Vísir - 27.05.1964, Síða 16

Vísir - 27.05.1964, Síða 16
Miðvikudagur 27. maí 1964. Aðalfundur Vinnuveifendu- sumbundsins Aðalfundur Vinm/veitendasam- bands Islands hefst í Reykjavík á morgun kl. 2 e.h. í Súlnasal Hótel Sögu. Formaður sambandsins, Kjartan Thors, setur fundinn, en Björgvin Sigurðsson framkv.stjóri sambandsins mun flytja skýrslu um starfsemina á liðnu starfsári. Allar eigur veitingamanns á uppboð Veðhald leyst af bókhaldi — enginn gæzlumaður fæst að búinu Eftir 10 daga verður haldið opinbert uppboð á öllum eign- um þrotabús Brynjólfs Brynj- ólfssonar, veitingamanns á Ak- ureyri. Þriðji skiptafundurinn í gjaldþrotamáli veitingamanns- ins var haldinn í gær og öllum tilboðum, sem þar komu fram, hafnað. Hótel Akureyri hefur nú verið lokað í nokkurn tíma, eða síðan eftlr fyrsta skiptd- fundinn. Enginn maður er nú til þess að sjá um alifugla- og svínabúið, svo ef til vill verður að sláta einhverjum hluta bú- stofnsins, áður en uppboðið fer fram, en Brynjólfur Brynjólfs- son veitingamaður tók að sér að h'rða skepnurnar í dag. Alls hafa komið fram fimm tilboð í eignir veitingamanns- ins. Tilboð sem hljóðaði upp á Rannsókn í vændismáli Hjá rannsóknarlögreglunni í j bænum, sem jafnframt bárust til Reykjavík er þessa dagana til með ferðar og rannsóknár mál út af hugsanlegu vændi í ákveðnu húsi við Tjamargötu. eyma lögreglunnar, svo hún taldi sig ekk; lengur geta látið málið ' afskiptalaust. Lögreglan hefur um nokkurt skeið haft grunsemdir um að þarna hafi á stundum verið helzt til glatt á hjalla og jafnvel að siðferðinu hafi verið ábótavant. Síðustu dag- ana jukust hviksögur um þetta í fyrrinótt gerði lögreglan aðför að húsinu og tók til yfirheyrslu það fólk sem var þar fyrir í á- kveðinni íbúð. Meðal þeirra sem teknir voru var ungur piltur, sem fluttur var í fangageymslú lögregl- unnar meðan á fyrstu yfirheirsl- um stæði, án þess þó að hann væri úrskurðaður í gæzluvarðhald. Rannsóknarlögreglan staðfesti við Vísi í morgun að yfirheyrslur hafi farið fram í gær, yfir nokkr- um manneskjum, sem við sögu hafa komið í umræddu húsi. Hins vegar taldi lögreglan sig þess ekki umkomna — eins og sakir standa — að skýra nánar frá málavöxtum þar sem rannsókn er enn skammt á veg komið. 1 ]/2 milljón í allar eignir Brynj- ólfs, kom frá þeim Skarphéðni Ásgeirssyni, forstjóra Amaró, og Árna Árnasyni, forstjóra Byggingavöruverzlunar Tómas- ar Björnssonar. Til vara kom tilboð frá þessum sömu mönn- um í allt innbú Hótel Akureyr- ar og hljóðaði það upp á 575 þús. Eftir fyrsta skiptafundinn var innbúið metið á 1 milljón og 20 þús. Tilboð kom fram í jörðina Grænhól og var það til boð 150 þús. kr. Þá komu fram tilboð í tvo af bílum veitinga- mannsins. Öllum þessum tilboðum hefur nú verið hafnað. Ekki þótti kröfuhöfum fjarri lagi að selja Grænhól á 150 þús., en þó þótti þeim ekki rétt að rýra verðgildi bústofnsins, með því að selja jörðina sjálfa. Þá var bæjar- stjórinn á Akureyri samþykkur því að taka tilboðinu í innbú hótelsis, m. a. til þess að hægt sé að opna hótelið strax, vegna skorts á hótelherbergjum í bæn- um. Félagsgarður h.f. á hótelið sjálft, en þar eru þeir Skarp- héðinn og Árni tveir stærstu hluthafarnir. Þá hefur það gerzt í málinu, að lögfræðingur sá, sem feng- inn var til þess að koma reglu á bókhald veitingamannsins, sem var nokkuð mikið starf, sá fram á það, að hann fengi ekk- ert greitt fyrir sína vinnu. Greip hann þá til þess að leggja veð- hald á bókhaldsbækurnar. Það gerðist svo á fundinum í gær, að samþykkt var að leysa þetta veðhald af bókunum og greiða lögfræðingnum. Gæzlumaðurinn við alifugla- og svínabúið hefur nú sagt upp starfi sínu og enn hefur ekki fengizt maður til þess að sjá um skepnurnar, en Brynjólfur veitingamaður tók að sér að hirða þær í dag. Ef gæzlumaður fæst ekki við búið, má fastlega gera ráð fyrir að slátra verði einhverju af bústofninum áður en uppboðið fer fram. Samkvæmt bókhaldi nema skuldir veitingamannsins 11 milljónum króna, en telja má fullvíst að þær séu nokkru hærri, aðallega vegna áfallinna opinberra gjalda. Á fyrsta fund inum mættu 16 menn fyrir hönd kröfuhafa, en stærstu kröfuhaf- arnir eru Otvegsbankinn, KEA, ríki og bær. Fræðslustjórí vill tafaríaust stofna / Reykjavík Það kostar aðeins 2.5 milljónir króna að kaupa skólasjónvarpsstöð fyrir skólana í Reykjavík, það mætti hafa hana í kennslustofu, t. d. mætti fá húsrými fyrir hana í barnaskóla Austurbæjar og hún yrði sérstaklega vel staðsett þar, uppi á Skólavörðuholtinu, en þó e. t. v. ennþá betur staðsett á Golfskálahæð inni, myndi þá ná til Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Hér er miðað við 100 vatta stöð með 8 kílómetra löngum geisla (radius). Jónas B. Jóns- Jónas B. Jónsson fræðslustjóri. son, fræðslustjóri Reykjavíkur- borgar, hefir persónulegan á- huga á að þessari skólasjón- varpsstöð verði komið upp nú þegar, og sjónvarpað 1—2 klukkustundir á dag fræðslu- myndum fyrir barna- og ungl- ingaskólana. Vísir átti í morgun viðtal við Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra,^ um þessa hugmynd hans og á- hugamál. Hann tók það skýrt fram í upphafi, að' mál þetta hefði enn eigi verið rætt í fræðsluráði, en þar þyrfti það að ræðast, svo og í borgar- stjórn, við fræðslumálastjórn landsins, og síðast en ekki sízt við kennarana sjálfa, áður en nokkrar ákvarðanir yrðu teknar. En jafnframt tók hann fram, að hann myndi nú taka þetta mál upp við rétta aðila, þar eð hánn væri þeirrar skoðunar, að fylli- lega tímabært væri að gera sér grein fyrir því, hvort ekki væri rétt að Reykjavíkurborg kæmi upp skólasjónvarpsstöð. — Fræðslustjóri hefir kynnt sér skólasjónvarpsstarfsemi sérstak lega í Bandaríkjunum og athug- að verð á sjónvarpsstöðvum, sem sérstaklega eru framleidd- ar fyrir skólasjónvarp. Hefir hann helzt augastað á 100 vatta stöð, sem fyrr segir, sem kosta myndi 2l/2 milljón króna upp- sett. Það er vönduð sjónvarps- myndavél með 4 linsum, og þarf ekki nema einn mann til að stjórna útsendingunni auk kenn- ara, sem skýrði kvikmyndir eða annaðist kennslu án mynda, t. d. tungumálakennslu, eðlis- Framh. á bls. 6 Umfungsmikið meiðyrðumúl: Níu relctorar og skólastjórar vitna með Kristmanni Undanfarnar vikur hafa staðið yfir réttarhöld í bæjarþingi Reykja vikur f meiðyrða og skaðabóta- máli sem Kristmann Guðmunds- son rithöfundur hefir höfðað gegn RA GNAR í SMÁRA GEFUR A Sí GLÆSILEGA M YNDABÓK Ragnar Jónsson í Smára er um þessar mundir að færa Listaverkasafni Alþýðusamb. nýja og veglega gjöf, en eins og menn minnast færði hann því á árunum stofn að merkasta málverkasafni landsins, með því ag gefa því fleiri tugi mál- verka eftir fremstu listamenn þjóðarinnar. í sambandi við þá gjöf ákvað hann að láta semja og gefa út veglega listasögu íslands og er fyrra bindi hennar nú komið út. Er það í sama broti og fyrri listaverkabækur Helgafells mjög glæsilega myndskreytt. Hefur hann síðan ákveðið að gefa ASÍ allt upplag bókarinnar. Það er Björn Th. Björnsson, sem skrifar listasöguna, og fjall- ar hún um íslenzka list fram til 1920. Er það um miðaldalist og annan aðdraganda íslenzkrar nú tímalistar, þar eru kaflar um Þórarin B. Þorláksson, Einar Jónsson, Mugg, Ríkarð Jónsson, Ásgrím, Kjarval, Jón Stefáns- son, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Sæmundsson, Magnús Árnason, Ólaf Túbals, Eyjólf Eyfells og Ásgeir Bjarnþórsson, svo nokk- uð sé nefnt. Bókin er 220 bls., i henni eru 22 lkmyndir og nærri hundrað svarthvítar myndir. Thor Vilhjálmssyni. Ber Kristmann Thor þeim sökum að hann hafi gróflega ærumeitt sig í greinum í Birtingi og vinni með þvi að því að svipta sig starfi sem bókmennta kynnir við skóla landsins. Fyrir nokkru var skólastjórum nokkurra gagnfræðaskóla stefnt fyrir réttinn að tilhlutan Thors og báru þeir þar að þeir hefðu færzt undan því að Kristmann kæmi í skólana til bókmenntakynningar. Ekki vildu þeir þó gefa upp ítar- legar ástæður fyrir þessum und- anbrögðum, en skiluðu innsiglaðri fundarsamþykkt sinni í réttinn. ÓAÐFINNANLEG FRAMKOMA. I réttarhaldi í gær lagði lögfræð- ingur Kristmanns, Ólafur Þor- grímsson hrl., hins vegar fram vottorð frá níu skólastjórum, mennta- og gagnfræðaskóla, um að þeim væri ljúft að fá Kristmann í heimsókn í skólana og teldu að hann hefði leyst verkefni sitt af Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.