Vísir - 21.04.1964, Síða 2
VÍSIR . Þriðjudagur 21. apríl 1964,
RÍTSTJÓRÍ: JÖN BÍRGIR PETURSSON
SUNDCRIAND app I 1. JeilJ
eftir 6 long ar i
Enn er ein umferð eftir
í 1. deild í Englandi. Samt
eru úrslit kunn í deildinni
og mörg helztu úrslitin.
Liverpool „beat-all“ liðið
er öruggur sigurvegari í
deildinni og sýndi um helg
ina yfirburði gegn Arsenal
með 5—0, og í 2. deild er
Sunderland oft kallað
„Bank of England“ vegna
ríkidæmis síns, aftur í 1.
deild eftir 6 löng og ströng
ár í 2. deild, en áður hafði
liðið verið í 1. deild frá byrj
un.
Vitað mál er að Ipswich
fellur I 2. deild en sennilega
Birmingham einnig, þó ekki víst
nema Birmingham bjargi sér á
kostnað Bolton. 1 2. deild eru
Leeds og Sunderland örugg að
vinna sig upp, en óvíst hvort
þeirra vinnur deildina. Leeds
er með 61 stig og Sunderland
með 60 stig, bæði eiga eftir
einn lelk. Á botninum i 2. deild
er æðisleg barátta. Þar eru
fjögur lið í hættu. Scunthorpe
er þó í mestu hættunni með 30
stig í 41 leik, en Plymouth og
Grimsby eru með 31 stig í jafn-
mörgum leikjum og Swansea
með 31 stlg í 40 leikjum.
Stemningin á völlum Sunder-
land í Roker Park og á Anfield
í Liverpool var feérstaklega
skemmtileg um helgina, því
bæði þessi lið staðfestu það
sem aðdáendurnir hafa gert sér
vonir um í vetur. Sunderland
tryggði 1. deildarveru sína og
Liverpool öruggan sigur sinn
1. deild og á áhorfendastæðun-
um sungu áhorfendur nýjustu
lög „Bítlanna" heimsfrægu, ser
eru upprunnir frá Liverpool. 1
Sunderland hlupu leikmenn
heiðurshring að loknum leikn-
um við Charlton, sem heimalið
vann 2 — 1 með marki, sem kom
aðeins 2 mín. fyrir leikslok.
Bury, liðið, sem eitt sinn
keppti hér 1 Reykjavík og KR
vann 1 — 0 svo sem frægt var
á stnum tíma, vann Preston í
2. deild um helgina með 2 — 1,
en Preston leikur til úrslita í
bikarkeppninni innan skamms.
ÍSL. DÓMARI Á
SVÍÞJÓD-KÝPUR
Samkvæmt tilkynningu frá Al-
þjóðaknattspyrnusambandinu hefur
verið ákveðið, að íslenzkur dómari
dæmi leik milli Svíþjóðar og Kýp-
ur, sem fram mun fara í Svíþjóð.
Er leikur þessi í undankeppni fyrir
heimsmeistarakeppnina. Ekki hef-
ur enn verið ákveðið hvenær leik-
ur þessi fer fram.
Ennfremur ieyfum við okkur að
tilkynna, að dómarar á fyrirhug-
aða landsleiki n.k. sumar verða frá
þessum löndum:
ísland —Finnland: írskur dómari.
ísland —Skotland: Norskur dóm.
ísland —Bermuda: Sænskur
dómari.
Knattspyman hefst
á?
a
Á fimmtudaginn kemur,
sumardaginn fyrsta, hefst knatt
spyrnu„vertíðin“ 1964 í Reykja ^
vlk. Þá keppa í Reykjavíkur-
mótinu KR og Þróttur. Eins og
menn muna voru leikir þessara
liðá fyrir ári mjög skemmtileg-
ir og verða það líklega einnig
nú.
Fjögur félög eru með 1 mót-
inu nú eins og í fyrra, KR,
Þróttur, Valur og Fra,m, en
Víkingar senda ekki lið. Verð-
ur því Ieikin tvöföld umferð í
mótinu.
Einar Björnsson, form. KRR,
sagði 1 viðtali í gærkvöldi að
niðurröðun væri fyrir alllöngu
lokið og mótaskráin á iokastigi
i prentsmiðju og kæmi hún fyr-
ir almenningssjónir þegar fyrsta
leikdaginn.
Allmargir æfingalcikir hafa
farið fram að undanförnu og
virðast KR-ingar koma bezt
Reykjavíkurliðanna út úr þeim,
unnu t.d. Val um helgina 2—0
og Víking 7—0, en taka ber þó
slíka leiki með nokkrt tn fyrir-
vara. Hvað sem því lxður eru
áhugamenn um knattspyrnu
farnir að hlakka til fyrsta leiks-
ins og eflaust verða margir á-
horfendur á íþróttavellinum á
Melunum á sumardaginn fyrsta.
Köflóttar sportskyrtur. Strauning óförf
Verð kr. 340,00 Hvítar perlonskyrtur
|H kr. 320,00 Mjó leðurbelti (amerísk)
kr .96,00 Bindisprjónar kr. 35,00 Hvítar
og röndóttar Diana nylonskyrtur kr. 465
F
með fafriaðinn á fjölskylduna
Laugaveg 99, Snorrabrautar megln - Sími 24975
Norsku handknattleiks-
meistararnir Fredensborg
keppa í kvöld við úrvalslið
Reykjavíkur að Háloga-
landi Leikurinn hefst ld.
20.15.
v'.'r/r'.vnÍAV6'*v.nw .:l\ r.£$
... loksins
snjór
Snjóieysið { vetur hefur valdið skíða-
mönnum, ekki hvað sízt i Reykjavík,
miklum áhyggjum. Nú loks hefur úr rætzt
með snjóinn, því svo hressilega snjóaði
á dögunum að ágætt skíðafæri er til fjalla.
Sem dæmi má nefna það að i Jósefs-
dal er mjög gott skiðafæri og notfærðu
á 2. hundrað manns sér það i góða veðr-
inu í gær, en grunuf Iiggur þó á því að
mönnum í Reykjavík hafi ekki dottið í
hug að um slíkt gæti verið að ræða.
Myndina tók Árni Kjartansson I Jósefs-
dal um helgina. Ármenningar munu hafa
í hyggju að halda uppi ferðum i Jósefs-
dal og um heigar svo lengi sem snjórinn
helzt.