Vísir - 01.04.1964, Síða 5

Vísir - 01.04.1964, Síða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 1. apríl 1964. 5 mettur fer verð blla af eldri árgerðum að fara inn á réttar brautir. HALLDÓR SNORRASON í Aðalbilasölunni: Mér finnst verð notaðra bila fara heldur hækkandi ef eitt- hvað er. Þetta gildir að vísu um nýlega bíla, sem eru mjög vand- fundnir á bílamarkaðinum um þessar mundir. Sala á eiztu ár^ gerðunum er aftur á m^ti að verða úr sögunni, t. d. held ég að ég megi segja að 47 módel sé algjörlega óseljanlegt. Ann- ars finnst mér að ástandið í bílasölumálum hér sé nokkuð eðlilegt, þó ekki með tilliti til allra tegunda, því endursöluverð á sumum bílum hefur haldizt of hátt, en það á áreiðanlega eftir og breytast. Mér finnast Islend- ingar annars ekki velta bílakaup um sínum nóg fyrir sér og láta of mikið stjórnast af bílakaup- um nágrannans. Hér verða ann- ars margar góðar tegundir út- undan og margir af beztu bílum Evrópu koma aldrei hingað og jafnvel þótt þeir komi er erfitt að halda þeim úti vegna varahlutaskorts. Þannig bílar verða fyrir miklum afföllum, enda er fólk eðlilega hrætt við að verða uppiskroppa með vara- hluti. Átta strokka bílar hafa lækkað taisvert mikið í verði vegna benzíneyðslunnar og þeir eru mest keyptir af ungum bjart sýnismönnum og vart hægt að anna eftirspurn frá þeim. Þeir eru oft saman i hópum um kaup in og vinna við að halda þeim í gangfæru standi. venju jöfn og góð, enda hefur tiðin þar hjálpað upp á sakirnar. Mér finnst meira um að menn borgi bílana upp að fullu, enda er of lítið af nýlegum bílum á markaðinum og margir um hvern bíl sem hingað kem- ur. Markaðsverðið hefur ekki orðið fyrir miklum breytingum að mér virðist. Helzt þó að bílar eldri en' 1950 séu að falla í verði og er það vel. Mér finnst ekki nokkur ástæða til að menn séu að lappa upp á svo gamla bíla, þegar nýir bílar eru á mark aðinum allt niður í 60 þús. krón- ur. Bílamarkaðurinn er annars að færast í rétt horf. Bílaverð- ið hefur verið alltof hátt, en þegar markaðurinn er orðinn Þao er nóg framboð af gömlum bílum á bílasölum borgannnar. Mynd in er tekin á einni þeirra. Grnnlir hílar nær óseljandi — segja bálasalar bergarinnar Einn af vorboðunum undan- farin ár hefur verið mikil hreyf- ing við bilasölur borgarinnar. Þar hefur verið iðandi mannkös liðlangan daginn, menn með spekingssvip skoða þar gijá- fægða bila, sem bílasölurnar hafa upp á að bjóða. Það hefur verið mál manna, að verð á bíl- um hér hafi verið of hátt og þá ekki sizt á gömlum og útjöskuð- um bilum. Vísir sneri sér á dög unum til þriggja bflas. og innti þá eftir. helztu hreyfingum í bilasölumálum í vetur: GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDS- SON, bílasali á Bergþórugötu 3: Verð á notuðum bílum hefur haldizt nokkuð í horfinu i vet- ur að mér finnst. Þó hefur orð- ið breyting hvað viðvíkur bílum af árgerðunum 1947 —’50 og hef ur verð á þeim lækkað niður úr öllu valdi. Salan fer annars mikið eftir benzíneyðslunni og að ég tali ekki um varahluta- og verkstæðisþjónustunni, sem viðkomandi tegund býður upp á. Þannig gengur sala á Voiks- wagen, Opel og nýrri gerðum Moskowits mjög vel. Annars hef ur salan í vetur verið sem á sumardögum, enda hefur tiðin hjálpað til og utanbæjarmenn flykkzt til Reykjavíkur til bíla- kaupa. DAVÍÐ SIGURÐSSON í Bílavali á Laugavegi: Salan í vetur hefur verið ó- Póskavako — Framhald af bls. 7 ið um alla eilífð. Amen“. Svo stakk biskup fimm reykelsis- kornum I krossinn, sem hann hafði áður rispað í páskakert- ið, og sagði: „Fyrir hinar dýrð- legu benjar sínar verndi oss og varðveiti Kristur Drottinn. Amen“. Nú var kveikt á kertinu með ljósi frá hinum nývígða eldi, og þá sagði biskup: „Ljós dýrðar- upprisu Krists eyði myrkri . hjartans og hugans. Drottinn sé með yður. Og með þínum anda. Amen“. Þegar kveikt er á kert- j inu, táknar það upprisij Krists, j sem rak burt myrkur syndar- innar. Nú bar annar djákninn sr. Mertens páskakertið inn f kirkj- una og söng Lumen Christi ; (ljós Krists) þrisvar. Og söfn- 1 uðurinn svaraði í hvert sinn, um leið og hann knéféll: Deo gratias (guði sé þakkir.) Nú kveiktu biskup og prestar og fylgdarlið á kertum sínum með ljósi páskakertisins. Og slíkt hið sama gerði söfnuðurinn. Það logaði glatt á hundruðum kerta í kirkjunni. Þegar djákninn hafði beðið um bless- un biskups og biskup svarað, söng sr. Mertens páskalofsöng- inn, sem safnaðarmeðlimir hlýddu á með logandi kerti í hendi og létu á þann hátt í ljós, að þeir hefðu orðið hiuttakend- ur í ljósi upprisunnar fyrir skírnina. Tjannig hélt athöfnin áfram jafnt og þétt; lexíurnar, fimm að tölu, sem lýsa sköp- unarverkinu og fleiru; á milli þeirra lofsöngvar og bænir. Þá var lítanían sungin: „Kýrie, eléison, Christe eléison — drottinn miskunna þú oss“.' Svo fór fram vígsla skírnar- vatnsins með ævafornu ritúali. Og þegar biskup hafði stökkt vfgðu páskavatni á söfnuðinn og framhald lítaníunnar hafði verið sungið, var "komið að há- messunni sjálfri. Þá barst sterkur reykelsisilmur um kirkj- una og jók á stemninguna. Pistillinn lesinn og síðan tók hvert atriði við á ' ‘ur öðru. Altarisganga fór fr;..„ að vanda j með lotningu og tilbeiðslu. Eftir ' hana voru sungnar Páskamorg- untíðirnar o. fl. Messan varaði * til kl. rúml. eitt um nóttina, og allan tímann hafði ríkt heigiblær og guðs- friður, sem tengdi sálir við eilífðina. — stgr. Páskamessa — framh. af bls. 7 um, og eitt kerti Iogaði á pred- ikunarstólnum. Taflan var fögur | á að líta með krúsifix fyrir j miðju — hún er upphleypt og skorin út, eftirlíking af gömlu altaristöflunni f Hraungerðis- kirkju, sem nú er geymd á Þjóðminjasafninu. Það er hol- lenzkur stíll á henni, gamall. Um þessa eftirlíktu hafði Meulenberg heitinn biskup í Landakoti sagði:„Hún er svo vel gerð, að hún er óborgandi eins og listaverkið sjálft". Mennirn- ir, sem gerðu eftirlíkinguna, heita Karl Guðmundsson, sem nú er látinn, og Guðmundur Kristjánsson . . . I messunni fór fram skírn, sem féll einkar eðlilega og elskulega inn f kirkjuathöfnina. Móðirin hélt á hvítvoðungnum, sem virtist nýlega fæddur. Fað- irinn sat á fremsta bekk. Þessi stund undirstrikaði hátíð eilífð- arinnar. „Við lifum áfram f af- komendunum”. jþað var bjart yfir söfnuðinun/ i þessari páskamessu i Hraungerði. Gamall gráhærður maður sat úti við glugga undir ’ predikunarstólnum og studdi liönd undir kinn. Göfgi og ró- semi hugans stafaði af vanga- svipnum. Æskan sat öndvert við hann, myndarlegt fólk, sem á að erfa Iandið. Það hafði hreint upplit þessa stund, og þarna var fólk á öllum aldri, sem var komið í kirkju til þess að dásama skapara lífsins og þann, sem öllu ræður. Djákninn las bæn i kórdyrum. Á bak við hann sáust þessi orð á fótstalli altaristöflunnar: FuIIkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomnað gjald til Iausnar þcr. Fullkomnað allt hvað fyrr var spáð, fullkomna skaltu eignast náð. j Þegar messunni var lokið, smaug bjartur sólargeisli inn um gluggann. — stgr. ÍÞRÓTTIR — ^ramhald af þls 2. vinna nýliðana í deildinni með 23 — 17, sem aftur á móti gefur þeim góðar vonir í baráttunni við fallið. ★ Seinni leikurinn var milli KR og Víkings og veldur leikur Víkings áhangendum liðsins vissulega höfuðverk. Með þessu áframhaldi er ekki hægt að bú ast við að Víkingur haldi áfram ! veru sinni í 1. deild, en liðið j varð annað í deildinni í fyrra. ! KR hafði allan leikinn mikla yfirburði og hafði um tíma 21 — j 9 yfir, en vann 27 — 16. Guðjón ; Ólafsson vakti geysiathygli fyr ir leik sinn í markinu hjá KR, en hann hefur í vetur ekki mik- ið komið við sögu, en var á ár- um áður bezti markvörður lands ins I handknattleik. ★ Fram—Ármann 23:17 Vþ KR —Víkingur 27:16 Staðan er þá þessi: Körfubolti — Eram 8 7 0 1 181:146 14 FH 8 5 1 2 223:)73 11 Framh. af bls. 2 ÍR 8 3 1 4 193:228 7 yfirgaf völlinn um tíma vegna smá KR 8 3 0 5 196:200 6 vægilegra meiðsla. Ég fæst ómögu Víkingur 8 3 0 5 171:191 6 lega til að trúa því, að breidd KR Ármann 8 2 0 6 152:174 4 sé svo lítil, að ekki sé hægt að Það skal tekið fram, að í töfl- grafa upp einn varamann, þó svo unni að ofan er ekki tekið til- að þrír menn liggi veikir. Þessir lit til dómsúrskurðar í máli FH fimm, sem þarna léku, eiga jú hrós gegn Fram, þar sem Fram hefur skilið fyrir ágætan leik, en hann áfrýjað dómnum og málið því hefði áreiðanlega orðið betri, ef enn óútkljáð. ' þeir hefðu vitað að þeir mættu ★ Markhæstu leikmenn eru: Karl Jóhannsson KR 69 Ingólfur Óskarsson Fram 66 Gunnl. Hjálmarss ÍR 63 ■ Hörður Kristinss. Árm. 58 Hermann Samúelsson ÍR 52 Ragnar Jónsson FH 49 Rósmundur Jónsson Vík 48 Örn Hallsteinsson FH 46 Guðjón Jónsson Fram 45 Páll Eiríksson FH 40 ★ Leikur Fram og Víkings fyrr í mótinu, sem lauk með sigri Fram 23-22, var kærður og hefur dómstóll fjallað um málið og komizt að þeirri nið- urstöðu, að leikurinn skuli leik- inn að nýju og er sá dómur all furðulegur, svo ekki sé meira sagt. Verður nánar sagt frá honum einhvern næstu daga. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær leikurinn skal leikinn að nýju. leggja sig fram og ekki gerði svo mikið til þótt einn lenti út af. Stigahæstur KR-inga var Kristinn Stefánsson með 18 stig. í leik þess um tóku KR-ingar 20 vítaköst, en hittu aðeins í 8 þeirra. Þar töp- uðust 12 stig. Leikur þessi var af Ármanns hálfu þeirra bezti ieikur í mótinu til þessa. Þeir reyndu að leika kerf isbundið, hittu allvel, en voru ó- þarflega grófir og högnuðust ekki á því, þótt leikurinn væri vægt dæmdur, nema að því leyti, að KR- ingar hittu illa úr vítaköstum, eins í og fyrr segir. Stigahæstir voru t Birgir Birgis og Sigurður Ingólfs- 1 son með 17 stig hvor og Ingvar 1 með 15 stig. Leikinn dæmdu Hólmsteinn Sig- urðsson og Þorsteinn Hallgríms- son. Þss. ÓDÝR FATNAÐUR Karlmanna-, kven. og barnanærfatnaður, karlmanna- og drengja-nælonskyrtur. Sokkar karla, kvenna og bama í miklu úrvali, hálsbindi úr terrylene Jersipeys- ur á börn í öllum stærðum. Brjóstahöld frá kr. 45.00. Barnakjóiar, barnanáttföt, allar stærðir, frá kr. 61.25. ÁSBORG, Baldursgötu 39 39SZ í.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.