Vísir - 21.04.1964, Page 16
VÍSIR
Þriðjudagur 21. apríl 1964.
Komið þér sæíir
prinsessumaður
Þingmannaförin til Bretlands
var bæði fróðleg og skemmtileg
og hafa þingmennirnir sem
komnir eru aftur sagt frá því
sem á dagana hefur drifið í ssm
tölum við blöðin.
Myndin sem hér birtist var
tekin í einurn skemmtilegum
þætti ferðarinnar, heimsókn í
bækistöð listiðnaðarins í Bret-
landi, en einn af' ráðamönnum
þar er sjálfur Tony Armstrong,
lávarður af Snowdon eiginmað-
ur Margrétar prinsessu.
Og hér sést Tony vera að
heilsa einum íslenzka þingmann-
inum, Jónasi Péturssyni á
Skriðuklaustri. Það hefur vissu-
lega verið ánægjulegt að hitta
svo heimsfrægart mann sem
Tony er og hklejjast að þing-
mennirnir hafi óskað honum til
hamingju með síðasta barnið,
sem Margrét hans var að eign-
ast fyrir nokkrum vikum.
HARALDUR ÁGÚSTSSON
ER NÚ FISKIKÓNGUR
m, fískurínn
fíökunarvélar
Saltíð á þr
of stor fyrír
Reynt að hnndfldka fískinn
Saltið er nú alveg á þrotum í
fiskvinnslustöðvunum og grípa
verður til nýrra ráða í sambandi
við verkun aflans. Mun verða
reynt að frysta og hcngja upp
fiskinn þar til salt berst um
næstu helgi en mikil vandkvséði
eru á þessu, þar eð fiskurinn er
svo stór.
Vísir átti.. í morgun tal við
Fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar
Reykjavíkur en öll aflahæstu
skipin leggja þar upp. Var blað-
inu tjáð, að saltið þar mundi
ekki endast lengur en í dag og
yrði síðan að láta allan fiskinn
fara í frystingu og skreið. En
fiskurinn er mjög erfiður i
vinnslu, sag?Si verkstjórinn; er
Vísir ræddi við, þar eð hann er
svo stór. Það er tæplega unnt að
hengja þennan fisk upp, þar eð
trönurnar halda honum ekki,
sagði hann. Það þyrfti helzt stál
trönur fyrir hann. Einnig er
mjög vafasamt, að þessi stóri og
þykki þorskur þorni á trönum.
Sennilega mundi hann súrna,
bætti hann við.
Verkstjórinn sagði, að flökun-
arvélar tækju ekki þennan stóra
fisk og því yrði að handflaka
hann, en það væri mjög seinlegt.
En það er ekki um annað að'
gera fyrir okkur sagði hann.
Framh. á bls. 6
Metakeppnin í þorsknótaveið-
unum er vissulega geysihörð,
enda er eins og áður hefnr verið
getið um tign heimsmethafa að
ræða.
Það er nú komið f ljós, að
núverandi heimsmethafi er Har-
aldur Ágústsson skipstjóri á
Guðmundi Þórðarsyni með 129
tonn. Verður Guðbjartur Þor-
steinsson, sem blaðið birti við-
tal við í gæv, að sættá sig við
annað sæti og getur hann nú
sagt eins og sannir- íþróttamenn,
að aðalatriðið er ekki að vinna,
heldur að hafa tekið þátt í heið
arlegri keppni.
Þegar Vísir fór í prentun í
gær, var enn ekki búið að vigta
allt upp úr vélbátnum Gróttu,
en trndir lokin fór að koma í
ljós, að áætlanir skipstjórans
um aflamagnið voru of háar.
Hafa nær allir brennt sig á
þessu, því að það virðist síga
svo mikið úr þessum stóra
þorski, að aflinn hefur reynzt
miklu minni en menn áætluðu.
Þegar fór að draga að lokum
löndunar, fór jafnvel að verða
spenningur • um það, hvort
Grótta kærcist1 upp fyrir Guð-
mund Þórðarson og svo fór að
hún komst það ekki, vantaði á
hálft bílhlass. Aflinn reyndist
125 tonn.
Svo að Haraldur Ágústáson
‘reynist hinn ósigrandi. fiskikóng
ur með 129 tonn. Þess ber að'
geta, að hann fékk þennan afla
sinn á aðeins 6 klst. og er það
vel af sér vikið.
Haraldur Ágústsson skipstjóri á Guðmundi Þórðarsyni.
Gjaldþirotfibú veitingaaiannsins:
Skuldimar taUar nema
Þann 14. apríl var bú Brynj-
ólfs Brynjólfssonar veitinga-
manns á Akureyri tekið til
skiptameðferðar sem gjaldþrota
samkvæmt kröfu Otvegsbanka
íslands.
Munu skuldir Brynjólfs nema
um 11 millj. króna samtals.
Skiptaráðandi annast nú rekstur
Hótel Akureyrar og svína og
alifuglabúsins Dverghóis í
Kræklingahlíð fyrir utan Akur-
eyri, en það átti veitingamaður
þessi. Þann 5. maí n. k. verður
eignum hans ráðstafað. Þær eru
fyrmefnt svínabú og þrjár bif-
reiðir.
Ekki er enn kunnugt um á
hvaða upphæð þ>ær verða metn-
ar, en matsverðið mun vera
undir bókfærðu verðj þeirra.
Mun hér um mesta gjaldþrot að
ræða, sem komið hefir nokkru
sinni upp hjá einstaklingi á
Norðurlandi.
fyrirlestur um
sasnskipti þjóða
Þór Vilhjálmsson, borgar-
dómari flytur erindi um sam-
skipti þjóða í Valhöll v/Suður
götu í kvöld kl. 20,30. Er fyrir
Iestur Þórs hinn fimmti og
jafnframt næst síðasti í röð-
inni af fyrirlestrum, um þjóð-
félagsmál, sem fluttir hafa
verið á vegum Heimdallar
FUS í vetur.
Eru Heimdallarfélagar og
aðrir sem áhuga hafa á, hvatt
ir til að fjölmenna.