Vísir - 25.05.1964, Blaðsíða 2
UM 6000 MANHS KOMU Tll
AO SJÁ ÞÚRÚIF LIIKA
Þórólfur Beck og Helgi Dan. þakka hvor öðrum leikinn. Þórólfur
er með sokkana niðri á hælum að venju, en það er eitt stærsta
vandamál hans á knattspymuvellinum eins og kunnugt er, að
halda sokkunum uppi.
Fegurðardrottning —
„TTvað ertu að hugsa um að
gera í framtíðinni?"
„Ég veit það ekki; ég er ekki
búin að ákveða mig enn. Ég
þarf alltaf langan tíma til um-
hugsunar, áður en ég tek á-
kvarðanir. Claude Berr, sem
kom hingað til að vera í dóm-
nefndinni, hefur boðið mér
starf sem sýningarstúlka hjá
fyrirtæki hans £ París, en ég
er ekki búin að taka þvf og
veit ekki. hvort ég geri það.
Auðvitað gæfi það gott tækifæri
til ferðalaga, því að hann sendir
tízkusýningar út um allan heim.
María, Guðrún og Thelma hafa
allar unnið/hjá honum. En ...
ja, ég verð að fá tfma til að
átta mig almennilega eftir allt
þetta,“
„Ertu kannske trúlofuð eða
í giftingarþönkum?“
„Nei, nei, ég er alveg ó-
bundin."
Og aftur verður hún svolftið
feimnisleg.
„En ef ég á eftir að koma
fram sem fulltrúi þjóðar minn-
ar á erlendum vettvangi," bæt-
ir hún við, „skal ég reyna eftir
beztu getu að verða henni ekki
til skammar.“ — SSB.
Framhald af bls. 13.
kenni f Tízkuskólanum á kvöld-
in.“
„Hvenær datt þér fyrst í hug
að fara í tízkuskóla?"
,,Æ, ég slóst bara f för með
vinkonum mínum, sem voru all-
ar að fara í Tízkuskólann til
frú Sigríðar Gunnarsdóttur. Ég
byrjaði á venjulegu sex vikna
námskeiði, en þá fékk ég svo
mikinn áhuga, að seinna fór ég
á þriggja r. 'naða tízkusýninga-
námskeið og var komin út f
tízkusýningar, áður en ég hafði
tíma til að átta mig.“
„Hefurðu verið víðar erlendis
en f Englandi?"
„Já, ég vann sex mánuði á
hóteli f Bergen fyrir tveimur
árum.“
„Ertu mikið fyrir ferðalög?“
„Já, mér finnst spennandi að
kynnast nýju fólki og sjá nýtt
umhverfi."
„Hlakkarðu til að fara á
Langasand."
„Ja, ég býst alls ekki við, að
ég geri það.“
„En fylgir það ekki með
drottningartitlinum hér?“
„Maður er ekki neyddur til að
fara. Ég er búin að fá nóg af
fegurðarsamkeppnum í bráð.“
KR VANN LANDS-
LIÐIÐ 5:3
KR vann landsliðið í gærkvöldi með 5:3. Um 6000
manns streymdu inn á Laugardalsvöll, - allflestir til
að sjá Þórólf Beck, sem lék nú með sínu gamla liði,
en því miður varð fólk fyrir vonbrigðum, leikúr Þór-
óifs gaf ekki til kynna að hann væri í mikilli æfingu.
Að vísu gerði Þórólfur margt, sem aðeins honum er
lagið, og margar sendingar hans mættu íslenzkir leik-
menn tileinka sér, en samt var eins og Þórólfur væri
ekki með og má vera að meiðsli þau, sem hann hlaut
nýlega, hafi verið honum einhver fjötur um fót.
Leikur KR og landsliðsins byrj-
aði allvel. Landsliðið, skipað úr-
valsmönnum úr 3 félögum í 1. og
2. deild, hóf sókn og áður en varði
hafði Jón Jóhannsson, hinn mark-
sækni Keflvíkingur, tvívegis ógnað
marki KR, en í bæði skiptin mis-
notað tækifærið.
Á 11. mfn. skorar Jón loks, enda
er állt þegar þrennt er, svo sem
kunnugt er. Jón skoraði þarna Iag-
legt mark af vítateig. Hann fékk
boltann f ágætri stöðu og skaut
fallega í bláhomið.
Á 16. mínútu kom 2:0. Lagleg
sending til Kára inn miðjuna, og
virtist fátt varna fyrir. Heimir kom
út á móti, en skot Kára var þungt
og missti Heimir boltann aftur fyr
ir sig og hrökk hann inn fyrir
marklínuna, en Jón Jóhannsson
fylgdi fast eftir og staðfesti markið
með þvf að pressa inn, enda var
ágreiningur um hvort Heimi hefði
ekki tekizt að bjarga skoti Kára.
Á 23. mínútu var KR-liðið búið
að koma spilinu betur f gang og
þá kom fyrsta mark þeirra. Gunn-
ar Felixson gaf fyrir markið, en
Öm Steinsen var þar fyrir og af-
greiddi boltann með góðum skalla,
en Helgi Danfelsson réð ekki við
skallann, var of seinn að átta sig
og því of seinn niður.
Jöfnunarmarkið kom á 31. mfn.
og virtist öllum hér um greinilega
rangstöðu að ræða, — lfka dómar-
anum að því er vlrtist, en Hnu-
vörðurinn virðist hafa séð annað,
því hann dæmdi hér mark. Það
var Sigurþór sem fékk boltann frá
Gunnari Guðmannssyni og skaut
laglega af stuttu færi f stöng og
inn.
Og ekki leið nema mínúta og
KR hafði forystuna. Gunnar Guð-
mannsson skaut ágætu skoti af
löngu færi, en það var eins og Helgi
Danfelsson, sá margreyndi mark-
maður, ætti erfitt með að festa
§;.; MPsiiil |
boltann við sig, þvi enn einu sinni
missti hann boltann frá sér og nú
var það Gunnar Felixson, sem skor
aði með ágætu skoti f þverslá og
inn, 3:2.
4:2 kom í fyrri hálfleiknum. Áð-
eins 10 sekúndum fyrir leikhlé.
Gunnar Guðmannsson fékk send-
ingu frá Gunnari Felixsyni í á-
kjósanlegu færi og notfærði það
til hins ýtrasta með ágætu skoti í
netið, en Helgi gat lítið aðhafzt í
markinu.
I seinni hálfleik skoraði Jón Jó-
hannsson nokkuð óvænt á 17. mín.
af vítapunkti f stöng og inn, —
stórfallegt skot. Heimir reyndi allt
sem hann gat, en vita vonlaust
verk það, 4:3 fyrir KR.
5:3 kom loks er ein mlnúta var
eftir af leik. Gunnar Felixson skor-
aði örugglega í bláhornið af vítateig
eftir fallega fyrirgjöf frá Sigur-
þóri.
Þannig lauk þessum mikla leik,
sem dró að sér nær 6 þús. manns,
sem þvf miður fengu ekki þá
skemmtun, sem ætla mjetti að
slfkur Ieikur hefði veitt. Að vísu
voru hér mörg mörk skoruð og
það sum mjög Iaglega, en það vant
aði allan neista hjá leikmönnunum
sjálfum, þeir virtust ekki á þeim
buxunum að skemmta áhorfendum.
Þvf hefði kvöldstund með Svavari
Gests þetta kvöld e. t. v. verið
betri skemmtun f gærkvöldi.
KR-Iiðið lék nokkuð vel á köfl-
um og yfirleitt var knattspyman
hjá liðunum báðum ekki sem verst,
— en áhuginn og baráttan er tals-
vert mikils virði og þegar slíkt er
varla til hjá liði, er leikur þess ekki
til að hafa gaman af. Beztu menn
KR f gærkveldi voru Gunnar Guð-
mannsson, Sigurþór Jakobsson og
Gunnar Felixson, og auðvitað
sýndi Þórólfur Beck góðan leik, —
en ekki eins góðan og vonazt var
eftir.
Hjá landsliðinu áttu beztan leik
Matthfas Hjartarson, Jón Jóhanns-
son, Kári Árnason og Skúli Ágústs
son, en Jón Leósson var oft góður.
Dómari var Einar Hjartarson og
dæmdi áfellulftið.
. í-
Gunnar Felixson skorar 5. mark KR á síðustu mínútum Ieiksins í gærkvöldi.