Vísir - 22.05.1964, Side 4
VÍSIR . Föstudagur 22. maí 1964,
\
Málaranýlenda
í Hafnarfirði
mótív“, sagði hann). Sveinn
sagði, að sér fyndist gott að
vera í Hafnarfirði — „þetta er
myndrænn staður — einkum er
hann fallegur á haustin og
veturria. '
Sveinn Björnsson hefur sýnt
í Charlottenborg í Danmörku
með 4 dönskum málurum. Hann
fékk frábæra dóma. Jan Zi-
brandtsen, sem er einn frægasti
listgagnrýnir á Norðurlöndum
og þekktur um Evrópu, sagði
m. a. þetta um Svein í Ber-
lingske Tidende árið 1962 „ ...
verið auglýstur né rekinn-áróð-
ur fyrir leynt eða ljóst. Svissar-
inn Diter Rot (búsettur á Is-
landi, en ekki í náðinni) og Ei-
ríkur Smith eru þeir abstrakt-
istar, sem mest er spunnið í
hérlendis — þeir kunna að
byggja upp mynd, og oft tekst
þeim að ná fram spennu í verk-
inu, sem slær áYmyndrænar
kenndir. Eiríkur kvefest taka sér
oft langar göngur um nágrenni
Hafnarfjarðar, og hann viður-
kenndi, að hann fengi þá stund-
um hugmyndir. Málarinn sagði,
að ekki væri ákjósanlegri stað-
ur en Hafnarfjörður fyrir mál-
ara, en bætti því svo við, að
gott gæti verið að eiga sérstakt
hús á Kanaríueyjum, sem mað-
ur gæti hlaupið í. „Hafnarfjörð-
ur hefur upp á margt að
bjóða“, sagði Eiríkur, „og þaðan
er stutt í hina frjálsu villtu
náttúru. Maður þarf ekki annað
en að klofa yfir girðingu — þá
er maður kominn út í hraun".
Eiríkur Smith vinnur í „Prent
mót“ eins og kollega hans, Jón
E. Gunnarsson. Kvæntur er
hann Bryndísi Sigurðardóttur,
og eiga þau hjón tvö böm.
Eiríkur Smith heldur málverkasýningu f Bogasalnum inn þessar
mundir. Þessi mynd er tekin af homim á vinnustofunni.
T> jarni Jónsson er yngstur þess
ara listmálara, verður þrí-
tugur x haust. Hann býr ásamt
konu sinni Rögnu Hannesdóttur
og 4 bömum að Ölduslóð 19 —
„f öldunum" svokölluðu, fast
upp við klausturmúrana á Jó-
fríðarstöðum. „Þarna eru sterk-
ir straumar“, eins og kona hans
sagði.
Bjarni málar einkum í ab-
strakt-stíl, en hefur einnig
teiknað káputeikningar fyrir
Setberg og Snæfell og mynd-
skreytingar hefur hann gert fyr
ir Ríkisútgáfu námsbóka. Hann
hefur haldið tvær sjálfstæðar
sýningar og tekið auk þess þátt
í samsýningum; sýndi úti í
Frakklandi fyrir fáum árum með
kunnum íslenzkum málumm, m.
a. Sverri Haraldssyni.
Bjami stundar teiknikennslu
við Flensborgarskólann og Iðn-
skólann, sem tekur mikið af
hans tfma.
JJafnarfjörður framleiðir
ekki einungis skreið —
kaupstaðurinn státar af
myndiistarsköpun. Þar búa a.
I m. k. fimm þekktir listmálar-
ar. Allir hafa þeir tekið sér
bólfestu austanvert í bænum
f Kinnahverfinu svonefndu (í
námunda við Rafha, sem allir
kannast við), enda sagði einn
konstnarinn, að sennilega
væru einhverjir geislar eða út
streymi á þéssum slóðum —
og tekið oft þátt í samsýning-
um. Sveinn málaði áður fyrr
einkum sjávarsenur og húsa-
myndir, og síðan landslags-
myndir, en í seinni tið hefur
hann tekizt á við fantasíur og
fiskamyndir. Hann var lengi
allra manna duglegastur við að
skreppa út í náttúruna — hann
valdi sér viðfangsefni á Krýsu-
vikurleiðinni og í grennd við
Hafnarfjörð og var stundum
stutt að fara („rétt fyrir ofan
kirkjugarðinn eru margbreytileg
den mest modne av dem er den
islandske kunstner Sveinn
Björnsson som i en expression-
istisk form maler sit lands
stemningsrige natur ... det
væsentlige er at man overalt
mærker hans betydelige talent.
Der er noget levenda overalt
skildring av hans Thingvellir —
slettes ode, tunge og storladne
natur. De dunkle rode farver
gtoder. Hans særlige fantasie
kommer máske endnu tydeligere
til udtryk i Skt. Hans Nat og i
Rodfuld og Edderkoppespin. Her
kommer en fabulerende evne til
udtryk".
Sveinn Björnsson er kvæntur
Sólveigu Erlendsdóttur og eiga
hjónin þrjú' böm.
Jón E. Gunnarsson er fæddur
og uppalinn í Hafnarfirði.
Stundaði sjó um skeið, enda
málar hann sjávarmótiv i gríð
og erg. Hann nam í Handíða-
og myndlistarskólanum I Reykja
vík undir handleiðslu Kurt Ziers
og Kjartans Guðjónssonar.
Hann býr nú á Bröttukinn 4,
en vinnur í Prentmót í Rvík,
hefur það að lífsbrauði. Hann
er 38 ára gamall, hefur tekið
þátt í samsýningum, og einu
sinni sýnt sjálfstætt. Jón hefur
(i hyggju að sýna í Bogasalnum
á yori , komandi. Hann kveðst
'sxékja víðfangsefrii sfn beín't úr
lífinu, og hefur þann hátt á
að taka skissur úti og mála
síðan og vinna úr mótívinu á
vinnustofunni heima hjá sér.
Jón er kvæntur Ólöfu Óskars-
dóttur úr Hafnarfirði og eiga
þau hjón 4 börri.
■CMríkur Smith er Hafnfirðingur
í húð og hár (þrátt fyrir
Yul Brynner háralag) — hann
sýnir um þessar mundir í Boga-
salnum 22 olíumyndir — kol-
abstrakt. Hann kvaðst seint
hafa orðið abstrakt-málari.
Hann lærði hjá Boyesen þeim
fræga við „Statens Museum
for Kunst“ í Khöfn f ein tvö ár,
hefur haldið 3 — 4 sjálfstæðar
málverkasýningar. Eiríkur er
einna slyngastur íslenzkra ab-
strakt-málara — myndir hans
eru bæði geðslegar og smekk-
legar og byggðar upp af hugs-
un og viti, en ekki yfirborðs-
mennsku og eftiröpun. Hann er
listamaður, sem hvorki hefur
Sveinn Bjömsson vinnur af kappi að fantasíu —
hann gerir nú mikið af slíkum myndum.
T>étur Friðrik býr við Hring-
braut — hann hefur átt
heima í Hafnarfirði síðan 1951.
Hann byrjaði ungur að mála,
sýndi ’46 í Listamannaskálanum
— þá aðeins 17 ára gamall.
Síðan lágu leiðir hans til Hafn-
ar, þar sem hann nam við Kúnst
akademíið næstu þrjú ár undir
handleiðslu próf. Kræsten Iver-
sen (lærisveinar prófessorsins
hafa m. a. verið bræðumir Sig-
urður Sigurðsson og Hrólfur SSg
urðsson, Nina Tryggva og Karl'
Kvaran).
Pétur hefur haldið fímm sjálf-
stæðar sýningar hér á Iandi;
sfðast sýridi hann á dögunum í
Bogasalnum og seldi nær hverja
mjmd. Hann er einn þeirra má!-
ara, sem taka listina alvarlega
og vinna. Hann leggur á sig
vökur og líkamlegt erfiði við
ferðalög til þess að leita að
mótívum, stendur úti í náttúr-
unni langtímum saman og málar
og lætur hvorki kulda né vosbúð
aftra sér frá settu marki. Pétur
er heillaður af fegurðinni á
Reykjanesi, þar sem eru óþrjót-
andi mótfv fyrir náttúrumálara.
Þrátt fyrir hryssingslegt yfir-
bragð á þessu svæði, er landið
þar áfengt.
Pétur Friðrik hefur unnið
mörg ár á Teiknistofu landbún-
aðarins og vinnur þar enn.
Kvæntur er hann Sólveigu Jóns
dóttur, og eiga þau hjón þrjú
böm.
A vlnnustofu Péturs Friðriks: Dóttir málarans, Lóa, sltur fyrir
framan ófullgerða blómamynd eftir föður sinn.
hann gat ekki gert sér skýra
grein fyrir því, hvort það
væri rafhleðsla eða frá álfum.
Flestir eða allir þessara
listamanna ganga að venju-
legri borgaralegri vinnu sam-
hliða listmálun sinni — þeir
verða að gera það, af því að
þeir þurfa fyrir heimilum að
sjá og geta því ekki lifað af
góða loftinu einu saman —
þðtt þeir kannski fegnir vildu
Cveinn Bjömsson reisti sér hús
^ (og jafnframt málaravinnu-
stofu) við Köldukinn fyrir 11
árum. Hann er nú í lögreglu
Hafnarfjarðar og sagður Ieikinn
í því að sefa óróaseggi, enda
ýmsu vanur frá sjómennskuár-
unum. Hann byrjaði 14 ára gam
all á sjónum og fór í Sjómanna-
skólann og varð stýrimaður á
togumm — um skeið vann hann
í öryggisverði Hamiltons á
Keflavfkurvelli undir stjórn fs-
lenzks liðsforingja og gat sér
gott orð. Þá var hann nýbyrj-
aður að mála — hafði byrjað
á hafi úti, þegar rólegt var
yfir fiskinum. Hann hélt fyrstu
málverkasýningu sína ’54 í
Listamannaskálanum, og sigldi
síðan til Hafnar og lærði hjá
Paul Sörensen og Legaard við
Kúnstakademíið. Hann hefur
sýnt nokkrum sinnum sjálfstætt
/