Vísir - 17.01.1964, Side 4
V1SIR . föstudagur 17. janúar 1964.
FANAMAL I
Ciðan Kúbumálið var mest á
dagskrá fyrir tveimur árum,
þegar Rússar höföu hrúgaö eld-
flaugum og sennilega kjamorku-
sprengjum inn f þetta vestræna
lepprfki sitt, hefur mönnum vax-
ið mest f augum það fláræði og
ruddaskapur, sem kommúnist-
amir sýndu í þessu efni og yf-
Irleitt hefur því verið fagnað
mjög hve vel Kennedy forseta
tókst þá að Ieysa þetta vanda-
mál, með því að sýna Krúsjeff
f tvo heimana.
Eftir það er eins og margir
hafi farið að líta á Kúbu-vanda-
málið sem sérstakt einangrað
vandamál. Nauðsynlegt sé að
uppræta völd Kastrós á Kúbu.
sumir eru þess jafnvel hvetj-
andi að Bandaríkjamenn séu
ekki að hlífa þessum rauðu þrjót
um heldur sendi herlið hið skjót
asta af stað til að hrekja komm-
únistana frá völdum. f>á væri
það mál þar með úr sögunni og
Bandarfkin hefðu ekkert frekar
að óttast.
17« ég er hræddur um að málið
sé miklu víðtækara en þetta
og hef ég nokkrum sinnum áð-
ur brugðið upp mynd af Kúbu-
vandamálinu í þessum greinum
mfnum. Nú er tilefni til að gera
það enn einu sinni. Tilefnið er
óeirðir þær, sem skyndilega brut
ust út í smáríkinu Panama í lok
síðustu viku. Atvik þau sýna
ásamt mörgu öðru, að það er
ekki Kúba ein eða Kastro, sem
hér eru að verki. Sannleikurinn
er sá, að mikill hluti Latin-
Ameríku-ríkjanna er ólgandi f
uppreisn' gegn þeirri yfirráða-
pólitík, sem Bandaríkjamenn
hafa rekið í heimsálfu sinni. Sá
lífskjaramunur, sem svo er ríkj-
andi milli Norður- og Suður-
Amerfku, á að sumu leyti rætur
að rekja til stefnu Bandarfkj-
anna, og hann er vel til þess
fallinn, að viðhalda þjóðahatr-
inu í Vesturálfu.
Þetta eru staðreyndir, sem
margir, sennilega flestir Banda-
rfkjamenn viðurkenna og oft er
látið f það skfna, að nú verði
að fara að ráða bót á þessu.
Ákvarðanir eru teknar um efna-
hagslega aðstoð við Latín-Am-
erfku-rfkin, en mikið af þeirri
hjálp hefur runnið út f sand-
inn, reynzt ófullnægjandi. —
Stærst -skrefið átti að vera sú
áætlun, svokallað Framfara-
bandalag, sem Kennedy forseti
beitti sér fyrir, en margt bend-
ir til þess, að jafnvel hún bæði
komi of seint og verði of lftil.
Atburðirnir í Panama um síð-
ustu helgi voru einfaldlega fána-
mál og ættum við Islendingar
að kannast við slíkt úr fyrri
sögu okkar, við áttum líka okk-
ar fánamál.
Tjannig er því háttað f Panama,
að mikill og frægur skipa-
skurður liggur þar í gegnum
landið og sameinar heimshöfin
tvö, Atlantshafið og Kyrrahaf-
ið. Panama-skurðurinn er jafn-
vel enn þýðingarmeiri en Súez-
skurðurinn. Það voru Banda-
ríkjamenn, sem luku við að
grafa þennan skurð fyrir hálfri
öld og sjá þeir um allan rekst-
ur hans. Til þess að geta það
hefur svo verið ákveðið frá byrj
un, að Bandaríkjamenn hefðu
yfirráð yfir breiðu landbelti sitt
hvoru megin við skurðinn. En
á síðari árum hafa Panama-
menn farið að gera æ meiri
kröfur til að stjórna þessu land-
belti sjálfir, enda hafa borgir
þeirra svo helzt risið upp í kring
um þetta mikla mannvirki.'
Höfuðborg Panama-ríkis ligg-
ur rétt við „Skurðsvæðið” eins
og það er kallað. Er þar þétt-
býli og breiðist borgin út beggja
megin við markalfnuna, sumt af
henni innan yfirráðasvæðis
Bandaríkjamanna, en annað á
sjálfstæðu landi Panama. Má
rétt fmynda sér, að þar geti
verið tilefni árekstra.
IVú gerðist það í síðustu viku,
að bandarískir unglingar,
sem búa þarna á Skurðsvæðinu,
drógu að hún við gagnfræða-
skóla sinn fána Bandaríkjanna,
en sfðan 1959 er það brot á lög-
um að draga bandaríska fánann
þar upp nema fáni Panama sé
við hliðina á honum.
Panama-búar ryðjast með fána sína inn á bandaríska svæðið.
Þetta var kært fyrir banda-
rísku yfirvöldunum á Skurð-
svæðinu, sem sendu lögreglu-
menn af stað að draga fánann
niður. En með því æstust banda
rískjj unglingarnir upp og drógu
fánann upp á ný. Vildu yfir-
völdin þá ekki skipta sér meira
.af þessu, vonuðu, að málið
hjaðnaði þannig niður.
En næsta dag ruddist hópur
Panama-unglinga yfir mörkin og
hafði meðferðis
sem þeir stilltu upp vjð gag^-J^
fræðaskólann. Lögreglan um-
kringdi þá og fylgdi þeim aftur
út fyrir mörkin. Á þeirri ieið
kom þó til nokkurra átaka, voru
rúður og götuljós brotin og
nokkrir fengu glóðaraugu og
sprungnar varir. En nokkrum
klukkustundum síðar komu ungl
ingarnir aftur og nú voru í
fylgd með þeim fullorðnir. Þeir
ruddust inn á Sk-urðsvæðið, köst
uðu grjóti, veltu bílum og
kveiktu f þeim. Bandaríkja-
menn ségja að í hópi þessara
æsingamanna hafi einhverjir
verið með byssur. Eftir að þeir
höfðu gripið til vopna gerðu
bandarískir hermenn það sama,
skutu af rifflum á hópinn og
beittu táragasi. Eftir það lágu
sjö Panama-stúdentar fallnir á
götunni.
þegar þessar fréttir bárust út
sauð upp úr f Panama. Fjöl-
mennir hópar manna söfnuðust
saman, réðust inn f byggingar
Pan American, Goodyear og Se-
ar and Roebuck, brenndu þar
allt og eyðilögðu. Starfslið
ban.daríska sendiráðsins f Pan-
ama City varð að flýja húsið.
Áður en tókst að Iægja öldurn-
ar voru 24 Panama-búar og 3
Baridarfkjamenn fallnir og 250
manns særðir.
Fi
Jgg ætla að tilfæra hér nokkr-
ar setningar úr bandaríska
vikuritinu Newsweek, sem gefa
nokkra hugmynd um, hvernig
aðstaðan er á þessu svæði:
„Á Panamasvæðinu settu
Bandarfkjamenn upp einhverja
mestu misréttisnýlendu, sem til
hefur verið í heiminum. Banda-
rískir borgarar, sem störfuðu
þar, voru algerlega aðskildir frá
hinum innfæddu, bæði á heimil-
um, sjúkrahúsum, skólum, spor-
vögnum og jafnvel f póstaf-
greiðslu. Sem formlegt tákn um
aðskilnaðinn milli kynþáttanna
voru bandarískum mönnum
greidd launin f gulli. Panama-
mönnum f silfri, þvf fylgdi auð-
vitað himinhár mismunur f
launakjörum.
Og svo er enn. Roosevelt for-
seti afnam verndarríkis fyrir-
komulagið og Eisenhower forseti
afnam gull og silfurs aðskiln-
aðinn. En misréttið hefur haldið
áfram eins og áður. Hinir banda-
rfsku íbúar skurðsvæðisins, 22
þúsund hermenn og 15 þúsund
borgaralegir íbúar, nota sín sér-
stöku veitingahús, golfvelli, bað
strendur og næturklúbba. Með-
allaun borgaralegra starfsmanna
eru 8 þúsund dollarar á ári og
25% skattfrjáls launauppbót.
JFjeir hafa yfirleitt ekkert sam-
band við hina innfæddu,
sem búa f yfirfylltum fátækra-
hverfum, húsum úr flutninga-
kössum. Bandaríkjamennirnir
hafa fæstir t. d. séð hverfið
Hollywood, en svo kallast fá-
tækrahverfi f Panama, sem er
útatað í lús og sjúkdómum, þar
sem vændiskonan kostar einn
dollar“.
jþannig er lýsing hins banda-
ríska blaðs á undirrótum
þeirra óeirða, sem urðu í þessu
suðræna Ameríkuríki á dögun-
um. Hún gefur nokkra skýringu
á þvf að það er hvergi nóg að
reka einn skeggjaðan Kastró frá
völdum. Hér er um að ræða
miklu víðtækara og erfiðara
vandamál.
Það er kannski eins og einn
ræðumaður sagði á fundi Am-
eríkuríkjanna um Panama-mál-
ið: — Hér er reynt á samstarf
okkar. Vilja Bandarfkin vináttu
okkar eða undirokun okkar. Er
sjálft Framfarabandalagið vin-
áttusamtök eða dulbúin ný-
lendusamtök.
Þorsteinn Thorarensen.
LUNGNAKRABBIEIN GREIN ENN
STÆRRA VANDAMÁLS
Á Bretlandi létust 25.000 manns
af völdum lungnakrabba árið sem
leið, þ. e um það bil Vi þeirra,
sem létu lífið af völdum krabba-
meins (allra tegunda). Baráttuna
beri því ekki að heyja með því að
einblfna á lungakrabbahættuna,
segir brezka blaðið Sunday Times.
Blaðið bendir á, að Konunglega
brezka brezka læknafélagið (The
Royal College of Physicians) hafi
fyrir 3 misserum sagt það, sem nú
komi fram f hinni mjög ræddu
bandarísku skýrslu, þar sem sígar-
ettur eru taldar ein meginorsök
Iungnakrabba. Blaðið segir: Hér er
vandamál, sem ekki verður leyst-
með því einu, að grípa til að-
gerða af opinberri hálfu.
„Flestir fullorðnir gera sér nú
grein fyrir ánægjunni af tóbaks-
nautn og hverjar afleiðingar hún
getur haft. Hver og einn verður að
taka sinar eigin ákvarðanir. En
þetta nær ekki til ungmenna. Sú
ábyrgð hvflir á öllum, að sjá um,
að ungmenni, sem eru að þrosk-
ast, mótast og mannast, og hafa
ekki enn til að bera þroskaða dóm
greind, leiðist ekki á hættulegar
brautir. En hversu hættulegur sem
lungnakrabbinn er, þá er hann ekki
nema ein grein enn stærra vanda-
máls Um 25.000 manns deyja úr
krabbameini árlega - y4 þeirra
sem deyja úr öllum tegundum
krabbameins. Með öðrum orðum:
Það ber að einbeita kröftunum að
því að finna orsakir krabbameins
og þar næst lækningu".
Og blaðið endurtekur hvatningu
um vel skipulagt alþjóðastarf „til
þess að fella morðingja, sem veður
um öll lönd, og ræðst á menn án
tillits til þess af hvaða kynþætti
þeir eru eða aldurs þeirra. — Þessi
seinasta skýrsla ætti að vera hvatn
ing til þess að menn einbeiti sér
af alefli í baráttunni gegn krabba-
meininu til þess að sigrast á því
eins fljótt og í mannlegur valdi
stendur.