Vísir - 27.05.1964, Side 3
VÍSIR . Miðvikudagur 27. maí 1964.
\
Ilmur úr grasi...
Fátt er eins heilnæmt og upp
lifgandi íyrir andann og blóma-
rækt, eöa garðyrkjustörf í ein-
hverri mynd. Og þegar gott er
veður, er vart hægt að hugsa
sér nokkuð yndislegra en að
rölta um og teyga í sig gróður-
Hminn.
Og nú er byrjað að taka til
í öllum görðum Reykjavíkur, og
reyndar um land allt, svo að
fólk megi sem bezt njóta þess
að ganga um þá. Þessar ungu
stúlkpr hér á myndunum
dreifðu sinni eigin fegurð um
vinnustaðinn. Það var sólskin,
enda voru þær í sólskinsskapi,
og handtök'in mjúk og hiý. Það
er svo ótalmargt, sem gera þarf
til þess að garðar verði fallegir.
Hreinsa burtu sprek og annað
rusl, klippa greinar og „hressa
upp á“ moldina. Þær unnu rösk
lega við þetta, stúlkurnar, og
lyktin, sem barst okkur að vit-
um, var dásamlegt sambland af
moldarlykt og Channel five.
(Myndirnar tók ljós. Vísis I. M.)
.. :
12 nýjar fóstrur
Skólaslit fóstruskóla Sumar-
gjafar fóru fram s.l. laugardag,
og var þá 12. nemendahópur-
inn brautskráður. Skólastjórinn,
Valborg Sigurðardóttir, hélt
skólaslitaræðuna, minntist
fyrst tveggja látinna nemenda,
þeirra Aðalheiðar Aðalsteins-
dóttur og Lilju Gunnbjörnsdótt-
ur, og ræddi svo um starfsemi
skólans.
Hún drap m. a. á kennaraerf-
iðleika, þar sem skólastjórinn
væri eini fasti kennarinn, en
þakkaði jafnframt hinum fjöl-
mörgu stundakennurum óeigin-
gjarnt og vel unnið starf. Val-
borg gat þess einnig, að aðstaða
skólans hefði stórbatnað, er
hann um síðustu áramót flutti
úr húsnæði Sumargjafar, og í
núverandi húsnæði skólans að
Fríkirkjuvegi 11.
Þá tók til máls fulltrúi nem-
enda, sem þakkaði Vaiborgu fyr
ir þeirra hönd samveruna, og
færði henni að gjöf fallega silf-
urskeið. Það voru alls 12 stúlk-
ur, sem brautskráðust að þessu
sinni, og efstar af þeim voru
þær Edda Gísladóttir, með 9,17,
og Elín Káradóttir með 9,15. —
Myndina tók Ijósm. Vísis, I. M.,
af Valborgu í ræðustól.