Vísir - 17.01.1964, Side 5

Vísir - 17.01.1964, Side 5
VÍSIR . Föstudagur 17. janúar 1964. útlönd. í morgun útlöndí morgun útlönd í morgun ; útlönd í morgun R. KENNEDYREYNIR MÁLAMIDL- UN I INDONESIUDEIL UNNI Robert Kennedy dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna er kominn til Tokyo og situr þar á fundi með Súkarno forseta Indónesíu og reyn ir að fá hann til þess að hætta skæruhernaðinum á Borneo gegn Mai-Asíu-sambandsríkinu. I.íenn hafa mjög vaxandi áhyggj- ur af horfunum, þar sem friðinum í Suðaustur-Asíu er stefnt í nýja hættu með skæruhernaðinum. — Bandarikin reyna nú að afstýra henni. Þau hafa stutt Indónesíu vel efnahagslega og komið hefir fram, að Indónesar hafi notað bandarískar flugvélar til flutnings á herliði til Borneo, Bretar eru sem kunnugt er skuldbundnir til varna Mal-Asíu. Reynir nú á stjórn vizku og lipurð Roberts Kennedys sem oft fyrr, og vafalaust mundi vegur hans mjög vaxa tækist hon- um að sefa hinn ofsafengna for- seta Indónesíu. JOPPFUNDIR' / YMSUM HÖFUDBORGUM Miklar ráðstefnur eru haldn- ar þessa dagana, „toppfundir“ æðstu manna og annarra helztu leiðtoga. 1 Washington hafa þeir ræðzt við Lyndon B. Johnson forseti og Segni forseti Ítalíu. — Birt hefir verið sameiginleg tilkynn ing um viðræður þeirra, en þeir leggja áherzlu á, hversu mikil- vægt það sé, að bæta sambúð þjóðanna í austri og vestri, treysta samstarf Norður-Atlants hafsríkja o. s. frv. og þeir víkja að því með ánægju, að í sam- komulagsátt miði með Norður- Atlantshafsflotadeild búna kjarnorkuvopnum og með blönd uðum áhöfnum, og þeir láta í ljós vonir um árangur á Genfar- ráðstefnunni um kjarnorkuvopn. í London ræðast þeir við Ludwig Erhard kanziari Vestur- Þýzkalands og Alec Douglas- Home forsætisráðherra Bret- lands. Viðræðum þeirra lýkur í kvöld og horfur á samkomulagi um allt, sem er á dagskrá hjá þeim. — Vesturþýzk sendi- nefnd mun koma til Bretlands innan tíðar til þess að ræða atriði varðandi kostnað við her- lið Breta í V.-Þ. og hergagna- kaup Þjóðverjg. á Bretlandi og.,, þau mál. í Kairo mun Ijúka í dag fundi arabiskra þjóðarleiðtoga, en til hans var boðað til þess að ná samkomulagi um sameigin- legar aðgerðir vegna áforma Israels að leiða vatn úr ánni Uordan á Negebauðnina, en Sýr land og Jordania hafa hótað Israel stríði ef þeir fram- kvæmdu áveituáformin. Nasser boðaði til fundarins. Sagt er, að samkomulag hafi náðst um yfirherstjórn, en nánara um þetta ófrétt, þar til birt verður síðar í dag tilkynning um sam- komulag, sem utanríkisráð- herrar Arabaríkjanna eru nú að ganga frá. Og loks er þess að geta, að Lester Pearson forsætisráð- herra Kanada er kominn til Par- ísaí fil viðfæðna við de Gaulle fofyét'á óg Pofnpidou forsætis- ráðherra. Ráðgert er, að Robert Kennedy fari til Filipseyja, og eigi þar fund með forseta Filipseyja, sem einnig er andvígur Mal-Asíu-sambandinu, en öll er andspyrna þeirra með hóg værri blæ en Indónesíu. Þessi deila er fyrsta stórvanda- málið, sem Robert Kennedy beitir sér við, sem er fyrir utan verka- hrings hans sem dómsmálaráðherra og styður þá skoðun að á komandi tíma séu Robert Kennedy enn stærri viðfangsefni ætluð en til þessa. Súkarno forseti Indónesiu Nýkomið Miss Clairol-hárlitur allir litir. Festir: Glær og creme tVIiss Clairol Loving Care (fyrir grátt hár) allir litir. Miss Clairol: Shampo Hárnæring. SNYRTIVÖRUBÚÐIN styji . /*• j' ' • < • • júw Laugavegi 76 Sími 12275 Deilt um Alþingi var sett á ný í gær. Fundur hófst á venjulegum tíma í Sameinuðu þingi, þar sem for- setinn, Birgir Finnsson, bauð þing menn velkomna og óskaði þeim heilla á komandi ári. Þá var tek- ið fyrir og samþykkt kjörbréf frú Katrínar Smára, sem tekur sæti á Alþingi í stað Gylfa Þ. Gíslason- ar, menntamálaráðh. sem verður fjarverandi um tíma. Þá kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár Einar Ol- geirsson. Skýrði hann frá því, að það lægi í dag fyrir fundi I borg- arstjórn Rvíkur að taka lokaá- kvörðun um Ráð- hús Reykjavikur. Taldi hann frek- lega gengið framhjá Alþingi og nefnd þeirri er sjá á um byggingu nýs Alþingishúss með því að á- kveða ráðhúsi stað, þann sem nú er. Þessi nefnd áliti að Alþingis- hús ætti að standa á þeim stað er það nú væri, en með því að -byggja ráðhús á áætluðum stað væri verið að gera Alþingishúsið og Dómkirkjuna að smákofum í samanburði við tilvonandi veizlu- höll. Alþingi væri smánað í þessu tilliti, því hér væru aðilar úti í bæ að reka Alþingi burt. En það væri Aiþingi eitt sem gæti tekið lokaákvarðanir í þessu máli. Auk þess vantaði allt heildarskipulag í miðbænum og þess vegna væri þetta kák eitt. Mæltist hann til, að þingmenn íhuguðu þessi mál svo og nefnd sú er Aiþingi skip- aði á slnum tíma í þessu máli og endanlegri ákvörðun yrði frestað, Gísli Guðmundsson (F) vakti athygli á því og beindi því til áð- urumræddrar nefndar hvort ekki væri tfmabært að taka upp h i n a gömlu hugmynd Fjölnismanna um Alþingi við Öxar- á. Tiilaga um þetta héfði komið fram á Alþingi kringum 1930 og fyrr. Áleit hann, að þjóðin ætti að fá að láta vilja sinn I ljós I atkvæðagreiðslu. Forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, taldi rétt að það kæmi til umræðu að athuga aðbúnað Alþingis. En það væri eðlilegt að borgarstjórnin tæki ákvörðun um stöðu ráðhúss. Sú ákvörðun hlýt- ur að lúta endanlegri afgreiðslu þeirra sem um þetta fjalla, ráð- herra og fl. Taldi hann gífur- yrði Einars Olg. ekki fá staðizt. Það væri engin nýjung að hafa ráðhúsið á þeim stað er því nú væri ætlaður. — Hann hefði hlot- ið samþ. skipul,- nefndar ríkisins og ítrekað í borgarstjórn. En það yrði að auka húsrými Alþingis og það mætti ekki byggja við Alþ.húsið, það yrði að vera alveg sér. Hins vegar benti ráðherrann á tillögu sem Ben. Gröndal (A) hefði komið fram með á sínum tíma að byggja I vestur frá Alþ,- húsinu, þó alveg aðskilið. En þetta hús verði látið standa ó- haggað. Og frambúðar notkun Alþ.hússins háð þessari lausn. Einnig benti ráðherrann á, að borgarstjórnin hefði boðið Alþingi lóð sína, gömlu ísbjarnarlóðina, er takmarkaðist af Tjarnargötu, Skothúsvegi og Tjörninni. Hann taldi að fáir teldu það framkvæmanlegt að halda Alþingi á Þingvelli. Þangað yrði þá líka að flytja ríkisstjórnina. En það vrði að reyna að finna lausn á bessu vandamáli og margar leiðir kæmu þar tii greina. Ennfremur mætti ekki dragast að taka fulln aðarákvörðun um skipulag miö- bæjarins. Eysteinn að heyja Alþ Jónsson (F) taldi æskilegt að tekn- ar væru samhliða ákvarðanir um ráðhús og Alþ.- hús. En núver- andi ástand í Alþ. húsinu væri 6- þolandi. H a n n sagði að ófram- kvæmanlegt yrði á Þingvelli. Væri að vísu gott á sögulegum grund- velli, en það mundi einungis draga völdin úr höndum þess, og færa í hendur ríkisstjórnar og ýmissa skrifstofa. Annars þyrði hann lítið um þessi mál að segja en þetta þyrfti allt athugunar við. Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, sagði það ekki vera i<j rétt að gengið hefði verið fram ;|| hjá Alþ. í þessu máli. Þar hefðu viðræður farið fram. Áleit hann auðvelt að bæta úr brýnasta hús- næðisskortinum, og ætti það ekki að þurfa að taka langan tíma né miklar deilur! Hins vegar þyrfti hið nýja Island nýtt Alþ.hús, og þess vegna ætti að byggja nýtt hús er fram líða tímar, og það væri ekki nein framtíðarlausn að byggja við þetta. En þingmenn ættu að taka höndum saman um að bæta úr versta skortinum og ekki þýddi að ásaka neinn, sízt borgarstjórnina, því sjálfsagt fengist góð samvinna við hana. Þá tók aftur til máls Gísli Guðmundsson. Hann svaraði beim ummælum Bjarna Bene- diktssonar að hann vildi svipta Rvík höfuðborgarnafninu, sagði bað vera á misskilningi byggt. Éndurtók hann fyrri tilmæli sín um að þjóðin fengi að láta álit sitt í ljós. Gunnar Thoroddsen. fjármála- ráðherra, rakti að nokkru leyti aðdragandann að sögu ráðhússins. I árslok 1955 var ■S5»,|| staður þess ein- róma samþ. I borgarstjórn og lá þá fyrir álit skipulagsnefnd- ■ÍISR ar ríkisins. Vetur- inn 1955 — 56 fóru umræður um þetta fram í nefnd. Þá hefði aldrei borið á andstöðu gegn ráðhúsi við Tjörnina, né heldur á Alþingi. En nú væru starfsskilyrði -orðin óviðunandi á Alþingi og þá þyrfti að byggja nýtt hús. Og þá kæmu ýmsir staðir til greina, t.d. við suður- enda Tjarnarinnar, en þö sennil. ilit nema flugvöllurinn yrði lagð- ur niður." Eða vestur' af Alþihús- inu, en það yrði þó dýrt vegna uppkaupa á lóðum. Bezti staður- inn yrði, sennilega á gömlu Is- bjarnarlóðinni, sem áður er nefnd. En hvað yrði þá gert við þetta hús? Það mætti nota það m. a. fyrir Hæstarétt o. fl. Æski- legast að borgarstjórn og Alþingi ynnu að þessu f sameiningu eins og gert hefur verið og það er engum til framdráttar að segja annað, enda ekki rétt. Einnig væri athugandi að taka upp í fjárlög fyrir næsta ár fjárveit-’ ingu fyrir nýju Alþ.húsi. Þá tók Einar Olgeirsson aftur til máls og endurtók að mestu leyti fyrri fullyrðingar sínar um ofbeldi borgarstjórnar Rvk svo og slælega framgöngu ríkisstjórn- arinnar og skipulagsnefndar rík- isins í málinu og í Rvk yfirleitt. Var fundi þar með lokið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.