Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 4
4 V1 S IR . Laiagardagur 7. marz 1964 NJÓSNARIAFHJÚPAÐUR Frú Philby var hrædd vi5 frétta menn. Hðfuðpersónan í einu helzta njósnamáli síðari ára er brezki blaðamaðurinn Harold Adrian Russell Philby — nefndur Kim. ttann er talirnn „þriðji maður- lnn“ f máli Burgess og McLean var háttsettur í brezku leyni- þjónustunni og talinn koma til greina sem æðsti maður þessar- ar þýðingarmiklu stofnunar. Skapbrestir komu hins vegar í veg fyrir það. Meðan hann starfaði í brezku Ieyniþjónust- unni og fyrir utanríkisráðunéýti Breta, var hann jafnframt njósn ari Sovétríkjanna. Nýjar upplýs- ingar um mál Philbys, sem flúði austur fyrir jámtjaldið á elleftu stundu, hafa nú komið fram í dagsljósið. ’p'yrir um það bil ári síðan starfaði Kim Philby fyrir hin virtu Observer og Econom- ist í Austurlöndum. Aðsetur: Beirut, Líbanon, þar sem allt logaði í njósnum og gagnnjósn- um. Tuttugasta og þriðja janúar, fyrir rúmlega ári síðan, var hon um og konu hans boðið til kvöld verðar hjá Hugh Glencairn Bal- four-Paul, fyrsta sendiráðsritara brezka sendiráðsins í Beirut. Kona hans kom ein sfns liðs til boðsins með þær útskýringar á vörum, að Philby myndi koma stuttu síðar. Frúin var sýnilega óróleg, þögul og snerti vart á mat sínum. Það dróst að Phil by léti sjá sig og snemma kvölds yfirgaf frúin veizluna, sýnilega illa á sig komin af taugaæsingi. Hún reyndi að vaka eftir Philby í íbúð þeirra, en hann lét ekki sjá sig. Meðan hún beið eftir manni sínum, minntist hún nokkurra atvika undanfarinna vikna. Philby hafði samið við útgefendur í London og New York um ritun bókar, er fjallaði um Mið-Aust urlönd. Honum hafði ekkert orð ið úr verki. Eina nóttina hafði frúin vaknað við að maður henn ar sat uppi í rúmi sínu, með lokuð augun og reyndi að stama upp neyðarkalli. Nokkrum sinn um kom hún að Philby grát- andi inni í snyrtiherbergi íbúð- arinnar. Dagihn eftir kvöldverðarboðið bað frú Philby um aðstoð nokk urra vina við að hafa upp á manni sínum. Leitað, var til leyniþjónustu Lfbanon, sem mistókst að finna Philby. Leitað hafði verið á sjúkrahúsum og í fangelsum, farþegalistar rann- sakaðir, en án árangurs. Fjöru- tíu og átta klukkustundum eftir kvöldverðarboðið bað frú Philby um að leitinni yrði hætt. Hún hafði fengið skilaboð um að maður hennar væri á „skyndi- ferð um Mið-Austurlönd“. Frúin sagði, að öllu væri óhætt. Samt gat hún ekki stillt sig um að segja nokkrum trúnaðarvinum að Philby hefði ekkert haft með ferðis úr fbúð hjónanna, t. d. hreinlætisáhöld eða haft tíma til að rita nokkur kveðjuorð. Þriðja marz óskaði Observer formlega eftir aðstoð brezka ut anríkisráðuneytisins við leit að Philby. Þá höfðu sögur um hvarf hans og örlög magnazt um allan helming. Hann var sagður í Kairo. Hann var talinn hafa framið sjálfsmorð, verið fluttur burtu af brezku leyniþjónust- unni, honum hafði verið rænt af bandarísku leyniþjónustunni. En háværastar voru raddir, sem sögðu að Philby hefði flúið til Sovétrílijanna, og meiriháttar njósnahneyksli væri í uppsigl- ingu. 'O'arold Philby var sonur Harry St. Joh Bridger Philby, fæddur á nýársdag 1912 f Ind- landi. Þá var faðir hans starfs- maður Breta í landinu. Sá gamli átti síðar eftir að verða einn af helztu ráðgjöfum ýmissa Araba höfðingja og átti f þeim efnum ékki sinn lfka nema sjálfan Arabíu-Lawrence. Hann gerðist Múhameðstrúar, var ráðgjafi Winston Churchill um tfma, síð ar aðalráðgjafi Ibn-Saud, loks frægur könnuður eyðimerkurinn ar í flagsandi Arabaklæðum. Faðirinn var óvenju mikill persónuleiki, harðskeyttur og ófyrirleitinn, og sjálfselskur með afbrigðum. Kim syni hans stóð ógn af föður sínum, í af- stöðu hans til föðurins skiptust á ást og hatur. AHa sfna ævi langaði Kim Philby til að líkj- ast föður sínum, hetjunni. Hann settist í Cambridge-háskóla þeg ar tími hans var kominn. Þá var í tízku að hafa róttækar skoðanir. Engum var legið á hálsi fyrir að vera kommúnisti. Þá var ekki talið nægilega spennandi að vera „aðeins sósí alisti“. 1 Cambridge kynntist Philby Guy Burgess og Donald Mac- Lean, sem báðir voru yfirlýstir kommúnistar. Philby varð skjótt einn af Iærisveinum Burgess, sem var talinn gáfaðasti náms- maður síns tfma, og merkur sagnfræðingur, þótt ungur væri. Burgess sló alla út í kappræð- um og hefur átt auðvelt með að beztu starfsmanna leyniþjónust- unnar. Meðal undirmanna hans voru á þessum tíma rithöfund- urinn Graham Greene og háð- fuglinn Malcolm Muggeride. Muggeride taldi Philby fyrsta flokks stjórnanda. Áður en strfð inu lauk, var Philby orðinn yfir- maður allra gagnnjósna á veg- um M. I. 6. TjHtir styrjöldina var leitað álits nokkurra manna á því, hvort rétt væri að hafa Philby Philby brosti þegar hann neitaði því að hafa verið „þriðji maður- inn“ í máli Burgess og McLean. Nýjar upplýsingar um PHILBY-málið Philby óttaðist föður sinn meira en allt annað. tjónka við Philby, sem var hæg ur og hlédrægur. Talið er senni legt að Philby hafi vfgzt kom- múnismanum í Cambridge og síðar leyniþjónustu Sovétríkj- anna á þessum skólaárum sín- um. Gert er ráð fyrir að hon- um hafi verið bent á að hafa ekki hátt um stjórnmálaskoð- anir sínar. Árið 1933 útskrifað- ist Philby frá Cambridge, starf- aði fyrir Times í Lundúnum og ritaði um borgarastyrjöldina á Spáni. Á þessu tímabili kvænt- ist hann. Philby vildi taka þátt í síðari heimsstyrjöldinni, en þar sem hann stamaði óumræði lega, var talið útilokað að hann fengi foringjatign. Vinum hans tókst því að afla honum hárrar stöðu f brezku leyniþjónustunni í Section 5 í M. I. 6, sem fjallaði um njósnir og gagnnjósnir erlendis. (M. I. 5 starfaði aðallega í Bretlandi siálfu). Áður en Philby gekk í leyniþjónustuna, varð hann að gera hreint fyrir sínum dyrum í pólitískum efnum, og það tókst honum, enda tóku menn ekki hart á gömlum trúnaði við kom múnista. Hann varð brátt meðal áfram f leyniþjónustunni. Mug- geridge var spurður. Hann sagð ist ekki efast um hæfileika Phil bys, en kvaðst ekki mundu hafa endurráðið hann vegna skap- bresta. Philby var engu að síð- ur endurráðinn og hækkaður i tign. Þá var byrjað að líta á Philby sem hugsanlegan æðsta mann brezku leyniþjónustunnar. Síðar starfaði Philby í Istan- bul og loks sem fyrsti sendiráðs ritari f sendiráði Breta f Was- hington. Þar hitti hann aftur Guy Burgess. Þeir voru saman öllum stundum, og Burgess fluttist inn á heimili Philby- hjónanna. Furðuleg ráðstöfun, þar sem nú bar á geðbilun hjá frú Philby. Burgess var mjög drykkfelldur og olli mörgum hneykslum. Hann varð sér si- fellt til skammar með drykkju- látum sínum og kynvillu. Loks bárust upplýsingar um að banda ríska ríkislögreglan grunaði Bur gess og Donald MacLean um njósnir fyrir Sovétríkin. Philby sagði vini sínum hlæj- andi frá þessu. Burgess tók und ir hlátur Philbys, en hafði sig fljótlega á brott og var skyndi- lega kominn til Bretlands án leyfis sendiráðsins. Þar varaði hann MacLean við grun Banda- ríkjamanna. Philby sagði brezka sendiherranum, Sir Oliver Franks, frá flótta Burgess og yfirsjón sinni. Skýring Philbys á tiltæki hans var tekin trúan- leg. Hann kvaðst hafa sagt Bur- gess frá grunsemdunum sem gömlum i skólabróður og vini, enda hefði hann engan trúnað lagt á sögur Bandaríkjamanna. Þetta hefði sérhver enskur heiðursmaður gert, var dómur yfirboðara hans, og þar með var málið úr sögunni í bili. En bandaríska leyniþjónustan og ríkislögreglan voru æfareið og kröfðust þess að Philby yrði sendur heim, rekinn úr leyni- þjónustunni. Ef þið rekið hann ekki hættum við samskiptum við brezku leyniþjónustuna,“ sagði Walter Bedell Smith, hers höfðingi yfirmaður bandarfsku leyniþjónustunnar. TVæstu árin lifði Philby á smávinnu, sem vinir hans útveguðu honum. En brezka leyniþjónustan, sem nú hafði rannsakað feril Philbys betur, hafði á honum sterkar gætur. Uppi voru áætlanir um að leggja gildrur fyrir Philby og komast að samstarfsmönnum hans. Þess vegna varð Harold Macmillan, þáverandi utanríkisráðherra Breta að segja í neðri málstof- unni, árið 1955, að engar sann- ánir væru fyrir því að Philby hefði verið „þriðji maðurinn" í máli Burgess og MacLean, var- að þá við. Þetta var gert að ósk leyniþjónustunnar, þegar Mac- millan þurfti að svara þing- manni Verkamannaflokksins Marcus Lipton, sem nefndi Philby sem „þriðja manninn" og frægt er. Macmillan skýrði foringjum stjórnarandstöðunnar frá ástæðunni fyrir svarinu og Lipton dró ásakanir sínar til baka skömmu síðar. Brezka leyniþjónustan ætlaði að not- færa sér Philby til að grafa undan njósnum Sovétríkjanna í Austurlöndum. Þess vegna fór hún þess á leit við ritstjóra Observer, að þeir réðu Philby, sem út af fyrir sig naut álits í Austurlöndum og góðs af þvf að vera sonur föður sfns. Ob- server varð við beiðni leyni- þjónustunnar og síðan samdi Economist einnig við Philby um skriftir, sennilega vegna þess að Observer treysti sér til að ráða hann, en ekki að undirlagi leyniþjónustunnar. TKona Philbys hafði látizt löngu áður en hann fór til Beirut. Þar settist hann að í sóðalegri hliðargötu, en sótti póst sinn á nærliggjandi hótel. Hann þurfti að greiða háar skuldir fyrsta árið Skömmu eftir komuna til Beirut var nokkrum virtum bandarískum og brezkum borgurum tjáð að Philby lægi undir grun um njósnir fyrir Rússa og þeir beðnir að hafa auga með hon- um. Meðal þeirra var þáver- andi fréttaritari New York Times, sem varð einn af vinum Philbys. Þar var Philby gjarnan í heimsókn. Meðan honum og konu fréttaritarans tókst ástar- samband sem sfðar leiddi til þess að þau giftust að fengnum Framh á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.