Vísir - 27.05.1964, Side 6

Vísir - 27.05.1964, Side 6
6 VlSIR . MiSvikudagur 27. maf 1964. l i' I » Læknir — - y Framh. af bls. 7 og hófsamastur, reykti hvorki né drakk, fór úr hjartatrombosis á bezta aldri — hann hefði átt að hjóla, þá hefði hann lifað lengur“. „Smakkið þér vín? Teljið þér það óhollt?" „Ég hafði gaman af því einu sinni í glöðum hópi, en fyrir fjörutíu árum höguðu örlögin því þannig til, að ég gekk í stdku. Svoleiðis var, að ágætur vinur minn var kominn hætt af völdum Bakkusar. Hann sagðist mundu ganga í stúku ef ég gerði það líka með honum. Varð það úr, og næstu 5-7 ár var ég í bindindi; svo dó stúkan, og vin- ur minn byrjaði aftur að súpa. Ég hef sjálfur ekki smakkað brenndar veigar í öll þessi ár, í hæsta lagi fengið mér glas af léttu víni stöku sinnum". |~ ^æknirinn hallaði sér aftur á bak í stólnum og teygði úr fótunum. „Skerið þér enn upp sjúkl- inga eins og jafnaldri yðar dr. med. Halldór Hansen“ „Ég er nú hættur því fyrir nokkrum árum.“ Árið 1926 gerðist Bjami lækn ir við St. Jósefsspítalann — þeir eru ekki ófáir Suðurnesja- mennirnir, sem hafa lagzt und- ir hnífinn hjá honum. („Maður var alltaf með lífið í lúkunum að sjúklingurinn fengi líf- himnubólgu — þrjá fyrstu sól- arhringana eftir skurðaðgerð svaf maður lítið“) „Hvernig farnaðist yður?“ „Ég var yfirleitt heppinn og það tel ég mikið að þakka sam- vizkusemi systranna á spítalan- um — þær gættu þess vel, að grisjur og öll tæki væru dauð- hreinsuð og yfirleitt að fyllsta hreinlætis væri gætt i sam- bandi við aðgerð." „Var erfitt að óperera?" „Það reyndi á fæturna að standa upp á endann tvo — þrjá klukkutíma — ég spurði eitt sinn Halldór Hansen, hvern ig hann færi að því að ná þreyt- unni úr fótunum. „Ég stend á haus eftir aðgerð“ sagði hann, „hvort hann gerir það enn þori ég ekki segja um.“ jDjami Snæbjörnsson var þing- maður Hafnfirðinga í átta ár. Hann hafði ekki mikið fyr- ir þvl að vera kosinn í höf- uðvígi Alþýðuflokksins — þurfti varla að lyfta til þess fingri eins og einhver góður maður sagði. Hitt er annað mál, að hann var ekkert sérstaklega stjórnmálalega sinnaður — hann var meira félags- og fram- farasinnaður. Magnús Guð- mundsson, þáverandi ráðherra, kom að máli við Bjarna, þeg- ar átti að kjósa þingmann fyr- ir Hafnarfjörð árið 1931, — áður höfðu tveir þingmenn ver- ið fyrir Gullbringu- og Kjós, en Hafnarfjörður var gerður að sjálfstæðu kjördæmi til þess að tryggja, að alþýðuflokksmað- ur hreppti þingsætið. „Ég hafði aldrei skipt mér af pólitík. Magnús reyndi að telja mér trú um, að þeir, sem vit hefðu á, segðu, að ég væri eini maðurinn, sem gæti kom- izt á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn I Hafnarfirði, og ég lét tilleiðast af sérstakri ástæðu.“ „Var ekki eitthvað um víga- ferli í pólitíkinni I Hafnarfirði?“ „Stjórnmálin fóru aldrei út I ljótan leik hér og býst ég við að það hafi verið að þakka Málfundafélaginu „Magna“ hér í bæ, sem Valdimar Long, Þor- leifur Jónsson og fleiri voru hvatamenn að. Fundir voru haldnir vikulega og þar mættu leiðandi menn I bænum, sem aMMjmiMjiiiMm.yr HnB voru á öndverðum meið hver við annan og sögðu slnar skoð anir og voru jafngóðir vinir á eftir. Nei, öldurnar í pólitíkinni voru aldrei jafnháar hér eins og t.d. á ísafirði." „Hvernig er bæjarbragurinn í Hafnarfirði?“ „Mér finnst hann ágætlega góður — en það er hins vegar nokkuð erfitt að halda uppi skemmtana. og félágslífi vegna nálægðar við Reykjavík. Ég get ekki hugsað mér viðfelldnara fólk en Hafnfirðinga.“ „Er ekki talsvert af innfluttu fólki I bænum — hvaðan kem- ur það helzt?“ „Hingað hefur verið straumur úr Árnessýslu og svo er líka töluvert af Vestfirðingum." Þegar Bjarni læknir settist að 1 Hafnarfi-rði voru þar tveir togarar og 2 kútterar og nokkr- ir smáir mótorbátar og 1700 íbúar — nú er þar yfir 7 þús- und manns, mikill útvegur og annað athafnalíf, en „alltaf er þar jafnfriðsælt", eins og hann sagði — hann kvaðst ekki geta hugsað sér betri stað til að dveljast á („það er svo indælt að vera hér“) „Tók ekki á yður að vinna svona óstjórnlega eins og þér 'gerðuð og gerið enn?“ „Ég get ekki neitað því, að þetta var voðalegur þrældómur — sérstaklega þegar þingstörf- in bættust við, en það bjargaði mér, að ég átti alltaf reglulega gott heimili, átti bamaláni að fagna og konu, sem alltaf sá um það, að ég hvíldist, ef hvlld var að fá.“ — stgr. Sfsengvsiði — Framhald af bls. 9. Þá gefur félagið út ritið Veiði- um á ári, maðurinn, sem kemur út 4 sinn- í félaginu starfa margar nefndir. Fyrst og fremst starfar sérstök nefnd við hvert veiðisvæði, hefir þar umsjón og eftirlit bæði með veiðisvæðinu sjálfu og eignum fé- lagsins, sér um að húsin séu í góðu lagi, bátar séu á sínum stöð- um, aðgreiningu á veiðisvæðum og margt fleira. Félagið hefir á stefnuskrá sinni að hvetja menn til að iðka stanga- veiðina sem sport eða Iþrótt, en leggja ekki höfuðáherzluna á að veiða sem mest. Veiði á flugu hef- ir mikið aukizt og fjölgar þeim veiðimönnum ört, sem snerta helzt ekki annað agn. Hefir það komið í Ijós, að um 33% af allri veiði fé- lagsmanna undanfarin 2 sumur er veidd á flugu, og mun það hlut- fall enn eiga eftir að batna. Vegna hinnar öru fjölgunar fé- lagsmanna verður erfiðara með ári hverju að útvega öllum viðunandi veiðisvæði. Hin öra hækkun á öll- i um sæmilegum veiðiám, vegna j gegndarlausra tilboða bæði frá inn- ; lendum og erlendum aðilum gerir; framvindu þessara mála mjög 1- i skyggilega. Það er því eitt mikil- i verðasta verkefni félagsins fram- undan að koma upp eldisstöð og auka fiskiræktina, þvf margar ár eru enn laxlausar, sem vel mætti rækta upp og gera að góðum veiði- ám. Silungsveiði á stöng er og ekki eins mikið stunduð og æskilegt væri, hún getur verið alveg eins skemmtilegt sport og laxveið- in, ef menn nota rétt veiðitæki við hana, léttar flugustengur o. s. frv. U®hm — Framh .af bls. 1 hans var frægur lögfræðingur. Nehru gerðist áhangandi Gand- his 1919. Sextán ára fór Nehru til Bretlands og las lög í háskólanum í Cambridge, en mikils áhuga gætti hjá honum á bókmenntum, heimspeki og stjórnmálum, og las mikið um þau efni. Hann kynntist og varð fyrir áhrifum af brezkum hugs- unarhætti og tengsl hafði hann við áhangendur Fabian-special- ismann, og fékk mikinn áhuga á honum. — En lff hans yarð um mörg ár barátta við Breta, eftir að heim kom, — og þrett- án ár sat hann í fangelsi á tíma sjálfstæðisbaráttunnar, serii lauk með því að Indland fékk sjálf- stæði, en skiptist í tvö ríki (Ind- land og Pakistan), en var áfram innan vébanda brezka sain- veldisins, og Nehru naut þar sem í heimalandi sínu og út um allan heim viðurkenning- ar sem heimsleiðtogi. SStóSiesiáis^cirp — Framn at nls 1F fræðikennslu með viðeigandi tækjum, og aðra sérkennslu. Telur fræðslustjóri, að kostnað- ur v'ð rekstur stöðvarinnar myndi ekki fara fram úr nú- verandi kostnaði við að sýna reglulega kvikmyndir í skólum borgarinnar, auk þess sem mörg um sinnum fleiri nytu hverrar sýningar samtímis. Nú er það aðeins einn skóli f senn í mesta lagi, en með tilkomu sjónvarps- stöðvar fyrir skólana myndu verða keypt eitt eða fleiri sjón- varpstæki í alla skólana og öll böm og unglingar borgarinnar þvf geta notið skólasjónvarps- útsendinganna samtímis. Jónas B. Jónsson lagði áherzlu á það, í sambaridi við ‘þessa stór athyglisverðu hugmynd sína, að skólasjónvarpið gæti orðið nokk urs konar tilraunastarfsemi fyr ir íslenzkt sjónvarp í framtíð- inni, sem auðvitað kæmi til skjal anna, en drægist sjálfsagt í nokkur ár. Hvort skólasjónvarp starfaði þá áfram sem sjálfstæð stofnun eða yrði fellt inn í aðra íslenzka sjónvarpsstarf- semi, þegar þar að kæmi, yrði reynslan og viðkomandi yfirvöld að skera úr um. En með því að fara nú inn á þessa braut yrði íslenzkt sjónvarp fyrir börn og unglinga í Reykjavík að veru- Ieika nokkrum árum fyrr en ella mætti búast við, og kost- aðl auk þess svo til ekki neitt. Að lokum kvaðst fræðslu- stjóri benda á ein allra þyngstu rökin fyrir nauðsyn þessa máls, sem sé þau, að með þessu móti væri farið inn á þá braut að kenna börnum og unglingum að meta gott sjónvarp, fræðandi sjónvarpsefni, áður en hið al- menna íslenzka sjónvarp kæmi til sögunnar, leggja grundvöll- inn að sjónvarpsmenningu lands manna. Framh. af bls. 16 hendi með ágætum. og hefði framkoma hans verið óaðfinnan- leg, eins og rektor Menntaskólans í Reykjavík Kristinn Ármannsson komst að orði. Þeir rektorar og skólameistarar sem vottorð í svipuðum dúr gefa eru þeir Þórarinn Björnsson skóla- meistari Menntaskólans á Akur- eyri, Jóhann S. Hannosson skóla- meistari Menntaskólans á Laugar- vatni, Benedikt Sigvaldason skóla stjóri Héraðsskólans á Laugar- vatni, Þórir Steinþfrsson skóla- stjóri héraðsskólans í Reykholti, Jón R. Hjálmarsson skólastjóri Skógaskóla, Þórarinn Þórarinsson skólastjóri á Eiðum, Sveinbjörn Sigurjónsson skólastjóri Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og Ólafur öllu eða þá mjög lítið undir áhrifum vins. Hinir piltarnir voru allir meira eða minna drukknir. Jóhann skýrði lögreglunni svo frá, að nokkru áður í gær hefði hann setið inni á Gildaskála og þá komið til sín piltur, sem hann kannaðist við. Sá hafði fengið bíl hjá bílaleigu og var búinn að vera með hann nokk- uð á þriðja dag. Kvaðst hann þurfa að fara í gærkveldi aust- ur f Hveragerði, en þar sem hann væri búinn að bragða á- fengi, vildi hann ekki aka sjálf- ur og bað Jóhann því að aka fyrir sig, hvað hann gerði, þótt réttindalaus væri. 1 ferðina slóg ust þrír aðrir piltar, allir frá ísafirði. Höfðu þeir áfengj með- ferðis og munu hafa verið orðn ir nokkuð drukknir allir fjórir — að Jóhanni einum undan- teknum — þegar slysið varð. Vegna þess að piltarnir eru allir utanbæjarmenn, nema Jó- hann einn, og lögreglan ekki búin að hafa samband við að- standendur þeirra í morgun, taldi hún ekki rétt að gefa upp nöfn þei-rra. Piltarnir voru allir fluttir í Slysavarðstofuna og tveir þeirra strax f sjúkrahús. Annar var fluttur í Landspítalann vegna höfuðmeiðsla, sem hann hafði hlotið, en hinn í Landakotsspí- tala. Sá var höfuðkúpubrotinn. Hinir þrír voru hafðir til rann- sóknar í Slysavarðstofunni f nótt, og kom í ljós, að meiðsli tveggja þeirra voru svo mikil, að þeir voru fluttir í Landspftal ann, en sá þriðji, Jóhann Víg- lundsson, var enn í Slysavarð- stofunnj þegar blaðið vissi síð- ast. Var hann handleggsbrotinn, auk annarra minni meiðsla, sem hann hlaut. Skoðancikönnun - Framh. af bls. 1 4) Viljið þér íslenzkt og alþjóð- legt (Telstar) sjónvarp? Þessu svöruðu 158 játandi í Reykjavík, 22 á Akranesi og 18 í hópi kennara. Hafði þessi spurning því langmest fylgdi, 5) Viljið þér ekkert sjónvarp. Þessu svöruðu 15 játandi f Reykjavík, 7 á „nesi og 3 f hópi kennara. Hlutlausir í öllum spurningunum voru 33 í Reykjavík, enginn á Akranesi og enginn í hópi kennare. Undan spurningum færðust að svara 30 í Reykjavík, enginn á Akranesi og 2 í hópi kennara. SENDIFERÐABÍLL - TRILLUBÁTUR Sendiferðabíll, Dodge ’54. Einnig trillubátur sem nýr,2.5—3 tonn með June Voxel og Vic- toria skellinaðra — til sýnis og sölu. — Sími 12600. ATVINNA Viljum ráða nú þegar nokkra bifvélavirkja og járnsmiði eða vélvirkja. Upplýsingar hjá verkstjóra. DIESELVÉLAR h.f. Sími 32360 'IBÚÐ ÓSKAST Bandaríkjamaður með konu og 3 börn óskar eftir 3—4 herb. íbúð með eða án húsgagna í 1—2 ár. Góð leiga og umgengni. Uppl. í síma 19911 kl. 8—5 og 19193 eftir kl. 5. Haukur Ámason skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Akranesi. Þegar vottorðin höfðu verið lögð fram í réttinum kvaðst Thor mótmæla þeim sem óstaðfestum og vefengja þau. FÆRAST UNDAN KYNNINGUM. Innsiglið á samþykkt skóla- stjóranna fimm, sem rétturinn hefur haft undir höndum hefir nú verið brotið og er plaggið ekki lengur trúnaðarmál. Hér er um að ræða útdrátt úr fundargerðarbók Félags barna og gagnfræðaskóla- stjóra í Reykjavík. Fundurinn var haldinn 19. febrúar 1964. Þar var samþykkt tillaga þess efnis að skólastjórarnir lýstu yfir að „þeir munu framvegis færast undan bókmenntakynningu Kristmanns Guðmundssonar í skólum sínum.“ Á fundinum voru Guðrún P. Helgadóttir, Ástráður Sigurstein- dórsson, Árni Þórðarson, Jón Sig- urðsson, Óskar Magnússon, Pálmi Jósefsson, Magnús Jónsson og Jón Gissurarson. Fyrir réttinum í gær gáfu þeir Ástráður Sigursteindórs- son og Pálmi Jósefsson hins vegar vottorð um að framkoma Krist- manns í skólum þeirra, eða efni það sem hann flutti þar, hafi ekki verið ámælisvert, Magnús Jónsson segir einnig f vottorði að hann sé ekki aðil. að samþykktinni. Réttarhöld í þessu umfangs- milda máli Kristmanns gegn Thor Vilhjálmssyni munu halda áfram. SSyssð — Framh. af bls 1 bfilinn hefði verið að koma að austan en hinn verið á austur- leið. Eins og áður getur, var aðeins einn maður f fyrrnefnda bílrium, hann sagði að Volks- wagen-bfllinn hafi verið réttu megin, á. vegiiium þegar hann sá“> fyrst t'l. hans, en verið á mikilli ferð. Allt í einu skrens- aðb'bflfinn tif hægri óg þvert í veg fyrir hinn. Snarhemlaði þá ökumaður Kaiser-bílsins, en það dugðj ekki til Bflarnir skullu saman og skemmdust báðir svo mjög, að fá varð bíla frá Vöku til að fly.tja þá brott. í Volkswagen-bflnum voru fjórir ungir menn, aðeins einn þeirra búsettur í Reykjavík, Jó- hann Víglundsson, sem var við stýrið. Hann hefur aldrei öðlazt réttindi til aksturs, þótt hann sé kunnur að því að hafa gripið f stýrið stundum áður. Hann var sá eini fimmmenninganna, sem annaðhvort var ódrukkinn með

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.