Vísir - 17.01.1964, Page 7

Vísir - 17.01.1964, Page 7
 VI S l R . Föstudagur 17. janúar 1964. ~ ai~ r ii —tmmw—mm—— Stofnun ms var gæfuspor í hinu glæsilega minningar. riti, sem gefið var út, er Eim- skipafélagið átti aldarfjórðungs afmæli 1939, er að því vikið í inngangi, að hinar stórstígu framfarir hér á landi á síðustu mannsöldrum, hið nýja Iand- nám, væri ómótmælanlega sam tvinnað sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar og ávöxtur hennar og að þróun sú, sem hér er um að ræða, væri algerlega óhugsan- legt, ef þjóðin hefði ekki öðl- azt smám saman fiillt athafna- frelsi, fullt sjálfsforræði 1 eigin málum. Tímabil hinna miklu framfara hófst 1874, er Alþingi fékk lög. gjafarvald og fjárforræði, að sjálfsögðu ekki fyrstu áratug- ina með þeim nútímahraða, sem er á öllu á vorum tímum, en það var sótt fram á öllum svið. um, verzlun og viðskipti auk- ast og komast meir og meir í hendur íslendingum, en framfar irnar verða hraðstígari eftir að stjórnin flyzt heim 1904, en enn um nokkurra ára bil blaktir danskur fáni á íslenzkri grund og erlend skip flytja varninginn til landsins og afurðir lands- manna á erlenda markaði. Guðni Jónsson magister segir 1 fyrrnefndu afmælisriti; „Eins og það er vafalaust, að rýmkun frelsis og sjálfstæðis undirbjó jarðveginn fyrir Eim- skipafélagið, svo er það og nokkurn veginn víst, að án Eim skipafélagsins hefði fullveldið orðið oss torsótt í hendur Dön- um 1918. Hvernig hefði skipa- laus þjóð á fjarlægu eylandi, sem varð að eiga alla flutninga til landsins og frá því undir náð annarra, getað krafizt þess, að verða frjálst og fullvalda ríki? Það er mönnum ertn í fersku minni hver bjargvættur Eimskipafélag íslands reyndist þjóðinni á heimsstyrjaldarárun- um. Þegar aðrar þjóðir urðu að Ieggja árar í bát um siglingar hingað til lands, þá sigldu ís. lendingar sjálfir á sínum eigin skipum til annarra heimsálfa og héldu uppi flutningum og sam- göngum við umheiminn af eigin rammleik með þeirri farsæld og giftu, sem fágæt er. Sambands. þjóðin varð að viðurkenna van- mátt þegar í nauðirnar rak, en íslendingar höfðu sýnt, að þeir gátu hjálpað sér sjálfir. Stofn- un Eimskipafélagsins var rétt aðgerð á réttum tíma ... For- göngumenn félagsins báru gæfu til að hrinda þjóðnytjamáli í framkvæmd, af því að þjóðin þekkti sinn vitjunartíma og stóð sem einn maður að verki“. Draumur þjóðarinnar um að eignast eigin skip varð að veru- leika 17. janúar 1914 við stofn- un Eimskipafélags Islands. Þar sameinaðist á fagurlegan hátt framtak og stórhugur kynslóð- arinnar, nauðsyn þjóðarinnar og sigur í sjálfstæðisbaráttunni. Þáttur landsmanna í stofnun félagsins Varð almennari en dæmi eru til fyrr eða síðar. Hlpthafarnir urðu milli 14 og 15 þúsund að tölu og því nær helmingurinn keypti minnsta hlutinn, sem var 25 krónur, en það var þó mikið fé fyrir marga á þeim árum. íslendingar f Vest urheimi lögðu og fram sinn skerf, um 200 þúsund krónur í hlutafé, mest f smáhlutum eins og hér heima. Framlögin — hvorki hér heima eða vestan hafs — voru ekki látin af hendi vegna arðsvonar eða í gróða skyni. í Árbókum Reykjavíkur árið 1914ier stofnun Eimskipafélags ins talinn merkasti atburður árs ins, „ekki aðeins fyrir höfuð. staðinn, heldur fyrir landið allt“. Á stofnfundinum 17. jan. var í einu hljóði samþykkt svo- hljóðandi tillaga: Fundurinn ákveður að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipa. félag fslands. Á framhaldsfundi 22. jan. voru svo lög samþykkt fyrir hið nýja félag og stjórn kosin, — af hluthöfum á íslandi Sveinn Björnsson, Ólafur Johnson, Egg- ert Claessen, Garðar Gíslason og Jón Björnsson, en af hlut- höfum íslendinga í Vesturheimi: Jón Gunnarsson og Halldór Daníelsson. Jón Björnsson vék nokkru síðar úr sæti f stjórninni fyrir Olgeir Friðgeirssyni, sem tilnéfndur af landsstjórninni skyldi taka sæti í stjórninni. Útgerðarstjóri var ráðinn Em il Nielsen, áður skipstjóri á Sterling. Tók hann við starfi 1. apríl 1914 og gegndi þvf til 1. júní 1930. Fyrsti formaður félagsstjórnar var Sveinn Björns son, síðar forseti íslands. Ljómi virðingar og þakklætis hvílir yfir minningunni um fram tak þeirra manna, sem á árun- um 1912 — 1914 höfðu forgöngu um stofnun félagsins. FYRSTU SKIPIN Starfsemin byrjaði með stór- átaki, þvf að ákveðið var að eignast tvö skip þegar í upp- hafi. Fyrsta skipið, sem félagið eignaðist var e.s. Gullfoss. Hann kom til landsins 15. apríl 1915. Jafnframt því að vera fyrsta skip félagsins var þetta fyrsta farþega- og vöruflutningaskip íslenzku þjóðarinnar. Skipið var 1414 brúttólestir og búið far- þegarúmum fyrir 74 farþega. Skömmu siðar kom annað skip félagsins til landsins, e.s. Goða- foss. Hann tók land á Reyðar- firði 29. júnf 1915 og fór norð- ur um land til Reykjavíkur. Hann var 1374 brúttólestir og hafði rúm fyrir 56 farþega. Skip- unum var hvarvetna fagnað af öllum almenningi og skáldin kváðu þeim Ijóð. HAPPASTUND Brátt kom í ljós, að félagið hafði eignazt þessi skip á happa- stund, því að skömmu eftir að félagið eignaðist þau lokuðust siglingaleiðir til Evrópu af völd- um heimsstyrjaldarinnar. Félag- ið hóf siglingar til Ameríku, enda ekki f annað hús að venda með vörukaup. Þannig tókst að ná nauðsynjavörum til landsins öll strfðsárin. Er vandséð hvern- ig farið hefði fyrir íslenzku þjóð inni, ef hún hefði þá ekki borið gæfu til að vera búin að eign- ast skip. AUKINN SKIPASTÓLL mé* ''•&£■« t«a *•m, i&c eoB Þegar fyrri heimsstyrjöldinni iauk 1918 var farið að athuga um möguleika á þvf að auka skipastólinn. Félagið átti nú að- eins tvö skip, Gullfoss og Lag- arfoss, sem keyptur var til lands ins 1917, í stað Goðafoss, sem strandað hafði við Straumnes norðan við Aðalvík 30. nóv. 1916. Jókst skipastóllinn brátt. Á áratugnum 1920—1930 bætt- ust við skipin Goðafoss, Brúar- foss og Dettifoss, og keypt var notað skip af ríkissjóði, sem hlaut nafnið Selfoss. Árið 1930 átti félagið 6 skip, samtals 8085 brúttólestir og varð nú stöðvun á aukningu, vegna gjaldeyriserf- iðleika þjóðarinnar, og leið svo fram til sfðari heimsstyrjaldar, en árin næstu á undan hafði fé- Iagið haldið uppi reglubundnum siglingum milli íslands, Bret- lands, Danmerkur, Þýzkalands, Emil Nielsen Belgíu og Hollands og auk þess sigldu skipin milli innlendra hafna. SIGLINGAR í SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDINNI trufluðust þegar mjög í upp- hafi hennar, en hún skall á 1. sept. 1939. Goðafoss og Detti- foss hófu þá ferðir til New York — til Þýzkalands var ekki hægt að sigla, ert 3 skip sigldu áfram til Norðurlanda, þar til Þjóð- verjar tóku Danmörku og Nor- eg hernámi 1940. Þá lögðust þær niður. Á þessum styrjaldartíma missti félagið 3 skip vegna hern- aðaraðgerða, Gullfoss, Goðafoss og Dettifoss, og var það mikið áfall, einkum vegna þeirra mörgu mannslífa, sem glötuð- ust, með tveimur hinum síðar- nefndu skipupjum. Á þessum tíma eignaðist skipið Fjallfoss. I styrjaldarlok var skipaeignin 5000 brúttólestir og varð félagið um tíma að byggja starfsemi sína mest á leiguskipum. NÝ SKIP En nú átti þjóðin nægan er- lendan gjaldeyri og á aðalfundi 1945 var samþykkt heimild til þess að láta smíða eða kaupa 6 skip. Árin 1948 — 1950 koma svo til landsins skipin Goðafoss, Dettifoss og Lagarfoss og m.s. Gullfoss. Tröllafoss var keyptur í Bandaríkjunum 1948. Árin 1951 —1960 Iætur félag- ið smíða 4 vöruflutningaskip: Tungufoss, Fjallfoss, Selfoss og Brúarfoss, en jafnframt seldi fé- lagið eldri skip sín. Árið 1960 er skipastóll félagsins orðinn 30.000 Iestir að burðarmagni, en fullnægir ekki þörf landsmanna, Framh. á bls. 6. Þegar fyrsta skip félagsins, gamli Gullfoss kom til landsins. Guðmundur Vilhjálmsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.