Vísir - 01.04.1964, Page 4

Vísir - 01.04.1964, Page 4
1 4 R* VÍSIR . Miðvikudagur 1. apríl 1964. og hyggt á ný // Lífið gengur sinn gang — hvað sem yfir dynur, jafnvel ljar sem náttúruhamfarir eru svo miklar og ægilegar, að mönnum finnst i svip að bók- staflega allt sé að hrynja í rúst- ir og menn sjá jörðina gliðna sundur fyrir augunum á sér. Allt i einu — næstum undra fljótt fer þess að sjást vottur, að líf er að færast í allt á ný. Og óðar en varir eru allir farnir að taka til höndun- um, menn hjálpa hverjir öðrum það er byrjað að „grafa í rústir og byggja á ný”. Og svona var það I Alaska, símar brezkur fréttaritari á páskadag, eftir landskjálftann mikla sem gekk yfir Aleúteyjar og allt Alaska á föstudagirín langa. — Skýringin á því, að manntjón reyndist minna, miklu rninna, en í fyrstu var ætlað var sú, segir hann, að orka landskjáftakippsins sem mestur var — var tiltölulega Iepgi að „byggja sig upp‘‘ - nærri fimnr mínútur — unz hún náði hámarki. (í þessu ber honum næstum saman við SAS- flugmenn sem voru í Anchor- age, er mest gekk á, en þeir töldu kippinn hafa staðið um 4 mínútur. Það . voru lengstu mínúturnar, sem ég hefi lifað, sagði einn þeirra). Á þessum mínútum gafst fólki timi til þess að þjóta út úr húsunum, segir hinn brezki fréttaritari. HÁLFSOKKIN HÚS. „En tjónið á mannvirkjum er gífurlegt. Röð húsa þar sem smáverzlanir eru og veitinga- stofur seig um 6 metra í jörð og sums staðar eru fyrstu hæð- ir húsa og jafnvel tvær hæðir signar í jörðu. ÖMURLEG NÓTT. Aðfaranótt laugardags var hin ömurlegasta. Fólk var á hrakningi, hafði ekkert sér til matar, húkti í hnipri í háif- hrundum húsum eða í skjóli við þau, en nú hefir herinn séð mönnum fyrir bráðafjirp'ðp'hús- næði. 42 KIPPIR. Frá föstudegi og þar til frétta- ritarinn símaði kvað hann hafa komið 42 kippi í Anchorage og aukið á tjónið. Tjónið er svo mikið, að allstór hluti miðbæj- arins hefir verið girtur af. Og hermenn með brugðna byssu- stingi eru á verði. Hermenn fylgja kaupsýslumönnum, sem ieita í rústunum þar sem þeir w höfðu skrifstofur sínar. Eitthvað f «iii‘ verðmætt kann að finnast, skjöl og fleira. FIMM HÆÐA HÚS HRUNDI. Stærsta húsið, sem má heita í rústum, var fimm hæða stór- verzlun í mörgum deildum. Steinblokkir úr henni allt að 8 tonn á þyngd féliu í götuna og flöttu út bifreiðar, sem þar Mynd þessi gefur nokkra hugmynd um hinar gífurlegu skemmdir. voru. — í „Millioner’s Row“, götu hinna efnuðustu, þar sem húsin eru byggð á klettabelti, við sjó frammi, hrundu hús fram af 13 — 14 metra niður í Cook-víkina. FLUGTURNINN HRUNDI. Flugturninn á flugvellinum við Anchorage hrundi og skemmdir urðu á flugvellinum, — allt venjulegt flug lagðist niður í bili. Ég komst til Alaska í Rauða Kross-flugvél frá Seattle, sem lenti á Elemendorf- flugvelli, sem er einn af flug- völlum hersins. Flóðbylgja gekk yfir Kodiak- ey, og sópaði burt hluta henn- ar. Á eynni urðu 267 manns heimilislausir og annazt sjólið- ar úr nálægri flotastöð fólk þetta. FLÓÐBYLGJUHÆTTAN var gífurleg á Kyrrahafs- strönd Kanada Og Bandaríkj- anna — í Japan, og á Hawai- eyjum, þar sem 300,000 manns yfirgáfu heimili sín í öryggis skyni. Mikið tjón varð á bátum og skipum og nokkurt mann- tjón, einkum í Kaliforniu. Áhrifa flóðbylgjunnar gætti alit til Ástralíu. orgin Anchorage. ÞORP OG EYJAR. Vikur kunna að líða þar til kunnugt verður um tjón í af- skekktum þorpum og eyjum ýmsum. Þorpin Old Harbour og Korluk eru ekki lengur til. ★ K9fel

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.