Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Föstudagur 5. júní 1964. Cigur Barry Goldwaters í prófkosningunum í Kali- fomíu er alvarleg aðvörun um það, að hvergi í heiminum sá að vænta stöðuglyndis og ör- yggis í stjómmálum. Við höf- um vanizt því allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar að líta á Bandaríkin sem fyrirmyndarríki þar sem allt væri í jafnvægi og alltaf hægt að reiða sig á þau. Þar virtist ekki einu sinni skipta máli þótt Bandaríkin ættu óleyst eitt viðkvæmasta innanrfkismál allra vestrænna þjóða, svertingjavandamálin í Suðurrikjunum. Og McCarthy æðið, sem gekk yfir Bandaríkin um skeið reyndist bóla ein, sem fljót var að hjaðna. Hvað sem öllu þessu leið voru Bandaríkin sá burðarás í hópi vestrænna þjóða, sem alltaf var hægt að treysta. Umburðarlyndi forystumann- anna í Bandaríkjunum, hjálp- semi þeirra og fórnarlund virtist takmarkalaus. Með stórveldis- hugmyndinni og þeirri ábyrgð, sem fylgdi miklu valdi voru þeir reiðubúnir að kasta fyrir róða einangrunarstefnunni. sem svo lengi hafði verið landlæg vestanhafs. gn sem sagt, allt er hverf- uit í þessum heimi, sig- Barry Goldwater. framkomu hinn góðlátlegasti og hægasti maður. Hann er gam- all orustuflugmaður úr strið- inu og hefur m.a. flugstjórnar- réttindi á þotu. Þar fyrir utan á hann ótal áhugamál sem stuðla mjög að því að gera hann alþýðlegan I augum vænt- anlegra kjósenda. Hann er t.d. kunnur radíóamatör, gamall í- þróttamaður, sem lagði stund á miklu frekar afturhaldsmaður, sem vill hverfa aftur til bar- áttutíma landnemanna. Sjá'.f- ur er hann úr því fylki Banda- ríkjanna, þar sem heita má, að landnám fari enn fram, þar sem mannfjölgunin er nú hlut- fallslega mest og minnstar hömlur enn orðnar á landnáms- og framkvæmdahuganum. Nú er það þó staðreynd, að ingar og sjúkrasamlög. Loks er að nefna dreifingarkostnað og verzlunarálagningu, sem er furðu há á evrópskan mæH- kvarða og stuðlar þannig mjög að því að viðhalda hinum mikla kjaramisrétti í Bandankj unum. A f þessu sem hér hefur ver- ið upp talið hefði sízt átt að vera þörf fyrir Bandarikja- menn allra vestrænna þjóða, að stefna til afturhalds. Bandarik- in voru svo mjög komin aftur úr í eðlilegri jajóðfélagsþróun nútfmans, að utanaðkomandi mönnum virtist sízt vanþörf fvr- ir umbótatillögur Kennedys, sem stefndu að því að draga úr örmustu fátækt í landinu og vinna bug á atvinnuleysinu. En svo virðist, sem bandaríska þjóðin hafi ekki verið tilbúin trl að taka við slíkum breyting- um Til dæmis var sjúkrasam- Iagslöggjöf Kennedys Itæfð miskunnarlaust á þingi með margs konar tilvitnunum um að velferðarríki Svíþjóðar hefði leitt til þjóðarspillingar. Og ég er hræddur um að það aftur- hvarf sem felst í stefnu og fylgisaukningu Barry Goldwat- ers sé bein afleiðing af þvf, að Kennedy hafi farið of geyst í umbótatillögum sfnum, banda- ríska þjóðin hafi ekki að sinni verið reiðubúin að melta þær. Ofan á þetta bætist svo, að svo virðist sem einn vænlegasti frambjóðandi republikana í frjálslyndara arminum, Nelson Rockefeller, hafi dæmt sig úr leik með hjónaskilnaðinum um svo öfluglega hafa fylgismenn Goldwaters unnið síðustu mán- uði í flokksstarfsemi republik- ana, að áður en forystumennirn- ir gátu litið við var hann búinn að tryggja sér til fylgis nær því nægilega mikið fylgi til að vinna sæti frambjóðanda flokks- ins. Er nú talið að hann ráði yfir um 620 atkvæðum á flokks- þingi republikana, sem haldið verður í júlí, en til þess að ná kjöri sem frambjóðandi, þarf hann að fá 655 atkvæði. jporystumenn hins frjáls- lynda arms flokksins hafa við þetta hrokkið upp af værum blundi og virðist sem þeir séu orðnir óttaslegnir um að Goldwater nái marki sínu. Sýna það bezt hin skyndilegu viðbrögð Eisenhowers, fyrrver- andi forseta, sem fór á síðustu stundu fyrir prófkosningarnar í Kaliforníu að lýsa yfir and- stöðu sinni við Goldwater, en tókst þó ekki að koma í veg fyrir sigur hans þar. Þannig hefur styrkur hreyf- ingar Goldwaters komið mönn- um á óvart og af því draga menn svo aftur þá ályktun, að vel geti verið að styrkur hans í sjálfum forsetakosningunum hafi verið vanmetinn. Svo kunni að vera, að óánægjan með hina frjálslyndu stefnu, vegna skatta byrða og kostnaðar við erlenda efnahagsaðstoð og fleira sé orð in svo megn í Bandaríkjunum, að það fleyti Goldwater upp í forsetastólinn. Þar renna menn nokkuð blint í sjóinn, því að lengi hefur engum hægrisinnuð- 9Í lift ÍÓIV^ fram ur Goldwaters er köld aðvör- un til samstarfsþjóðanna am, að órólegir timar kunni að vera framundan í Bandaríkjunum. Það er því eðlilegt, að menn. fyígist með nokkrum ugg með framþróun þessara mála, því að í kringum Goldwater virðast nú safnast öll þau öfl, sem ískyggi- legust og hættulegust eru, svo sem John Birch félagsskapur- inn og aðrir fasistalitir félags- skapir auk hópa hvítra kyn- þáttakúgara í Suðurríkjunura. En sjálfri hreyfingu Goldwat- ers má einna helz(t líkja víð hina alræmdu hreyfingu Pouja- dista f Frakklandi á dögum fjórða lýðveldisins. Það undarlega er, að maður- inn, sem öll þessi skuggalegu öfl safnast saman um, Barry Goldwater, er í persónulegri hina vinsælu knattleiksíþrótt, baseball, ennfremur er hann á- hugaljósmyndari, veiðimaður góður með haglabyssu og safn- ar sér til afþreyingar Indiána- forngripum. Annars er hann vel efnum búinn, erfði og rekur nú stærsta verzlunarhús í Phoen- ix höfuðborg Arizona-fylkis. Jjótt Goldwater virðist þannig geðugur maður í framgöngu allri, er hann öfgá- maður í skoðunum, sem notfær- ir sér miskunnarlaust í pólitískri framsókn sinni ýmiss konar ó- ánægjuöfl, sem eru farin að gera vart við sig, eftir áratuga frjálslynda stjórnarstefnu. Hann hótar að gjörbylta öllu þjóðfé- laginu, en fremur í þá átt að snúa flestu I fyrra horf. Hann kallar sig íhaldsmann, en er Bandaríkin eru á margan hátt orðin aftur úr Evrópu í eðli- legri þjóðfélagslegri þróun. Þetta getur hver sá séð, sem heimsækir Bandaríkin. Mismun- ur á auði manna er þar miklu meiri en tíðkast i Evrópu, og víða í bandarískum borgum blasa við fátækrahverfi, sem eru miklu verri en þekkist nokkurs staðar að minnsta kosti í norð- anverðri Evrópu. Þetta kemur greinilega fram í skýrslum þeim, sem bandarísk stjórnar- völd hafa sent frá sér nýlega, og leiddu í ljós þá furðulegu staðreynd, að í þessu mesta gósenlandi veraldar skyldi það enn viðgangast að nærri fjórði partur þjóðarinnar lifði við ar- mæðu og fullkomið öryggisleysi þar skortir svo dæmi sé nefnt allar eðlilegar almannatrygg- árið, svo að flokkinn skorti eftir það traustan forystumann. Þannig hefur Goldwater tekizt að smeygja sér inn styrktur af öllum aðstæðum. Tjegar kosningaundirbúning- ”urinn í republikanaflokkn- um var kominn nokkuð á leið í vor, gætti vonleysis meðal flokksmanna, Johnson forseti virtist fara svo vaxandi að vin- sældum og áliti, að vonlaust væri að fella hann. Fóru þá að heyrast raddir jafnvel innan hins frjálslynda arms repu- blikana, að réttast væri að gefa Goldwater tækifæri til að reyna sig. Var þá talað um, að von- laust væri að hann gæti náð kosningu og gilti því einu þó hann fengi framboðssætið. Það gæti þá orðið til þess, að hægri armur flokksins hlypi af sér homin. En hreyfing Goldwaters nef- ur síðan orðið miklu sterkari en menn hugðu. Það sýna bezt kosningaúrslitin í Kaliforníu, þar sem Goldwater hafði sigur að vísu all nauman, en í beinni samkeppni við Rockefeller. Og DRECID EFTIR FJÚRA DACA Hnottferð — Þrír bílnr Verðmæti 700 þúsund krónur Happdrætti Sjálfstæðisflokksins um frambjóðanda gefizt tæki- færi til að setja sjónarmið sin fram í bandarískum forsetakosn ingum. Auk þess reynir Gold- water mjög að hagnýta sér ó- ánægju hvítra manna í Suður- ríkjunum, sem vilja allt til vinna að kveða niður þá hreyf- ingu til mannréttinda og jafn- réttis kynþáttanna sem nú er ríkjandi meðal stjórnarvaldanna Mun Goldwater vænta þess að geta fengið stuðning allra Suð- urríkjanna og fæli það í sér mik il umskipti því að Suðurríkin hafa fram til þessa verið sterx- asta virki demokrataflokksins. Cvo mikið er víst, að ef Goldwater næði því marld að setjast í forsetastól Banda- ríkjanna yrði samstarf vest- rænna þjóða aldrei samt og jafnt eftir. Það er ótrúlegt, að bandamennimir í Evrópu gætu eftir það treyst á Bandaríkin eða litið á þau sem burðarás í vestrænu samstarfi. Svo gerólík virðast viðhorf Goldwaters vera hinum evrópsku viðhorf- um. Þorsteinn Thorarensen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.