Vísir


Vísir - 21.04.1964, Qupperneq 13

Vísir - 21.04.1964, Qupperneq 13
K VÍSIR . Þriðjudagur 21. apríl 1964. 13 S U R T S E Y Framh. af bls. 7 stað þar sem olíubrúsann raeki frá landi. Loks þóttumst við þó hafa fundið góðan stað og ætl- uðum þá að stíga upp í gúmmí bátinn og ýta honum frá landi, en þá kom babb í bátinn, ann- ar Vestmannaéyingurinn neitaði að hætta á það að fara út með gúmmíbátnum. Þar með varð það að ráði, að við yrðum I eyj unni um nóttina. ÁHRIFAMIKIL SJÖN ‘Það var nú farið að skyggja og það var áhrifamikil sjón, sem bar okkur fyrir augu. Við stóðum rétt hjá hrauninu og sá um hvar hraunstraumurinn rann út í sjóinn og gufumekkir stóðu upp af hrauntungunni og reyk- mekkir upp eftir allri hraunelf- inni. Við horfðum um sinn hrifnir á þetta, en svo urðum við aftur að leita í náttstað og kusum hann að nýju í sandgróf inni fyrmefndu. Þangað bárum við nú gúmmíbátinn og vorum orðnir uppgefnir þegar við kom um honum fyrir eins og þaki yfir sandgrófinni. Þó að ég væri blautur, var mér orðið sjóðandi heitt af áreynslunni, en félagar mínir voru svo kaldir, að þeir hríðskulfu. Þó var ekki annað að gera en að reyna að hafast þarna við um nóttina. Það svipmót, sem Surtsey tók á sig með myrkrinu, var stór- fenglegt. Ég var oft á vakki um nóttina, en átti þó erfitt með för vegna þess að ég var ber- fættur. Stjörnubjartur himinn var og sást til vita og ljósanna í Vestmannaeyjakaupstað. En yfir mér gnæfði hnjúkurinn og þegar reykjarbólstrarnir rauðir á lit af eldinum sprungu út og breiddust út uppi á hnúknum, þá fann maður hve þetta var stórkostleg sýn. Menn gera sér ekki grein fyrir því, hvað þetta fjall er orðið hátt. Þegar mað- ur stendur undir hlíðinni og horfir á eldsúluna, sem mynd- ast í reyknum, finnst manni þetta vera næstum beint yfir höfði sér, eins og maður sé að horfa upp eftir loftskeyta- stöng. Þessi rauði bjarmi ásamt þyrl andi mekkinum samfara drunum og þungum dunum í fjallinu, svo manni fannst jörðin skjálfa, verður mér sannarlega ógleym- anlegt Og þrátt fyrir allt volkið, þótt ég stæði hundblautur í sandinum, sagði ég við sjálfan mig, að ég sæi ekki eftir þess- ari för. Ég gat ekki séð að nein hætta væri á ferðum fyrir okk- ur, að vísu þjakaði kuldinn félaga mína, og syo sótti þorstinn að okkur, sem stafaði af því, að við höfðum sopið sjó. í NÆTURMYRKRINU Eftir á sé ég, að við hefðum kannski getað farið nær hraun- rennslinu til að hlýja okkur og þurrka, en það var fjarri okkur að gera það, senniiega vegna myrkursins, við gátum ekki vit að hvar hraunið myndi streyma og öll ferð í myrkrinu virtist svo óörugg með drunurnar úr Surti uppi í gígnum. í kvöldmyrkrinu fórum við að sjá ljósin frá mörgum fiugvél- um, sem flugu yfir. Það var fólk að skoða Surt úr lofti. Við vonuðum að þetta væru flug- vélar, sem væru að kasta þurr- um fötum eða vatni niður til okkar, en vissum þó, að þess var engin von. Upp til fjallsins kváðu við drunurnar í gígnum, en út til sjávarins brimgnýr Lónið, sem þarna, hefur myndazt, var hins vegar spegilslétt og spegluðust í þvi rautt glit fráreykjarmekkin um og stjörnurnar á himninum. Haraldur lónaði um sinn fyrir utan, en svo sáum við ljósin á honum fjarlægjast og héldum að hann hefði farið til Vest- mannaeyja að sækja bát til lendingar, en hann fór þá að- eins í hvarf og var hinum meg- in við eyna. SOFIÐ í SANDGRÓFINNI Þannig fór ég þrisvar sinn- um út aðallega til að horfa á gosið og fegurðina í kringum okkur. Loks skreiddist ég undir gúmmíbátinn í sandgrófina og lá þar með hinum strákunum. Það var ónotaleg vist, þó sofn- uðum við af og til. Það var loks um morguninn, sem við heyrð- um pípublástur. Vestmannaey- ingarnir þekktu undir eins. að þar var kominn Lóðsinn. Og skömmu síðar heyrðum við mannamál fyrir utan bátinn. Við litum upp, og þar voru komnir sex sjómenn í gulum sjóstökkum, það voru björg- unarmenn, sem komnir voru úr Eyjum Við vorum auðvitað þakklátir, en fannst þó að það hefði.verið of rhikið fyrir okkur haft að fara að kalla út björg- unarmenn. En þetta voru vin- gjarnlegir og vaskir menn, gaml ir og alvanir sjómenn. Þeim varð ekki mikið um að finna rétta lagið og róa okkur úr eyj unni á litlum árabát. Gimsteinar Framh. af 5. síðu. skartgripir krúnunnar (Crown Jewels). LESTARRÁNIÐ. Þriggja forsprakka úr hópi lestarránsmanna er enn leitað. Einn þeirra er Edwards, 32 ára blómasölumaður. Lögreglan veit að hann er í London og fréttir af honum af og til, en hefir ekki tekizt að góma hann. — Annars fengu 12 lestarræningjar samtals 307 ára fangelsi og 7 fengu 30 ára fangelsi. Þetta eru menn um og innan við þrítugt margir. Margir eru kvæntir. Konur þeirra fá að heimsækja þá einu sinni á mánuði. Hér er ein Karen Field hennar maður fékk 25 ára fang- elsi. BLÓM Afskorin blóm, potta-C) blóm, keramik, blóma-^ ^fræ. Mimésa ^Hótel Sögu. (götuhæð)^ l*Sími 12013. íslenzk flögg fyrir barnadaginn. Heildsölubirgðir EIRÍKUR KETILSSON Garðastræti 2 Sími 23472. Lipur afgreiðslukona Lipur afgreiðslukona óskast til afgreiðslu í kvenfataverzlun, sem fyrst. Tilboð merkt — Tízkuverzlun — sendist Vísi. VÍSIR ER ÓDÝRASTA BLAÐIÐ (Áskriftargjald hans er aðeins 80 kr. á mánuði) ; Sye&up .wtijrsfvw ' " , ÖRUGG DREIFING VÍSIR flytur nýjustu fréttir dagsins VI'SIR birtir á hverjum degi: íþróttasíðu, myndsjá, annál dagsins, stjörnuspá, myndasögur, framhaldssögu og fjölbreyttan fröðleik. Smáauglýsingasíða VÍSIS er elzta, þekktasta og ódýrasta auglýsingaþjónusta almennings. Hvað er kærkomnara en Vísir með síðdegiskaffinu? Bifreiiueigendur Gerum við æti, setjum í toppa og innan á hurðir, klæðum og saumum hlífðaráklæði. HÚSGAGN AJ8ÓLSTRUNIN Miðstræti 5 Sími 15581. Heiiliiói og Zimpson Zimpson hjálparmótorhjól til sölu. verð 8762,00 krónur. Einnig ný reiðhjól. LEIKNIR Melgerði 29. Sími 35512. Smiðir óskast Nokkrir smiðir geta fengið atvinnu í verk- smiðju vorri • nú þegar. Lagtækir menn koma einnig tfl greina. Uppl. hjá verkstjóra. Sími 34-0-69. BYGGIR H.F. Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast í kjörbúð í Laugar- arási. KJÖRBÚÐIN LAUGARÁSVEGI. Mgreiðsiustúlka óskast Stúlku helzt vana vantar nú þegar til af greiðslustarfa í kjörbúð. Uppl. í síma 12112 kl. 6—7 í kvöld og næstu kvöld. S Ý If I N G á prófverkum matreiðslu- og framreiðslu- nema verður í matsveina- og veitingaþjóna- skólanum kl. 14—16 í dag. Prófnefndir. 12 ára drengir óska eftir léttri vinnu fyrir 2 tólf ára drengi. Uppl. í síma 37027. Herbergisþerna WMt Herbergisþerna og stúlka í eldhús ' óskast nú þegar. Uppl. á skrifstofu '*W hótel víK-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.