Vísir - 21.04.1964, Síða 8
8
V1SIR . Þriðjudagur 21. aprfl 1964*
VISIR
Utgetandi: Bia0aUtgálan VÍSIR
Ritstjöri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði.
I lausasölu 5 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Þúsundir nýrra /dðo
^Jikið átak hefir verið gert af hálfu borgaryfirvaldanna
í lóða- og byggingarmálum. í næsta mánuði verður
úthlutað lóðum undir nær 1000 íbúðir í þremur borgar-
hverfum. Fullnægir það þeim umsóknum sem um þær
hafa borizt. í skipulaginu eru tvö mjög stór byggingar-
svæði. Fossvogurinn, en þar verður rúm fyrir um 1100
íbúðir og Breiðholtshverfið sem einnig er víðáttumikið.
Þannig tryggja borgaryfirvöldin, að skipulagi lóða sé
hraðað og biðtíminn styttur fyrir þá sem hugsa til
bygginga. Jafnframt hefir Húsnæðismálastjórn aldrei
úthlutað jafn miklu fé og á síðasta ári eða 130 millj.
króna.
Árásir stjórnarandstöðunnar í byggingarmálum
eru því fullkomlega rakalausar, því aldrei hefir verið
haldið betur á þeim en einmitt nú. Það sýna stað-
reyndirnar.
Lokunartíminn
fTá mál hafa svo forklúðrazt sem málið um lokunar-
tíma verzlana hér í borg. Ætlunin var að auka þjón-
ustu við borgarbúa með breytingunni sem var fyrir-
huguð og loka einnig sjoppunum tíðnefndu, sem sum-
ir telja að hafi vafasöm uppeldisáhrif. En vegna samn-
inga og afstöðu verzlunarmanna varð ekki af breyt-
ingunum. Afleiðingin er sú að öll þjónusta við borgar-
búa hefir farið stórversnandi, og nú er t. d. ekki unnt
að kaupa kaffi eða sykurkorn eftir kl. 6 á kvöldin.
Slíkt ástand mun vissulega ekki hafa verið ætlun
neins málsaðila að skapa. En hér hefir átt sér stað
mikil öfugþróun og stórt spor aftur á bak, í sjálfsagðri
þjónustu við neytendur. Hagsmunir þeirra eiga að
sitja hér í fyrirrúmi. Þess vegna ætlast borgarbúar til
þess að fundin sé skjót lausn á þessu máli, sem geri
þeim kleift að afla sér nauðsynja eftir kl. 6 að kvöldi.
Fordæmi Svía
I áíyktun A.S.Í. er rætt um réttlátar og óhjákvæmi-
legar kjarabætur launþegum til handa. Vísir hefir
margdrepið á þá staðreynd að kjarabætur launþega
verða að haldast í hendur við aukna þjóðarframleioslu,
ef þær eiga ekki að fuðra upp í eldi verðbólgunnar.
Svíar hafa nú samið um 8—9% kjarabætur á tveimur
árum og tryggt vinnufriðinn þann tíma. Sömu leið
ættum við íslendingar að fara. Unnt er að tryggja að
slíkar kjarabætur yrðu raunhæfar, en ekki pappírs-
kjarabætur. En til þess þarf einlægan samstarfsvilja
af hálfu verklýðssamtakanna, ekki síður en ríkisstjórn-
arinnar. Ríkisstjórnin er fús til heildarviðræðna um
slíka lausn, sem setur niður verðbólguna, og tryggir
kaupmátt launa. Og vel væri, ef hugur fylgdi máli,
nú er Alþýðusambandið býður upp á samstarf í þess-
um efnum.
Viðtal við menntamálaráðherra:
Nýr menntaskóli í Hlíðunum
og nýbygging við MR í haust
Stækkun heimavisfar Menntaskólans á
Laugarvatni i athugun
Vísir átti í gær tal við Gylfa
Þ. Gíslason menntamálaráðherra,
um þær miklu framkvæmdir, sem
standa yfir og fyrirhugr.ðar eru að
frumkvæði ríkisstjórnarinnar í
menntaskólamálunum. Ráðherrann
sagði að meginstefnan væri sú að
stækka gamla Menntaskólann i
Reykjavík og byggja nýjan mennta
skóla í Hlíðunum, sem verður al-
gerlega sjálfstæð stofnun og á að
rúma 500 nemendur, miðað við ein
setningu í bekki. Skarphéðinn Jó-
hannsson, arkitekt er að teikna
þetta skólahús. Ráðherrann sagði
að röð framkvæmda á þessu sviði
myndi verða sem hér segir: í ár
verður lokið við byggingu sér-
kennslustofuhúss við Amtmanns-
stíg fyrir gamla menntaskólann.
Næst verður byrjað á fyrsta áfanga
nýja menntaskólans í Hlíðunum.
Þá yrði að líkindum byggður hátíð
arsalur og leikfimisalur á baklóð
gamla menntaskólans til afnota fyr
ir hann og loks yrði lokið við nýja
menntaskólaiín í Hlíðunum. Þá gat
ráðherra þess að einnig væri í at-
hugun að auka við heimavistarhús-
næði Menntaskólans á Laugarvatni
sem væri mjög hagkvæm fram-
kvæmd þar eð með þvl móti yrði
unnt að fjölga f þeim skóla án þess
að byggja fleiri kennslustofur. Þær
væru sem sé ekki fulisetnar éins
og værl. Hann kvaðst einnig per-
sónulega hafa hug á að komið
yrði upp heimavistarhúsi við
Menntaskólann í Reykjavík í fram-
tíðinni fyrir nemendur utan af landi
sem jafnan væru allmargir.
* Saga Menntaskólamálsins.
Eins og marga rekur minni til
var fyrir allmörgum árum á döf-
inni að flytja gamla Menntaskól-
ann úr Miðbænum og reisa yfir
hann nýtt hús í Hlíðunum, norðan
f Golfskálahæðinni þar sem byrjað
var að grafa fyrir honum og þar
verður nýr skóli nú einmitt reistur
En flutningur gamla skólans úr
Miðbænum sætti mjög mikilli mót-
spyrnu margra, einkum gamalla
nemenda skólans og varð það úr
að þáverandi menntamálaráð-
herra stöðvaði framkvæmdir á fyrr
nefndum stað í Hliðunum.
Síðan lágu þessi mál í láginni
Gylfi Þ. Gíslason.
þar til núverandi ríkisstjórn tók
við völdum og ákvað að flytja
gamla skólann ekki úr Miðbænum
heldur bæta aðstöðu hans þar með
nýjum byggingum og reisa nýjan
og sjálfstæðan menntaskóla uppi
í Hlíðum, sem fyrr segir. Upp-
haflega var ætlunin að reisa einnar
hæðar hús á baklóð gamla mennta
skólans f beinum tengslum við
gömlu bygginguna, en skipulagið
féllst ekki á þá hugmynd og tafði
það framkvæmdir í eitt ár. f fram
haldi af þessari hugm. var ráðizt
í það að 'tryggja skólanum allan
reitinn milli Amtmannsstígs og
Bókhlöðustígs upp að einfaldri
húsaröð neðan við Þingholtsstræti
og er nú einmitt verið að reisa hús
við Amtmannsstíginn fyrir sér-
kennslustofur í eðlisfræði, efna-
fræði, náttúrufræði og húmanistisk-
um fræðum, en jafnframt má nota
þær sem almennar kennslustofur.
Á fyrrnefndum reit gamla Mennta
skólans á sfðar að rffa gamla leik
fimihúsið og reisa hús með leik-
fimisal og samkomusal fyrir skól
ann. Bæði er gamli samkomusalur
menntaskólans orðinn alltof lítill
og þar að auki er stefnt að þvf að
hlífa honum sem mest vegna sögu-
helgi hans, en þar var Alþingi háð
um árabil er Jón Sigurðsson átti
sæti á þingi, og þar var hinn sögu
frægi þjóðfundur haldinn 1851.
Þessar og aðrar stórframkvæmdir
sem fyrirhugaðar eru í sambandi
við Menntaskólann í Reykjavík
eru þær langmestu sem gerðar hafa
verið síðan sú merka stofnun var
reist.
Ný sjónarmið með nýjum skóla
Menntamálaráðherra kvað það
vera í athugun að taka hér upp
nýjan sið í nýja menntaskólanum
í Hlíðunum, þegar þar að kæmi,
fyrirkomulag, er víða hefur gefizt
vel erlendis. Reglan hefir verið sú,
eins og allir vita, að nemendur í
hverjum bekk hafa oftast verið f
sömu stofunni og kennarar f hin
um ýmsu greinum komið þar til
þeirra til kennslunnar. En nýja fyr
irkomulagið er á þá lund að hver
námsgrein eða fag hefir sína sér
stöku stofu og ganga nemendur þá
á milli eftir því sem stundaskrá
segir til um, en eru ekki að jafnaði
í sömu stofunni. Þykir miklu auð-
veldara með þessu móti að útbúa
kennslustofurnar nauðsynlegum
tækjum til kennslu í hverju fagi
svo að kennslan geti orðið sem
árangursrfkust. Með hliðsjón af
þessum sjónarmiðum og öðrum nýj
ungum, sem orðið hafa á seinustu
árum á sviði fræðslumála, er nú
verið að endurskoða gömlu teikn-
inguna af menntaskóla í Hlíðun-
um og samræma hana sem bezt
kröfum tímans.
Brunaboðar í fiskiskipum;
Hafa þegar bjargaB ntanns
lífum og forðað stórtjóni
Fyrir tveimur árum fór Skipa-
skoðun rikisins að gera kröfur
til þess að öll fiskiskip, allt frá
15 upp í 200 rúmlestir að stærð,
yrðu búin brunaboðum, bæði í
vélarrúmi og vistarverum skip-
verja, ef þar eru einhver eld-
stæði. Þessi einfalda og sjálf-
sagða öryggisráðstöfun hefir nú
verið framkvæmd og eru öll
Iíkindi til þess að hún hafi þeg-
ar orðið til þess að bjarga
mannslífum, og einnig skipum
frá því að stórskemmast eða
eyðileggjast í eldsvoða.
Nefna mætti tvö dæmi þessu
til sönnunar:
Fyrir alllöngu lá mannlaust
fiskiskip við bryggju í Hafnar-
firði. Fólk í landi varð vart við
stöðugt hljóð, eða væl, sem far-
ið var að athuga nánar, og þá
kom í ljós að þetta var sírenu
hljóð frá umræddu skipi. Þegar
að var gáð var eldur niðri í
skipinu og myndi það hafa
stórskemmzt, sem ekki varð, ef
hinn sjálfvirki brunaboði hefði
ekki verið fyrir hendi.
Þá er skemmst að minnast
atburðar, sem gerðist í vetur.
Fimm menn sváfu um borð í
fiskibát við bryggju á Akra-
nesi. Um nóttina vöknuðu þeir
viðhljóð í lúkarnum.EIdurhafði
logað I olíukyntri eldavél inni
hjá þeim, meðan þeir sváfu, og
hafði kviknað í út frá eldavél-
inni. Við hækkað hitastig inni
hafði hin sjálfvirka brunaflauta
farð af stað og vakið mennina.
Annars hefði getað farið illa.
Brunaboðar þessir í fiskiskip-
unum eru ódýrir og þurfa ekki
annað viðhald en vasaljósaraf-
hlöðu, sem endurnýja þarf ár-
lega. Gæta skal þess vel að
brunaboðinn með rafhlöðunum
sé á þurrum stað og ekki má
gleyma að endurnýja þær.
I