Vísir - 09.03.1964, Page 6

Vísir - 09.03.1964, Page 6
6 VlSIR . Mánudagur 9. marz 1964. VISIR Utgefandi: Blaðafltgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur) Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Islenzk utanríkisstefna Á Alþingi hafa kommúnistar borið fram tillögu um að ísland marki utanríkisstefnu sína. Heiti tillögunnar gefur strax til kynna hve fráleit hún er. íslenzk utan- ríkisstefna hefir fyrir löngu verið fastmótuð og mörk- uð. Á grundvelli hennar höfum við unnið stóran sigur í þeirri einu milliríkjadeilu sem við höfum átt í, land- helgismálinu. Það sýnir, ásamt öðru, að sú stefna er íslenzk stefna og farsæl stefna. KoiRRiúnistar vilja nú, að ísland verði hlutlaust, segi sig úr Atlantshafsbandalaginu og reki varnarliðið burtu. En hver á þá að verja landið ef á það verður ráðizt? Þeirri spumingu láta þeir vitaskuld ósvarað. Eða vilja þeir taka ábyrgð á því gagnvart gjörvallri þjóðinni að ekki brjótist út nýr ófriður og árásarseggir ræni sjálfstæði landsins? Örlög hlutlausu þjóðanna undir Hitler eru mönnum í of fersku minni til þess að hlustað sé á slíkan hlutleysisáróður kommúnista. Örlög Austur-Evrópuríkjanna undir hæl Rússlands í dag eru enn eitt vitnið um hverjar afleiðingar það getur haft fyrir smáríkin að standa ein og lítt varin. En þótt íslenzk utanríkisstefna sé hin viturlega stefna samvinnu í vamar- og menningármálum við vestræn vinaríki, þá hlýtur hún jafnan að leita nýrra leiða til þess að tryggja efnalegt og menningarlegt sjálfstæði landsins. Þátttaka 'ökkar í mörgum alþjóða- stofnunum er enn lítil nema að nafninu til. Þar eig- um við að starfa meira, bæði til hagnaðar fyrir þjóð- ina og einnig til þess að leggja okkar af mörkum. Þar bíða mikil og óunnin verkefni fyrir unga íslend- inga. Á næstu árum verða viðskiptamálin einnig æ stærri þáttur í utanríkisstefnu okkar. Það þarf að tryggja sem bezt samvinnuna við skyldar grannþjóð- ir. Við þurfum að bindast bandalögum við þær svo viðskiptahagsmunir þjóðarinnar verði tryggðir í æ harðnandi baráttu á heimsmörkuðunum. Þess vegna liggur leiðin æ lengra burt frá hlutleysis- og einangrun- arstefnu Alþýðubandalagsins, til meiri samvinnu á erlendum vettvangi og traustar ibanda við vestræn ar lýðræðisþjóðir. Frá þeirri stefnu má þjóðin ekki hvika. Tölurnar gegn Tímanum Tíminn skýrir frá því á laugardaginn að í fjár- festingarmálum hér á landi ríki valdbundið handahóf, skipulagðar nauðsynjaframkvæmdir ríkisins séu látn- ar víkja. Er þetta rétt? Látum tölurnar tala. Frá tíma- bili vinstri stjórnarinnar hafa byggingarframkvæmdir hins opinbera aukizt stórlega eða úr 135 millj. kr. að meðaltali á ári í 201 millj. kr. Það er 49% aukning. Þetta fé fer til skóla, sjúkrahúsa, félagsheimila og ann- arra þarfra framkvæmda. Þannig er sannleiksást Tím- ans. En blaðið varar sig ekki á því að tölunar geta líka talað. Og þær eru ekki hliðhollar Framsóknar- flokknum. Myndin er af Konstantin Grikkjakonungi, yngsta konungi heims — og drottningarefni Grikklands, Anne Marie Dana- prinsessu. Það hafði upphaflega verið gert ráð fyrir, að þau yrðu gefin saman f hjónaband í janúar næsta ár, en þó er sagt, að Ingiriður Danadrottning, móðir hennar, sem var mótfall- in of skjótri giftingu, aldurs og náms prinsessunnar vegna, hefði sætt sig við, að brullaupið færi fram fyrr, ef Páii konung- ur félli frá. Nú lýkur námsferli Anne-Marie í ágúst og þá verð- ur hún orðin 18 ára, svo að almennt er búizt við síðsumars- brullaupi í Aþenu. — Myndin er tekin í Aþenu. Fomar rústir í baksýn. ■ BARIZTÁ KÝPUR - U THANTl VANDA Það hefir bætzt ofan á erfið- leika þá, sem U Thant á við að strfða, að bardagar hafa blossað upp á Kýpur á mörgum stöðum, og komu fréttir um þetta svo að segja f kjölfar fréttanna um §u Gyani. samkomulagið f öryggisráði um alþjóðagæzlulið á eynni. Þrátt fyrir þá samþykkt var U Thant enn í miklum vanda með tilliti til framkvæmdar samþykktarinnar. í fyrsta lagi vantar fé til þess að hafa Flugslys í morguai Flugvél hrapaði niður á akur f morgun skammt frá Chicago rétt áður en ætlunin var að Ienda á O’Hareflugvelli i Chicago. í fyrstu fréttum var talið, að allir myndu hafa farizt, en það reyndist ekki rétt, allir komust lífs af, og ekki lífshættulega meiddir, að einum undantekn- um. Var það flugstjórinn sem lokazt hafði inni í stjórnklefan- um, og náðist ekki til hans fyrr en eftir tvær klukkustund- ir. ’* Flugvélin straukst næstum við hús, og voru þar inni 6 menn, sem allir fengu tauga- áfall, og voru fluttir í sjúkrahús. gæzluliðið á eynni, en til þess mun þurfa sem svarar til 250 milljóna fsl. króna þá 3 mán- uði, sem ætlunin er, að liðið verði þár, en þjóðirnar sem leit- að hefir verið til með að leggja til menn í liðið, segjast ekki geta staðið undir kostnaðinum á eigin spýtur. Flestar eru og tregar til þátttöku ög óska nán- ari skýringa. Og ofan á þetta bætist svo, að átökin harðna allt í einu. Bardagarnir blossuðu upp í gær og fyrradag á 5 —6 stöðum, m. a. f hafnarbæjunum F**ma- gusta og Lacnacia og í gær í nokkrum þorpum, þar sem nokkrir menn féllu í bardögum, en margir menn handteknir, sums staðar í tugatali, skotið á vopn- og varnarlaus þorp o. s. frv. í þorpum, þar sem bæði Grikkir og Tyrkir búa, eru hús- in raunverulega virki, og jafn- vel konur og börn hafa vanizt að handleika byssu, því að í þeim hildarleik sem á eynni er háður getur hver sem er orðið þátttakandi. Gyani, hinn nýskipaði yfir- maður alþjóðagæzluliðsins og brézki hershöfðinginn Carver reyndu í gær að stilla til friðar, og tókst að ná samkomulagi um að hætta að berjast á flestum stöðum, og að skila gislum, en í morgun snemma bárust fréttir um, að vopnahléð hefði verið rofið í a.m.k. einu þorpi. Kýpurstjórn segir upptökin hafa verið hjá tyrkneska þjóð- ernisminnihlutanum, en Ieiðtog- ar hans segja að orsakanna sé að leita hjá Grikkjum, sem hafi haft 200 tyrkneskumælandi menn í haldi se^m gísla, og að eins skilað 49, og óttist menn að margir þeirra séu ekki leng- ur f lifenda tölu — hafi verið myrtir með köldu blóði. SlrSnisdv affeir í frétfununi Mandy Rice-Davies, stall- systir Christine Keeler, er enn einu sinni í forsíðufréttum dag- blaðanna, að þessu sinni vegna þess, að henni hefir verið vís- að úr landi i Tyrklandi. - Hún hefir komið þar fram í næturgildaskála og er sökuð um að hafa komið ósæmilega fram — aðallega mun henni þó hafa verið gefinn að sök ósæmi- legur munnsöfnuður, en Mandy neitár að fara, og krefst þess að fá að ráðgast við brezka ræðismanninn. Kveðst hún ekk- ert ósæmilegt hafa aðhafzt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.