Vísir - 22.05.1964, Page 16

Vísir - 22.05.1964, Page 16
Fóstudagur 22. maí 1964. Séð yfir hátíðasalinn. Próf- stjórinn próf. Steingrimur J. Þorsteinsson ræðir við próf. Þórhall Vilmundarson. -----------------------------------S> MÆBRADAGUR Á SUNNUDA G Mæðradagurinn er núna næst- komandi sunnudag, og þá stökkva allir góðir eiginmenn eldsnemma fram úr rúminu til þess að hita morgunkaffi fyrir blcssaða konuna, og kaupa handa henni mæðrablóm- ið. Það er selt til ágóða fyrir hvildarheimili fyrir konur með böm, sem Mæðrastyrksnefnd rek ur að Hlaðgerðarkoti í Mosfells- sveit. Nefndin hefur rekið hvíldar- heimilið í ein 30 ár, og hafa frá upphafi dvalizt þar um 1130 konur með um 4000 börn. Auk þess hafa svo milíi 14 og 1500 aldraðar konur dvalizt þar á svokallaðri sæluviku, sem er í lok sumarsins og stendur í 8 daga. Sumardvalirn- ar hefjast upp úr 17. júní, og voru dvalardagarnir sl. sumar 2270. Dvöldust þar alls 45 mæður með 115 börn. Var þeim skipt nið- ur í 4 hópa, sem hver um sig var 14 — 15 daga á heimilinu. Engin þessara mæðra þurfti að borga einn einasta eyri. Hvíldarheimilið að Hlaðgerðar- Framh. á bis. 6 ur 4. júní og yfirleitt lýkur próf um við háskólann fyrstu vikuna í júní. Það var orðið miklum erf iðleikum bundið að halda skrif- legu prófin í hinum og þessum kennslustofum, og því var horf- ið að því ráði að hafa þau öll í hátíðasalnum. Þar geta 55 — 60 stúdentar verið samtímis í skrif legum prófum Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson er prófstjóri við háskólann og hefur gegnt því umfangsmikla og vandasama starfi frá upphafi, eða síðan skipaður var sérstakur próf- stjóri við háskólann. N0KKRU SINNI ÁÐUR Hátíðasalurinn tekinn undir skriflegu prófin Vorpróf í Háskóla íslands standa nú sem hæst og ganga rúmlega 50 stúdentar undir loka próf að þessu sinni, eða álíka margir og undanfarin ár. En samanlagt hafa aldrei verið jafn mörg próf í háskólanum og í vor. Hefir nú í fyrsta sinn verið horfið að því ráði að taka há- tíðasalinn undir skrifleg próf. Stólar hafa verið fluttir burt úr salnum, en prófborðum og minni stólum komið þar fyrir í staðinn. Atta þreyta nú embættispróf í læknisfræði, 5 kandidatspróf í tannlækningum, 6 embættispróf í lögfræði, 6 í viðskiptafræðum, einn embættispróf í íslenzkum fræðum og 9 ganga undir B.A. próf í ýmsum greinum. Auk þess eru 12 verkfræðinemar sem ganga undir fyrrihlutapróf, eða lokapróf í þeirri grein við háskólann hér og stunda fram- haldsnámið erlendis. Sama er að segja um fjóra stúdenta, sem ljúka nú fyrrihlutaprófi í lyfja- fræði lyfsala og stunda síðan framhaldsnámið ytra. Alls eru þetta rúmlega 50 stúdentar í Iokaprófum við háskólann. Síð- an koma allir þeir, sem þreyta próf í vor til að ná tilskildum áföngum á námsferlinum. Síðasta skriflega prófið verð- Sex stúlkur keppu til Á miðnætti annað kvöld verður ungfrú ísland 1964 krýnd. Þær, sem keppa i úrslit- um, hafa verið valdar úr hópi 70 stúlkna, hvaðnæva að af landinu, en að þessu sinni eru stúlkurnar, sem í úrslitum eru, allar frá Reykjavík. Aðalverð- iaun keppninnar er Ameríku- ferð, ásamt 3ja til 4ra vikna dvöl, 100 dollarar i skotsilfri og kvöldkjóll, en ungfrú ísland verður þátttakandi í Miss Inter- nationai-keppninni á Langa- sandi. í kvöld fer fram í Súlnasal Hótel Sögu úrslitakeppni. Keppt verður um titilinn Ung- frú ísland 1964 og Ungfrú Reykjavík 1964. Ungfrú ísland verður svo krýnd á krýningar- hátíð, sem fer fram í Súlnasal úrslitu Hótel Sögu annað kvöld, og verður úrslitum lýst á mið- nætti. í fjarveru Thelmu Ing- varsdóttur, sem varð fegurðar- drottning í fyrra, mun Sonja Egilsdóttir krýna sigurvegar- ann. Allar munu stúlkurnar, sem keppa í úrslitum, hljóta verð- laun, en önnur verðlaun keppn- innar eru ferðir til Bandaríkj- anna, Mallorca, Beirut, London og Helsingfors. Eins og fyrr segir, fer keppn- in fram í Súlnasal Hótel Sögu. Meðal skemmtiatriða bæði kvöldin er tízkusýning, gaman- vísur og eftirhermur: Jón Gunnlaugsson, og hljómsveit Svavars Gests leikur. Dómnefnd keppninnar skipa: Jón Eiríksson, læknir, Sigríður Gunnarsdóttir, skólastjóri, Guð- mundur Karlsson, blaðamaður, kvöld Karólína Pétursdóttir, skrif- stofust. Njáll Símonarson, for- stjóri og Claude Berr (frá al- heimskeppninni). Nöfn þeirra stúlkna sem taka þátt í úrslitum eru: Rósa Ein- arsdóttir, Þorbjörg Bernhard, Gígja Hermannsdóttir, Margrét Vilbergsdóttir, Pálína Jón- mundsdóttir og Elizabet S. Ottósdóttir. Að þessu sinni eru stúlkurnar allar frá Reykjavík. : \' ■'/> j , v ■ s ■■ ■: % Margrét Elízabet Þorbjörg Pálina

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.