Vísir - 01.04.1964, Page 7
w
\
VlSIR . Miðvikudagur 1. apríl 1964.
Páskavaka í Krists-
kirkju, Landakoti
^ páskanótt féll salt regn
yfir borgina, og myrkrið
virtist svartara en venjuiega. Á
ellefta tímanum á laugardags-
kvöldið fóru kaþólskir að búa
sig undir aðalhátíð ársins,
páskavökuna.
Nunna kom út úr Landa-
ir sér helgiathöfnina. Þeir stóðu
úti við dyr eða sátu á hliðar-
bekkjum, og er það engin ný-
bóla í kaþólskum messum í
Reykjavík.
Þessa nótt, sem í hönd fór,
minnist almenn heilög kirkja
sigurs Krists á synd og dauða
og einnig upprisu mannanna úr
gröf syndarinnar fyrir skírnina.
í skírninni var, samkvæmt
kristnum hugsunarhætti, hinn
illi óvinur sigraður, „vér vorum
grafnir með Kristrii og risurrs
upp til hins nýja lífs Guðs-
barna. Þótt á takmarkaðan hátt
væri, gjörðumst vér þá þegar
hluttakendur í upprisu Krists,
sem vér minnumst með þakk-
læti á páskanóttina".
JDétt áður en ljósin voru
slökkt komu kórdrengir og
biskup og prestar út um skrúð-
húsdyr. Þeir báru páskakertið
og héldu ti! kirkjudyranna. Þá
voru ljósin slökkt, og táknar
það syndamyrkrið, sem hið ó-
endurleysta mannkyn lifði í
fyrir upprisu Krists. Og nú
hófst vígsla páskakertisins, hins
nýja elds, og biskupinn rispaði
kross á páskakertið og stafina
Alpha og Omega, sem eru fyrsti
og síðasti stafur stafrófsins, og
núverandi ártal og segir um
leið á latínu „Kristur var í gær
og er í dag, hann er upphafið
og endirinn, Alpha og Omega.
Honum tilheyra tímar og aldir,
honum tilheyrir dýrðin og vald-
Framhald á bls. 5.
EíLÍFÐARINNAR
Páskamessa í ís-
lenzkri sveitakirkju
Á páskavökunni í Kristkirkju, Landakoti: Biskup og fyigdarlið
hans hafa nýlega kveikt á kertum sínum, og allir í söfnuðinum
hlusta á með logandi kerti í hendi og taka sem einn maður þátt
í athöfninni. (Ljósm. Vísis, I. M.).
lyjpnnzt var sigurhátíðar Krists
og upprisunnar í öllum
kirkjum landsins á páskadag.
Kirkjurnar í Reykjavík og öðr-
um bæjum fylltust af fólki, og
kirkjusókn var mikil í sveita-
kirkjum.
Leiðin lá austur yfir fjall
þann dag og komið við í
Hraungerði. KI. var eitt, og þar
var að hefjast guðsþjónusta í
kirkjunni gömlu. Síra Sigurður
Pálsson, sem sat þar lengi sem
þjónandi prestur, söng þar
messu. Páskasálmalög bárust út
í fegurð dagsins fyrir utan og
vermdust í sólskininu, sem lék
um allt héraðið. Leikið var
undir á trompet — það er svo-
lítið óvanalegt — og langdræg-
ur, hægur ómurinn úr hljóð-
færinu seitlaði inn í komumenn,
þegar þeir gengu inn í kirkjuna.
Prestur var í fullum skrúða
fyrir altari, klæddur hvítri
hempu, ljt hreinleiks og friðar.
Síra Sigurður flutti fram bæn-
ir og lofgjörð til skaparans af
Iátleysi; messan leið fram lið-
lega, og söfnuðurinn tók þátt f
henni af kyrrlátri innlifun.
Prestfrúin var uppi í söngkór
og hélt á litlu, fallegu barni —
hún var forsöngvari. Sungnir
voru sálmar og stólvers af trú-
argleði, en án tildurs.
Síra Sigurður Pálsson söng
messuna með venjulegum hætti,
sem svo er kallað, eða sam-
kvæmt hinni viðteknu handbók
presta frá 1934. Hann flutti
stutta predikun, sem bar þó
ekki keim af siðalestri, hún var
meira í ætt við hið sakrament-
ala í guðs tilbeiðslu.
Hann talaði um Krist sem
hina mannlegustu fyrirmynd
alls. „Vér nærumst á Kristi",
sagði prestur. Hann ræddi upp-
risu Krists heimspekilega, —
„upprisan breytir öllu viðhorfi I
veröldinni, því að það er ekki
bara það, að hann reis upp —
— það er upphaf nýrrar sköp-
unar, sem er fólgin í upprisu
alls holds úr myrkri syndar og
dauða og forgengileika. Pásk-
arnir eru hátíð Iífsins og eilífð-
arinnar", sagði prestur. „Á
þessari stundu erum vér að
fagna upprisu til fyllra og fyllra
lífs, sem hefur að markmiði
Kristsfyllinguna". Auk þess
lagði han--> lítillega út gf þvl,
sem Pá!’ -.stuli segir í 8.
kapítula verjabréfsins um
forgengilediann.
Á altari lýsti af fjórum kert-
Framhald á bls. 5.
kotsspítalanum og hélt i áttina
að kirkjunni, þar sem enn Iog-
aði ljós. Það glampaði á relíku-
kross hennar í daufri birtu
götulugtarinnar. Rétt á eftir
kom einn prestanna út um sömu
dyr og gekk til prestbústaðar-
ins. Biskupi kaþóiskra á íslandi
Herra Jóhannesi Gunnarssyni
sást bregða fyrir í anddyri.
Hann bar barðastóran hatt með
grænu bandi, einkennistákn
biskupa.
Blaðamaður og ljósmyndari
frá Vísi voru komnir á vettvang
til þess að taka þátt í páska-
vökunni, sem átti að hefjast kl.
ellefu þá um kvöldið. Að
fengnu leyfi biskups komu þeir
sér fljótlega fyrir í söngkór í
kirkjunni, þar sem sá vel yfir
og hægt var að fylgjast með
öllu, sem fram fór.
Söfnuðurinn fór að streyma
inn, í guðshúsið, og fylltist
kirkjan innan skamms. Áhuga-
samir mótmælendur voru þarna
líka mættir til þess að virða fyr-
Síra Sigurður Pálsson skírir bam í páskamessu í Hraungerðiskirkju. (Ljósm. s t g r.)
7
/
Hér„ er í heimsókn í dag
Smith yfirflotaforingi
Atlantshafsbandalagsins á því
svæði sem ísland girðir. Heim-
sókn flotaforingjans er tilefni
til þess að rifja upp rökin fyrir
aðild okkar að bandalaginu.
Mjög var um /íana deilt fyrir
15 árum. Þær deilur eru nú
að mestu þagnaðar. Keflavfkur
og Hvalfjarðargöngur eru nið-
urfallnar enda fyrir löngu orðn
ar anakrónismi. Þjóðinni hefur
skilizt, að hún verður að verj-
ast, ef á hann er ráðizt.
$ Friður og afvopnun
Annað mál er það að auð-
vitað hljótum við íslendingar
sem aðrar sæmilega skynsam-
ar þjóðir að óska þess að svo
friðvænlegt verði í veröldinni
að herstöðvar erlendis verði
óþarfar. Á það jafnt við um
báðar blokkirnar, austur og
vestur. Herstöðvar erlendis
byggjast á ónormal ástandi,
stríðshættunni. Það er höfuð-
hlutverk heimsleiðtoganna að
draga úr spennunni og semja
um deilumálin. Mjög hefir
þokazt í þá átt að undanförnu.
Afvopnunarráðstefnan í Genf
er ljós á skuggahimni stríðs-
hættunnar. Vonandi fæst bann
við öllum kjarnorkuvopnum
og strangt eftirlit með því að
slíku banni sé framfylgt. Is-
lendingar hafa ekki mikið
fylgzt með þeim merkilegu
samningaviðræðum sem í Genf
hafa farið fram. Þær eru þó
ein helzta von heimsins um að
linna taki orrahríðinni sem
heimsbyggðina hefir þjakað
allt frá styrjaldarlokum, þegar
menn hugðu að friður mundi
fást fullgildur. En meðan full
lausn hefir ekki fengizt, skal
það þó ekki gleymt að sökin
liggur hjá Sovétríkjunum, sem
sköpuðu kalda stríðið með yfir
gangi sínum í Austur Evrópu
eftir 1945.
0 Eigin herfræðingar
Það er að sumu leyti óeðli-
legt að við íslendingar skulum
ekki hafa komið okkur upp
eigin menntuðum herfræðing-
um, sem starfi í samráði við
varnarliðið og meti hlutverk
þess og störf og þær breyting-
ar sem á varnarþörfum lands-
ins verða sökum nýrrar hern-
aðartækni. Hinar langdrægu
eldflaugar hafa gert herstöðv-
ar erlendis miklu gildisminni,
enda hafa Bandaríkin fækkað
stöðvum sínum um veröldina.
Eðlilegt hefði verið að við
ætttum sjálfir slíka sérfræð-
inga, þar sem við erum aðilar
að Nato, þótt engan eigum við
herinn. Mætti Varðberg gjarn-
an benda ungum íslendingum
á þá staðreynd og kosti til úr-
bóta. En hvað sem lfður nýrri
vopnatækni mun ísland enn
um hríð reynast svo girnilegt
-márk árásarseggjum, vegna
legu sinnar, að varnir landsins
má ekki vanrækja.
t iiiiiiiiii iii