Vísir - 25.05.1964, Síða 5

Vísir - 25.05.1964, Síða 5
★ Stokkhólmi í maí. Tjað verður æ skemmra stórra högga í milli í flugmálum okkar. íslendinga. Hvern skyldi hafa grunað fyrir 10 — 15 árum að þegar árið 1957 myndi Flugfélag íslands kaupa fyrstu íslenzku skrúfuþoturnar og nú 7 árum síðar skyldu Loftleiðir gera hið sama og kaupa tvær skrúfuþotur fyrir 400 milljónir króna? Eða þegar framtaks- samir áhugamenn voru að reyna að fá íslendinga í loftið í byrjun stríðsins, að 20 árum síðar myndi Flugfélag íslands setja algert heimsmet með því að fljúga með 120 þúsund far- þegar í landi með einungis 180 þúsund íbúa? Sé 80 þúsund farþegum Loftleiða bætt við er þetta sennilega ósláanlegt met af öllum öðrum en íslenzku flugfélögunum sjálfum. Nú er því full ástæða til þess að spyrja hvað kemur næst og hvernig verður þróunin. Hve- nær getum við flogið til Hafnar fyrir kvöldmatinn, farið á Kon- unglega og verið heima fyrir miðnætti? Mörgum finnst þetta höfn frá Keflavík og Reykja- vík. Sá samanburður er á mynd 1 hér á síðunni. Heildartími með þotu frá Keflavík verður um 5 tímar, en með Viscount frá Reykjavík um 6 tímar. Sparaður tími fyi;ir flugfarþeg- ann verður ekki nema 1 tími af 6 eða um 17%. Flugtíminn sjálfur hefur þó stytzt um nær 50%, en sá vinningur kemur flugfarþeganum alls ekki til góða. Sjálft flugið er auk þess þægilegasti hluti ferðarinnar, þegar svifið er ofan skýja og notið Ijúffengra rétta. Þann hluta bæri því mun síður að stytta, heldur en þann tíma, sem skrönglazt er í þröngum komið farþegum sínum á á- fangastað. Ekki skyldi mig undra, þótt stórkostlegra fram- fara á þessu sviði væri að vænta innan skamms tíma frá hinum heimsfrægu flugvéla- verksmiðjum Douglas í Banda- ríkjunum, sem nú hafa dregið sig til baka úr kapphlaupinu um flugvélar, sem fljúga hraðar en hljóðið og einbeita sér að fullkomna tæknina og auka ör- yggið fyrir þær flugvélar, sem halda sig réttu megin hljóð- múrsins. Réttu megin hljóð- múrsins er kannski of mikið í munn tekið, en eins og málin standa í dag, er það full rétt- lætanlegt, sem ég mun reyna málasviðinu. Hinn sameinandi þáttur er smíði flugvélar fram- tíðarinnar SST-Concorde. Skammstöfunin SST er alþjóð- lega notuð um farþegaflugvélar, sem fljúga hraðar en hljóðið. Kostnaður við smíði Concorde, sem á að fljúga með 2,2 sinnum hraða hljóðsins, er áætlaður um 20 þúsund milljónir króna. Þetta er svo svimandi há upp- hæð, að ekki er hægt að gera sér grein fyrir henni. Þeir sem borga brúsann eru svo engir aðrir en skattgreiðendurnir báðum megin Ermasunds. Þegar samningar tókust 1962 milli þessara gömlu keppinauta um smíði Concorde, var þeim Sjálfsagt mun Pan American setja sínar fyrstu Concorde í áætlunarflugið yfir Atlantshaf- ið og mun þá flugtíminn New York —London styttast um 3 y2 tíma. þegar hinar enn hraðfleygari amerísku SST flugvélar koma á markaðinn mun sá flug tími styttast enn um 1 klukku- stund. Það er þó alltaf sjálfur flugtíminn sem styttist, en ekki „óþægilegi" tíminn, þ.e. biðtími á flugvöllum og flugtak og lending, þegar farþeginn verður að sitja fastbundinn í sæti sínu. Óþægilegi tíminn eykst meira að segja um klukkutíma í SST FLUGVÉL FRAMTÍÐARINNAR. CONCORDE kannski fáránlegir draumórar, en hví skyldi það vera það? Hið eina rétta takmark fyrir flugfélög og flugvélaframleið- endur hlýtur að vera að bjóða flugfarþegum upp á öruggar, ó- dýrar og fljótar flugferðir, og missi þessir aðilar ekki sjónar á þessu takmarki eru þetta engir draumórar. Eins og málin standa í dag, tæki sjálft flugið frá Reykjavík til Kaupmannahafnar ekki nema tæpan- 2 y2 tíma með DC-8 eða Boeing 707 þotu. Hversu langt verður til þess, að íslenzku flugfélögin kaupi slíka farkosti, skal ég ekki spá um. Farþega- fjöldinn verður að réttlæta slík kaup. Sé möguleiki fyrir því að bjóða fleiri farþegum upp á betri þjónustu fyrir sama eða minna verð, að örygginu óskertu, er grundvöllur fenginn, en fyrr ei. í því sambandi væri ekki úr vegi að minnast aðeins á hvaða þýðingu staðsetning flugvallanna hefur. Það er lítill tilgangur í því að auka alltaf hraðann og kaupa dýrari og dýrari flugvélar til þess að reyna að komast fljótar á milli staða, þegar það gerist á kostn- að tímans, sem tekur að komast til flugvallanna. Farþegi frá Reykjavík til Glasgow græðir ekkert á því að taka þotu frá Keflavík. Sá tími, sem flug- ferðin styttist, fer í ferðina til Keflavikur. Á nokkuð lengri flugleiðum, t.d. Oslo, Kaup- mannahöfn eða London er hægt að græða y2 til heila klukku- stund á því að taka þotu, en sé litið á þann vinning hlutfalls- lega sést, að hann er ekki mik- ill. Sem dæmi má taka flug- leiðina ísland—Kaupmanna- rútubílum eða beðið á flugvöll- um. Að reyna að stytta þennan ,,óþægilega“ tíma, er því nú orðið eitt af aðalvandamálum þeirra, sem um flugmáNfjalla og það er sá þáttur, sem mest hamlar útbreiðslu flugsins hér á meginlandi Evrópu. Járn- brautarlestirnar hafa þar þann að skýra hér á eftir. Hef ég að nokkru Ieyti stuðzt við skýrslu prófessors Bo Lundbergs, stjórnanda Flugrannsóknar- stofnunar sænska ríkisins, en hann er sennilega þekktasti og mest metni andstæðingur far- þegaflugvéla, sem fljúga hraðar en hljóðið. Úr stjórnklefa Concorde vélarinnar. Mælaborðinu hallar að flug- mönnunum til þess að gefa þeim betri yfirsýn. mikla ávinning fram yfir flugið, að ferðin byrjar í hjarta borg- anna og endar þar líka. T/'andamálin • eru samt mörg við að etja í þessu sam- bandi, þá sérstaklega stærð flugvallanna og hávaðinn, sem alla ætlar að æra, er í nágrenn- inu búa. En hávaðann má minnka og flugvélar er hægt að smíða, sem þurfa ekki nema stuttar flugbrautir, en samt geta flogið hratt og örugglega gud Aviation verksmiðjunum í Frakklandi, sem smíðuðu Caravelle og British Aircraft Corporation í Englandi hefur tekizt að þróa á milli sín ein- staka samvinnu, þegar tekið er tillit til miður góðs samkomu- lags Breta og Frakka á stjórn- ■- fugmi* fagnað af flugfarþegum og al- menningi um heim allan. Flug- félögin lögðu við eyrun og nú reið á að verða, fyrstur með að geta boðið farþegum sínum að fljúga hraðar en hljóðið. Pan American setti skríðuna af stað með því að panta 6 Concorde. Lá þá við að Pan American yrði brigzlað um föðurlandssvik fyrir að panta flugvélar í Evr- ópu og send var nefnd á fund Bandaríkjastjórnar, sem á met- tíma samþykkti fjárveitingu fyrir allt að 75% kostnaðar við smíði amerískrar SST flugvélar, sem skyldi fljúga með þreföld- um hraða hljóðsins. Áætlaður kostnaður helmingi meiri en við smíði Concorde. Skriðan var komin af stað, valdið af þjóðarrembingi og kapphlaupi um flugfarþegann, sem jú allt stendur og fellur með. Spurningin er, hvort ekki hafi verið skotið yfir markið í þetta sinn og hvort flugfarþeg- inn við nánari umhugsun fylgi með i þessari þróun. Margir mætir menn telja svo eigi vera, en það hefur ekki hindrað fjöl- mörg flugfélög í því að panta SST flugvélar. Fram til þessa hafa verið pantaðar 64 ame- rískar SST og 37 Concorde. Concorde verður væntanlega mun fyrri á markaðinn, og von- ast framleiðendur til að geta afhent hinar fyrstu (til Pan American) um 1970. Grunn- verð hverrar flugvélar á að vera um 450 milljónir króna, en við bætast varahlutir og annað. flugvélum, vegna þess hve lang- an tíma það tekur fyrir flugvél- ina að ná fullri hæð og fullum hraða, þ.e. 2 og 3 földum hraða hljóðsins, og öfugt við lendingu. Þennan tíma fær farþegi hvorki vott né þurrt, kemst ei á sal- erni, né heldur má hann reykja. í amerísku SST flugvélunum verður þægilegur flugtími yfir Atlantshafið ekki nema 11/2 tími og þá er það vafamál, hvort hægt sé að bjóða 160 til 180 farþegum upp á mat á svo skömmum tíma. Eftir 5 tíma ferðalag þurfa menn þá að neyta matar rétt eftir komuna á á- fangastað og er þá ekki mikill vinningur í því að hafa spar- að klukkutíma á fluginu, en tapa þessum klukkutíma strax á eftir við að borða á áfanga- stað í stað þess að hafa gert það á leiðinni. Hin ameríska SST flugvél mun því raunveru- lega ekki hafa neina kosti fram yfir Concorde á Atlantshafs- leiðinni, sem er ein aðalflugleið heims. En á hvaða leiðum er hægt að nota SST flugvélar? Þær koma einungis til greina á flug- leiðum milli 2000 og 4500 mílur og einungis yfir opið haf eða strjálbyggð svæði. Sé litið á farþegafjöldann, þá eru það ekki nema 12—15% af öllum flugfarþegum heims, sem fljúga svo langar flugleiðir. Af þeim er varla meir en 2 — 3%, sem liggur svo mikið á, að þeir vilji sitja klukkutíma (nær helming Framh. á 21. síðu. eftir Grétar H. Óskarsson

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.