Vísir


Vísir - 27.05.1964, Qupperneq 1

Vísir - 27.05.1964, Qupperneq 1
Þokast í samningamálum Sáttasemjari hélt fund með samn- inganefnd verkalýðsfélaganna á Norðurlandi og Austurlandi og full trúum vinnuveitenda í nótt og stóð fundurinn til kl. 2.30 Annar fundur er boðaður í kvöld. Vísir náði sem snöggvast tali af Björgvini Sigurðssyni framkvæmda stjóra Vinnuveitendasambands ís- Iands í morgun en hann hefur tekið þátt í samningaviðræðunum und- anfarið. Kvað hann einkum hafa verið fjallað áfram um ýmis kjara- atriði samninganna sl. nótt en lít- ið um kaupgjaldið enda færi kaup- ákvörðunin mikið eftir niðurstöðu viðræðna ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar en senni- lega yrði fundur með þeim aðilum í dag. Björgvin Sigurðsson sagði, að nokkuð hefði þokazt í áttina í samningaviðræðunum við fulltrúa verkalýðsfélaganna á Norður- og Austurlandi. y 5 PIL TAR STÓRSLASAST í BIF: REIÐAÁREKSTRIÁ HELLISHEIÐI f gærkveldi varð enn eitt stór slysið í nágrenni bæjarins í sambandi við umferðina, og að þessu sinni rétt fyrir neðan Skiðaskálann í Hveradölum. Þar rákust á tvær fólksbifrelðir, Kaiser-bíll af árgerðinni ’52 með Reykjavíkur skrásetningarmerki og Volkswagenbíll af bílaleigu, skrásettur í Ámessýslu. í fyrrnefnda bílnum var að- eins einn maður, sem slapp við meiðsli, en í Volkswagenbifreíð inni voru 5 menn, sem allir slös uðust. Voru tveir þeirra fluttir í sjúkrahús, aðrir tveir fluttir í sjúkrahús í morgun en einn var þá eftir í Slysavarðstofunni, allir meira og minna skrámaðir, brákaðir og brotnir. Vísir átti í morgun tal af manni, Sigurði Harðarsyni, sem kom á slysstaðinn rétt á eftir sjúkrabílunum. Hann sagði að- komuna hafa verið Ijóta. Bíl- arnir klesstir saman að framan og Kaiser-bíllinn ónýtur að því er virtist, og Volkswagen-bíll- inn litlu skárri. Hann var klesst ur niður í jörð að framan, stýr- ið brotið og framrúðan hafði hrokkið úr í einu lagi og lá brotin fremst á bílnum. Afstaða bílanna á veginum var þannig, að engu líkara var en hér hafi verið tekinn upp hægri handar akstur, sagði Sig- urður. Þegar Sigurður kom á stað- inn, var búið að flytja þrjá hina mest slösuðu inn í sjúkrabif- reiðarnar og þar lágu þeir hreyf ingarlausir, en ekki vissi hann hvort þeir voru með meðvitund eða ekki. Hinir tveir voru á stjái úti, ökumaðurinn allbratt- ur, þrátt fyrir sýnileg meiðsli, allur skrámaður og blóðugur, annað augað í honum sokkið og með aðra höndina í fatla. Á hin um manninum sá lítið, annað en það að hann var með blóð- nasir. Kristmundur Sigurðsson rann sóknarlögreglumaður tók rann- sókn málsins í sínar hendur og hann skýrði svo frá, að Kaiser- Frh. á 6. bls. Myndin var tekin á slysstað við Skíðaskálann. Tveir sjúkrabílar á staðnum. FLESTIRKJÓSA SAMEIGINLEGTÍS- LEHIKT 0G TELSTARSJÓNVARP Fyrir nokkru létu Menningar- samtök háskólamanna fram fara skoðanakönnun um afstöðu ís- lendinga til sjónvarps. Könnunin var framkvæmd símleiðis með þeim hætti, að hver spyrjandi fékk ákveðinn blaðsíðnafjölda í síma- skránni til umráða og hringdi síðan í fimmta hvert símanúmer og bað fullorðinn mann á viðkomandi Blaðíð í dag heimili að taka afstöðu til fimm hugsanlegra atriða varðandi fram- tíðarskipulag sjónvarps hér á Iandi. Taka verður fram, að úrtak þetta var hvorki nógu alhliða né nægur fjöldi spurður til þess að gefa tölulega óvefengjanlegar niður- stöður. Hins vegar ætti þetta að gefa nokkra vísbendingu um álit og óskir fólks. Spurt var bæði í Reykjavík og Akranesi og einnig fór fram könnun meðal kennara. Þá kom einnig í ljós, að um 20% af þeim sem spurðir voru í Reykjavík höfðu sjónvarp á heim- ili sínu. 3) Viljið þér aðeins islenzkt sjón I varp? Þessu svöruðu 17 játandi í I Reykjavík, 9 á Akranesi og 3 í hópi kennara. Framhald á bls. 6 Nehru forsætisráðherra. NEHRU, forsætisráðherra Indlands, lézt í morgun ? I BIs. 2 Dauða-Ieikurinn i \ Lima. — 7 Langur læknisdagur, viðtal við Bjarna Snæbjörnsson. — 8 Grein um konuránið i Frakklandi. — 9 Kurt Zier skrifar um sýningar Eirfks Smiths og Hafsteins Austmanns. Hér fara á eftir spurningarnar og þau svör sem við þeim voru gefin. 1) Viljið þér halda r.úverandi á- standi í sjónvarpsmálum óbreyttu eftir því sem unnt er? Þessu svöruðu 7 játandi í Reykjavik, enginn á Akranesi og enginn í hópi kennara. 2) Viljið þér bæði, bandarískt og íslenzkt sjónvarp? Þessu svöruðu 11 játandi . Reykjavík, 4 á Akranesi og 4 í hóni kennara. í NTB-frétt frá Nýju Dehli árdegis í dag segir, að látizt hafi í morgun á heimili sínu þar Pandit Nehru forsætisráðherra, 74 ára að aldri. Aikunnugt er, að Nehru hafði ekki gengið heill til skógar allt undangengið ár eða jafnvel lengur, en hann þráaðist við, að biðjast lausnar, og sætti gagnrýni fyrir. í marz s.l., eftir að hann var talinn hafa náð sér nokkurn veginn eftir alvarleg veikindi, kom hann svo lasburða á þingfund, að vart heyrðist til hans, er hann svaraði fyrir- spurnum, og reis þá upp einn stjórnarandstæðinga: „Það er hægt að búa við það, að veikur konungur fari með völd, en ekki við það, að svo lasburða forsætisráðherra gegni störfum, að hann geti ekki svarað fyrirspurnum“. Stjórnarsinnar hrópuðu þing- manninn niður, en það var við- urkennt einnig í fiokki Nehru’s, Kangressflokknum, að hann hefði sagt það, sem satt var. En nú er hann fallinn frá, læri sveinn Gandhis, . ijórnmálamað- urinn, sem ávallt verður minnzt sem fyrsta leiðtoga sjálfstæðs Indlands og baráttumanns fyrir þeirri stefnu, að Indland yrði hlutlaust. Hann var fæddur í Allapabad 1889 af göfugum ættum. FaSir Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.