið eins árs þjálfun. Blaðamenn frá Vfsi fylgdust fyrir skömmu lítiis háttar með æfingu hjá nýliðaflokknum, en hann skipa 12 piltar. Hér var um að ræða æfingu í meðferð áttavita og áttu piltarnir að ganga frá Vatnsenda að Urriða- koti, með aðstoð áttavitans, en það er um 5 km. löng leið. Áð- uir en þessir piltar komast inn í sveitina hafa þeir hlotið þjálf- un í hjálp f viðlögum, björgun úr flugvélum, f þvf skyni kynna þeir sér allar þær flug- vélategundir sem fljúga hér um Island. Þeir fá æfingu 1 fjalla og jöklaferðum, meðferð tal- stöðva og svo framv. Flugbjörgunarsveitinni er skipt í leitarflokka, bíladeild, fjarskiptadeild og siðan starfar sérstök skipulagsnefnd leita. Meðlimir bíladeildarinnar koma saman á hverjum mánudegi og vinna að viðgerðum á bílum og tækjum sveitarinnar, en nú er m.a. unnið að því að byggja yf- ir snjéjbíl, sem Varnarliðið af- henti Flugbjörgunarsveitinni fyrir skömmu. „Það er nauðsynlegt að sveitrveir nleðlimir nýliðaflokksins reikna út f hvaða átt þeir eiga að ganga frá Vatnsenda að Urriðakoti. ___________________________ Ljósm. Vísis, B. G. nú Landað í alla Dagurinn í gær var jafnbczti dagur vertíðarinnar til þessa á þorskanót og var gizkað á, að afli Gróttu væri um 60 tonn, en aðrir bátar á nót, svo sem Arn- firðingur, fengu og .ágætan afla. Mikill hluti aflans var ýsa (þ. e. afli nótabátanna). Netabátar frá Reykjavík höfðu mest 32 tonn. í gærkvöldi biðu 8 bátar lend ingar í Þorlákshöfn og bátar voru að bætast við fram undir miðnætti. Unnið var að löndun þar I alla nótt og fram eftir morgni, en þess er að geta, að af- greiðsla bátanna gengur hægt vegna þess að aðeins tveir komast að f einu. Miklu magni af fiski, sem «---------1--------------------------- Jóhann Hafstein ræðir um stóriðju í kvöld 1 kvöld kl. 8,30 flytur Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra framsöguerindi um stóriðju á fslandi á Varðarfundi í Sjálfstæð ishúsinu. Nefnist erindi ráðherr- ans: Framtíð fslands — Fjöl- þættari framleiðsla — Orku- og iðjuver. Ræðir ráðherrann þessi mikil- vægu mál í stuttri ræðu, en síð- an mun hann ásanit fulltrúum úr Stóriðjunefnd svara fyrirspurn- um fundarmanna i uni það bit einn klukkutima. Eftir það er gert ráð fyrir frjálsum umræð- um um efnið, 5—10 minútna ræðum. Er hér um að ræða fyrirkomulag, sem ekki hefir tiðkazt áður á Varðarfundum og ætla má að gefist vel. Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að fjölmenna á Varðarfund inn í kvöld og hlýða á umræður um þessi merku mál, sem nú eru svo ofarlega á baugi með þjóðinni. landað er í Þorlákshöfn og Grindavík, er ekið til Reykja- víkur. Á Vestmannaeyjabáta er afli misjafn. Tólf bátar komu til Eyja í gær með rifnar nætur. Fiskur er ekki genginn að neinu ráði enn í norðanverðan flóann, sagði Sigurður Vigfús- son, fréttaritari Vísis á Akra- nesi, en menn eru farnir að vonast eftir göngu. Afli var fremur lélegur í gær, nema þriggja báta, sem eru á línu og beita loðnu, þeir fengu 7—10 tonn, sem þykir gott fyrir línu- báta. Bátar frá Akranesi með nót fengu um 15 tonn. Verzlunarálagningin: Meiren tímnbærlagfæring segir formaöur Kaupmannasamtakanna l tilefni af hinum nýju á- lagningarregluni átti Vísir í morgun tal við formann Kaup- mannasamtaka íslands, Sigurð Magnússon. Hann sagði: „Breytingarnar sem nú hafa verið gerðar á verðlagsákvæð- unum eru mikilvægur áfangi á þeirri leið að skapa frjálsa verðmyndun í vörudreifingu. Það er margreynt að þegar jafnmikið innflutningsfrelsi er fyrir hendi og nú er hér á landi, og þvi nóg af öllum vörum, er frjáls verðmyndun tryggasta leiðin fyrir neytendur til að fá góðar vörur fyrir gott verð. Þetta hafa allar vestrænar þjóðir látið sér skiljast og hagað sfnum málum f samræmi við það. Ég hygg að hér á landi sé vaxandi skflnlngur á þessu atriði og þvf verður að halda á- fram á sömu braut. Á það vil ég sérstaklega benda að þrátt fyrir lagfæringarnar sem nú hafa verið gerðar, eru enn margar vörutegundir sem verzl- ununum er ætlað að selja fyrir þóknun, sem er ekki nema þriðjungur af viðurkenndum dreifingarkostnaði. Þannig er verzlunarálagning- in á smjöri 8% á sama tíma og dreifingarkostnaður i smásölu er viðurkenndur 25% og fleiri dæmi er auðvelt að telja upp þessu lík. Loks er þess að geta að alltof mikill dráttur hefir orðið á lag- færingu þessara mála því að í tvö og hálft ár hefir ekki verið gerð breyting á verðlagsákvæð- um, enda þótt launakostnaður og annar rekstrarkostnaður hafi á sama tímabili hækkað um allt að 90%.“ Sigurð. 4 Magnússon.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.