Vísir - 25.05.1964, Side 6

Vísir - 25.05.1964, Side 6
VÍSIR . Mánudagur 25. maí 1964. • -x Blaðamaður VIsis á botni Þingvallavatns. (Ljósm. Andri Heiðberg). 'É’g sveiflaði loftgeymunum upp — til þess að kanna þyngdina — og smeygði annarri ólinni yfir vinstri öxlina. Fyrir framan mig lá Þing- vallavatn, spegilfagurt en þó dulúðugt, þar sem það bjó yfir *ftundruðum leyndardóma undir sakleysislegu yfirborði sínu. Og þessa leyndardóma ætlaði ég nú að reyna að kanna að einhverju leyti. Við vorum staddir þarna tveir félagar frá Vísi, ásamt Andra Heiðberg kafara, sem ætlaði að vera leiðsögumaður okkar þegar niður kæmi, og taka myndir, og Jóni syni hans, sem átti að hjálpa til við að „landa" okkur, ef svo færu leikar að við kæmum upp úr með fæturna á undan. Ég lagði geymana frá mér aftur, og leit til Andra sem stóð hjá með gúmmífötin undir hendinni. — Þeir léttast þegar þú kemur niður, sagði hann. Þá var að drlfa sig í gall- ann, og ég leit fjandsamlega á þykku ullamærbuxurnar. Andri og Jón komu með gúmmíbúninginn, en í það virðulega fat er farið á þann hátt, að maður treður sér niður um hálsmálið, sem er anzi þröngt. Feðgamir teygðu það á milli sín eins og þeir gátu, meðan ég var að brölta ofan í, en það gekk ekki ýkja vel. Ég stundi og rumdi, sveigði mig og beygði, en allt kom fyrir ekki. Ég sat gersamlega fastur. Og aldrei hefur ljósmyndarinn verið iðnari við að taka myndir. þar sem bæði heiður minn og blaðsins var I veði, reyndi ég allt hvað ég gat að verða mannalegur á myndunum. En að vera virðulegur, þegar mað- ur er hoppandi á öðrum fæti á bakka Þingvallavatns, í ullar- nærbuxum, er svo til ógerlegt. Loksins eftir mikla baráttu tókst þeim feðgum að koma mér ofan I gallann, og voru þeir þá nær örmagna af á- reynslu og hlátri. (Það virtist öllum þykja þetta ákaflega fyndið nema mér). — Þá er það restin, sagði Andri, og kom með blýbelti sem hann spennti um mittið á mér, og Jón lyfti geymunum sem þeir hjálpuðust við að festa. Eftir að ég hafði spennt á mig sundblöðkurnar, þóttist ég fær í flestan sjó. Nú var ekki ann- að eftir en að setja á sig grím- una og stökkva út í. Gríman var af þeirri tegund sem nær yfir allt andlitið, og er þá hægt að anda hvort sem( maður vill með munni eða nefi. Andri var sjálfur kominn í bún- ing (hafði gengið það mun betur en mér) og kom nú til að hjálpa mér að festa hana. En þá fór tilveran að fá annan lit. Þegar gríman spenntist föst, fannst mér blýbeltið og geym- arnir þyngjast um allan helm- ing. Ég fekk svo yfirþyrmandi innilokunarkennd að hnén gáfu eftir, og ég settist. Þetta var greinilega ekki eins auðvelt og það virtist vera I „Seahunt" í sjónvarpinu. Andri losaði grímuna aftur, og brosti hughreystandi framan í föla andlitið sem blasti við honum. Hann sagði mér að sitja kyrr og halda grímunni við andlitið, meðan ég væri að venjast henni. Ég hlýddi og eftir nokkra stund fór mér að líða betur. Og þá var að hypja sig, áður en kjarkurinn brysti öðru sinni. Undir yfirborðinu. Ég skreiddist á fætur, og óð -53 út I vatnið með álfka fimlegum tilburðum og ffll kominn að burði. Andri vár samhliða mér, og þegar vatnið náði okkur I mitti, settumst við til þess að hleypa loftinu úr búningunum. Ég hafði ekki búizt við neinum erfiðleikum við þetta, en það fór nokkuð á annan veg. Ég gleymdi að halda mér í stein, eins og Andri hafði þó margtekið fram. Afleiðingin var sú, að ég fór kollhnís í vatninu, og flaut upp aftur, með fæturna á undan. Flaut ég þar svo eins og bauja, sparkandi máttleysis- lega út í loftið með fótunum. Virðuleg byrjun eða hitt þó heldur. Andri kom fljótlega mér til aðstoðar, og rétti mig af, en ég gat séð að hann var að kafna úr hlátri. 1 þetta skipti hélt ég mér svo fast, að botninn hefði farið með hefði ég hreyft mig. Þá gafst mér loks tími til að lita I kringum mig, og um leið hvarf síðasti votturinn af inni- lokunarkennd, og ég starði hug- A fanginn I kringum mig, því að slíka fegurð hafði ég aldrei séð. Þingvallasveitin er falleg i sumri og sól, en hér blasti við mér einstök og ægifögur sjón. Vatnið var tært og hreint, og skyggni einstaklega gott. Lit- brigðin geisluðu eins og ægi- sterk norðurljós, mismunandi sterk eftir þvi hversu dýpið var mikið. Svartir hraundrangar sköguðu eins og úfnir risar allt i kring um okkur, og hyldjúpar gjár voru við fætur okkar. Þegar allt loft var komið úr búningunum, létum við okkur sökkva rólega niður á meira dýpi, það var eirts og að koma I annan heim. Ég lyfti öðrum þumalfingrinum til merkis um að allt væri í lagi, og Andri kinkaði kolli, og benti mér að fylgja á eftir sér. Við létum okkur sökkva dýpra og dýpra, og ég fór að finna til óþæginda af vatnsþrýstingnum. Andra virtist gruna það, því að hann greip í öxlina á mér, dró mig aðeins ofar, og þar létum við okkur ltða áfram með þvi að blaka fótunum letilega. Ég leit I kringum mig eftir rannsóknarefni, en sá svo margt að ég vissi ekkert hvar ég átti að byrja. Hvert sem litið var, sást eitthvert fyrirbrigði, sem vakti forvitni mina. Niður í djúpið. Mér var farið að liða vel. og hættur að finna fyrir óþæg- indum, svo að ég beygði mig í vinkil, rétti úr mér, og skauzt niður á botninn. Var ég þá á ca. 10 metra dýpi. En það var heldur mikið I fang færzt, þvi að þrýstingur- inn á eyrun var óþolandi. Og ég var sannfærður um að ég heyrði vekjaraklukku hringja inni I höfðinu á mér. Ég sparkaði frá mér, og ætl- aði að æða upp aftur en þá renndi Andri sér að hliðinni á mér og benti á djúpa gjá við fætur okkar. Ég hristi höfuðið og benti á eyrun, en hann skeytti því engu, heldur dró mig niður. — Hann ætlar líklega að kála mér, helvízkur, hugsaði ég i ör- væntingu. En fann þá að 6- þægindin voru að hverfa, og minntist þess um leið að Andri hafði sagt eitthvað um að fyrstu metrarnir væru verstir. Ég átti að vísu dálitið erfitt með að draga andann fyrst í stað, en það jafnaði sig brátt. Eftir nokkra stund ýtti Andri svo við mér, og benti mér að elta sig. Og við svifum um þennan þögla furðuheim, eins og stórir fiskar, nema hvað loftbólurnar stigu upp frá okk- ur með jöfnu millibili, og brut- ust upp á yfirborðið. Hraun- drangar, hellar eða djúpar gjár urðu til skiptist á vegi okkar, og mér fannst ég vera ölvaður af gleðinni yfir að vera þarna niðri. Það var dásamlegt að svífa út og inn um hraunhellana, renna sér eftir botnum gjánna, eða hreykja sér á hraundrang- ana. Andri skauzt niður I djúpa gjá, og kom þaðan með veiði- stöng, sem einhver óheppinn veiðimaður hafði einhvem tima tapað. Hún hafði auðsjáan- lega legið lengi í vatninu. Við sáum mikið af alls konar hlutum sem minntu okkur á mannheima. Gamall pottur lá á hvolfi yfir steinnibbu, og hreyfð ist hægt til þegar við syntum Þessi mynd var tekin rétt áður en kapparnir lögðu í djúpið. Lengst til vinstri er Jón Heiðberg, sonur Andra. Jón er góður kafari, þótt ungur sé, en sökum plássleysis i bílnum, gat hann ekki tekið sína loftgeyma með í þetta skipti. Næstur er Andri, og þá blaðamaðurinn. (Ljósm. Vísis I.M.) BOTNI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.