Vísir - 27.05.1964, Page 8

Vísir - 27.05.1964, Page 8
VÍSIR . Miðvikudagur 27. maí 1964. r VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Vopn gegn verðbólgunni: Verðtrygging sparifjár J-Jugmyndin um verðtryggingu sparifjár vekur æ meiri athygli hér á landi. Sú leið er talin eitt áhrifaríkasta ráðið í baráttunni við verðbólguna. Verðtryggingin er í framkvæmd þannig, að spariféð rýrnar ekki eins og nú á sér stað eftir því sem verðbólgan vex. Þess í stað fjölgar þeim krónum, sem á vöxtum liggja í réttu hlut- falli við verðhækkanir í þjóðfélaginu, þannig að sá, sem spariféð á, verður ekki fyrir þeim skakkaföllum, sem nú eiga sér stað. Þetta þýðir jafnframt, að einnig verður að verðtryggja lánin, þannig að sá, sem lán tekur, verður að greiða þau hærri upphæð til baka oð lánstímanum loknum í réttu hlutfalli við vöxt verð- bólgunnar. Lánin verða með öðrum orðum vísitölu- ryggð, eins og nú tíðkast um hluta Húsnæðismála- ítjórnarlánanna. f^ostir þessarar leiðar eru augljósir. Ef almenningi er Lryggt það, að spariféð rýrnar ekki, þótt það liggi ár- um saman á banka verður hvötin hálfu minni til þess að eyða því nær samstundis, eða koma aurunum í fast sem kallað er. Óttinn við verðrýrnunina hefir valdið því að fjöldi fólks hefir lagt fjármuni sína í fasteignir og aðra fjárfestingu umfram beinar þarfir, sem hefir svo orsakað óeðlilega hátt verð á fasteign- um og mikla spennu og umframeftirspurn. Sú spenna ýtir síðan á ný undir verðbólguna og þannig myndast vítahringur, sem erfitt hefir reynzt að rjúfa. Og marg- ir eyða nú því fé, sem þeir ella myndu leggja fyrir í hálfgildings óþarfa vegna þess, að fólk segir sem svo: það þýðir ekkert að eiga peninga. Er það önnur meg- inorsök þeirrar miklu þenslu, sem verið hefir að und- mförnu í þjóðfélaginu. V hinn bóginn koma svo verðtryggðu lánin. Ef þau verðá tekin upp er loku fyrir það skotið, að menn íagnist á verðbólgunni, eins og nú er, a. m. k. í jafn niklum mæli. Nú þykist hver og einn hólpinn, sem án fær vegna þess að hann veit, að ekki þarf eftir 15 ár að greiða nema raunverulegt brot þess aftur. Verðtrygging mundi því örugglega draga að mun úr eftirspurn eftir lánsfé. Það hefði þær afleiðingar, að íé væri til handa þeim, sem raunverulega þurfa á því að halda, en ekki þeim, sem „spekúlera" með lánin, eins og nú tíðkast alltof mikið. í ísrael eru öll lán til íengra en 2 ára verðtryggð á þennan hátt og svipað ^ildir í Svíþjóð. Þess vegna er tímabært að við íslend- ngar könnum til hlítar, hvort hér er ekki þjóðráð á Lerðinni, áhrifaríkt ráð til þess að setja niður verð- bólguna og draga úr ofsaþenslunni á peningamarkaðin- im. Ólafur Björnsson bar fyrir nokkrum árum fram íingsályktunartillögu um málið, og rannsókn hefir far- ð fram á því nú þegar. Væri fróðlegt að heyra opin- lerlega, hverjar niðurstöður hennar hafa verið. KONURÁNIÐ MINNTI Á ,, SJÓNVÁRPS-DRAMA ‘ ‘ „FORSPRAKKINN VAR SJÁRMERANDI" Þegar Mme Dassault aldraðri eiginkonu eins auðugasta mill- jónamærings Frakklands var rænt í fyrri viku vakti .það að sjálfsögðu heimsathygli og um allan heim var spurt hvað mundi hér á bak við: Var til- gangurinn að krefjast mikils lausnarfjár — eða ef til vill að ná mikilvægum upplýsingum með hótunum frá eiginmannin- um, en hann smíðar m.a. Mystereherþotur og annað til hernaðarlegra nota? Og hverjir voru hér að verki: OAS-menn — leyniherinn franski, sem allir muna eftir úr Alsírstyrjöldinni og síðar, eða venjulegir, bíræfn- ir bófar, sem hugðust hafa fé út úr milljónaeigandanum? En konan fannst og 3 ræningjanna voru handteknir á sunnudag og í gær hafði Iögreglan það upp úr Mathieu Costa, einum hinna handteknu ræningja, að forsprakkinn hefði verið Jean Pierre Francois Casanova, al- ræmdur bófi, og lék sá enn lausum hala, er síðast fréttist. 15.000 MANNA LEIT BAR ÁRANGUR EFTIR 36 KLST. Það var fyrir helgi, sem kon- unni var rænt, er þau hjón voru fyrir utan hús þeirra í París. Ræningjarnir voru vopn- aðir og með grímur. Dassault, maður rúmlega sjötugur, var barinn niður, en frúin 65 ára, veitti mótspyrnu með regnhlíf að vopni, en var ð að lúta í Iægra haldi og var knúin inn í bifreið, og ekið brott í skyndi. Þegar var skipulögð mesta leit í sögu franskrar lögreglu og settar upp vegatálmanir allt í kringum Paris, en í leitinni tóku þátt 3000 CRS-menn, sér þjálfaðir í að bæla niður upp- þot, 5000 venjulegir lögreglu- þjónar, og 6000 hernaðarlega þjálfaðir lögreglumenn. Allt þetta lið fékk skipun um að leita í París og nágrenni innan 200 km hringsvæðis, þar sem miðhluti Parisar var miðdepiil. Tveir lögregluþjónar Dupont og Lefevre fundu konuna I af- skekktu húsi 55 km. fyrir norð- an París, í Beavais-skógi. Hjá henni var einnig varðmaður, er átti að gæta hennar, Mathieu Costa, 26 ára að aldri Það voru óp konunnar, sem leiddu til björgunar hennar. Dupont og Lefevre voru að byrja leit í húsinu, er þeir heyrðu ópin og spurðu: „Hvað gengur hér á?“ — „Ég er Mme Dassault", var svarað. Þetta var kl. 10.30 árdegis s. 1. sunnudag — 36 klst. eftir að ránið átti sér stac5. ÁRÁSARMENNIRNIR VORU FJÓRIR. Árásarmennirnir voru annars fjórir. Og tveir til viðbótar voru handteknir þremur stund- arfjórðungu.a eftir að frúnni var bjargað. Costa sagði annars, að hann hefði ekki tekið þátt í ráninu, en hinir leigt hann til þess að vera á verði yfir kon- unni. Árásarmennirnir, sem hand- teknir voru á eftir Costa, eru bræður og heita Gabriel og Gaston Darmon, og er hinn síð- arncfndi eigandi búgarðsins. Gabriel kom akandi gegnum Villers-Saint-Leu I hvítum Taunusbíl, er hann var stöðv- aður, og kvaðst bara vera á Jeið heim, en Gaston var tekinn annars staðar, akan^i í gráum Citronebíl, og kvaðst „vera á leið til búgarðs síns“. Hann hafði reynt að flýja, og var stöðvaður eftir langan eltingar- leik. FORSPRAKKINN VAR „SJARMERANDI". Mme Dassault er hugrökk kona, sem starfaði m.a. í neð- anjarðarhreyfingunni á stríðs- árunum og kynntist fangabúð- um nazista. — Þegar hún sagði söguna um ránið í lögreglustöð- inni bar hún ræningjunum alls ekki illa söguna, og sagði enda um forsprakkann, að hann hefði verið „sérlega sjarmerandi". „Ég gerði mér þó grein fyrir, að þeir voru hættulegir rnenn", sagði hún. „Ég var ekki hrædd, en vissi, að búast mátti við hverju sem vera skyldi af þeim. Þegar þeir höfðu þvingað mig inn í bílinn kefluðu þeir mig og svæfðu með klóróformi, lögðu mig niður á gólfið og breiddu svart klæði yfir höfuð mér. Og ég vissi ekki af mér. Þegar ég vaknaði sagði for- sprakkinn: Við gerum yður ekki neitt. Við förum með yður til Orleans. Ef þér verðið „góðar“, verðum við það llka. Og vitan- lega var ekki um annað að ræða. Og ég var „góð“. EINKENNILEGUR TJALDSTAÐUR. — En þeir fluttu mig í hús- ið þarna I skóginum og komu mér fyrir í eins konar tjaldi inni í því. Mér var kalt, en þeir létu mig fá teppi, og ég fékk það sem ég bað um, jafnvel enskt buff grill-steikt — með kartöflum. Mér leið illa um nóttina, en um morguninn var allt svo und- arlega kyrrt. Ég fór á stjá og varð þess vör að mín var gætt Svo börðu lögreglumennirnir að dyrum og vörðurinn skalf eins og espilauf — og ég var búin að fá nóg og æpti. HIN „KLASSISKA AÐFERГ. Bouvier lögreglufulltrúi stjórnaði leitinni og beitti gam- alkunnri, sígildri aðferð, sem var m.a. notuð betrumbætt í sókninni gegn OAS 1961 og 1962 — en kráareigandi í þorp- inu Villers-Sous-Saint-Leu lét lögreglunni í té lista yfir mann- Iaus hús, en það er sem s*5 einn þáttur hinnar „klassisku aðferðar" að leita í slíkum hús- um. EKKERT LAUSNARGJALD. . Daussault vék ekki frí uím- anum meðan leitað var að -.or.u hans. Er hún var fundin sagJi Framh á 10 síðu. WRæE&sr.'Ssm

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.