Vísir - 25.05.1964, Qupperneq 9

Vísir - 25.05.1964, Qupperneq 9
V í SIR . Mánudagur 25. maí 1964. 21 Rvk fok ZZZ2-ól»sgiU3urUmi Kftfn Vis- count mz. m 1 fíuj 1 ii 0 1 2 3 q S é> y/úk/z v7/7// X « flug S s <'úí-Z Rvk Ryk Mynd 1 Khfn Kvk NY Rvk Mynd 2 NY Myndir þessar gefa góðan samanburð á flugtíma og biðtíma Concorde, DC 8 og Viscount. CONCORDt Framhald af bls. 17. raunverulegs flugtíma yfir Atlantshafið) lengur reyrðir í sæti sín til þess að spara 3 y2 tima. Það er samt ekki aðalatriðið, að 60 þúsund milljónum sé fórn að til þess að 12—15% flugfar- þega komist 3 ]/2 tíma fyrr yfir Atlantshafið. Mest um vert fyr- ir flugfarþegann er öryggið. Væri ekki heillavænlegra að nota þessa himinháu upphæð til þess að auka og bæta núver- andi flugvélaflota og geta minnkað flugslysin t.d. um 50%? Dauður flugfarþegi hefur ekki grætt 3 y2 tima. A nnað mikilvægt atriði fyrir flugfarþegapn eru fargjöld- in. Er honum nokkur greiði gerður að komast 3\'2 tíma fyrr yfir Atlantshafið, verði far- gjöldin hærri eða þau sömu? Engar líkur eru til, að flugfé- , M., SetU lækkað... fergjöjdin eftir að hafa keypt tugi flugvéla á 5 — 800 milljónir stykkið. Enginn efast um að hægt sé að framleiða þessar hraðfleygu flugvélar, þótt við marga erf- iðleika sé að etja, t.d. hinn svokallaða hitamúr. En önnur vandamál skjóta upp kollinum. Alvarlegast fyrir okkur íslend- inga er án efa þrýstibylgjan eðá „hvellurinn", sem orsakast af flugvélum, sem fljúga hraðar en hljóðið. Margir halda, að það JmLaðeinfL •.hyeljur“, iþegar flugvélin fer í gegnum .hljóð- m úrinn, en það er rangt. Þrýsti- bylgjan myndast stöðugt og fylgir flugvélinni svo lengi sem hún flýgur hraðar en hljóðið. Menn eru eigi sammála um, hversu mikið þrýstibylgjunnar muni gæta á jörðu niðri, en geta má þess, að við tilraunir með vængmódel í vindkanal, sem greinarhöfundur tök þátt í, mældist tíföld þrýstingsaukn- ing við þrefaldan hljóðhraða. Það er þessi þrýstingsaukning sem orsakar „hvellinn". Myndi SST-flugvél fljúga lágt yfir Reykjavík með þreföldum hljóð- hraða, myndi Reykjavík líta út eins og eftir loftárás. Styrkleiki þrýstibylgjunnar minnkar samt mikið með fjarlægðinni, en þó er talið að hennar muni gæta það mikið á jörðu niðri, að fólk vakni af svefni og rúður nötri eða jafnvel springi, er SST- flugvélar fljúga yfir. ísland liggur mitt á flugleiðinni Moskva —New York. Það þarf ekki nema 3 SST-flugvélar, sem fljúga samsíða yfir ísland í vissri fjarlægð frá hver annarri, til þess að enginn staður á öllu landinu frá Surtsey til Gríms- eyjar sleppi við „hvellinn". Ætlunin er, að SST-flugvélar fljúgi hraðar en hljóðið ein- ungis yfir opnu hafi og strjál- byggðum svæðum. Spurningin e)! hvort ísland telst ekki til strjálbyggðs svæðis á alþjóða mælikvarða. Fyrir okkar íslenzku flugfé- lög koma SST-flugvélar ekki til greina á Evrópuleiðum. Til þess eru flugleiðirnar of stuttar. Á Ieiðinni til New York myndi flugið líta út eins og mynd 2 sýnir. Sparaður tími með Con- corde frá Keflavík og DC-8 þotu frá Reykjavík yrði ekki nema 1 tími og 15 mínútur eða 18%. Það eru því allar líkur til, að þess verði langt að bíða, .að yið f 1 júgúm ihraðar■. enjh-ljóð- ið, og er það vcl svo. piugið á að vera almennings eign, en ekki fyrir fáeina útvalda, sem þurfa að komast 31/2 tíma fyrr yfir Atlarjtshafið. Annars verður spennandi að sjá, hvaða stefnu þessi mál taka. Það er þannig með flug- vélar eins og aðrar vélar, að reynslan verður að skera úr um notagildið og takmörk þess mögulega. Frá því þoturnar komu fyrst á markaðinn hefur þeim verið mikið breytt til bóta, allt eftir fenginni reynslu. Mönnum eru enn í minni slysin með Comet-þoturnar í byrjun þotualdar. Þegar Boeing 707 var fyrst tekin f notkun voru hreyflarnir raunverulega banda rískt hernaðarleyndarmál. Það er raunverulega fyrst nú, sem komin er sú reynsla á þoturnar, sem tryggir flugfarþeganum það öryggi, sem hann á rétt á. Þáð tekur langan tíma að fá næga reynslu á SST-þoturnar og það er sama hvað flugvéla- verkfræðingar og vísindamenn reikna út, að það er ekki feng- in staðfesting á þeim reikning- um fyrr en reynslan sker úr um það. Pan American, sem vænt- anlega verður fyrst með SST- þotur, er það traust og gott flugfélag, að engin hætta er á, að þeir setji inn SST-þotur á flugleiðum sínum, fyrr en þeir hafa tryggingu fyrir því, að ör- ygginu sé ekki hætta búin. En það breytir ekki þeirri stað- reynd, að flugvélaframleiðend- ur, flugfélög og kjánalegt þjóð- arstolt hefur hefur sett af stað æðisgengið kapphlaup, sem kostar milljarði og sennilega er það ólánlegasta happdrætti, sem nokkur hefur spilað f til þessa. Kannski fáum við íslend- ingar að finna fyrir því, með þvf að verða vaktir nokkrum sinnum á nóttu, af því að við búum á „strjálbýlu svæði“. G. H. Ó. Sýning á nr/ndum Auguste Mayer opnuS iþessarí viku Fyrir um það bil fimm aldar- fjórðungum kom til íslands leiðang ur franskra manna, sein ferðaðist vítt og breitt um Iandið, safnaði hvers konar upplýsingum og gögn- um og gaf nokkrum árum seinna út glæsilegasta ritsafn um ferðina landið og þjóðina, sem nokkru sinni hefur verið gefið út um Is- land. Bæði leiðangurinn og eins rit- safnið er kennt við leiðangurs- stjórann Joseph Paul Gaimard, sem var læknir að atvinnu. Þótti för hans öll hin markverðasta og að henni lokinni héldu íslendingar Gaimard samsæti í Kaupmanna- höfn, en í tilefni af því orti Jónas Hallgrímsson kvæðið „Þú stóðst á tindi Heklu hám“, sem Gaimard var flutt ásamt fleiri kvæðum við það sama tækifæri. í ferðabók þeirra Gaimard’s og fc'Ir.ga hans eru mörg textabindi ÞVOTTAHÚS Vesturbæjar Ægísgötu 10 . Sími 15122 helguð lýsingu á landi, þjóð, sögu hennar og menningu, jarðfræði la.cdsins o.s.frv. En það sem gert hefur rit þetta öðrum hliðstæðum ritsöfnum glæsilegra, eru samtals fjögur stór myndabindi sem fylgja textanum. Af þessu eru þrjú bind- in miklu frægust, með Iandslags- myndum, þjóðlífsmyndum, mynd- um af byggingum, dýrum og fólki. Bæði texta- og myndabindin eru talin til hinna mestu fjársjóða og vafasamt að öllu Jýrari bækur um ísland hafi nokkru sinni komið á bókamarkað. Verðgildi þess nemur tugum þúsunda króna, ef það kem- ur á annað borð einhvers staðar til sölu. Geta má þess að Bókfells- útgáfan gaf fyrir nokkrum árum út nokkurt úrval af þessum mynd- um í snoturri bók og nefndi hana „í !and við aldahvörf". Um miðja þessa viku verður opnuð sýning á myndunum úr þessum þrem myndabindum, en sá sem teiknaði þær hét Auguste Mayer. Myndimar eru samtals um 200 talsins sem sýndar verða. Eigandi þessa merka myndasafns er Gunnar Hall kaupmaður. Hann hefur látið prenta skrá yfir mynd- irnar og í inngangi segir hann m. a. um þær: „Myndirnar eru allar skínandi fallegar, og hafa gert Islandi hið mesta gagn út á við. Að ekki sé þar ofsögum sagt, má sjá af þvf, að lengi framan af og alveg fram á okkar daga, hafa myndir Mayers verið birtar í erlendum bókum um land okkar. Myndasafninu var tekið ákaflega vel um gjörvalla Evrópu. Ekki er kunnugt um það, hvað upplagið af því var mikið, en mjög mikið getur það varla hafa verið með þáverandi tækni steinprentsins, auk þess sem útgáfan var mjög dýr. Myndasafnið mun um alla framtíð gera okkur ómetanlegt og varanlegt gagn, þar sem það geymir fyrir okkur merka þætti úr þjóðlífi voru, sem horfnir eru fyr- ir meira en einni öld, án þess að veruleg spor þeirrá sjái lengur. Myndirnar eru því söguleg heim- ild og menningarsögulegt gagn, þar sem þær geyma minjar hins liðna tíma.“ Sýningiri verður aðeins opin i 5 daga, eða frá 27, —31. þ. m. Myndirnar verða allar til sölu og á þann hátt gefst mönnum kostur á að skreyta híbýli sfn eða skrif- stofur með gömlum, fallegum myndum frá íslandi. barr.a uí taka til starfu 230 börn ó suinardvalaheimilum Rnuða krossins í sumar Um þessar mundir eru sum- ardvalarheimilin fyrir yngstu börnin í nágrenni Reykjavíkur að taka til starfa. Reykjavíkur- deild Rauða kross fslands mun starfrækja 3 sumardvalarheim- ili í sumar og munu 230 böm fá vist á þeim. Vorboðinn mun starfrækja eitt heimili og Sjó- mannadagsráð annað. Heimili þessi eru fyrir 4—7 ára gömul börn. Sumardvalarheimili Rauða krossins verða að Laugarási í Biskupstungum, að Efri-Brú í Grímsnesi og að Silungapolli. Að Laugarási munu dveljast 120 börn f 6 vikur og 60 í 12 vikur. Að Efri-Brú munu verða 30 börn í 12 vikur og 20 böm að Silungapolli. Rauði krossinn starfrækir nú í fyrsta sinn sum ardvalarheimili að Efri-Brú og er það vegna aukinnar eftir- spurnar eftir sumardvalarvist. Sjómannadagsráð mun starf- rækja í sumar sumardvalarheim ili að Laugalandi í Holtum í tiltölulega nýju skólahúsi. Verða þar 49 börn í 70 daga. Börn sjómanna ganga fyrir um vist þar. Þetta er annað sumarið, sem Sjómannadagsráð starfræk ir sumardvalarheimili, en starf- ræks'.a þess s. 1. sumar gaf góða raun og mæltist vel fyrir með- al sjómanna. Þá mun Vorboðinn, sem Verkakvennafélagið Framsókn stendur að, starfrækja sumar- dvalarheimili að Rauðhólum eins og undanfarin sumur. Flest sumardvalarheimilin munu taka til starfa í byrjun júnfmánaðar. EES ssin

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.