Vísir - 19.05.1964, Qupperneq 5
5
V1 S IR . Þriðjudagur 19. maí 1964.
Hreðavatn
Frá kappreiðum Fáks: „Grámann“ Sigurðar Sigurðssonar hefur forustuna (Kolbrún Kristjánsd. er knapi).
Kappreiðar Fáks
/ hvítasunnu
Framh .af bls. 1.
; á staðinn undir stjórn Harðar
Jóhannessonar, lögregluþjóns í
í Borgarnesi, og einnig voru þar
tveir vegaeftirlitslögregluþjónar
úr Reykjavík Sýslumaður Mýr-
ar- og Borgarfjarðarsýslu, Ás-
'i geir Pétursson, kom fljótlega
{ upp að Hreðavatni og var þar
1 mest alla helgina til að stjórna
iögregluaðgerðum.
AJlir tjölduðu unglingamir,
sem flestir voru á aldrinum 16
i til 21 árs, án leyfis Hreðavatns-
bænda. Réðust nokkrir þeirra
inn í hús þar á staðnum og
lögðust fyrir í hlöðunni. Sem
betur fór var nokkur raki í jörð-
inni ,svo eldhætta var ekki mik-
il. Þó þurftu lögreglumenn einu
| sinni að slökkva eld, sem
kveiktur hafði verið i mosa.
Nokkrir ölvaðir unglingar tóku
i upp á því að vaða út í vatnið,
i og tveir gúmbátar voru settir út
á vatn, en lögreglunni tókst
fljótlega að ná f þá, og tók hún
bátana í sína vörzlu. Flestir
I ráfuðu unglingamir aðgerðar-
lausir um ,en nokkuð bar samt
i á slagsmálum. Lögreglunni
! tókst þó að koma I veg fyrir
j méiðsli.
i í nágrenni við unglingana
. var mikið af kindum, sem voru
komnar að því að bera eða voru
að því. Nokkrar ær létu lömb-
: um, vegna skrílsláta ungling-
anna. Eitt sinn þegar Daníel
‘ Kristjánsson bóndi ætlaði að
reka hóp unglinga frá heimahús
um, var grjóti kastað f rúðuna
j á bíl hans og hún brotin.
! „Við höfðum frétt, að eitt-
hvað af reykvískum unglingum
ætlaði að fara í Húsafellsskóg,
en um kl. 4 fréttum við svo, að
hópur unglinga he|ði þá þegar
tjaldað við Hreðavatn," sagði
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn í Borgarnesi, þegar
Vísir átti við hann stutt viðtal
í gær, Hörður skýrði m.a. svo
frá:
„Þegar líða tók á kvöldið,
var ákveðið að gera skipulega á-
fengisleit í öllum bifreiðum, og
teknir voru fleiri tugir af flösk
um með áfengi. í einni bifreið-
inni fannst hálfur kassi af á-
fengi, en það áttu 4 piltar undir
21 árs aldri. Við kölluðum út
allt okkar lögreglulið og þegar
lögregluþjónarnir voru fiestir,
voru þeir 12 talsins. Þar af voru
2 vegaeftirlitslögregluþjónar úr
Reykjavík og daginn eftir feng j
um við lögreglu frá Akranesi i
okkur til aðstoðar. Ekki var j
komin ró á, fyrr en kl. 5-6 um j
morguninn. Á sunnudaginn bar i
einnig mikið á drykkjuskap, en ;
þá ákváðum við að loka veg-
inum niður að vatninu".
„Við hefðum þurft að hafa
helmingi fleiri lögreglumenn, en
þeir, sem voru á staðnum, unnu
mjög vel, og það er erfitt að
segja, hvernig farið hefði, ef
lögreglan hefði ekki verið á
staðnum allan tímann og sýnt
mikla þolinmæði", sagði Ásgeir
Pétursson, sýslumaður, þegar
Vísir átti viðtal við hann í gær.
Sýslumaður sagði, að staðurinn
liti mjög illa út. Staðir þeir,
sem unglingarnir hefðu tjaldað
á, væru allir í matarleifum og
pappír og mikið væri af gler-
brotum, sem menn og skepnur
gætu skorið sig á. Sýslumaður
sagði ennfremur, að lögreglan
hefði þurft að flytja nokkra
unglinga niður í Borgarnes.
„Það þarf nauðsynlega að at-
huga það, hvar og hvernig
þessir unglingar skipuleggja
ferðalög sín. Við höfum heyrt
nefnda nokkra ákveðna staði í
Reykjavík, en þetta mál þarf
athugunar við,“ sagði sýslu-
maður. Þá lét hann þess og
getiíj að lögreglan hefði skrifað
upp númer á flestum þeim bif-
reiðum, sem unglingarnir komu
á.
Að síðustu sagði Ásgeir Pét-
ursson, sýslumaður: „Ég vil
taka það alveg sérstaklega
fram, að þama voru innan um
margir unglingar, sem höguðu
sér alveg ágætlega. Slíkir ung-
lingar eru ætíð velkomnir hing-
að upp í héraðið, en þeir ung-
lingar, sem koma hingað og
sýna ruddalega framkomu og
halda uppi skrílslátum eru illa
séðir hér. Það þarf að íhuga
þessi mál vandlega, og það er
ljóst, að þau verða ekki leyst
með banni eða úrtölum, en það
er þörf á skipulegum og já-
kvæðum aðgerðum".
Áfengisleit —>
Framh. af bls. 1
þó einhvers staðar þar á milli.
Talsvert bar á ölvun hjá þessum
lýð hafði hann í frammi ýmiss
konar óvitalæti. Hafði Hafnarfjarð
arlögreglan vörð á veginum frá
Hafnarfirði og upp í Helgadal og
tók um 30 flöskur af áfengi af
unglingunum. Taldi hún að ef allur
þessi forði hefði komizt á áfanga-
stað; myndi aðkoman hafa orðið
enn ömurlegri en raun varð á.
Þarna fór þó svo að ekkert slys
varð svo vitað sé. Lögregluvörður
var alla nóttina uppi í Helgadal, og
flutti lögreglan marga unglinga —
þá sem verst var ástatt um — nið-
ur í Hafnarf. Fulltrúi bamavernd
arnefndar Hafnarfjarðar fylgdist
með framferði unglinganna og að-
gerðum lögreglunnar. Sömuleiðis
munu og ýmsir foreldrar hlutaðeig
andi krakka hafa farið á stúfana
þegar fréttist hvar þeir voru staddir
og í hvemig ásigkomulagi.
Lögreglan í Hafnarfirði tjáði Vísi
í gær að ekki væri uppvíst með
hvaða hætti unglingarnir hefðu kom
izt yfir áfengisbirgðirnar.
Góð eru gagnkvæm kynni
I fyrirsögn á grein Hákonar
Bjarnasonar í hátíðablaði Visis s.l.
laugardag um samstarf við Norð-
menn misprentaðist fyrirsögn.
Fyrirsögnin átti að vera Góð eru
gagnkvæm kynni. Hér fyrir ofan
birtist mynd, sem fylgja átti við-
tali við norska sendiherrann Johan
Z. Cappelen, en sleppt var vegna
þrengsla. Myndin er tekin í Hauka-
dalssíðum á uppstigningardag síð-
Annan í hvítasunnu vom háðar
að venju kappreiðar á vegum
Hestamannafélagsins Fáks á
Skeiðvellinum við Elliðaár. Hóf-
ust þær kl. 2 síðdegis, og var
þeim lokið á sjöunda tímanum
um kvöldið.
Margt var um manninn þrátt
fyrir rysjótt veður. Nokkra gæð
inga gat að líta þarna, einkum
varð mönnum starsýnt á Loga
Sigurðar Sigurðssonar og Grána
sama eiganda. Báðir eru þeir
úr Dalasýslu ættaðir. Logi er
8 vetra, Grámann 9 vetra. Enn
fremur vakti Hrollur Sigurðar
Ólafssonar eftirtekt, sem tók
fallegasta skeiðsprett, sem sézt
hefur hér í langan tíma á kapp
reiðum. Fleiri hestar lágu að
vísu á skeiðinu, en náðu ekki til-
skyldum tíma. Sigurvegari dags-
ins var Kolbrún Kristjánsdóttir,
sú kunna reiðkona, — hún sat
astliðinn og sýnir hvemig fyrsta
gróðursetning Norðmanna á Is-
landi frá árinu 1949, lítur út í
dag. Á myndinni era sendiherra
Norðmanna og kona hans, Rolfsen
verkfræðingur og Guðrún Bjarna-
son kona Hákonar Bjarnasonar
skóg ræktars t j óra.
Ennfremur urðu þau mistök í
hátíðablaðinu, að röng mynd birt-
ist með samtali við Harald Faaberg
skipamiðlara, en það var mynd af
samnefndum syni hans. Biður blað
ið afsökunar á þessum mistökum.
báða hestana, sem unnu 300 og
350 m. stökkið, þ. e. Loga er
vann 300 m. og Grámann er
vann 350 m. En Sigurður Sig-
urðsson á báða hestana. 250 m.
Stýrimaður missti
htmdjegg
Stýrimaðurinn á m.b. Viðey
missti handlegg er hann klemd-
ist á milli Ijósastaurs og bríkur
á hvalbak, þegar Viðey var að
Ieggjast að bryggju í Keflavík.
Slysið átti sér stað um há-
degi á laugardag. M.b. Viðey
var að koma að bryggju í
Keflavík. Þegar báturinn kom
að, var ekkert bryggjupláss og
urðu skipverjar að leysa frá
einn bát, til þess að komast að
bryggjunni. Mjög hásjávað var
og stóð stýrimaðurinn frammi
á hvalbak og hélt hann á stuð-
púða. Skipstjórinn hafði tekið
alla ferð af skipinu og seig það
rólega að bryggjunni. En um
Ieið og skipið seig að klemdist
stýrimaðurinn á milli ljósa-
staras sem stendur mjög tæpt á
bryggjunni og bríkur á hval-
baknum. Klemdist hann svo
illa að taka þurfti handlegginn
af honum.
NýM asdic-tæki -
Eramh. af bls. 16
komið í skip, kostar hið nýja
tæki 90,000 kr. norskar eða
rúmar 540 þús. kr. íslenzkar.
Fyrstu 11 tækin eru seld til ís-
lands en hið 12 fer til útvegs-
manns í Noregi. Er reiknað
með að framleidd verði í ár
ein .15 tæki til viðbótar. Er
mikill áhugi á hinu nýja
tæki bæði á íslandi og I Noregi.
70 ÁRA
er í dag Hjörtur Bjarnason,
Sogavegi 148. Hann verður í dag
staddur að Langagerði 92.
r
skeið vann Hrollur Sigurðar
Ólafssonar, og folahlaup, stökk,
vann Stormur Baldurs Berg-
steinssonar.
Á milli keppnisþátta sýndu
ungir Fáksfélagar ýmis skemmti
atriði, t. d. blöðraleik. Að lok-
um fór fram naglaboðreið milli
þriggja hestamannafélaga, Fáks
úr Reykjavík, Harðar á Kjalar-
nesi, og Sörla í Hafnarfirði.
Björn Pöls —
Framh. af bls. 16."
til en það aö vellinum var lokað.
á hádegi á laugardag og ekki
opnaður fyrr en hálf-ellefu í
morgun. Við lögðum af stað um
hálf-tólf áleiðis til Reykjavíkur
og vorum 3 klst. og 40 m.n á
fluginu hingað.“
— Og hvernig líkaði þér vél-
in, Björn?
„Mjög vel verð ég að segja.
Vélar af þessari tegund hafa
reynzt mjög vel um allan heim.
Þær voru yfirleitt smíðaðar
1947 af De Havilland-verksmiðj-
unum í London, en maður
kemur ekki svo á flugvöll er-
lendis að við manni blasi ekki
a.m.k. ein slík vél. Mín vél er öll
yfirfarin, námáluð, ný innrétt-
ing og hin bezta vél í öllu til-
liti. Vélin getur notað allflesta
innanlandsvellina hér og verður
auðvelt að nota hana hvort
heldur er til sjúkraflugs, áætl-
unarflugs eða leiguflugs. T.d. er
mjög fljótlegt að taka sætin úr
henni og koma sjúkrakörfum
fyrir“.
— Hvenær verður byrjað að
fljúga vélinni innanlands?
„Ég vonast til að geta byrjað
strax upp úr helginni. Það á
eftir að skrá vélina, íslenzku
einkennisstarfirnir verða TF—
BPD, en ég hef enn ekkert á-
kveðið hvað vélin verður látin
heita. Með mér eru tveir Eng-
lendingar, Bill Bright, flugmað-
ur, og George Wilcox, flug-
virki, og mun hann annast
kennslu fyrir flugvirkjana mfna
á öllu sem viðkemur vélinni".
— Og hvernig gengur með
sölu á Lóunni?
„Lóan er á sölulistum Titan
Aviation, þar sem ég keypti
bæði þessa vél og eins Lóuna
áður. Ég hef í rauninni farið
þess á leit við Titan að selja
hana ekki fyrr en í haust. Ég
býst við að nóg verði fyrir hana
aö gera í sumar'*, sagði Björn
að lokum.