Vísir


Vísir - 17.01.1964, Qupperneq 6

Vísir - 17.01.1964, Qupperneq 6
V1SIR . föstudagur 17. janúar 1964. Skipastóll E.Í. — framhald af bls. 3 Brúarfoss meistara kvenna Á alþjóðaskákmótinu í gær vann Tal Magnús Sóltnundarson I rúmum 20 leikjum og er hann nú orðinn efstur með 3 vinn- inga. Friðrik vann Trausta Björnsson en auk þess gerðist það að Friðrik og Gabrindasvila sömdu um jafntefli í skák sinni úr fyrri umferð og er Friðrik því nr. 2 með 2y2 vinning. Gligoric er nú með einn vinning og tvær báðskákir, hefur betri stöðu í þeim báðum. TAL GEGN MAGNÚSI. Tal hafði svart. Hann náði gagnsókn mjög fljótlega og með taktískum brellum kvað hann Magnús í kútinn. INGVAR GEGN GABRINDASVILU. Ingvar tefldi mjög hvasst frá byrjun og gerði allt til að flækja taflið sem mest og lagði allan mátt sinn I taktfsk brögð. Gabrindasvila reyndi að ná gagnsókn en það mistókst. Að lokum vann Ingvar mann og síðan skiptamun í viðbót, hrók fyrir riddara og þar með mátti heimsmeistari kvenna gefast upp. Skák þeirra fer hér á eftir: Hvítt: Ingvar Ásmundsson. Svart: Gabrindasvili. 1. e4 — g6 2. d4 - Bg7 3. Rf3 - • d6 4. Bc4 - - Rf6 5. Dc2 - - 0-0 6. h3 - Rc6 7. e5 - Rfd7 8. e6 - fxe6 9. Bxe6f - Kh8 10. Be3 - Rb6 11. Bg4 - Rd5 12. Rc3 - Rf4 13. Dfl - Rb4 14. 0-0-0 - Rbd5 15. Rxd5 - Rxd5 16. Bd2 - c5!? Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýnt hafa okkur vináttu og samúð vegna fráfalls elskulegu konunnar minn- ar, mömmu okkar, dóttur, systur og tengdadóttur SOFFlU SCH. THORSTEINSSON Sérstaklega viljum við þakka þann sóma, sem bekkjar- systkinin úr Menntaskólanum í Reykjavík sýndu minningu hennar. Davfð Sch, Thorsteinsson Laura, Hrund og Jón Sch. Thorsteinsson Jakobfna og Jón Mathiesen Guðfinna M. Bevans Sigrfður og Magnús Sch. Thorsteinsson. 17. dxc5 18. h4! - 19. Bh3 — 20. Db5 - 21. Db3 - 22. Bg5 - 23. cxd6! - 24. Rd4 - 25. Kbl - 26. Df3 - 27. Bxd7 28. Rb3 29. Rxc5 30. c4! - 31. Db3 - 32. Hxd5 33. Db5 - e6 h5 Df6 Bd7 Hc8 Df7 - Hc5 Hfc8 e5 De8 - Dxd7 - Dxd6 - Hxc5 e4 - Da6 — Hxc4 - gefið. GLIGORIC OG GUÐM. PÁLMASON. Skák þeirra snerist um stöðu- baráttu og hafði Gligoric held- ur fijumkvæðið allan tímann, en Guðmundur varðist af þrótti og virtist alltaf ætla að sleppa eins og áll úr höndunum á Júgóslav- anum, en þegar skákin fór í bið við 40. leik þá hafði Gligoric heldur betri stöðu. Friðrik vann Trausta Björns- son með fallegri sóknarskák í 20 léikjum og Ingi R. vann Arinbjörn eftir vel útfærða stöðubaráttu. Skákir Wades og Jóns og Freysteins og Johann- essen fóru í bið og voru stöð- urnar í báðum svipaðar. í kvöld verða > tefldar bið- skákir. Framh. af bls 16 ökumaðurinn var fluttur í blóðprufu og þaðan í Síðamúla, þar sem honum var ætlaður næturstaður. Ekki varð þó af því. Er inn átti að fara tókst kauða að slíta sig lausan og fannst ekki þá um nóttina þrátt fyrir leit. í morgun fann götulögreglan manninn og var hann settur , gæzluvarðhald. Bíl var stolið í nótt skammt frá heimili þessa manns og inn- brotstilraun gerð í annan bíl. Ekki er vitað enn hvort hér var um verknað hins ölvaða bíl- stjóra að ræða. Hæstirétfur — Framh. af bls. 1. an nálgaðist varðskipið togar- ann, og það var ekki fyrr en nærri klst. eftir þetta sem það gaf togaranum ljósmerki um að nema staðar, en skömmu áður en merkið var gefið hafði tog- arinn mælzt aðeins 0,2 sjómllur innan fiskveiðitakmarkanna. Kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að við það verði að miða, að togarinn hafi verið fyrir utan fiskveiðimörkin, þeg- ar honum var gefið merki um að nema staðar. Síðan víkur Hæstiréttur að samþykkt al- þjóðaráðstefnunnar I Genf 1958, þar sem taka erlends skips innan fiskveiðimarka er háð því skilyrði, að stöðvunarmerki sé gefið meðan það er innan fiskveiðimarkanna. Þess vegna brestur Islenzka dómstóla lög- söguvald þar sem taka togarans var þannig ólögmæt. Var hér- aðsdómur þannig ómerktur. Datt — Framh. af bls. 16. lögregluþjónn og glímukóngur sem tók við skilaboðunum frá bllstjóranum. Hann bað félaga sína að koma með björgunar- tæki, en sjálfur vatt hann sér upp I bílinn til leigubílstjórans og ók með honum á slysstað- inn. Ármann varpaði sér án frekari umsvifa T sjóinn, náði taki á manninum og fékk hald- ið honum upp úr unz hinir lög- reglumennirnir komu á vett- vang rétt á eftir og aðstoðuðu við að ná sjómanninum upp. Ekki er þess getið að honum hafi orðið meint af volkinu. En þarna hafði meira gerzt og alvarlegri tíðindi, heldur en leigubílstjórinn kunni frá að segja þegar hann sneri yfir I lögreglustöðina til að skýra frá óhappinu. Um leið og pilturinn datt í sjóinn þreif hann til fé- laga síns, sem stóð við hliðina á honum með þeim afleiðingum að hann féll líka niður af garð- inum. Hann datt þó ekki I sjó- inn heldur lenti á borðstokk báts, sem lá við Grandagarð. Þar lá hann stórslasaður þegar lögregluna bar að. Hann var fluttur I slysavarðstofuna og við rannsókn kom I ljós að maðurinn var hryggbrotinn. Þrlr hryggjarliðir höfðu brák- azt. Maðurinn var fluttur I sjúkrahús og liggur þar nú. Kviksttynsi — Framh. af bls. 1. ur íslenzkur texti með henni og fengin þrjú eintök af þeirri mynd, sem verður sýnd áfram I skólunum ásamt hinni nýju ensku kvikmynd. Myndin sýnir hvernig unglingar og börn stelast til þess að reykja fyrstu sigaretturnar I skúmaskot- um, sýnir hvernig miklir reykinga menn fara að keðjureykja með tím anum og að Iokum er sýnt tjöru magn I lungum reykingamanna og birtar dánartölur af völdum tóbaks reykinga. Háðhús Framhald á bls. 6. inn staðarvalinu og lagði hann fram tillögu um að fresta mál- inu og láta fram fara skoðana- könnun um staðarval, til þess að sjá réttan vilja borgarbúa. Flokksbróðir hans Guðmund- ur Vigfússon snerist hins vegar algerlega á móti þeirri hugmynd og sagði að hún virtist gerð til þess eins að draga málið á lang_ inn. Taldi hann að nú væri kom inn tlmi til að taka endanlega á- kvörðun, enda mælti hann mjög sterklega með þeim stað sem valinn hefði verið, við norður- enda Tjarnarinnar. Úrslit atkvæðagreiðslunnar um málið urðu svo þau, að Alfreð Glslason greiddi atkvæði móti byggingu ráðhússins, en hjá sátu við atkvæðagreiðsluna þau Adda Bára Sigfúsdóttir full- trúi kommúnista og Björn Guð mundsson fulltrúi Framsóknar. Eimskip — Framhald af bls. 7 og var ákveðið á s.l. ári að auka skipastólinn um 2 — 3 vöruflutn ingaskip, af minni gerð og ódýr ari I rekstri, og á s.I. ári bætt- ust við Mánafoss og Bakkafoss. Hlutverk þeirra er einkum að bæta þjónustu félagsins við hafn ir úti á landi. Allan tlmann frá stofnun fé- lagsins hefir verið kostað kapps um að starfa samkvæmt þeirri hugsjón, sem lá til grundvallar I upphafi, að félagið skyldi vera félag allra landsmanna, með þvl að annast siglingar að og frá landinu með sem nýjustum og beztum skipakosti. Starfsemi fé- lagsins hefir verið mikils verður þáttur I atvinnu- og athafna- lífi þjóðarinnar, og félagið alla tíð notið verðskuldaðra vin- sælda meðal allrar þjóðarinnar, fyrir alla þess þjónustu I hennar garð, fyrirgreiðslu og Iipurð allra starfsmanna þess, stjórn- enda og annars starfsliðs I landi og sjómannanna á skipum þess. Fyrsti forstjóri félagsins, Emil Nielsen, átti mikinn þátt I vexti og viðgangi félagsins framan af, sakir reynslu sinnar, þekkingar og stjórnsemi, en við starfinu af honum tók 1930 Guðmundur Vilhjálmsson og stýrði málum félagsins af hinni mestu alúð og samvizkusemi I 32 ár eða til 1/6 1962 og naut hann mikils trausts og vinsælda í viðskipt- um við alla. Við tók af honum núverandi forstjóri, Ottarr Möll- er, sem' hafði starfað hjá fé- laginu um alllangt árabil, hér heima og I New York, og áunn- ið sér traust og viðurkenningu allra, sem til þekktu, fyrir dugn að og stjórnsemi. Gefa störf hans góð fyrirheit um að málefn um félagsins verði vel borgið við forustu hans. LtsndBeiðir « Framh. af bls. 1. MIKIL VANDRÆÐI FÓLKS. Verkfallið bitnar mjög illa á þeim mikla fjölda Hafnfirðinga er stunda vinnu I Reykjavlk og ekki hafa eigin bíla til umráða. Áætlun arbílar á leiðinni til Keflavíkur stöðvast einnig svo og bílar á öðrum sérleyfisleiðum. Aðalkrafa verkfallsmanna er sú að fá sömu laun og strætisvagna bllstjórar I Kópavogi og Reykja- vík en við úrskurð kjaradóms og ákvörðun launa bæjarstarfsmanna I kjölfar hans hækkuðu laun stræt isvagnabílstjóra. Vilja bílstjórar á sérleyfisleiðum fá sömu laun og strætisvagnabílstjórar og vakta- álag eins og þeir. Ekki hefur kom ið til verkfalls á sérleyfisleiðum síðan 1955 eða 1956. - Sátta fundur var með sáttasemjara s.l. nótt en ekki náðist samkomulag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.