Vísir - 19.05.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 19.05.1964, Blaðsíða 8
V1SIR . Þriðjudagur 19. maí 1964. Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. _______ tm—»■ imi' innnÉtBmaw——— Mælistika framfaranna jAÐ er verðmætur mælikvarði á framfarirnar í þjóð- élaginu hve mikið þjóðarframleiðslan eykst á ári. í öndum Vestur-Evrópu er aukningin að jafnaði 2—4% í ári. í fyrra jókst þjóðarframleiðsla íslendinga um 7% >g árið áður, 1962, hvorki meira né minna en um 8%. ’etta þýðir með öðrum orðum að þau verðmæti sem >jóðin skapaði jukust um þessar tölur. Ekkert sýnir >etur en þessar nýju tölur hvílíkt atorku og framfara- ;keið hefir ríkt með þjóðinni undir viðreisn. Þar hefir iver einasti vinnufær maður haft starfi að sinna, ný framleiðslutæki hafa runnið í stríðum straumum inn i landið og hvarvetna skapazt ný verðmæti fyrir dug- ;ð og atorku þjóðarinnar. Þetta hefði ekki verið hægt >f stjórnarstefnan hefði verið röng, ef lamandi hönd íkisafskipta, hafta og banna hefði legið á hálsi þjóð- rinnar. Þessi skínandi árangur hefir aðeins náðst egna þess að frelsi viðreisnarinnar veitti skilyrðin il mikilla starfa og leysti orku úr læðingi sem bjó með ^jóðinni, en var áður bundin. Þannig hefir t. d. frahi- ’eiðsluaukningin í byggingariðnaðinum numið 25% sem x undraverður árangur. j upphafi viðreisnarinnar spáði stjórnarandstaðan nóðuharðindum og kreppu í landinu. Hin stórmikla aukning þjóðarframleiðslunnar sýnir, hvílíkar fals- -pár voru hér á borð bornar. Aukningin gefur til kynna ið þjóðin hefir efnazt helmingi meira en nálægar þjóðir i sama tímabili. Þess vegna ríður á miklu að stefna /iðreisnar og uppbyggingar haldi áfram í landinu, jafn- /ægi náist aftur og launastéttirnar fái réttláta hlut- fp; deild í hinum auknu þjóðartekjum. Því verki verða aðeins gerð góð skil undir forystu núverandi stjórnar- * flokka. Hin lamandi hönd Framsóknar má þar hvergi nærri koma. Lausnarorð Framsóknar {>AÐ er eðlilegt að menn renni huganum í þinglok yfir störf löggjafarsamkundu þjóðarinnar og spyrji: Hverju hefir hún áorkað? Hér hafa áður verið talin ’ipp hin mörgu framfaramál sem ríkisstjórnin bar fram á þingi. En hver eru verk stjórnarandstöðunnar? Að vísu er hún í minnihluta á þingi. En það er ekki skil- yrði þess að góð mál nái fram að ganga að þau komi frá þingmeirihlutanum því í fjölmörgum málum ráða ekki flokksböndin. En minnast menn eins einasta þjóð þrifamáls, sem frá stjórnarandstöðunni hafi komið? Sú leit verður erfið, enda er þá farið í geitarhús að leita ullar. Sannleikurinn er sá að starf stjórnarand- stöðunnar hefir verið óvenju neikvætt á þessu þingi. Þó er það kjarni þingræðisins að stjórnarandstaðan haldi ekki aðeins uppi sjálfsagðri gagnrýni heldur leggi einnig efnislega til málanna. Að vísu bar fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson, fram frumvarp á íðasta degi þingsins. Það var ef til vill táknrænt fyrir aráttu stjórnarandstöðunnar. Þar var svo fyrir mælt að harðlega skyldi bannaður innflutningur á sjónvarps- tækjum til landsins! Það var lausnarorðið. MEISTARI NORSKRAR MÁLARA LISTAR >f Þegar Edward Munch varð fimmtugur ákvað hann að halda saman öllum málverkum sínum. Sum þeirra málverka sem hann hafði þegar selt málaði hann upp á nýtt og ef hann seldi einhver málverk, svo sem pant aðar mannamyndir, þá lét hann þau ekki af hendi, fyrr en hann hafði málað annað eintak handa sjálfum sér. Hann tók ennfremur þá á- kvörðun löngu síðar að arfleiða Osló að öllu málverkasafni sínu Þegar hann lézt 30 árum síðar var safnið orðið umtalsvert, 6 höggmyndir, 1026 olíumálverk 4473 vatnslitamyndir og 15.391 svartlistarmyndir. Þegar Munch dó 23. janúar 1944 voru styrjaldar- og her- námsár. Og það var ekki fyrr en sl. ár á 100 ára fæðingaraf- mæli hans að lokið var í Osló byggingu listasafnshúss, sem á að varðveita einungis málverk þessa frægasta listmálara Nor- egs. ■það kom mjög á óvart, þeg- " ar Munch lét í það skina nokkru fyrir andlát sitt, að hann ætlaði að arfleiða borgina að safni sínu, þvl að á yngri árum sínum hafði honum ekki verið sérlega hlýtt til íbúa Kristianíu en svo kallaðist Osló þá. Hann Frægasta málverk Munchs „Ópið“ vakti svo mikið hneyksli, að nokkrum dögum síðar ákvað meirihluti félagsstjórnar að loka sýningunni. En við þá ákvörðun klofnaði félagið og upp úr því var stofnað félag róttækustu yngri málaranna. Þetta mál vakti feikilega athygli um allt Þýzkaland og Munch varð fræg ur maður. Honum var boðið að halda sýningar í Köln, Dussel- dorf, Weimar o.s.frv. og fólk þyrptist að sýningum hans til Edvard Munch á líkbörunum. varð að þola hverja niðurlæging una á fætur annarri, það urðu uppþot og slfelldar erjur við listgagnrýnendur. Hann minnt- ist síðar þessara fjandmanna sinna með svofelldum orðum: „Þeir vildu fá nýslátraðan mál- ara með morgunmatnum sem viðbit." Síðan fluttist Munch til Ber- línar og þar varð hann einnig að þola niðurlægingu, sem þó varð upphaf frægðarferils hans Listamannafélagið „Verein Ber- liner Kiinstler" bauð honum ár ið 1892 að halda sýningu í skála félagsins, en sýningin að skoða norska hneykslismál- arann. Og fremstu listaverka salar Þýzkalands tóku hann upp á sína arma. T^uttugu árum síðar mátti sjá, að sigur Munchs var ekkert augnabliks fyrirbæri. Þá var haldin voldug málverkasýn- ing Þýzkalands. í heiðurssæti á henni var þessi norski maður Hann varð sjálfstæður maður fjárhagslega, já, forríkur. Hann keypti sér fjórar landareignir í Suður-Noregi með 43 málara- stofum. Munch hafði lært i Parfs und- ir handarjaðri impressjónistanna en hann gerðj uppreisn gegn þeim, honum nægði ekki að sýna yfirborðið, hann tók að beita formum og litum til að lýsa hinum innra manni, sálará- standi hans. Edward Munch varð þannig fyrsti expressjón- istinn. HPveir viðburðir úr æsku hans höfðu gagnger áhrif á hann, dauði móður hans og dauði Soffíu systur hans. Eina myndina kallaði hann „Veika barnið", hún sýnir systur hans berklaveika og ólæknandi. Hann málaði þá mynd fimm sinnum og auk þess fjölmargar svart- listarmyndir. Hann eyddi tveim árum í að mála fyrstu mynd- ina af henni 1885-86. „Flest sem ég hef síðar málað rekur rætur sínar til þeirrar myndar," sagði hann. Hann varði einnig tveimur árum 1899-1900 til að mála myndina „Hin dauða móðir“ og hangir sú mynd á listasafninu í Bremen. Og frægasta mynd hans „Ópið“ er eins konar af- brigði af móðurmyndinni. „Ég fann þetta mikla óp gegnum náttúruna," skrifaði Munch á svartlistarafbrigði af myndinni. Viðfangsefni hans voru ótti, örvænting, þunglyndi og auk þess allt sem snerti samskipti kynjanna, ást, sorg, afbrýði- semi. Líkt og Strindberg sá hann í ástinni ójafna baráttu kynj- anna, þar sem karlmaðurinn er tákn hreinleikans, konan tákn hins dimma, hættulega, glæp- samlega. J myndum Munchs liggur konan eins og ólyftanlegt farg á höfði mannsins, öldung- ar skríða undir gaddavírsgirð- ingu til að komast til kvenn- anna, menn grænir af afbrýði- semi stara úr myrkrinu á ást- meyjar sínar tæla aðra menn. Munch giftist aldrei. Að jafn Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.